Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 40
Vinning&tölur laugardaginn 17-01 8 25 Vinningar Fjöldi vinninga Vinningáupphæ ð I- sat 5 2.025.010 2. 4 aþ sA SS 3 100.870 3 4 ats 52 9.370 4-3ats 1.869 600 Heildarvinning&upphœð 3.936.260 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR 2 LO < yi O Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 Halldór Blöndal: Sit áfram sem ráð- herra Samgönguráðuneytið mun greiða kostnað af kynnisferð samgöngu- nefndar til Brtissel um málefni póst- og fjarskipta. Er þetta gert til að koma til móts við gagnrýni þess efn- is að óeðlilegt sé að Landssíminn og íslandspóstur greiði kostnaðinn. Halldór Blön- dal samgöngu- ráðherra sagði í samtali við DV að ýmis sjónar- mið væru uppi um hvernig símafyrirtæki eigi að koma inn i samkeppn- ina. „Mér fannst mjög góð hugmynd að skipuleggja góða fyrirlestraröð í Brilssel fyrir samgöngunefnd. Ég bauð síðan forstjórum og stjórnar- formönnum að koma með,“ segir hann. Hann segir að þá hafi komið til tals að íslandspóstur og Lands- síminn tækju þátt í þessum kostn- aði. Það sé hins vegar ekki úrslita- atriði í hans huga. Halldór segist vera á þeirri skoð- un að nefndarmenn eigi að hafa meiri möguleika á því að geta farið í slíkar ferðir ef flókin mál koma upp án milligöngu ráðuneytis. Ungir jafnaðarmenn hafa skorað á ráðherrann að segja af sér. Hall- dór vill henda á að tveir alþýðu- flokksmenn hafi verið í hinni um- deildu kynnisferð. „Ég hef ekki ann- að í hyggju en að sitja áfram sem ráðherra," segir Halldór. -HI Den Danske Bank: Vill greiða skaðabætur Den Danske Bank er reiðubúinn að ræða við Færeyinga um skaðabætur vegna hlutabréfaskiptanna í Færeyja- banka og Sjóvinnubankanum. Rætt hefur verið um 2 til 2,5 milljarða ís- lenskra króna. Peter Straarup, banka- stjóri Den Danske Bank, sagði frá þessu í fréttatíma danska sjónvarps- ins í gærkvöld. Forráðamenn Den Danske Bank eru bornir þungum sökum í skýrsl- unni um færeyska bankamálið sem var birt á fóstudag. Þar segir meðal annars að bankinn hafi haldið því leyndu fyrir Færeyingum hve staða Færeyjabanka var slæm áður en Fær- eyingar yfirtóku hann árið 1993. í fréttatímanum sagðist Straarup _ekki sjá neitt í skýrslunni sem bank- inn þyrfti að gagnrýna sig fyrir. Sjá einnig bls. 8 Davíö hæstánægður meö afmælið í viðtali við DV: Tanni fékk kjötbein frá Poul Nyrup „Þetta var milcill og skemmtileg- ur dagur. Heppnaðist í alla staði eins og til var stofnað. Ég er mjög ánægður með þátt þeirra sem stóðu að undirbúningnum. Gríðarlegur fjöldi gesta kom í móttökuna í Perluna, um 2 þúsund manns, og í einkasamkvæmið um kvöldið voru hátt í 400 manns. Mér var sýnd mik- il hlýja með skeytum og gjöfum. Veðrið lék við hvern sinn fingur eins og kýrnar forðum, líklega einn faUegasti afmælisdagur sem ég hef átt. Norðurljósin skörtuðu sínu feg- ursta um kvöldið og svo endaði þetta með flugeldasýningu á mið- nætti sem sást um langan veg,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í samtali við DV í gærkvöldi um afmælið á laugardag. Þjóðarleiðtogar Norðurlandanna vora á meðal þeirra sem sendu Dav- íð gjafir og heiilaskeyti, m.a. Poul Nyrup Rassmussen, forsætisráð- herra Danmerkur. „Poul Nyrup sendi mér langt og skemmtilegt bréf. Þar sagði hann það reglu að þegar menn væru fimmtugir ættu þeir aðallega aö gleðja bestu vini sína. Hann haföi heyrt að besti vinur minn væri hundur þannig að hann sendi Tanna mínum kjötbein. Ég skildi nefnilega ekki af hverju Tanni var svona upptekinn af þessum pakka," sagði Davíð og hafði greinilega gam- an af sendingu danska kollega síns. Aðspurður sagðist Davíð ekkert líða öðruvisi nú en honum leið fyrir afmælisdaginn. Dagurinn í gær hefði einnig verið ánægjulegur, hann farið í skímarveislu hjá fjöl- skyldunni og tekið því rólega. „Það var ákveðinn léttir yfir því hvað afmælið fór vel fram. Þetta var góð upprifjun. Ég átti mörg samtöl við fólk sem ég hafði ekki hitt lengi.“ Davíð sagðist ekki hafa haft tæki- færi til að opna allar afmælisgjafirn- ar, svo margar hefðu þær verið. Þó mætti m.a. nefna silfraðan fálka sem þingflokkur og miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins afhenti í móttök- unni, vatnslitamynd frá Þingvöllum eftir Kristínu Þorkelsdóttir, sem Al- þingi gaf honum, og silfurdisk með nöfnum samráðherranna, gjöf sem allir ráðherrar fá á stórafmælum. -bjb Fimmtugur Davíð Oddsson hlýðir á eina af afmælisræðunum í Perlunni ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen, og móður, Ingibjörgu Kristínu Lúðvíksdóttur. Ánægjan með soninn leynir sér ekki á svip Ingi- bjargar. DV-mynd Hari Veðrið á morgun: Rigning og hvassviðri Á morgun er gert ráð fyrir suðaustan hvassviðri og rign- ingu sunnanlands og vestan. Annars staðar verður veðrið hægara en smáél. Hiti verður 2 til 5 stig sunnanlands en um frostmark fyrir norðan. Veðrið í dag er á bls. 45. Kristinn Björnsson: Flaggað í Ólafsfirði DV Ólafsfirði: Það var hátíð í Ólafsfirði í gær eft- ir að Kristinn Björnsson vann það af- rek að hreppa 2. sætið i heimsmeist- aramótini í Seyvonnaz í Sviss. Það var ekki liðinn langur tími þar til fjöl- margir fánar sáust blakta við hún. Áður en klukkutími var liðinn var fáni við nánast hvert einasta hús. Ólafsfirðingar fylgdust með keppninni í sjónvarpinu og fognuðu allir sem einn. Bæjarráð Ólafsfjarðarbæjar átti að funda klukkan eitt eftir hádegi, en fundinum seinkaði vegna þess að menn vildu gefa sér tíma til að fagna árangri Kristins. Björn Þór Ólafsson, faðir Kristins, sagði fréttamanni DV um miðjan dag að hann hefði fengið þær fréttir frá Skíðasambandinu að það væri ekki minna fjölmiðlafár í kringum Kristin en þegar hann hreppti silfrið í Park City í nóvember. „Mér fannst hann taka áhættu í fyrri ferðinni," sagði Björn Þór, „en í þeirri síðari keyrði hann af meira öryggi. Hann ætlaði að skila sér niður. Það var auðvitað mikið stress á mínu heimili fyrir keppnina og á meðan Kristinn var í brautinni. Við erum ákaflega stolt af drengnum.“ -HJ Enn í lífshættu Maðurinn, sem slasaðist þegar hann féll úr háspennumastri sl. mánudag, liggur enn lifshættulega slasaður á gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Maðurinn snerti rafstreng með 11 þúsund volta spennu og féll um 8 metra til jarðar. Samkvæmt upplýs- ingum frá gjörgæsludeild er maður- inn í öndunarvél. -RR Sex handteknir meö fikniefni Lögreglan handtók 6 manns vegna fikniefnamisferlis í Breiðholti í fyrri- nótt. Lögreglan fékk tilkynningu um hávaða í húsi við Vesturberg. Þegar þangað kom fann lögreglan um 30 grömm af amfetamini. Lögreglan handtók 6 manns vegna fikniefnanna og vora þeir yfirheyrðir í gær. -RR A ofsahraða Tveir ökumenn voru teknir fyrir ofsahraða í borginni í gærmorgun og fyrrakvöld. Sá fyrri var tekinn i Ártúnsbrekkunni á 140 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km. Hann var sviptur ökuréttindum. Sá síðari var tekinn í gærmorgun á 183 km hraða á Vesturlandsvegi við Korpúlfsstaði þar sem hámarks- hraði er 90 km. Sá var próflaus og mál hans verður tekið fyrir í dag. -RR i jjyo.ooo.- -Þýskt ebalmerki «ílheimar ehf Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000 i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.