Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 9 I>V Clinton ber vitni 1 máli Paulu Jones: Kannast ekki við gripinn Bill Clinton Bandaríkjaforseti kannast ekkert viö aö hafa nokkum tíma hitt Paulu Jones, konuna sem sakar hann um kynferðislega áreitni. Þetta kom fram í nærri sex klukkustunda löngum eiðsvömum vitnaleiðslum forsetans í málinu á laugardag. Paula starði á forsetann allan tímann. Ef marka má orð Paulu gerði Clinton sig til við hana á hótlher- bergi í Little Rock fyrir sjö ámm, þegar hann var enn ríkisstjóri í Arkansas. Hann á síðan að hafa refsað henni fyrir að þíðast hann ekki. Paula sagðist geta, máli sínu til stuönings, lýst sérstökum blett- um á kynfærum forsetans. Aldrei fyrr hefur forseti í emb- ætti þurft að bera vitni sem sak- borningur. Vitnaleiðslumar vom teknar upp á myndband og verða hugsanlega leiknar í réttarhöldum sem eiga að hefjast 27. maí. Mikil leynd hvílir yfir því sem fram fór í vitnaleiðslunum. CBS sjónvarpsstöðin sagði hins vegar að þar hefðu meðal annars verið bom- ar upp spumingar sem byggðar vom á skýrslum fjögurra annarra kvenna sem segja að Clinton hafi áreitt þær kynferðislega. Ein þeirra starfaði í Hvíta húsinu. Hvorki Clinton né Paula Jones vildu ræða við fréttamenn eftir yfir- heyrsluna. Lögfræðingar Paulu vilja að Clinton fallist á að greiða konunni sem svarar 140 milljónum íslenskra króna og koma þar með í veg fyrir að málið fari fyrir dóm. Lögfræðing- ar Clintons hafa til þessa hafnað þeirri lausn. Samkvæmt skoðana- könnunum trúa aðeins 28 prósent Bandaríkjamanna sögu Paulu en 42 prósent trúa forsetanum. Reuter Paula Jones og Steve maður hennar voru svöng eftir nærri sex klukku- stunda langar vitnaleiðslur yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta í kynferðis- áreitnimálinu sem hún hefur höfðað gegn honum. Hér má sjá þau bregða sér af bæ til að fá sér f gogginn á fínum veitingastað í Washington. Simamynd Reuter Útlönd Blair setur ofan í viö fjármála- ráðherrann Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er að missa þolin- mæðina gagnvart Gordon Brown fjármálaráð- herra. Að sögn bresku sunnu- dagsblaðanna setti Blair ofan í við Brown á ríkisstjórnar- fimdi á fimmtudag. Blair sakar Brown um að hafa klúðrað ýms- um málum upp á síðkastið, svo sem fyrirhugðum niðurskurði á tryggingabótum til einstæðra foreldra. Þá er Blair sagður reiður út i Brown fyrir að halda því fram í ævisögu sem verið er að rita um hann að hann hefði getað orðið leiðtogi Verkamannaflokksins í stað Blairs í kjölfar fráfalls Johns Smiths árið 1994. Friðaráætlunin mikil mistök Martin McGuinness, samn- ingamaður Sinn Fein, pólitisks arms IRA, kallaði nýju friðar- áætlunina um Norður-lrland mikil mistök í viðtali við BBC sjónvarpið í gær. Reuter OROBLUl U90ur línurnar flftqrskóli *^“ÖLAFS GAUKS Síöustu innritunardagar Nú er hver sfðastur að innritast. Við innritum í síma 588-3730 daglega þessa viku kl. 14-17, eða í skólanum Síðumúla 17. Fjölbreytt námskeið f boði jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna á öllum aldri. Skemmtilegt nám. Þú nærð lengra en þú heldur fyrir vorið. Verulegur staðgreiðsluafsláttur. ^ Sendum upplýsingabækling. Sláöu á þráöinn og kannaðu máiiö. Áskrifendur fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum DV aW mil/j' himin. — °r> .• yo. % Smáaugiýsingar 550 5000 3 ÚTSÖLUriTurTÍl 15 40% afsláttur «■ - V taámtaunmwiwWíw, tasðaptatassltasH; ðstaMMtaw; * á;"v; i Skipholti 19 Sími: 552 9800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.