Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Síða 15
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 15 Gert út á konur Á dögunum komu hingað til lands sjö bandarískir slökkvi- liðsmenn í þeim er- indum fyrst og fremst að „skoða“ íslenskar konur. Þeir höfðu fregnað að hér væri að fínna fegurstu kon- ur heims og virtust halda að þær væri einkum að finna á börum og dansstöð- um höfuðborgarinn- ar. Með í för var lið sjónvarpsmanna frá CBS-stöðinni sem fylgdist með öllu sam- an og mun gera þátt um leit sjömenning- anna að fögrum kon- um. Hrein og klár nauöungar- sala Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða úti í hinum stóra heimi um það sem kallað er á ensku „trafficing in women“ sem kannski mætti þýða gert út á kon- ur eða útgerð með konur. í þessu felst ekki eingöngu það sem hing- að til hefur flokkast undir vændi eða kynlífsútgerð, þ.e. hvers kyns kynlífs- og klámmyndagerð eða dans- og nektarsýningar, heldur einnig hrein og klár nauðungar- sala á konum í gegnum hjóna- bandsmiðlanir, jafnvel í gegnum pöntunarlista. Þess eru fjöldamörg dæmi að konur frá fyrrum kommúnista- ríkjum Austur-Evrópu hafa í neyð sinni lagt nafn sitt og mynd inn hjá miölunarskrifstofum í von um betra líf í vestri en einnig hefur stór hópur kvenna verið lokkaðar með gylliboðum vestur á bóginn. Þegar þangað er komið bíöur þeirra ekkert annað en vændi. Meðferðin á börnum og ungum stúlkum er sérstakur kapítuli út af fyrir sig í kynlífsiðnaðinum og er skemmst að minnast ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Stokkhólmi 1996 um misnotk- un á bömum og aðgerðir til að stemma stigu við henni. Þessum heimi tengjast fátækt, eiturlyf, sjúkdómar eins og AIDS, þræla- sala og stutt æviskeið útslitinna og útskúfaðra kvenna sem ekki eiga sér viðreisnar von. Kynlífsparadís Nú er það svo að hver og einn verður að bera ábyrgð á sjálfum sér og sinni hegðun. Við höfum þó sett okkur bæði siðferði- legar og lagalegar við- miðanir hvað varðar kynlíf og hjónabönd, sumar hverjar ævag- amlar. Við reynum að veija böm og ung- linga, við miðum við ákveðin aldursmörk sem t.d. forfeðrum okkar á söguöld hefðu þótt heldur bet- ur heftandi þegar tíðkaðist að gifta stúlkur allt niður í 12 ára gamlar, sbr. Hall- gerði langbrók. Við beitum refsingum gegn kyn- ferðislegri misnotkun, nauðgun- um og ofbeldi og reynum þannig að halda fólki innan ákveðins ramma sem mörgum reyn- ist erfitt að virða. Hvað á að gera þegar ramminn er teygður og togaður og það gerist með þeim óvænta hætti að útlendingar halda sig finna hér einhvers konar feg- urðarparadís sem auðvelt sé að fá að- gang að og njóta? Sjónvarpsmenn- imir frá CBS vora mjög hugsandi yfir því hvað ferðalag sjömenninganna frá New York til þessa kalda lands ætti eiginlega að þýða eða hvað þeir héldu að þeir myndu finna. Að þeirra sögn hefur nokkuð verið fjall- að um fegurð ís- lenskra kvenna í bandarísku sjón- varpi og mætti vænta þess að þús- undir bandarískra karlmanna legðu leið sína hingað ýmist í leit að eiginkonu eða kyn- lífsvintýrum. Þeim fannst þvi ástæða til að ræða við nokkrar íslenskar konur, þar á meðal undirritaða, til að kanna hvort þessar „skoðunar- ferðir" hefðu verið ræddar hér, t.d. af yfirvöldum ferðamála, hvort við vildum að ísland fengi á sig orð sem kynlífsparadís og hvað okkur fyndist um þessa tegund ferðamennsku. Sjónvarpsmenn- irnir vildu meina að karlmenn sem færu í svona ferðir hefðu miklar ranghugmyndir um ís- lenskar konur og að þeir myndu ekki finna þá auðsveipni og undir- gefni sem þeir væra aö leita að, hugmyndir sem gerðu að verkum hve þeim gengi illa að lynda við konur heima fyr- ir. Lágkúra í höf- uðborginni Hvað segja yfir- völd íslenskra ferðamála um þessar ferðir? Er gert út á konur í auglýsingum og þáttum um ís- land? Finnst fólki æskilegt að ýta undir ferðamennsku af þessu tagi og allt það sem henni fylgir? Á undanfornum mánuðum hef ég heyrt margar konur býsnast yfir þeim nektar- og danssýning- um sem boðið hefur ver- ið upp á hér í borg, en það hafa einkum verið erlendar dansmeyjar sem þar hafa stigið á pall. Margar konur spyrja hvort við ætlum virki- lega að líða það að höf- uðborgin verði undir- lögð af þessari lágkúm. Nú virðist nýr kapítuli vera að hefjast ef það reynist rétt að von sé hópa Bandaríkjamanna í leit að kynlífsvintýr- um, því sjónvarpsmenn- imir vora ekki í vafa um að það væri megin- tilgangur ferðanna. Það er svo aftur önnur saga hvað býr að baki þessa alls og hvað það er sem veldur því að kyn- lífsiðnaður blómstrar sem aldrei fyrr i heimin- um. Hann hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda í einhverri mynd en hvað á að leyfa hon- um að ganga langt? Það er hin stóra spuming. Kristín Ástgeirsdóttir Margar konur spyrja hvort viö aetlum virkilega að líða það að höfuðborgin verði undirlögð af þessari iágkúru, segir Krist- ín m.a. í greininni. Kjallarinn Kristín Ástgeirsdóttir þingkona „Nú virðist nýr kapítuli vera að hefjast efþað reynist rétt að von sé hópa Bandarikjamanna í leit að kynlífsævintýrum því sjón- varpsmennirnir voru ekki í vafa um að það væri megintilgangur ferðanna.u Stefnumótun í atvinnumálum Sérstök samræmd stefnumótun í atvinnumálum hjá Reykjavíkur- borg var samþykkt í borgarráði og borgarstjóm nú í janúar. í febrúar 1996 samþykkti Atvinnumála- nefnd Reykjavíkur að hefja vinnu við þetta verkefni. Staðreyndin er sú að Reykjavík- urborg hefur lengst af haft tiltölu- lega lítil bein afskipti af uppbygg- ingu atvinnulífs í borginni. Óbein áhrif borgaryfirvalda hafa þó oft verið mikil, m.a. í gegnum skipu- lagsyfirvöld. Reykjavíkurhöfn, Innkaupastofnun og veitustofnan- ir. - M.a. með stofnun Atvinnu- og ferðamálastofu á árinu 1995 ákvað núverandi meirihluti í borgar- stjórn Reykjavíkur að taka á upp- byggingu atvinnulífsins með markvissari hætti en áður og móta samræmda stefnu í atvinnu- málum. Verkefninu var skipt í þrennt. Þ.e. greining á núverandi stöðu, áætlun um leiðir við mótun stefhu og svo að lokum tillögur að stefn- unni í atvinnumálum. Þar kemur m.a. fram að nauðsynlegt sé að hafa gott samstarf við önnur sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarsvæöiö er eitt atvinnusvæöi Nefha má sem dæmi að um 1.300 Reykvikingar vinna í Kópavogi en um 5.200 Kópavogsbúar í Reykjavík. - í Hafnarfirði vinna um 820 Reykvíkingar en um 3.200 Hafn- firðingar vinna í Reykjavík. Fjölga þarf störf- um yfir 1.000 á ári næstu 20 ár til þess að mæta þörfum íbúa svæðisins en mun meira ef mæta á þörfum aðfluttra líka eins og gert hefur verið mörg undanfarin ár. Öflugt atvinnulíf er grundvall- arforsenda þess nútímalega samfé- lags sem við viljum hafa því öll sú verðmætasköpun sem velferð borgarbúa byggist á kemur frá atvinnulífinu. Nokkur atriði úr stefnumótuninni Það er stefna borg- arinnar að leitast við að skapa gott og að- laðandi starfsum- hverfi fyrir fyrirtæk- in í borginni, m.a. með góðri grunngerð, skilvirkri þjónustu borgarstofnanna og réttlátum leikreglum í samskiptum borgar- innar og fyrirtækj- anna. Það er steflia borg- arinnar að stuðla að atvinnuuppbyggingu í borginni með almennum aðgerð- um sem koma öllum atvinnufyrir- tækjum til góða, en mismuna ekki fyrirtækjum eða atvinnugreinum, og beita ekki aðgerðum sem em markaðstruflandi. Það er stefna borgarinnar að gefa félögum og félagasamtökum i auknum mæli tækifæri til að taka að sér margvísleg verkefni sem borgin ber ábyrgð á t.d. með þjón- ustusamningum. Það er stefna borgarinnar að stuðla að útrás at- vinnufýrirtækja í al- þjóðleg verkefni, og að borgarstofnanir eða borgarfyrirtæki taki þátt í alþjóðleg- um verkefnum, m.a. í samstarfi við einka- fyrirtæki. Það er stefna borg- arinnar að reyna eft- ir fremsta megni að vinna bug á atvinnu- leysi í borginni. Það verði gert með auk- inni áherslu á starfs- menntun í samstarfi við ríkisvaldið og að- ila vinnumarkaðar- ins, auk þess sem borgin mun sjálf eft- ir fongum vinna að atvinnuskapandi verkefnum fyrir atvinnulaust fólk. Þótt stefnumótun hafi verið lögð fram í borgarráði nú í janúar hef- ur verið unnið í veigamiklum at- riðum eftir henni allan þann tíma sem hún hefur verið í smíðum. Slík stefnumótun hefur ekki verið gerð áður og verður það að teljast nokkur tíðindi þegar svo þessi stefnumótun er formlega samþykkt og eftir henni farið. Pétur Jónsson „Það er stefna borgarinnar að reyna eftir fremsta megni að vinna bug á atvinnuleysi í borg• inni. Það verði gert með aukinni áherslu á starfsmenntun í sam■ starfí við ríkisvaldið og aðila vinnumarkaðarins. “ Kjallarinn Pétur Jónsson borgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann í borgarstjórn Með og á móti Þorramatur Karlmennsku- tákn „Það sem mér fellur best við þorrann er að það er mikið karl- rembutímabil. Þessari karlrembu fylgja alls kyns hetjudáðir. Menn bregða blysum á loft og blóðið frýs í æðunum á okkur. Það sem er kannski mesta karlmennskan af þessu öllu sam- an er að maður skuli geta látið ofan í sig þorra- mat sem er að dómi nútíma- manna ekkert annað en skemmdur mat- ur. Það er fIosí Ólafsson leik- meira að segja ari. svo að menn þyrpast til að kaupa þetta dýrum dómum til þess að éta þetta og smjatta á því. Sannleikurinn er að vísu sá að mörgum finnst þetta gott. Mörgum flnnst þetta hins vegar notalegt innlegg í ríkjandi karlrembu. Við karlrembusvínin emm alveg að gefast upp og þetta er eiginlega síðasta vígiö að setja þessi ósköp ofan í sig. Það er hins vegar ótækt eftir að maður hætti að drekka að þurfa að éta hákarl því maður át hann bara til að hafa tilefni til þess að drekka brenni- vín. Mér fmnst þorrinn og þær kræsingar sem honum fylaa al- veg unaðslegt tillegg i þessa fjöl- breyttu flóru af mat allt áríð. Mað- ur er alltaf síétandi allan skoll- ann, meira að segja stundum svo mikið kál og grænmeti að þetta væri frekar fyrir ferfætlinga en menn. Ég er því afskaplega hlið- hollur þorramat þegar öllu er á botnin hvolft." Óviðeigandi að flagga þessum hryllingi „Einu sinni urðu íslendingar, fátæktar vegna, að borða skemmd- an mat. Sú tíð er liðin og halda mætti að þar með gæti þjóðin lagt þennan hrylling á hilluna. Stund- um bera menn fyrir sig að þeir séu að halda í þjóðlegar hefðir og siði með þessu þorramatsáti. Ég blæs á slíkar röksemdir. Hverjum myndi til dæmis detta það í hug í dag að búa í torf- kofa? Eða ganga yfir hálendið í sauðskinns- skóm? En vissu- lega er til fólk sem vill leggja þetta á sig og meltingarfæri sín og ekki ætla ég að amast við því. Fólk á að ráða sjálft hvemig það liflr sínu lífi. Hins vegar finnst mér óþarfi að leggja hálft þjóðfélagið undir þetta fyrirbæri. Það er til að mynda óviðeigandi að verslanir flaggi þessu i kjötboröum sínum samhliða óskemmdum matvæl- um. Hver myndi sætta sig viö það að verslun hefði rotið lambalæri til sýnis í kjötborðinu? Liklega myndu flestir missa matarlystina og heilbrigðiseftirlitiö mæta á staöinn. Hins vegar þykir sjálfsagt að súrmeti sé opinberað með þess- um hætti, grátt og ólystugt. Það væri helst við hæfi og í stíl viö sjálfan þorra„matinn“ að selja hann upp úr tunnum í einhverj- um kumböldum við höfnina. Þá gætu menn sem vilja vera sérstak- lega „þjóðlegir" snætt hann í sér- hönnuðum torfkofum. Flestir þeir sem fara á þorrablót virðast hins vegar ekki kæra sig um súrmetið og háma þess í stað í sig hangi- kjöt, flatbrauð og annað sem á ekkert skylt við þorra frekar en annan árstíma. Ástæðan er ein- fold: Þorramaturinn er vondur." -aþ/HI Steingrímur Sigur- geirsson frótta- stjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.