Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Síða 17
D V MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 ennmg Margrét Lóa Jóns- dóttir gaf út minnstu ljóðabók ársins í fyrra. Hún heitir Ljóðaást og er aðeins 7x9 sm að flatarmáli. Hins vegar er hún fullir 3 sm á þykkt- ina, en það eru ekki ljóðin sem fita hana svona rækilega held- ur „bókbandsefnið". Örkin með ljóðunum er saumuð inn í við- arstokk sem gæti verið allstór eld- spýtustokkur, og utan á honum er mynd af málverki af Margrét Lóa með Ljóöaást. Gullfossi eftir Jó- hann Torfason mynd- listarmann sem hannaði bókina. Sjálf myndskreytir Margrét Lóa ljóðin í bókinni. „Mig hefur alltaf langað til að gefa út litla bók,“ segir Margrét Lóa. „Þegar ég var lítil stelpa var ég alltaf að búa til litlar bækur handa sjálfri mér og öðrum.“ - Af hverju er Gullfoss framan á henni? „Af því að án myndar framan á var bókin eins og kremkexkaka. Og líka af því að eitt ljóðið í bókinni tengist arf- leifðinni og þjóðerniskenndinni - og stöðu ljóðsins á okkar dögum." Og Margrét Lóa les upphátt: „Á heimleiöinni hugsa ég um þegjandi og hljóðalaust samkomulag - /.../ - hugsa um gamla góöa Ijóöaþjóö sem las sinn brag sérhvern dag... Margrét Lóa viðurkennir ekki að það sé barlómur í ljóðskáldum þó að almenningur vilji ekki viðurkenna að ljóðformið hljóti að vera í stöð- ugri þróun. „Við viljum ekki sigla á lygnum sjó fyrir- rennara okkar. Við viljum ganga fram af sjálfum okkur og vonandi öðrum líka í leiðinni." Ljóðaást er til sýnis í glugga Kirsuberjatrésins við Vesturgötu ásamt málverkinu af Gullfossi. DV-mynd Pjetur Ó, gamla góóa Ijóóaþjóö! Ó, gamla góóa Ijóöaást!" Gamla góða ljóðaást Athugasemdir - við ritdóm um Listmálaraþanka \ Ætli það hafi ekki verið á tíma Sósíalistaflokksins árið 1953 að Valtýr Pétursson gekk inn í flokksstöð Sjálfstæð- isflokksins við Austurvöll og hitti þar fyrir Jóhann Haf- stein en ekki Bjarna Benediktsson eins og Aðalsteinn Ing- ólfsson getur sér til um í gagnrýni um bók mína Listmál- araþanka 5. jan. sl. Ef einhverjum kynni að hafa dottið í hug að draga þá ályktun af getgátu Aðalsteins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið sérstaklega óvinveittur höfundum abstrakt- verka á sjötta áratugnum, er það tæplega sannleikanum samkvæmt. Innan stærsta stjórnmálaflokksins voru all- margir hliðhollir okkur, til að mynda Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Aftur á móti birtust bæði í Tím- anum og Þjóðviljanum greinar sem vegsömuðu línu stalínstímans og sósialrealismans. Þessu geta menn flett upp ef þeir hafa tíma og þolinmæði til. Ég er ekki vanur að skipta mér af gagnrýni, en sitthvað í ritdómi Aðalsteins kallar á andmæli. Fyrst vil ég segja að það þarf kokhreysti til að gefa fjögurra til fimm ára undirbúningsvinnu að stofn- setningu myndlistarmiðstöðvarinnar í Sveaborg i Finnlandi nafnið „félagsmálastúss" í greinilegum lítilsvirðingartóni. Árangur þessarar vinnu varð þó sá að tugir íslenskra myndlistarmanna og hundruð félaga þeirra annars staðar á Norður- löndum hafa notið ágætrar starfsaðstöðu á Svea- borg í tvo áratugi. Þar hafa einnig verið settar saman margar áhugaverðar sýningar sem farið hafa um Norðurlöndin. Finnst Aðalsteini þetta svo ómerkilegt að það eigi tæpast erindi í bókina? Ellegar kynn- ingar á islenskum myndlistarmönnum og verkum þeirra víðsvegar um landið í meira en áratug hjá Lista- safni alþýðu og MFA? Það var síður en svo einhver skyldurækni sem rak mig til að tala um fólk sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, starf- að með í eindrægni, fengiö stuðning frá og uppörvun, fólk sem hefur auðgaö lif mitt, jafnvel einstaklinga sem ég hef lent í andstöðu við um tíma. Er ekki hægt að ætlast til þess af rithöfundinum og safnmanninum að hann geri sér grein fyrir því að allt þetta fólk er mikilvægur hluti af umhverfinu á heilli starfsævi málara? Ég þykist hafa sagt frá þvi í bók minni hvernig and- stæðurnar voru á þessari tíð milli einstaklinga og fylk- inga - bæði þegar abstraktfólkinu laust saman við eldri „meistarana" og SÚM-félagana síðarmeir. Aftur á móti kannast ég ekki við nein hneykslismál er varða samskipti við ráðuneyti, menningarstofnanir eða innkaup lista- verka nema ef vera skyldi ráðstöfun Kjarvalshússins á Seltjarnarnesi skömmu eftir 1970. Þegar abstraktmenn réðu að miklu leyti kosningum í safnráð voru sjónarmið þeirra ríkjandi - nú standa höfundar „hugmyndaverka" í nákvæmlega sömu sporum. Er einhver hissa á því? Bók min Listmálaraþankar er ekki samfelld ævisaga og átti reyndar aldrei að verða það. Hún er minningar um baráttu sem gaf höfundi lífsfyllingu. Nokkrir kaflar henn- ar - einkum fimmtán ára veikindatímabilið - hafa þó ver- ið býsna stríðir. Hjörleifur Sigurðsson Svar frá Aðalsteini Ingólfssyni Mér þykir miður að ágætur myndlistarmaður og gam- all samstarfsmaður, Hjörleifur Sigurðsson, skuli einblína á athugasemdir mínar við ævisögu hans - sem hann vill ekki kalla ævisögu - en horfa framhjá því sem ég taldi henni til tekna. í fyrsta lagi, mea culpa, Bjarna Benediktsson hefði ég ekki átt að nefna í tengslum við hótanir Sjálfstæðis- flokksins 1953. En hefði Hjörleifur verið svo góður að segja okkur hver það var sem hótaði, hefði þessi misskilningur aldrei komið upp. Ég kannast ekki við að hafa beint spjótum sérstaklega að Sjálfstæð- isflokknum í ritdómi mínum, þótt ég til- greini einn stjórnmálamann í þeim flokki, heldur ihaldsöflunum i heild sinni. Og þau fyrirfundust í öllum íslenskum stjórnmála- flokkum á þeim tima. Mér kemur á óvart að Hjörleifur skuli nú bera af þeim blak, sömuleið- is að hann skuli gera litið úr öðrum ágreinings- málum yfirvalda og listamanna - og listamanna innbyrðis - sem hann var glöggur áhorfandi að og jafnvel þátttakandi í. Tæpitungulaus frásögn kæmi ís- lenskri listsagnfræði til góða. Ekki lá Hjörleifur á skoð- unum sínum við undirritaðan um framferði borgaryfir- valda i Jakobs Hafsteins málinu og Kjarvalsstaðadeilunni forðum. Mér þykir óþarfa viðkvæmni i Hjörleifi að setja út á orðið „félagsmálastúss" sem í mínum huga hefur á sér góðlátlegan fremur en niðrandi blæ. Þar vildi ég einung- is árétta að flatar upptalningar á fólki, fundum og fram- kvæmdum eru ekki skemmtilegt lesefni. Hjörleifur hefði betur sagt frá hugmyndum sínum og eðli og framkvæmd norræns samstarfs, þýðingu farandsýninga ASÍ fyrir ís- lenska alþýðu og lyndiseinkunnum helstu samstarfs- manna sinna. Sem ég veit að hann getur. Vinsamlegast Aðalsteinn Ingólfsson TSALAN ífiiuumaanai Skór á alla fjölskylduna Sendum frítt í póstkröfu daglega Lagerhornið, skór frá kr. 990 skórinn GLÆSISÆ * SfMI 581-2966 Kynningarfundur í Sálarrannsókn- arskólanum í kvöld og annað kvöld. Langar þig að lyfta þér upp... eitt kvöld í viku eða eitt laugardags- síðdegi í viku í svo sannarlega fróð- legum og skemmtilegum skóla? Ef svo er þá er ekkert annað en að hringja og fá allar upplýsingar um mest spenn- andi skólann í bænum í dag. - Hringdu og fáðu allar upplýsingar sem þig langar að vita um þetta vinsæla og ódýra nám. Við svörum í símann alla daga vikunnar kl. 14 til 19. Kynningarfundur í kvöld kl. 20.30 og á morgun þriðjudag kl. 20.30. - Ennfrem- ur á laugardaginn kemur kl. 14.00. Allir velkomnir. /v Sálarrannsóknarskólinn - Mest spennandi skólinn í bænum - Vegmúla 2 s. 561 9015 & 588 6050 j Áskrifendur fá aukaafslátt af Smáauglýsingar smáauglýsingum DV DV 550 5000 TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum. ENSKA - DANSKA - NORSKA - SÆNSKA - FRANSKA - ÍTALSKA - SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA - JAPÁNSKA - ISLENSKA fyrir útlendinga og fjöldi annarra námskeiða. Innritun í símum: 564-1527, 564-1507 og 554-4391 kl. 17-21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.