Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 Útlönd Uffe Ellemann í stórsókn gegn dönsku stjórninni eftir Færeyjahneykslið: Poul Nyrup lýgur - Helena Dam vill þjóðaratkvæði um sjálfstæðismál Færeyja DV, Ósló: „Það er engin ástæða til að leggja fram vantrauststillögu nú vegna þess að viö vitum að stjómin hefur meiri- hluta í þinginu. Stjómin ætti hins vegar að gangast við ábyrgð sinni á bankahneykslinu og segja af sér,“ sagði Uffe Ellemann-Jensen, leiðtogi dönsku stjórnarandstöðunnar og for- maður Venstre, við DV i gær. Ellemann-Jensen talaði um póli- tíska ábyrgð Pouls Nyrups Rasmus- sens forsætisráðherra vegna þess að hann hafi vitað um stöðu Færeyja- banka þegar hann tók við embætti í janúar 1993 en látið vera að segja Færeyingum frá því. Poul Nyrap neitar þessu og stendur því orð á móti orði. Flóttann frá ábyrgðinni kalla dönsk blöð sjónarspilið sem nú er hafiö eftir útkomu færeysku banka- skýrslunnar á föstudag. Þar er á 2500 blaðsíðum upplýst að Danir Poul Nyrup Rasmussen er borinn þungum ásökunum. lugu til um stöðu Færeyjabanka þegar Færeyingar tóku við honum árið 1993. Færeyingar tóku við 60 milljarða skuld sem þeir vissu ekk- ert um. Hneykslið kostar örugglega nokkra bankamenn í Danmörku stöður sínar. Allir aðrir en stjómar- liöar vilja og að stjórnmálamennirn- ir beri ábyrgð á gerðum sínum. Þá er spurningin hvort Poul Nyrap Rasmussen forsætisráöherra og Mogens Lykketoft fjármálaráðherra verða ekki einnig að standa upp úr stólum sínum. Hneykslið kann og að kosta Dan- mörku hluta rikisins. Helena Dam, formaður Sjálfstýriflokksins, ætlar að leggja fram tillögu í lögþinginu um að samband Færeyja og Dan- merkur verði lagt undir þjóðarat- kvæði. Bankahneykslið hefur aukið sjálfstæðisvilja Færeyinga og áhrif- anna gætir einnig á Grænlandi. Helena vill þó ekki ganga svo langt að hefla formlega sjálfstæðisbar- áttu. Danskir lögspekingar segja að ríkisstjórnin geti ekki velt ábyrgö- inni yfir á stjómendur Den Danske Bank, sem ótvírætt stóð þó að baki hneykslinu og hélt leyndum upplýs- ingum um stöðu Færeyjabanka. Það var Lykketoft fjármálaráðherra sem þrýsti á um sölu bankans. Hann er því ábyrgur fyrir að Danir verða nú að öllum líkindum að greiða Færey- ingum tugi milljarða í skaðabætur. Fullyrðingar Uffes Ellemanns- Jensens um að forsætisráðherrann hafi vitað meira en hann segir grafa undan trausti á ríkisstjórninni. Það eru grófar ásakanir að segja að for- sætisráðherrann ljúgi. Meirihluti þingmanna er þó á öðru máli en Uffe og því heldur stjómin velli fyrst um sinn. Lykketoft fjármálaráðherra reyn- ir að verja sig með því að upplýsing- ar frá seðlabankanum hafi aldrei náð til hans. Sérfræðingar í stjórn- arfarsrétti segja að þaö breyti engu um ábyrgð ráðherrans. Ráðherrann á að vita það sem gerist. Þetta kann að verða Lykketoft að falli. GK írösk stjórnvöld yfirlýsingaglöð: Heilagt stríð gegn SÞ írösk stjórnvöld lýstu í gær yfir heilögu stríði gegn viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna og hvöttu eina milljón sjálfboðaliða til að leggja sitt Saddam Hussein í vígahug. af mörkum til að fá því aflétt. Við- skiptabannið hefur nú staðiö í sjö ár og valdið miklum hörmungum með- al landsmanna, að sögn yfirvalda. „Við erum staöráðin í að fara í heilagt stríð til að vinna að því að viðskiptabanninu verði aflétt,“ sagði Taha Yassin Ramadan, vara- forseti íraks. „Við eigum ekki ann- arra kosta völ eftir sjö ára biðlund og samvinnu við SÞ og nefndir sam- takanna." íraska fréttastofan hafði eftir Ramadan að ein milljón karla og kvenna fengi þjálfun í vopnaburði frá næstu mánaðamótum. Fólk var hvatt til að skrá sig í sveitina. Jórdanskir embættismenn sögöu í gær að æðsti sendifulltrúi íraks og sjö til viðbótar hefðu verið myrtir af óþekktum aðilum. Fólkið var allt stungið til bana, í anda þess sem gerist í Alsír, að því er embættis- mennimir jórdönsku sögðu. Ein kona komst lífs af úr árásinni og er hún á sjúkrahúsi. Reuter Elsta móöir Bretlands: Ekkert að því að eign- ast barn um sextugt Sextug kona, sem er yfirlýst elsta móöir Bretlands, segir að ekkert sé að því að eignast barn á þessum aldri. Hún ráöleggur öðrum konum að fara að dæmi hennar, svo fremi þær séu heilbrigöar og vel á sig komnar. „Aldur móðurinnar er ekkert vandamál. Það era aðrir sem gera það að vandamáli," segir Liz Buttle sem eignaöist heilbrigðan dreng þann 20. nóvember síðastliðinn. Liz segist ekki hafa tekið nein frjósemislyf og aö þungunin hafi komið henni algjörlega í opna skjöldu. Reuter Fulloröin kona f Indónesfu réttir fram höndina þegar hún kemst loks fremst f blörööina eftir niöurgreiddum sykri á markaöi f höfuöborginni Jakarta. Margir fátækir Indónesar veröa enn aö standa f biörööum eftlr niöurgreidd- um matvælum þar sem laun þeirra hafa lækkaö um allt aö 70 prósent frá þvf f júlf f fyrra. Óeiröir voru á austurhluta Jövu f sföustu viku vegna veröhækk- ana f kjölfar efnahagskreppunnar f landinu. Sfmamynd Reuter Stuttar fréttir i>v Fagnar kosningu Carlos Westendorp, alþjóðleg- ur sáttasemjari i Bosníu, fagnaði í gær kosningu hófsamrar stjómar Bosníu-Serba og hvatti til að valdaskipti færa eðlilega fram. Langur skuggi páfa Jóhannes Páll páfi veröur fyrstur til að varpa skugga á sjálfan Fidel Castro á heimavelli þegar hann kemur í heim- sókn til Kúbu á miðvikudag. Ekkert ferða- lag páfa hefur vakið jafnmikla athygli. Hann ætlar að efla kaþólsku kirkjuna á Kúbu. Netanyahu tómhentur Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, hittir Clinton Bandaríkjaforseta á morgun án þess að hafa fullmótaðar tillögur um brottflutning ísraelskra her- manna frá Vesturbakkanum í farteskinu. Vilja mótmæli Hreyfing atvinnulausra í Frakklandi sem hefur vaxiö ás- megin aö undanfómu hvatti stuðningsmenn sína til að efna til mótmælaaðgerða á vinnustöð- um og krefjast fleiri starfa og betri bóta úr almannatrygginga- kerfinu. Námumenn fórust Fjórir kolanámumenn týndu lífi í sprengingu í námu og óttast er um 23 til viðbótar. Harðir í horn að taka Alsírsk stjómvöld ætla ekkért að gefa eftir i viðræðum við sendinefnd ESB sem kemur til landsins í dag að ræða hroðaleg fjöldamorð á saklausum borgur- um að undanfomu. Sjöburar í Sádi Sex bama móöir eignaðist heilbrigða sjöbura í Sádi-Arabíu í síðustu viku. Að sögn þarlends blaðs vissi konan ekki að hún gengi með svona mörg börn. Föngum fjölgar Föngum í Bandaríkjunum fjölgaði um nærri eitt hundrað þúsund á tólf mánaða tímabili sem lauk 30. júní síðastliðinn. Havel harmar Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, sem sækist eftir endur- kjöri í at- kvæðagreiðslu í þinginu á morgun harm- ar að kjör hans virðist svo gott sem tryggt. Tveir bjóða sig fram gegn hon- um, fulltrúi kommúnista og leið- togi öfgafullra hærgimanna. í minningu Díönu Kúbverjar hafa opnað lítinn garð í gamla borgarhlutanum í höfuðborginni Havana í minn- ingu Díönu prinsessu. Reuter • I u <1 u u u u << << u u << u u <1 u u u u u u TILB0ÐSVERÐ á loft og veggkúplum verð frá kr 1« 9 !j/“ Rafkaup ARMULA 24 - sími 568 1518 \fl m;. . Jm SB Wwli. y JB- M f - • A JM ■ .H&H "w u u u u u u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.