Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Side 16
'16 enning MÁNUDAGUR 19. JÁNÚAR 1998 Úr þeli þráð að spinna í Bjarta sal Nýlistasafhs- ins (sem heitir kannski bara Bjartur núna) sýnir Hildur Bjarnadóttir textílverk af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að vera ónýt til venjulegs brúks. Það er svo sem engin nýjung i því að nota hefðbundnar listiðnað- ar- og handverksaðferðir við frjálsa sköpun en það vill oft misheppnast, kannski vegna þess að aðrar aðferðir henta svo augljóslega betur. Og ég verð að viðurkenna að ég er að þessu leyti mjög íhalds- söm, ég kann oftast betur við bollapör og rúmteppi en mál- verk úr leir eða ofna skúlpt- úra. En auðvitað eru á því undantekningar eins og öllu öðru. Hér fellur aðferðin hins vegar eins og flís við rass. Flestir hlutirnir eru í ætt við nytjahluti en ýmist eru þeir hálfkláraðir, „rangt“ gerðir eða svo harkalega meðhöndl- aðir að þeir hafa tapað notagildinu. • j.* niaBk' * KÖ'-iíO. igt Nokkur verk Hildar Bjarnadóttur í Nýlistasafninu - „öll meö tölu alveg ægilega falleg". Ófrá- gengnir útsaumaðir dúkar og fullorðinsílíkur úr ull sem hafa verið hleyptar og þæfðar, soðnar, undnar og þurrkaðar þar til þær eru orðnar að hnausþykkum, stífum og óþjálum skúlptúrum eða listhlutum á stærð við ung- bamafót er á meöal þess sem fyrir augu ber. Einnig kringlótt risaprufa með lopapeysum- unstri, gullfallegt þófið ullarteppi og ferkant- aðar, einlitar veggmyndir ofnar úr fiskilínu. Sýningin er skemmtilega ósamstæð, dálítið eins og hún sé samsett úr sýnishornum af möguleikum, minningabrotum og gömlum handavinnuprufum. Sjálf verkin eru líka brotakennd, mér liggur við að kalla sum þeirra „rústir“. Enda eru þau eins og slitur aftan úr gömlum tíma, amma og langamma þekktu allar þessar aðferðir og bjuggu einmitt til svona prufur og þær hættu líka stundum í miðju verki. Myndlist Áslaug Thorlacius Sjálf segist Hildur vinna á hinum óljósu mörkum hannyrða og hugmyndalistar og fialla um efnið og handverkið. Það er verðugt umfjöllunarefni. í þessum sporum og lykkjum er fólgin svo mikil merking sem ekki er hægt að færa í orð, bara það að svona hefur þetta verið gert svo lengi sem elstu menn muna gef- ur þeim ómælt gildi. Um leið vinnur hún markvisst á móti efninu og aðferðinni, bæði með því að niðast svona á efninu en ekki síð- ur með því að hún hættir áður en verkinu er „lokið". Það tekur á vissan hátt inntakiö úr aðferöinni því nytsemin er svo ríkur þáttur í hefðinni kringum hannyrðimar. Annar traustur fylgifiskur hannyrðahefðarinnar er feg- urðin; það gefur handavinn- imni alltaf aukið gildi ef hún er falleg og vel unnin. Hildur einblínir að eigin sögn síður á fegurðarþáttinn en ég verð að viðurkenna að mér þóttu verkin hennar öll með tölu al- veg ægilega falleg. Hildur er búsett í Ameríku þar sem hún hefúr verið við framhaldsnám. Til gamans má geta þess að sem stendur er hún ein af fáum útvöldum þátttakendum í eftirsóttu prógrammi hjá Bronx-safninu sem kallast „The Artist in the Marketplace". I Nýlistasafninu standa nú yfir fleiri sýningar. Einar Garibaldi Eiríksson sýnir landslags- málverk, Chris Hales sýn- ir gagn- virkar (held aö það sé rétta orð- ið) marg- miðlunar- stuttmynd- ir, Pálína Guðmunds- dóttir sýnir málverk og niðri í Gryfju sýna Al- ena Hudcovicova og Matjaz Stuk „Kortaher- bergi Gullivers" sem er ekki myndskreyting við frásögn Swifts um ferðir ævintýramanns- ins heldur framhald sögunnar. Ég get ekki annað en mælt með heimsókn í Nýló. Sýning Hildar Bjarnadóttur í Nýlistasafninu stendur til 25. janúar. Snákurinn ógurlegi Snákurinn - efnilegir tónlistarmenn. DV-mynd Hilmar Þór Nýtt íslenskt tónverk var frumflutt í Há- teigskirkju á laugardaginn var. Það er eftir Tryggva M. Baldvinsson og ber hið óskáldlega heiti Sónata a 14. Sónatan er fyrir tvo brass- kóra og var leikin af tiltölulega nýbökuðum tónlistarhóp sem kallar sig Serpent. Nafnið Serpent - eða snákur - er komið af því að hóp- urinn hefur ekkert staðlað form og skipan hljóðfæra sveigjanleg. Hann getur því breytt um lögun - rétt eins og snákur. Stjómandi snáksins var Kjartan Óskarsson, og önnur verk sem leikin voru á tónleikunum voru eft- ir Britten, Richard Strauss og Moussorgski. Fyrst á dagskrá var Fanfare for St. Ed- mundsbury eftir Britten. Þetta verk er nokk- uð sérkennilegt að því leyti að það er leikið af þremur trompetleikurum sem sitja hver í sínu horni, þar af einn fyrir aftan áheyrendabekk- ina uppi á svölum. Verkið hefst á eins konar köllum sem era spiluð af hverjum trompet- leikara fyrir sig, en í lokin hljóma lúðrarnir saman. Þetta er skemmtileg tónsmíð og var prýðilega flutt af Eiríki Erni Pálssyni, Guð- mundi Hafsteinssyni og Einari St. Jónssyni. Tónlist Jónas Sen Næst kom „Feierlicher Einzug der Ritter des Johanniter-Ordens, AV103“ eftir Richard Strauss. Þaö var upphaflega samið fyrir nán- ast óteljandi blásara og pákur en var hér leik- ið í smækkaðri útsetningu. Eitthvað var um hnökra í flutningnum. Snákurinn sam- anstendur líka aðallega af ungum, reynslulitl- um hljóðfæraleikuram og vantaði nokkuð upp á að spilamennskan gæti talist fyrsta flokks. Túlkunin var samt litrík og kraftmikil þó ýmis tæknileg atriði hafi stundum þvælst fyr- ir. Kjartan Óskarsson er greinilega hinn ágæt- asti hljómsveitarstjóri og tókst oft að skapa áhrifamikla stemningu. Síðast fyrir hlé var svo það sem flestir biðu væntanlega eftir - frumflutningurinn á verk- inu eftir Tryggva M. Baldvinsson. Ég hef lítið heyrt eftir Tryggva, enda hefur hann ekki ver- ið áberandi í tónlistarlífinu undanfarið. Þó heyrðust eftir hann falleg sönglög á maraþon- tónleikum sem haldnir vora í Borgarleikhús- inu fyrir um hálfu ári síðan, og gáfu þau til kynna að hann sé efnilegt tónskáld. Sónata a 14 er önnur fjöður í hatt Tryggva og skipar honum tvímælalaust í fremstu röð islenskra tónskálda. Hans sterka hlið felst í þvi að hann er innblásinn og ekkert að remb- ast við að semja eitthvað ógeðslega leiðinlegt og stærðfræðilegt sem enginn skilur og eng- inn getur spilað - en neyðist þó til. Því miður era nokkur íslensk tónskáld enn blýfost í steingeldum stefnum og ismum, en sem betur fer virðist sú stefnuleysa vera að renna sitt skeið á enda og verður vonandi dauð þegar ný öld rennur í garð. Sónata a 14 er stílhreint verk, hnitmiöað i formi og í því eru laglínur og hrynur sem áheyrendur skilja. Sumt i því jaðrar við að vera dularfullt og ber jafnvel keim af indverskri tónlist. Þaö var prýöilega leikið af snáknum ógurlega og verður vonandi flutt sem fyrst aftur. Lokaverkið á tónleikunum var Myndir á sýningu eftir Moussorgski, sem var upphaf- lega samið fyrir píanó. Það er þó oftar flutt í ýmiss konar útsetningum, og er trúlega út- settasta tónsmíð sem um getur. Snákurinn lék þetta verk fjörlega og innilega, og gneistaði oft af flutningnum. Reynsluleysi hljóðfærcdeikar- anna var þó til baga og heyrðust stundum pín- legar feilnótur. En sem fyrr var túlkunin leiftrandi - og sýnir það að hér eru á ferðinni efnilegir tónlistarmenn sem eiga öragglega eftir að láta aö sér kveða i framtíðinni. ■ Ástardrykkur handa óperugestum Óperablaðið gerir það að gamni sínu í síðasta tölublaði að biðja þrjá óperufikla að velja „draumagengið" sitt í óperana Ástardrykkinn eftir Donizetti. Una Margrét Jónsdóttir velur Luciano Pavarotti í hlutverk listmálarans Nemor- inos og Joan Sutherland í hlutverk Ad- inu, stúlkunnar glæsilegu sem stýrir hót- eli föður síns; Sólveig Thorarensen pant- ar Ferracio Tagliavini og June Anderson í sömu hlutverk en Garðar Cortes ópera- stjóri vildi helst fá Katiu Ricciarelli og Giuseppe Di Stefano til að syngja þau. En þau fær hann ekki, af ýmsum ástæðum! Þeg- ar íslenska óperan setur upp Ástardrykkinn í næsta mánuði verður engin önnur en Diddú - Sigrún Hjálmtýsdóttir - í hlutverki Adinu og á móti sér fær hún að öll- um líkindum ítalska ten- órsöngvarann Cesare Zamparino í hlutverk Nemorinos. Berg- þór Pálsson syngur Belcore liðsforingja - en Sólveig Thorarensen valdi hann einmitt í þaö hlutverk í Óperablaðinu þannig að draumar hennar rætast að því marki. Danska þríeykið sem setur óperana upp - Kasper Holten leikstjóri, Steffen Aarfing leikmyndahönnuöur og Maria Gyllenhoff búningahönnuður - ætla að láta Ástardrykkinn gerast í ferðamanna- þorpi við Gardavatnið. Nemorino vinnur fyrir sér með húsamálun og á ekki séns í hótelstýruna ungu. Hann tekur því fegins hendi við „ástardrykk" úr fórum hins slynga sölumanns Dulcamare, sem Loftur Erlingsson syngur, i von um að vinna ást- ir Adinu. Þeir sem vilja komast að því hvernig drykkurinn virkar ættu að fylgjast með þegar fariö verður að selja miöa á óper- una. Hún verður framsýnd 6. febrúar. Sýningar verða á föstudögum og laugar- dögum og sýningafjöldi er takmarkaður vegna þess hve viðamikil uppfærslan er. Aöeins eru áætlaðar 14-16 sýningar. Sungið er á ítölsku en íslenskur texti birt- ist á skjá fyrir ofan sviðið eins og gafst ágætlega í uppfærslunni á Cosi fan tutte í haust sem leið. Þess má að lokum geta að Dulcamare lætur sig ekki muna um að bragga ástar- drykki handa leikhúsgestum líka. IKomast ekki út aftur Garðai- Cortes gefur þær upplýsingar í Óperublaðinu að Ástardrykkurinn hafi verið 37. ópera Donizettis og frumsýnd í Mílanó 1832. Ekki var höfundur ánægður með þá uppfærslu: „Ég er með þýska prímadonnu, tenór sem stamar, baríton | sem jarmar eins og geit og franskan bassa sem er enginn bassi,“ skrifaði hann. Samt sló óperan í gegn og hefúr aldrei dalað síðan. Garðar bætir við skýringu á því frá hljómsveitarstjóranum sir Thomas 5 Beecham sem sagði einkenni á góðum melódíum vera að þær ættu greiða leiö að eyranu og inn í það en komist ómögulega | út aftur! Einmitt þannig eru melódíurnar í Ást- ardrykknum. Raddir sem drepa Hádegisleikritið, sem hefst í dag kl. 13.03 á rás 1, heitir Raddir sem drepa og er eftir danska rithöfundinn Poul Henrik Trampe. Þetta er spenn- IE andi sakamálaleikrit um teiknimyndasöguhöfund- inn Alex Winther sem kemst að því að gamall fjölskylduvinur hefur ekki framið sjálfsmorð, eins og taliö er, heldur hefur hann verið myrt- ur. Hann ákveður að rannsaka málið en fljót- lega kemur I ljós að hann á í höggi við óvenju slunginn og hættulegan glæpamann. Þýðandi er Heimir Pálsson, leikstjóri Haukur Gunnarsson en Jóhann Sigurðar- son fer með aðalhlutverkið. Umsjón Silja Aflalsteinsdóttír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.