Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998
19
Fréttir
Fíflholt í Borgarbyggö:
Sorpurðun leyfð
DV, Vesturlandi:
„Það er bara eitt orð yfir þetta. Ég
er mjög ánægður með þennan úr-
skurð. Þetta hefur tekið langan tíma
en nú er niðurstaðan komin. Það er
ekki ákveðið hvenær framkvæmdir
heíjast. Við bíðum og sjáum til hvað
skeður á næsta stjómarfundi Sorp-
urðunar Vesturlands hf. Þá verða
næstu skref ákveðin," sagði Pétur
Ottesen, formaður Sorpurðunar
Vesturlands, í samtali við DV.
Skipulagsstjóri ríkisins úrskurð-
aði 12. september sl. að fallist væri
á urðun sorps í Fíflholti í Borgar-
byggð fyrir sveitarfélög á Vestur-
landi. Sá úrskuröur var kærður til
umhverfisráöuneytisins af íbúum í
Borgarfirði.
Umhverfisráðuneytið gaf 12. jan-
úar grænt ljós á urðun sorps í Fífl-
holti með eftirfarandi skilyrðum.
Þar segir: Úrskurður skipulags-
stjóra frá 12. september 1997, þar
sem fallist er á fyrirhugaða urðun
sorps í Fíflholti, skal standa, að við-
bættum m.a. eftirfarandi skilyrðum:
1. Ekki verði ráðist í malamám í
Fíflholti á öðmm svæðum en þeim
sem merkt eru í matsskýrslu. Haft
verði samráð við Náttúmvemd rík-
isins um efnistöku tii urðunar og
um frágang landsins að henni lok-
inni, bæði hvað varðar mótun
landsins og val á plöntun til upp-
græðslu.
Unnið verði að frágangi í áföng-
um þannig að aldrei verði ófrágeng-
in sár sem eru stærri en sem nemur
eins árs efnistöku. Verði ákvörðun
tekin um urðun í landi Jörfa í Kol-
beinstaðarhreppi skal malarnám
einungis fara fram innan ákveðins
athafnasvæðis.
2. Gerð verði framkvæmdaáætlun
um endurheimt votlendis sem taki
mið af niðurstöðu ráðuneytisins og
liggi hún fyrir eigi síðar en 1. júní
1998. Jafnframt er það skilyrði sett
að ráðist verði í mótvægisaðgerðir
til að endurheimta votlendi þegar á
fyrsta ári framkvæmda og að vot-
lendi verði endurheimt til frambúð-
ar.
-DVÓ
GÍB3* GÍB3* QjHhT GEBhT GÍB3* GTBS* GT03* EB3*
HEFURÐU EFNI A
AÐ SITJA HEIMA?
Stóllinn heldur nú sína árlegu vorútsölu á alls kyns húsbúnaÖi -
bæði á spánnýjum vörum og lítt gölluðum - á fádæma lágu verði.
Sjaldan hefur gefist betra færi á að eignast vönduð
og falleg húsgögn í stofuna, eldhúsið, borðstofuna,
anddyrið, garðskálann eða sumarhúsið.
Oll húsgögn eru á lægra verði en áður:
Leðursófar - Svefnsófar - Vegghillur - Borðstofusett
Stakir stólar - Borð - Stakir sófar - Hægindastólar -
Kommóður - Skrifborð - Reyrstólar - Veggspeglar
Bókaskápar og margt, margt fleira...
ÚTSALA
með allt að 50% afslætti!
Stóllinn
Smiðjuvegi 6D - rauð gata
200 Kópavogur - sími 554 4544
GfBaf ŒÍB3* GÍB3* GIB3* CÍB3* GÍB3* GÍB3* GÍB3’ GÍB3'