Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 31 Beðið eftir sólmyrkva Vísindamenn um allan heim eru nú að búa sig undir sólmyrkva. Þetta fyrirbæri myndast þegar tunglið skyggir á sólina og mun eiga sér stað um sunnanvert Atlants- og Kyrrahaf 26. febrúar nk. Það er alltaf hátíð í bæ meðal vís- indamanna þegar þetta gerist. Þeir munu skipta hundruðum sem fylgj- ast vel með í þeim tilgangi að rann- saka þetta fyrirbæri, skrá hjá sér gögn og setja fram kenningar í framhaldi af því. ESKPIKE 3 í 1 ^ CUMBRIAN 3 í 1 flís. Falleg sjón Ahuginn nær þó langt út fyrir hóp vísindamanna. Mörgum finnst þetta hreinlega svo falleg sjón að þeir geta ekki hugsað sér að missa af þessu. Stjörnufræðingar eru al- mennt á þeirri skoðun að þetta sé stór og mikil gjöf sem móðir náttúra færir okkur með þessu. Sólmyrkvinn sem nú er beðið eft- ir sést aðallega í Suður-Kyrrahafi og almennt sést hann ágætlega í suð- lægum löndum. Þeir sem búa norð- ar geta hugsanlega séð hann að hluta en þeir verða að fara nær mið- baug til að sjá alla dýrðina. Litbaugurinn skoðaður Ef heppnin er með er tunglið nógu stórt og í réttri fjarlægð skygg- ir tunglið algjörlega á sólina nema litbauginn á yfirborði hennar. Það gefur frá sér um milljón sinnum minni birtu en miðja sólarinnar. Þegar tunglið fer milli jarðar og sól- ar varpast skuggi yfir jörðina. Eini möguleikinn á að sjá litbaug- inn er þegar almyrkvi verður á jörð- Sportbúö • Títan Seljavegur 2 Pósthólf 1180 101 Reykjavfk Slmi 551 6080 Fax 562 6488 Opið mán. r fös. 9-18. Sólmyrkvi - ein fallegasta gjöf náttúrunnar aö margra mati. inni. Það stendur eingöngu yfir í nokkrar minútur. Þessi almyrkvi gefur visindamönnum hins vegar kjörið tækifæri til að rannsaka þennan sólarlitbaug. Þannig er hægt að sjá ýmislegt í sólkerfmu sem væri annars ómögulegt að sjá. Vísindamenn munu reyna að nota þetta tækifæri til að svara spum- ingu sem menn hafa lengi brotið heilann um: Hvernig getur and- rúmsloft sólarinnar orðið 2 milljón gráðu heitt þegar yfirborð hennar er aðeins um 6.000 gráður? Og það er fleira sem þessi sól- myrkvi gefur tækifæri til að kanna. Tekið verður á móti útvarpsbylgj- um sem geimfarið Galileo sendir en það er nú á braut um Júpíter. Þess- ar bylgjur munu á leið sinni til jarð- ar fara í gegnum litbauginn á með- an á sólmyrkvanum stendur. Vis- indamenn segja að segulsvið lit- baugsins muni hafa áhrif á bylgj- urnar á leið þeirra til jarðar. Með því að kanna tíðni bylgnanna er hægt að kortleggja þá segulorku sem er I baugnum. Þess má geta að Evrópubúar munu ekki geta séð þennan sól- myrkva. Hins vegar munu þeir geta séð einn slíkan í ágúst 1999. Ef mönnum finnst það langur timi geta menn huggað sig við það að íbúar meginlands Evrópu geta ekki séð sólmyrkva fyrr en í ágúst árið 2017. -HI/ABCnews Skj alaskápar Traustir - vandaðir og á góðu verði! Tíminn læknar öll jarðskjálftasár í jarðskjálft- um myndast oft sprungur og jafnvel mis- gengi i jörðina. Margir halda að þetta verði á jörðinni um aldur og ævi. Nú hefur hins vegar komið í ljós að jörðin læknar sig sjálf ef svo má að orði kom- ast. Sprung- urnar fyllast með öðrum orðum sjálfar með tímanum. Þetta kemur fram í rann- sókn sem birt er í tímaritinu Science. Þetta „lækningar- ferli“ gerir jarðskorpuna jafn stífa og hún var fyrir skjálftann og kemur i veg fyrir að mis- gengi rifni upp aftur. Vísinda- mennimir sem komust að þessu hafa ver- ið að fylgjast með misgengi í Mojaveeyðimörkinni síðan það myndaðist í snörpum jarðskjálfta (7,5 á Richter) 28. júni 1992. Vísinda- mennimir telja að rannsóknir á borð við þessa hjálpi til að meta hversu oft misgengi er líklegt til að myndast. Árin 1994 og 1996 gerðu vísinda- mennirnir tvær áþekkar tilraunir í eyðimörkinni. Þeir könnuðu hvern- ig jörðin brást við þegar jarðskjálfti átti sér stað. í þessu tilviki var hann reyndar framkallaður með þvi að sprengja í 30 metra djúpri borholu nálægt misgenginu. ig misgengi byggir smám saman upp spennu á nokkrum áratugum eða jafnvel öldum og losar síðan um spennuna á nokkrum sekúndum. Þess ber þó að geta að umrætt misgengi er frekar lítið virkt og jarðskjálftar á borð við þann sem varð á þessum stað á sér stað á um þúsund ára fresti. -Hl/Science Daily KR. 22.995 KR-17 417 KR. 20.256 JANÚARTILBOÐ 10% AFSLÁTTUR FRÁ ÚTSÖLUVERÐI ÓLAFIJR GÍSLASON & CO HF SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800 F,G SKRIFSTOFl.'BLINAtHJR ÁRMÚLA 20 SÍMI 533 5900 Jörðin jafnar sig tiltölulega fljótt eftir jaröskjálfta. í ljós kom að höggbylgjumar sem myndast við jarðskjálfta fóra mun hraðar í seinni tilrauninni en þeirri sem gerð var tveimur árum áður. Mest var breytingin á svæðinu allra næst misgenginu. Þetta gefur til kynna að sá hluti skorpunnar sem rifnaði við jarðskjálftann sé orðinn jafn góður aftur. Þetta á aðallega við um litlar sprangur sem eru undir yfirborðinu. Ljóst þykir að meiri þekking á því hvað gerist í jarðskorpunni hjálpi okkur einnig að skilja hvern- ig ferli jarðskjálftans er, þ.e. hvern- Miðvikudaginn 28. janúar mun aukablað um skatta, fjármál og tryggingar fylgja DV. Fjallað verður um flest það er við kemur sköttum, fjármálum og tryggingum heimila og einstaklinga. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið er bent á að hafa samband við Jóhönnu Á.H. Jó- hannsdóttur, DV# fyrir 21. janúar. Þeir sem ætla að auglýsa í þessu aukablaði hafi samband við Gústaf Kristinsson, auglýsinga- deild DV í síma 550 5731. Ath: Síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagur 22. janúar. £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.