Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 Spice Girls Æstur islenskur aðdáandi hinna sivinsaelu Krydd- stelpna hefur sett upp is- lenskan vef tileinkaðan hljómsveitinni. Slóðin er http: //www.mmedia.is/spiceg- irls. Dvergvaxnir Þeir sem eiga við vanda- mál að stríða vegna smæðar eiga sér hagsmunasamtök á Netinu þar sem fólk er meðal annars frætt um hvað veldur slikri smæð. Slóðin er http: //www.genetic.org/hgf/. Hárið Hinn klassiski söngleikur. Hárið er með sérlega fræð- andi og skemmtilegan upp- lýsingavef. Slóðin er http://www-leland.stan- ford.edu/~toots/Hair/hair. html. Roy Orbison Maður þarf ekki alltaf að vera á lífi til að verða vinsæll, það sannast á vinsældum Roy Or- bison. Heimasíða hans er á http: //www.orbison.com. Ramadan Allar upplýsingar um fóstumánuð múslíma þar sem menn fasta á meðan sól er á lofti er hægt að finna á http://www.arabia.com/R- amadan. Stjórnarskrá S-Afr- íku I ljósi mannkynssögunnar er stjónarskrá Suður-Afríku athyglisverð lesning. Slóðin er http: / / www.constitution.org.za/ drafts/2bill656.htm. Djasssaga Þeir sem hafa áhuga á að kynnast sögu djassins geta skoðað gagnagrunn um þessa merku tónlistarstefnu á slóð- inni http://lushlives.r- esite.net/welcome.html. Þó að margir séu aðdáend- ur rokkkóngsins Elvis Pres- leys eru það ekki margir sem vilja ganga svo langt að ein- rækta hann. Stuðningsmenn þess eru þó til, t.d. á slóðinni http://www.geocities.com/ Vienna/1673. Stofnun Sigurðar Nordals komin á Netið: Gagnagrunnur um þá sem stunda íslensk fræði Fólk sem stundar íslensk fræði er nú farið að nota Netið sífellt meira til þæg- inda fyrir sig og aðra not- endur. Ein viðleitnin í þá átt er vefsíða Stofnunar Sigurðar Nordals og er rit- stjóri hennar Jón Yngvi Jó- hannsson. Jón Yngvi segir að síðan hafi verið á vefnum síðan í haust. Hún hafi hins vegar ekki komist í það form sem hún er á nú fyrr en í des- ember. „í sumar fengum við mann frá Reiknistofn- un Háskólans til að búa til grunn að heimasíðu. í haust gerðum við síðan gangskör að því að upp- færa síðuna og setja inn upplýsingar, m.a. um nám- skeiðin sem við höldum fyrir útlendinga," segir hann. Á síðunni eru um- sóknareyðublöð fyrir þessi námskeið. Sótt um námskeið um síðuna Jón Yngvi segir að síðan hafi þegar fengið viðbrögð frá fólki bæði hér heima og erlendis sem hefur áhuga á námskeiðunum. „Fólk er þegar byrjað að sækja um Siguröur Nordal. Stofnun hans er nú komin meö heimasíöu. þátttöku í námskeiðunum bæði gegnum Netið og með því að prenta út eyðublöðin og senda þau,“ segir hann. Það er heilmikið í bígerö með þessa síðu á næstunni. „Við ætl- um að setja þama inn skrá um alla fræðimenn í íslenskum fræð- um í heiminum. Þetta eru um 700 manns. Þetta verða þá persónu- legar upplýsingar um þá, próf- gráðu, stöðu, kennslusvið o.fl.,“ segir Jón Yngvi. Hann segir að með þessu geti fólk sem stundi þessi fræði fundið fólk með sömu áhugamál eða kennara sem hafa þá sérgrein sem stúdentar vilja læra. Þetta yrði því mikill gagna- grunnur sem færi þarna inn. Jón Yngvi segir að fólk í is- lenskum fræðum sé farið að nota Netið sífellt meira. Árnastofnun sé með veglega heimasíðu, sem og Orðabók Háskólans og íslensk málstöð. „Þar að auki eru margir áhugamenn um íslensk fræði með síður. Sem dæmi má nefna að all- ar íslendingasögurnar eru nú komnar inn á Netið. Hér og þar eru einnig til enskar þýðingar á sögunum,“ segir Jón Yngvi að lokum. Slóðin á heimasíðu Stofnunar Sigurðar Nordals er http: //www.rhi.hi.is/HI/Stofh/Nor- dals. -HI Fékk hlutverk gegnum Netið Þegar menn auglýsa sjálfan sig á Netinu gera flestir það í þeim til- gangi að einhver rambi á síðuna þeirra og komist þannig að því hver hann er. Einnig eru til síður þar sem fólk getur komið sér á framfæri en þar er hætta á að menn drukkni fjöldanum. En stund- um geta menn verið heppnir. Eldri leikari fékk nýlega hlutverk vegna þess að framleiðandi nokkur sá nafnið hans, æviágrip og mynd á gagnagrunni fyrir leikara á vefnum. Framleið- andinn heitir Gene Corman. Einhverju sinni var hann að flakka um vefinn þegar hann ákvað að fara inn á síöu sem kallast Act- ors World. Þar fékk hann ansi góða hrúgu af myndum og ævilýsingum um leikara sem skráðir voru i þenn- an gagnagrunn. Þrátt fyrir mikla myndaflóru hnaut hann sérstaklega um eina sem vakti mikla hrifningu. Það var mynd af Donald Hoffman. Ástæðan fyrir hrifningu framleiðandans var sú að Hoffman er nánast lifandi eft- irmynd kvikmyndaleikarans og leikstjórans fræga, Orsons Welles. Corman var ekki lengi að hugsa sig um. Hann hafði uppi á Hoffman og innan nokkurra vikna flaug leik- arinn til Los Angeles til þess að fara til prufu í hlutverk Or- sons Welles fyrir þáttaröð sem ber nafn- ið Orson Welles: The Later Years (Orson Wel- les: efri ár). Skemmst er frá því að segja að Hoff- man fékk hlutverkið, allt vegna þess að fram- leiðandinn rakst á mynd af honum fyr- ir hreina til- viljun á vefn- um. Hoffman er fyrsti leikarinn, svo vitað sé til, sem fær hlutverk í mynd í gegnum þennan miðil. Corman hældi þessum miðli óspart og fannst það stórkostlegt að hægt væri að ráða í hlutverk á þennan hátt. Ekki fylgdi hins vegar sögunni hvenær þessi þáttaröð kem- ur fram á sjónarsviðið. -HI/Reuter Orson Welles. David Hoffman fékk hiut- verk f gegnum Netiö fyrir aö vera sláandi Ifkur honum. A, ubJLÍJlii mnranir Chirac með netfang Jacques Chirac, for- seti Frakk- lands, fékk nýlega sitt eigið net- fang. Þeir sem fara inn á heimasíöu Elysée-hall- arinnar (http: //www.elysee.fr) geta þar smellt á takka sem á stendur: Skrifið forsetanum. Þetta er aö vísu bara ritað á frönsku. Síöan þarf aö fylla út eyöublað á Netinu þar sem spurt er um nafn, heim- ilisfang, starf og erindi. Chirac er hins vegar ekki oröinn tæknivædd- ari en svo að hann ætlar að svara tölvupóstinum meö venjulegu bréfi. Ástæöan er sú aö ekki er hægt að ábyrgjast aö fullur trúnaöur veröi sýndur í tölvupósti, aö sögn tals- manna forsetans. Rit um Windows 95 Fyrsta heftiö í röö sjálfsnámsrita á vegum Hemru ehf., sem gefur m.a. út tímaritiö Tölvuheim, er kom- iö út. í ritinu, sem heitir Windows95 - á eigin spýtur, er fariö yfir alla helstu þætti stýrikerfisins. Lögð eru dæmi fyrir notendur og þeir látnir taka æfingar. Ritaröö þessi byggir á annarri slíkri sem gefin er út af danska lyrirtækinu IDG Boger. Henni er ætlaö aö færa tölvunot- endum besta efni sem völ er á til sjálfsnáms. í mars mun koma út rit í þessari röö um Lotus Notes og síöar koma bækur um Word og Excel. Rekinn vegna netupplýsinga Bandaríski sjóherinn rekur líklega einn hermanna sinna, Timothy McVeigh, úr flotanum. Vfirmenn hersins komust nefnilega að því aö hann væri samkynhneigður eft- ir aö hafa skoöaö upplýsingar um hann hjá America Online. Þar geta notendur séö yfirlit yfir aöra not- endur. Þeir ákveða hins vegar sjálf- ir hvaöa upplýsingar er hægt aö sjá um þá. McVeigh neitar ekki að hafa gefiö þessar upplýsingar en vildi ekki staöfesta aö hann sé samkynhneigður. Tekiö skal fram aö McVeigh þessi er ekki á nokkurn hátt tengdur alnafna sínum sem bar ábyrgö á sprengingunni I Okla- homa 1995. Örþunnar tölvur Sharp hefur í samvinnu viö rann- sóknarstofu þróaö tækni sem þeir kalla CGS (Continuous Grain Sil- icon) sem gerir það aö verkum aö hægt er aö framleiöa tölvur sem eru álíka þunnar og papþír. Haruo Tsuji, forstjóri Sharp, segist búast viö aö þessi tækni veröi komin í almenna notkun 1. apríl. Þessi tækni mun gera þaö aö verkum að gagnaflutningur milli feröatölva gengur mun hraðar fyrir sig en áöur hefur þekkst. Einnig veröa gæöi skjámynda töluvert meiri á þess- um nýju forritum. Sharþ hefur í hyggju að hefja fjöldaframleiöslu á þessum tölvum innan árs. Yahoo! vinsælast í desember Fleiri netnotendur notuöu Yahoo! vefinn en nokkra aöra vefsíöu í desember ef marka má skýrslu sem fyrirtækiö RelevantKnowled- ge hefurgert. Rúmlega 16,7 millj- ón notendur heimsóttu vefinn þenrv an mánuö. Vefsíöa Netscape var í ööru sæti með 13,5 milljón gesti og Microsoft í þriöja sæti meö 10,5 milljónir. Þess má geta aö þessar tölur gefa ekki til kynna sóknir (e. hits) heldur fjölda ein- staklinga. Þessir sömu vefir voru einnig mest sóttir í nóvember og þá einnig í sömu röö. fggj \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.