Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Side 34
42
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998
Afmæli____________________
Ingiríður Árnadóttir
Ingiríður Árnadóttir húsmóðir,
Boðagerði 12, Kópaskeri, er áttræð í
dag.
Starfsferill
Ingiríður fæddist á Bakka á Kópa-
skeri og ólst þar upp i foreldrahús-
um. Hún fór ung til sumardvalar á
sveitabæi og var þá á ýmsum bæj-
um.
Ingiríður var í barna- og ung-
lingaskóla á Kópaskeri auk þess
sem hún stundaði nám á Laugum
einn vetur. Þá stundaði hún fisk-
vinnslustörf á Grenivík og var við
þjónustustörf í Reykjavík, m.a. hjá
Jóhanni og Ragnheiði Hafstein.
Er Ingiríður gifti sig tóku hún og
maður hénnar við bemskuheimili
hennar á Bakka og héldu þar heim-
ili á árunum 1944-51. Þá fluttu þau
út á Sigurðarstaði á Sléttu og stofn-
uðu þar fljótlega nýbýlið Brúnir.
Þar stunduðu þau búskap til 1963 er
þau fluttu í Núpasveitar-
skóla þar sem þau sáu
um heimavist og
Ingiríður var ráðskona
næstu níu árin. Þau
fluttu í eigið hús á Kópa-
skeri árið 1972 þar sem
þau hafa búið síðan en
maður hennar hefur
starfað við kaupfélagið
þar.
Eftir að Ingiríður
hætti við heimavistina
starfaði hún við Rækju-
verksmiðjuna Sæblika
hf. á Kópaskeri og síðan
við Kjötiðju Kaupfélags
Norður-Þingeyinga á Kópaskeri.
Fjölskylda
Ingiríður giftist 8.8.1943 Brynjúlfi
Sigurössyni, f. 31.8. 1915, fyrrv.
starfsmanni hjá KNÞ á Kópaskeri.
Hann er sonur Siguröar Brynjúlfs-
sonar, frá Starmýri í
Álftafirði, síðast b. á
Blikalóni á Sléttu, og
konu hans, Kristínar
Jónsdóttur frá Flugu-
stöðum í Álftafirði,
húsfreyju.
Börn Ingiríðar og
Brynjúlfs eru Ragn-
heiður Regína, f. 17.12.
1943, mjólkurfræðingur
á Akureyri, gift Jóni
Óskarssyni rafvélvirkja
og eiga þau tvö börn;
Hulda Kristín, f. 13.1.
1946, húsmóðir og
fóstra í Kópavogi, gift
Þresti Helgasyni iðnskólakennara
og eiga þau tvö börn auk þess sem
hún á son frá því fyrir hjónaband;
Sigurður, f. 18.7. 1954, kennari og
yfirlögregluþjónn á Húsavík,
kvæntur Önnu Maríu Karlsdóttur
bankamanni og eiga þau þrjú börn.
Systkini Ingiríðar: Ingunn, nú lát-
in, húsfreyja á Valþjófsstöðum í
Núpasveit; Unnur, nú látin, hús-
freyja á Valþjófsstöðum; Jón, nú lát-
inn, afgreiðslumaður við KNÞ á
Kópaskeri; Hólmfríður, nú látin,
organisti og kaupmaður á Raufar-
höfn; Sabína, nú látin, húsfreyja á
Öndólfsstöðum í Reykjadal; Guð-
rún, húsmóðir á Akureyri; Aðal-
heiður, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík; Árni, nú látinn, af-
greiðslumaður við KNÞ á Kópa-
skeri; Anna, húsmóðir í Reykjavík;
Sigurður, bifreiðastjóri í Reykjavík;
Ingimundur, lögreglumaður og
fangavörður í Reykjavík.
Foreldrar Ingiríðar voru Árni
Ingimundarson, f. 25.10.1874, d. 3.6.
1951, fyrsti starfsmaður við Kaupfé-
lag Norður-Þingeyinga á Kópaskeri
og frumbýlingur á Kópaskeri, og
k.h., Ástríður Árnadóttir, f. 4.12.
1881, d. 5.7. 1960, húsmóðir.
Anna Árnadóttir
Anna Ámadóttir, húsmóðir og
saumakona, Þangbakka 8, Reykja-
vík, er áttræð í dag.
Starfsferill
Anna fæddist á Bakka á Kópa-
skeri og ólst þar upp. Hún var í
sveit á sumrin á unglingsárunum
en fyrst fór hún tiu ára til sumar-
dvalar að Grímsstöðum á Fjöllum.
Er Anna gifti sig hófu þau hjónin
fyrst búskap á Bakka, voru síöan
eitt ár að Snartarstöðum, bjuggu í
átta ár að Ási við Kópasker en síð-
an á nýbýlinu Vatnsenda frá Odds-
stöðum og stunduðu þar búskap í
sjö ár.
Þau fluttu síðan til Reykjavíkur
1957 þar sem Anna hefur búið síðan.
Hún stundaði sauma í Reykjavík, í
sautján ár hjá Belgjagerðinni og síð-
an hjá Tinnu í átta ár.
Fjölskylda
Anna giftist 1.7. 1940 Oddgeiri
Péturssyni, f. 29.12. 1915, d. 27.11.
1989, verslunarmanni og bónda.
Hann var sonur Péturs Siggeirsson-
ar, b. á Oddsstöðum á Melrakka-
sléttu, og k.h., Þorbjargar Jónsdótt-
ur húsfreyju.
Böm Önnu em Gigja Friðgeirs-
dóttir, f. 14.1. 1939, húsmóðir í
Reykjavík, gift Emi Erlendssyni
húsasmíðameistara og eiga þau þrjá
syni; Ámi Hrafn Ámason (fóstur-
sonur) f. 10.10. 1943, bifvélavirki í
Reykjavík, kvæntur Hlín Péturs-
dóttur Wiium húsmóður og eiga þau
fjögur börn; Örlygur Öm Oddgeirs-
son, f. 1.9.1945, verslunarmaður, bú-
settur í Garðabæ, kvænt-
ur Jóhönnu Hauksdóttur
og eiga þau þrjú böm;
Þorbjörg Oddgeirsdóttir,
f. 15.4. 1948, starfsmaður
hjá Búnaðarfélagi ís-
lands, búsett í Kópavogi,
gift Óttari Geirssyni,
ráðunaut hjá Búnaðarfé-
lagi íslands, og á hún tvö
börn frá fyrra hjóna-
bandi en hann einn son
frá fyrra hjónabandi;
Auður Oddgeirsdóttir, f.
13.12. 1952, húsmóðir í
Reykjavík, gift Áma Við-
ari Árnasyni bifvéla-
virkja og eiga þau þrjú
böm; Pétur Oddgeirsson, f. 13.12.
1952, bifvélavirki i Kópavogi,
kvæntur Kristínu Tómasdóttur hús-
móður og eiga þau tvo
syni; Sigurgeir Odd-
geirsson, f. 4.4. 1955,
veggfóðrarameistari í
Reykjavík og á hann
eina dóttur.
Anna átti ellefu systk-
ini en á nú sjö systk-
ini á lífi.
Foreldrar Önnu voru
Árni Ingimundarson,
f. 25.10. 1874, d. 3.6.
1951, fyrsti starfsmað-
ur KNÞ á Kópaskeri,
og kona hans, Ástríð-
ur Ámadóttir, f. 4.12.
1881, d. 5.7. 1960, hús-
móðir. Þau voru frum-
býlingar á Kópaskeri og byggðu þar
fyrsta íbúðarhúsið árið 1913.
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegl 3 - Pósthólf 878 -121 Reykjavík
Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is
Ú T B O Ð
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í
reglubundið viðhald loftræstikerfa.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000.
Opnun tilboða: miðvikudaginn 4. febrúar 1998 kl. 11:00 á sama stað.
bgd 02/8
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboöum í gatnagerð
og lagnir í nýtt íbúðahverfi. Verkið nefnist: Vfkurhverfi 4. áfangi.
Helstu magntölur eru:
Götur u.þ.b. 1.470 m
Holræsi: u.þ.b. 2.600 m
Brunnar: u.þ.b. 49stk
Púkk: u.þ.b. 6.300 m2
Mulin grús: u.þ.b. 6.250 m2
Lokaskiladagur verksins er 1. júlí 1999.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudeginum 20 janúar
n.k. gegn 10.000 kr skilatryggingu.
Opnun tilboða: þriðjudaginn 3. febrúar 1998 kl. 11.00 á sama stað.
gat 03/8
staðgreiðslu-
og greiðslukortaafsláttur a«t milli hirr,in,
og stighœkkandi
Smáauglýsingar
birtingarafsláttur ECT
^ 550 5000
Fréttir
Akranes:
Kaffihús í
gömlum stíl
DV, Akranesi:
Eftir nokkrar vikur ætla þau Kol-
brún Björnsdóttir, Ragnheiður
Magnúsdóttir og Ómar Morthens að
opna kafHhús í þekktu, gömlu húsi
í miðbæ Akraness - húsinu Sand-
felli við Kirkjubraut 15. Húsið er á
tveimur hæðum auk kjallara.
Áður voru þau með rekstur veit-
ingastaðar á Selfossi. Ómar hefur
lengi verið veitingamaður, eða í 30
ár. En hvers vegna ákváðu þau Kol-
brún, eiginkona Ómars, að hefja
rekstur kaffihúss á Akranesi?
„Ástæðan er að vinafólk okkar,
Bjöm S. Lárusson og Anna kona
hans, búa á Akranesi. Við heimsótt-
um þau í haust og fórum að íhuga að
gaman væri að setja upp kaffihús á
Akranesi. Björn benti okkur á
nokkra staði, m.a. Sandfellið. Þegar
viö fengum gott tilboð í staðinn okk-
ar á Selfossi komst skriður á málið.
Á Akranesi eru mikil umsvif og góð-
æri. Hvalfjarðargöngin eru að koma
og mikil uppbygging er á Grundar-
tanga. Svo er þetta líka stórt bæjarfé-
lag og við ákváðum að flytja.
Hér verður rekið kaífihús, eins og
Ómar Morthens, sonur söngvarans
Hauks heitins, við breytingar á
Sandfelli. DV-mynd Daníel
gerist víða í Evrópu, í gömlu húsi.
Hér verðum við með smurbrauð,
kaffi, kökukæla, heimiliskökur og
léttar veitingar og hádegis- og
kvöldverðarfundi þar sem rólegheit-
in verða'í fyrirrúmi. Staðurinn hef-
ur ekki enn fengið nafn. Kaffi Akra-
nes, Kaffi 15 eða Kaffi Sandfell.
Hvað verður á eftir í ljós,“ sagði
Ómar. -DVÓ
Tll hamingju
með afmælið
19. janúar
80 ára
Guðfinna Bjamadóttir,
Hrauntúni 11,
Vestmannaeyjum.
75 ára
Hallgrímur Oddsson,
Karfavogi 37, Reykjavík.
Málfríður Óskarsdóttir,
Sigtúni 31, Reykjavík.
70 ára
Fanney Sigurðardóttir,
írabakka 4, Reykjavík.
Gústav Kristján
Gústavsson,
Kleppsvegi 72, Reykjavík.
Kjartan J. Hallgrímsson,
Tjörnum, Hofshreppi.
Sóley Svava Kristinsdóttir,
Skólavörðustíg 16a,
Reykjavík.
Þórdís Grímheiður
Magnúsdóttir,
Fífuseli 7, Reykjavík.
60 ára
Bergur Ingólfsson,
Skarðshlíð 30b, Akureyri.
Elías Hergeirsson,
Safamýri 11, Reykjavík.
50 ára
Jenný Sigrún Elíasdóttir,
Kleppsvegi 68, Reykjavík.
40 ára
Anna Ólafia Guðnadóttir,
Látraströnd 56, Seltjamarnesi.
Guðríður M. Sveinsdóttir,
Norðurgötu 31, Akureyri.
Gunnar Þórarinsson,
Hraunbæ 130, Reykjavík.
Jón ísak Harðarson,
Hjallastræti 18, Bolungarvík.
Kristín Guðmundsdóttir,
Hraunbæ 60, Reykjavík.
Kristín Þórdís Reynisdóttir,
Álfaskeiði 74, Hafnarfirði.
Kristján Jónasson,
Möðrusíðu 2, Akureyri.
Magnús Steinar
Magnússon,
Kambagerði 1, Akureyri.
Ólafur Valgeir Guðjónsson,
Bröttukinn 6, Hafnarfirði.
Sigmunda Ellý
V ilhj álmsdóttir,
Jórufelli 6, Reykjavík.
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
Smáauglýsingar
550 5000