Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 Fréttir Sandgerði: Mesta fiskihöfn landsins DV, Suðurnesjum: „Með þeim framkvæmdum sem lokið er og verið er að vinna að blas- ir við að höfnin verður yfirfull á mestu annatímum ársins. Neita verður skipum um bryggjupláss og athafnasvæði vegna þrengsla og grynninga í höfninni. Til dæmis frystiskipum sem sýnt hafa áhuga á loðnufrystingu hér á komandi ver- tíð og er því ljóst að höfnin getur orðið af umtalsverðum tekjum," sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis, við DV. Hann segir að umferð fiskiskipa sé meiri í Sandgerðishöfn en nokk- urri annarri höfn landsins. Fisk- veiðiárið 1996-1997 voru landanir í Sandgerðishöfn 8.142, tleiri en í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík til samans. Þar voru landanir sam- tals 8.038. Vöruflutningaskip komu 14 sinnum 1996 en með þeirri aukn- ingu sem er orðin með tilkomu loð- dýrafóðurverksmiðjunnar Skinn- fisks og stækkunar fiskimjölsverk- smiðju Snæfells má gera ráð fyrir að komum flutningaskipa fjölgi úr 11-14 eins og þær hafa verið undan- farin ár í 50 á ári. Afls var landað í Sandgerðishöfn 34.478 tonnum af botnfiski sem er það næstmesta sem landað er af botnfiski i einni höfn. Kemur hún næst á eftir Reykjavík. Ef talin er heildarlöndun á ísuðum og ferskum botnflski er Sandgerðishöfn í fyrsta sæti. „Hvergi á landinu er afli betur nýttur en hér í Sandgerði þar sem umtalsverð verðmæti eru gerð úr öllu þvi sem á land kemur. Hausar eru þurrkaðir og úr beinum og slógi er unnið loðdýrafóður. Einnig er unnin humarbeita úr karfabeinum fyrir humargildrur í Bandaríkjun- um,“ segir Sigurður Valur. Búast má við að hlutur hafnar- innar eigi eftir að aukast hvað varð- ar löndun á ferskum fiski til vinnslu í landi vegna nálægðar hafnarinnar við fjölbreytt fiskimið þar sem veiðast eftirsóttustu fisk- tegundir fyrir vaxandi útflutning með flugvélum. „Hér eru stærstu og best útbúnu fiskmarkaðir landsins sem skila út- gerðinni hærra aflaverðmæti en ann- ars staðar þekkist og vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Eftirspurn hef- ur aukist eftir fiski sem landað er ný- veiddum. Hægt er að vinna hann sam- dægurs svo hann getur verið kominn ferskur á matborð í útlöndum daginn eftir. Þannig fæst hæsta verð fyrir fisk. Vegna aukins framboðs á vöru- Siguröur Valur Ásbjarnarson. DV-mynd Ægir Már flutningum með flugi og lækkaðs verðs á farmgjöldum er augljóst að út- flutningur fisks með flugvélum mun kalla á auknar landanir ferskfisks. Sandgerði hefur augljósa yfirburði yfir aðrar hafnir vegna nálægðar við flugvöllinn enda hafa erlendir aðilar nú þegar lýst áhuga á að ræða málin með útflutning í huga,“ sagði Sigurð- ur Valur. -ÆMK Strandasýsla: Hlýnaði í hafáttinni DV, Hólmavík: „Við eigum því ekki að venjast á þessum árstíma að veður hlýni þegar hvassa hafátt gerir eins og nú hefur átt sér stað,“ varð bónda við Stein- grímsfjörð að orði á fjórða degi þessa árs. Þá hafði þann litla snjó sem féll á öðrum og þriðja degi jóla alveg tekið upp og gott betur í mjög hvassri norð- austanátt sem á ekki vanda til að vera hlý yfirleitt. Síðustu daga hefur svo mátt sjá ýmsa við störf sem nánast aldrei eru unnin á þessum tíma árs, svo sem að koma í jörð staurum fyrir girðingar og bera í heimkeyrslur og plön við útihús. Þá hafa starfsmenn Vegagerðarinn- ar verið að hefla malarvegina þar sem þeir eru verst famir eftir rigningam- ar undanfarið. „Það er ekki oft sem það gerist að hægt er að vinna við heflun svona samfellt eins og núna um þetta leyti árs,“ segir Jón Hörður Elíasson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík. Hann segir reyndar nokkurn klaka vera sums staðar í vegum, þó ekki í 20-30 efstu sentímetrunum, en liklega er jörð víðast hvar klakalaus þar sem gróðurþekja hlífir og snjómokstur hef- ur nær enginn verið það sem af er vetri. Guðfinnur afslattur Allt að ■ ■ Orfá verðdæmi... SMATÆKI Brauðristar Samlokugrill Matvinnsluvélar Handþeytarar Djúpsteikingapottar Kaffivélar Hárþurrkur Gufustraujárn Hitatepþi Baðvogir Verð frá kr. 1.590 1.890 4.900 2.290 4.990 990 790 2.290 990 690 HEIMILISTÆKI Zanussi þvottavél 1200 sn. Zanussi uppþvottavélar Zanussi þurkarar Zanussi kœliskápar Creda þurrkari 3 kg. Teba ofn með helluborði Teba keramik helluborð Zanussi eldhúsvifta Zanussi frystikistur 1501. Teba ofn með 2 hellum Verð 54 43 29 29 19 32 29 6 32 15 frá kr. .900 .900 .900 ,900 ,900 .500 ,900 ,800 ,900 ,900 Opið virka daga frá kl. 9 -18, laugardaga frá kl. 10-16 RaðgreiÖslur SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVIK • SIMI 588 0500 VW Vento GL 1600i ‘97 grænn ek. 32. þús. km. V. 1.350 þús. ‘96 brúnn - NYR - ABS A/C o.fl. V. 2.100 þús. Subaru Impreza 1800i A/T4x4 sedan ‘93 hvítur ek. 7.þús.km. álf. spoiler o.fl. V. 1.290 þús. ‘96 blár ek. 40 þús. km. spoiler o.fl. V. 1.180 þús. Subaru Impreza 2000i 4x4 grár ek. 9. þús. km. V. 1.470 þús. scovery V8 A/T ‘98 rauöur ek. 2 þús.km. álfelgur brk. o.fl. V. 3.280 þús. Vantar nýlega 4x4 bíla á skrá og á staöinn. Minnum á vélsleðamarkað okkar, góð inniaðstaða. - - fSLASAÍm] Nöldur ehf. BÍLASALA Tryggvabraut 14 600 Akureyri 461 2030 461 3019 Grand - Cherokee Laredo 4.0 I A/T grænn ek. 6 þús. míl. einn meö öllu. V. 4.100 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.