Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Side 4
4 MÁNUDAGUR ia JANÚAR1998 Fréttir Prófkjörsbarátta Reykjavíkurlistans að heQast: Nýtt prófkjörsfyrirkomu- lag gerir „plottin" erfið Reykjavíkurlistinn hóf prófkjörs- baráttuna meö sameiginlegum fundi borgarstjóra og frambjóöend- emna tuttugu og átta, sem haldinn var í sameiginlegri kosningamið- stöð að Pósthússtræti 13 sl. föstu- dag. Margir líta svo á að komandi prófkjörsbarátta sé það sem helst gæti reynst R-listanum hættulegt í komandi borgarstjómarkosningum. Fari svo að barátta einstakra fram- bjóðenda innan flokkanna verði hörð og óvægin gætu myndast sprungur í samstöðunni sem Sjálf- stæðisflokkurinn gæti notafært sér í sjálfri kosningabaráttunni. Ónýtt tækifæri D-listans Sjálfstæðisflokkurinn þykir hafa notað tímann illa undanfarn- ar vikur. Öll athyglin hefur beinst að væntanlegri þátttöku Guðrúnar JPétursdóttur á listanum. Niður- staðan, þ.e. að Guðrún Pétursdótt- ir setjist í 9. sætið, hefur vakið nokkra undrun. Menn töldu víst að kjörnefnd og Davíð vildu að hún tæki baráttusætið og færi í grjótharðan slag við Ingibjörgu Sólrúnu um áttunda sætið. 1 skjóli umræðunnar um Guðrúnu hefur R-listanum aftur á móti gefist færi á að samræma og skipuleggja sín mál i friði. Spurningin er hvort Innlent fréttaljós Páll Hannesson samstaðan nær að halda fram að kosningunum í prófkjöri sem fara fram þann 31. janúar eða hvort prófkjörið vekur deilur og sundr- ung innan hópsins. Alfreð Porsteinsson og Pétur Jónsson kynna prófkjörsreglur Reykjavíkur- listans. DV-mynd BG Nýtt fyrirkomulag Þegar menn íhuga hversu hvöss prófkjörsbaráttan gæti orðið innan samstarfsflokka Reykjavíkurlistans verður að hafa í huga sjálft fyrir- komulag kosninganna sem nú er með nýju móti. Prófkjörið er opið öllum Reykvíkingum og kjósendum er í sjálfsvald sett hvort þeir merkja aðeins við frambjóðendur eða flokka eða hvort tveggja. Tveir kjör- seðlar verða í gangi, á öðrum er merkt við þann flokk sem kosinn er en á hinum er frambjóðendum rað- að í forgangsröð. Kosning í fyrstu sjö sætin er bindandi og um þau sæti bítast flokkarnir fjórir, þrír þeirra fá tvö sæti, en sá sem fæst atkvæðin fær verður með einn mann á lista. Sá flokkur sem flest atkvæðin fær, fær fyrsta sætið og það flmmta, næsti flokkur fær annað og sjötta sætið, þriðji flokkurinn fær þaö þriðja og sjöunda og fjórði flokkur- inn í röðinni fær fjórða sætið. Þegar kemur að kosningu ein- stakra frambjóðenda gefur kjós- andi hverjum og einum frambjóð- anda mismunandi vægi eftir því hvaða merkingu hann gefur við- komandi. Frambjóðandi sem merkt er við með raðtölunni 1. fær 8 stig, raðtalan 2. gefur 7 stig og svo stig af stigi, en lægsta merk- ingin er raðtalan 5. sem gefur fjög- ur stig. Stig einstakra frambjóð- anda eru svo talin saman og ræð- ur heildartalan sæti hans innan hans flokks. Atkvæðafjöldi ein- stakra flokka ræður svo eins og fyrr segir innbyrðis röð flokk- anna. Prófkjör án „plotta"? Afleiðingamar af þessu kerfi verða eftirfarandi: Þar sem kjósandi veit að það munu aðeins tveir úr hans flokki komast aö í kosning- unni um fyrstu sjö sætin er líklegt að hann velji frambjóöendur úr öðr- um flokkum i næstu sæti þar fyrir neðan. Frambjóðandi sem merktur er með raðtölunni 3. fær hins vegar heil 6 stig sem nýtast honum auðvit- að vel þegar allt er talið saman. Menn geta því illa „plottað" undir þessum reglum, því ekki er verið að kjósa menn í ákveðin sæti. Af þess- um sökum er taliö líklegra að átök- in verði ekki eins illvíg og oft vill henda í hefðbundnum prófkjörsslag. Að auki er prófkjörið opið öllum Reykvikingum sem styðja vilja Reykjavíkurlistann og eykur það óvissuna enn frekar. Fiskað í sama vatni Þetta fyrirkomulag kemur hins vegar ekki í veg fyrir að frambjóð- endur innan sama flokks og sem fiska í sama vatni eftir stuðnings- fólki takist á. Einna mestar líkur eru taldar á að þetta gerist innan Framsóknarflokksins, þar sem Óskar Bergsson og Guðjón Ólafur Jónsson eru taldir liklegir til að sækja að sitjandi borgarfulltrúum. Auk þess sem heimildir telja að slagur milli þeirra Alfreðs Þor- steinssonar og Sigrúnar Magnús- dóttur sé í uppsiglingu eftir kosn- ingu fulltrúaráðsins milli próf- kjörskandídata, þar sem Sigrún fékk flest atkvæðin en Alfreð fæst. Þeir Óskar og Guöjón sækja hins vegar báðir fylgi til yngri fram- sóknarmanna, auk þess sem talið er að Guðjón, sem er fyrrum for- | maður EÍJF, fái fylgi meðal Röskvufólks, en hann starfaði í þeim hópi lengi. Þvi eru taldar nokkrar líkur á að breytingar kunni að verða meðal framsóknar- manna. Yngra fólkið stendur saman Almennt er talið að það yngra fólk, sem starfað hefur í Birtingu og Grósku, muni í grófum dráttum i styðja hvort annað og eigi því einna helst möguleika á að velta eldri og þaulsætnum borgarfull- trúum úr sessi. Sameiginlegar hugmyndir um sameiningu félags- hyggjuflokkanna, afstöðuna til Evrópumála o.s.frv. muni verða til að frambjóðendur eins og Helgi Hjörvar og Hrannar Amarson fái stuðning sömu kjósenda. Það verði á grunni þessarar samstöðu sem I möguleikar yngri frambjóðend- anna byggist einna helst. Innan Alþýðubandalags er Helgi Hjörvar ' talinn líklegastur til að velgja sitj- andi fulltrúum, þeim Guðrúnu Ágústsdóttur og Áma Þór Sigurðs- syni undir uggum. Hrannar Björn Arnarson og Helgi Pétm-sson eiga möguleika á að komast að og eru ekki taldir ólíklegri til þess en sitj- andi borgarfulltrúi, Pétur Jóns- son. Hjá Kvennalista eru þær j Steinunn V. Óskarsdóttir og Sól- veig Jónasdóttir taldar líklegir keppinautar. í þessum bollalegg- | ingum má ekki gleyma sameining- arbandi kvenna. Fari svo að konur verði álitnar standa halloka í bar- áttunni kann það að leiða til að konur kjósi kynsystur sínar innan annarra flokka. í þessu nýja próf- kjörskerfi kann það að ríða bagga- muninn í einhverjum tilfella. Dagfari Guðrún siálf í níunda sætið Þau pólitísku tíðindi hafa gerst að Guðrún Pétursdóttir mun skipa níunda sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík til næstu borgarstjórnarkosninga. Það sem þykir merkilegast í þessu er aö Guðrún ákvaö þaö sjálf að setjast í níunda sætið. Ekki þaö að aðrir ákvæðu þaö fyrir hana, né heldur að hún hafi verið kjörin í þetta sæti, hvað þá að hún hafi veriö neydd til að taka sæti á lista sjálf- stæðismanna. Nei, Guörún ákvað þetta sjálf. Einhvern tímann fyrir áramót efndi Sjálfstæðisflokkurinn til próf- kosninga um skipan listans. Margt gott fólk gaf kost á sér og enn þá fleira fólk greiddi atkvæði í próf- kjörinu um þá sem valið stóð um, enda ekki boðið upp á annaö. Guðrúnu Pétursdóttur mun hafa verið boðiö að vera með i prófkjör- inu en hún haföi ekki áhuga. Og heldur ekki tíma. Haföi önnur og verðugri verkefni til að fást viö. En svo lágu úrslit prófkjörsins fyrir og enginn haföi kosiö Guð- rúnu af því hún var ekki með í kjörinu og uppstillingamefnd sá strax aö þetta var ómögulegur listi og fór fram á það við Guðrúnu að taka sæti á listanum vegna þess að uppstillingarnefnd var sannfærð um að Guðrún væri betri en þeir sem voru með í kosningunni og höfðu valist á listann. Prófkjör eru einmitt til þess að fá úr þvi skorið hverjir hafa fylgi og þegar þeir sem hafa fylgi eru ekki með í kosning- unni kemur í ljós að þeir sem eru með í kosningunni hafa ekki nógu mikið fylgi og að minnsta kosti ekki eins mikið fylgi og þeir sem ekki eru meö. Guðrún léði strax máls á því að taka sæti á listanum, en vildi þó fyrst vita hvort forysta flokksins vildi að hún væri með á listanum, því hún vildi ekki taka sæti á list- anum, ef forystan væri á móti henni. Það var mat hennar að óþægilegt gæti reynst að vera á lista flokks, ef flokkurinn væri á móti henni. Forystan hélt fund með Guðrúnu (rétt er að taka fram aö þegar talað er um forystu, er átt við Davíð Oddsson í eintölu, en þar sem fleiri menn er ekki að finna í forystu flokksins en Davíð einan, er hér talað um Davíö í fleirtölu) og for- ystan féllst á að Guðrún væri betri kostur en þeir flokksmenn sem höföu tekið þátt í prófkjörinu og þá gerðist það að Guörún tók sjálf ákvörðun um að setjast í níunda sætið. Það felst mikið pólitískt frum- kvæöi og hugdirfska í þessari ákvörðun Guðrúnar. Hún tók hana ein og óstudd. Hún hugsaöi málið mikið, enda gat hún sest í hvað sæti listans sem var, eftir að foryst- an hafði lagt blessun sína yfir hana og einmitt þess vegna var það ekki auðveld ákvörðun að taka níunda sætið. Samt tók Guðrún niunda sætið. Ekki það að níunda sætið skipti miklu máli, vegna þess að slagur- inn stendur um áttunda sætið. En þess heldur er þetta stór og merki- leg ákvörðun hjá Guðrúnu aö taka níunda sætið að þvi að það skiptir ekki máli. Þess vegna skiptir það máli að Guðrún hafi ekki tekiö það sæti sem skipti máli, að því að það skiptir máli hvar hún er á listan- um, af því að það skiptir máli að hafa hana á listanum og af því aö hún heföi örugglega orðiö ofar en í níunda sæti ef hún heföi tekið þátt í prófkosningunum, sem nú skipta sáralitlu máli. Og allt þetta gerði Guðrún sjálf. ímyndið ykkur. Dagfari I < I 1 I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.