Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: SOO 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Forgangsröðun sjúklinga Einn af fylgiíiskum velmegunar vorra tíma er sívaxandi kostnaður vegna heilbrigðiskerfisins. í því efni sigla íslendingar ekki einir á báti. Allar þjóðir Vesturlanda stíga sömu glímu við svipaða þróun. Flest bendir til að útgjaldakröfur vegna heilbrigðismála velferðarþjóðanna haldi áfram að aukast á næstunni. Ástæðumar eru augljósar. Langlífi eykst, meðal annars vegna bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfmu. Nýjar aðferðir til lækninga kalla á rándýr tæki sem enginn spítali getur verið án. Og stöðugt koma fram ný lyf, sem lækna og líkna, en kosta milljarða í þróun. Erfðalækningar eru sú grein læknavísindanna sem nú þróast hraðast. Þær munu ala af sér nýja kynslóð lyfja sem innan tíðar geta læknað arfgenga sjúkdóma, sem áður voru ólæknandi. Um leið mun lyfjakostnaður þjóðanna stóraukast. Kraftaverkamenn hafa ekki verið í vandræðum með patentlausnir sem eiga að fjötra þensluna í kerfinu. Á þeim er þó einn ljóður. Þegar til stykkisins kemur hafa patentlausnimar tilhneigingu til að verða eins og rign- ingin. Þær gufa upp og verða að engu. Nýjasta tískuorð ráðþrota stjómmálamanna er for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Sumir leggja þann skilning í hugtakið að það sé hægt að búa til reglur sem raða sjúklingum í flokka. Síðan njóti flokkarnir mismikillar þjónustu kerfisins. Þegar tískustefnan er þýdd yfir á mælt mál er inntak hennar eftirfarandi: Sumir sjúklingar em orðnir gamlir og eiga ekki langt líf fyrir höndum. Þess vegna borgar sig ekki að spandera á þá dýrri meðferð. Sumar lækninga-aðferðir em sömuleiðis fokdýrar og með því að spara þær mætti gera fleiri ódýrari aðgerðir. Þetta hljómar vissulega grimmúðlega enda er hugsunin að baki án miskunnar. Hún byggir á hugtaki arðseminnar sem er tekið úr heimi viðskiptanna. Sú veröld á ekkert skylt við heilbrigðiskerfið. Sjúklingar em lifandi verur sem hafa sín réttindi eins og aðrir. Frá sjónarhóli laganna er erfitt að verja hugmyndina um forgangsröðun sjúklinga. Samkvæmt þeim eiga allir þegnanna, án undantekninga, að njóta bestu meðferðar sem völ er á. Núverandi stjómvöld reyndu að tengja þetta ákvæði aldri sjúklings og fjárveitingum til málaflokksins. Því var hafnað. Frá sjónarhóli stjómarskrárinnar er einfaldlega útilokað að forgangsraða sjúklingum. Hún segir fortaks- laust að þegnamir eigi að njóta fúllkomins jafnræðis. Af sjálfu leiðir þá, að það væri brot á stjómarskránni að mismuna sjúklingum eftir eðli sjúkdómsins sem hrjáir þá, eða eftir aldri þeirra. Innan heilbrigðiskerfisins er vissulega hægt að forgangsraða byggingum og tækjakaupum. En alls ekki sjúklingum. Það er vafasamt af sjónarhóli siðfræðinnar og óverjandi á grundvelli núverandi laga og stjómar- skrár. Engin nefnd eða ríkisstjóm getur breytt því. Að sönnu stappar nærri að Alþingi beiti nú þegar vissri forgangsröðun gagnvart sjúklingum. Hún birtist í fjárveitingum þess til heilbrigðismála. Það má rökstyðja að í þeim felist ákveðin mismunun gagnvart þeim hópi þegnanna sem em sjúkir. Hún bitnar þó jafnt á öllum. íslenska heilbrigðiskerfið er þrátt fyrir allt meðal hinna bestu sem þekkjast. Stefnuleysi síðustu ára hefúr ekki einu sinni breytt því. Þó kerfið sé líka meðal hinna ódýrustu er sjálfsagt að freista þess að hemja þenslu þess. En ekki með forgangsröðun sjúklinga. Össur Skarphéðinsson Viðskiptabannið var sett á með samþykki alira fastafulltrúa Öryggisráðsins, segir greinarhöfundur. Heródesar samtímans var annað sem fyrir þeim vakti. Ætlunin var að brjóta á bak aft- ur þjóð 22 milljóna manna í því augnamiði að geta haft stjóm á sölu og dreifíngu mestu olíubirgða í heimi. Látið er í veðri vaka að heimsbyggðinni standi ógn af Saddam og hyski hans. Til að reisa skorður við þeirri ógn var meðal annars sett á laggimar eftirlitsnefnd til að kanna vopna- framleiðslu og vopna- birgðir íraka. Samsetn- ing nefndarinnar er til vitnis um hræsnina í þeirri viðleitni. í nefnd- inni em níu Banda- ríkjamenn, frnun Bretar, einn „Getur veríð að linnulaust moldviðrí sögufalsana og einhliða áróðurs hafi tii þeirra muna ruglað skynjun og skiining Vesturíandabúa, að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi heyri þeir ekki? Mér er nær að halda að svo sé.u Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Vísast hafa fáir valdsmenn sögunn- ar orðið eins ill- ræmdir meðal krist- inna þjóða og bamamorðinginn Heródes, sem segir frá í öðmm kapítula Matteusarguð- spjalls. Hvemig vík- ur því þá við, að dauði 600.000 bama í írak á síðustu sjö árum af völdum bandarískra ráða- manna virðist láta hinn kristna heim ósnortinn? Getur verið að linnulaust mold- viðri sögufalsana og einhliða áróðurs hafi til þefrra muna raglað skynj- un og skilning Vesturlandabúa, að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi heyri þeir ekki? Mér er nær að halda að svo sé. Fyrirsláttur Að undirlagi Bandaríkjastjómar vom Sameinuðu þjóðirnar látnar setja viðskipta- bann á írak eftir Persaflóastríð í þeim yfirlýsta tilgangi að koma grimmdarseggnum Saddam Hussein frá völdum. Raunin hefur orðið þveröfug. Fyrir tilverknað viðskiptabannsins er einvaldurinn traustari i sessi en nokkm sinni fym. Öllum heilvita mönnum var frá öndverðu ljóst að sigurvegur- unum hefði verið í lófa lagið að steypa Saddam af stóli í stríðslok, hefðu þeir kært sig mn. En það Rússi og einn Ástrali! Hefði ekki verið ráð að dreifa ábyrgðinni á fleiri þjóðir, ef einhver alvara var í þessu framtaki? Sjálfhelda Viðskiptabannið var sett á með samþykki allra fastafulltrúa Örygg- isráðsins. Nú virðast Rússar og Kínverjar hafa fengið bakþanka og hvetja til varfæmi og mannúðar. En þá blasir við sú óhugnanlega staðreynd, að viðskiptabanninu verður ekki aflétt nema með sam- þykki allra funrn fastafulltrúa Ör- yggisráðsins, og viðbúið að Banda- ríkjastjóm beiti neitunarvaldinu ef til atkvæðagreiðslu kemur. Málið er þannig í fullkominni sjálfheldu. Hver svosem markmið viðskipta- bannsins kunna að hafa verið (jafn- vel þó þau væm ótvírætt göfúg), þá verður það með engum rökum af- sakað, enda er það skýlaust brot á öllum þeim mannréttindasáttmál- um sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa undirritað. Ekkert markmið er svo háleitt að það rétt- læti dauða milljónar saklausra borgara (þarámeðal 600.000 bama). Þeir sem bera ábyrgð á viðskipta- banninu em samkvæmt öllum sið- gæðislegum og lagalegum grund- vallarreglum stríðsglæpamenn og ættu að öllu eðlilegu að koma fyrir rétt hliðstæðan þeim sem dæmdi forkólfa Hitlers-Þýskalands í Núm- berg. Þeir Stalín og Hitler hafa orðið verst þokkaðir allra ofbeldisseggja á þessari öld fyrir múgmorð sem varla eiga sér hliðstæðu í mann- kynssögunni. Viöskiptabannið á írak er alný tegund hrottafenginna múgmorða, þarsem skortur á mat- vælum og lyfium er látinn valda langvinnum þjáningum og loks kvaladauða milljónar manna sem hafa það eitt til saka unnið að vera fæddir af þjóð sem ekki játar kristna trú í landi með ofgnótt olíu- linda. Ég þekki ekkert sambærilegt dæmi úr sögu þjóða sem kenna sig við lýðræði. Það er spá mín, að þeg- ar frá líður og horft verður yfir öld- ina í bakspeglinum, þá muni tveir síðustu forsetar Bandaríkjanna lenda i sömu skúffu og þeir kump- ánar Stalín og Hitler. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Nýjung í kjarasamningum „Kjarasamningur stéttarfélaga og Noröuráls hf., vegna starfa í álverinu á Gmndartanga, er merkileg- ur fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi náðist sam- komulag átakalaust og í góðum tíma áður en rekst- urinn hefst. Þá gildir samningurinn til ársloka áriö 2004 eða í sjö ár.... Kjarasamningur sá, sem Norður- ál hefur gert, felur í sér margar nýjungar, sem áreið- anlega eiga eftir að breiðast út til annarra fyrir- tækja. Þess vegna hefur hann ekki bara þýðingu fyr- ir starfsfólk fyrirtækisins og fyrirtækið sjálft heldur þjóðfélagið allt.“ Úr forystugrein Mbl. 16. janúar. Góðæri á traustum grunni? „Vonandi hvílir góðærið á traustari gmnni en Asíuundrin miklu. En hvort það stendur undir þeim miklu væntingum sem til þess em gerðar, er önnur saga. Það hljóta aö vera takmörk fyrir því hve marg- ar og fjölmennar stéttir geta fengið tvenn ráðherra- laun.... Alltaf er verið að spá og fjárfestingar af öllu tagi við þær miðaðar. Og alltaf er eitthvað óvænt, sem enginn spáði, að koma upp á og allar forsendur breytast á svipstundu. ... Og þjóöarsáttarlýðurinn spyr um góðærið og fær útúrsnúninga eina að svari." Oddur Óiafsson í Degi 16. janúar. Orkulindir í einkaeign „Þeir hlutfallslega fáu íslendingar sem eiga jarð- hita undir eignum sínum standa frammi fyrir því, að þessar eignir verði hirtar af þeim eins og þar sem argasta einræði og kommúnismi ræður ríkjum og þeir koma ekki við vömum vegna fámennis. ... Það er eins og hinn ævaforni eignaréttur, sem lagt hefúr verið að mönnum að virða, sé smátt og smátt að verða aukaatriði í umræðum manna.“ Kristinn Kristjánsson í Mbl. 16. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.