Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 JjV sælkerinn y Barþjónaklúbbur íslands sýnir og keppir í Perlunni um helgina: Úrvalið er orðið svo mikið - segir Níels Hafsteinsson sem gefur uppskriftir að tveimur kokkteilum Níels Hafsteinsson verður meðal keppenda. Hér er hann með Gullið tár í glasi. DV-mynd Pjetur „Það eru ekki nema þrjú ár síðan ástandið i þessum kokkteilmálum var að verða mjög erfitt. Þá opnað- ist markaðurinn og heildsalar fóru að flytja inn gríðarlegt magn af alls konur léttum og sterkum vínum, líkjörum og öðru sem hér hafði ekki sést fram að því. Þá varð úr- valið meira og aftur fór að verða gaman að blanda kokkteila," segir Níels Hafsteinsson, formaöur Bar- þjónaklúbbs íslands. í tilefni af viðamikilli sýningu í Perlunni í dag og á morgun og ís- landsmeistarakeppni barþjóna 1998 í blöndun sætra kokkteila á sama stað gefur formaðurinn okkur hér uppskriftir að tveimur góðum kokk- teilum. Þeir nefnast Gullið tár og New Inspiration. „Ástæðan fyrir þvi að ég ákvað að gefa uppskriftina að Gullnu tári er sú að Bárður Guðlaugsson vann keppnina hér heima 1993 og varð síðan heimsmeistari með hann sama ár,“ segir Níels. Uppskriftirn- ar eru eftirfarandi: Gullið tár 4 cl Absolut Citron 1 cl þurr Vermuth 1 cl Bols Gold líkjör safi úr einu kumquast beri skreytið með sítrónuberki, kum- qast og sítrónumelissu New Inspiration 2 cl sítrónusafi 2 cl Southern Comfort 2 cl Countreau Skreytið með kokkteilberi Kokkteilana segir Níels menn eiga að hrista í kokkteilhristara með klaka og hella síðan í glas sem búið er að kæla með klaka. Klakinn á ekki að fara út í glasið. „Aðalmálið er að þetta sé sem kaldast og ferskast. Menn mega að sjálfsögðu ekki mæta með drykk í keppnina sem búið er að gera áður og verða að reyna að vera sem frumlegastir. Það er ekki svo erfitt þar sem úrvalið er orðið þetta mik- ið. Litur skiptir miklu máli,“ segir formaðurinn. Fyrir 20 ára og eldri Níels segir keppnina nú haldna í 35. sinn. Keppendur nú verða 30. Sýningin verður opin frá 15 til 20 í dag og verða fyrirlesarar í fundar- sal og kynningar á vínum í básum. Á morgun, sunnudag, verður sýn- ingin opin frá 14 til 18 og hefst kokkteilkeppnin ki. 15. Kvöldverð- ur á 5. hæðinni hefst með fordrykk kl. 19.30 og kostar þriggja rétta mál- tíð með léttvíni 4.500 kr. íslands- meistari í blöndun sætra drykkja verður krýndur og síðan verður dansleikur til kl. 3. Öllum 20 ára og eldri er heimill aðgangur að sýning- unni gegn 900 króna aðgangseyri. -sv I Kaffidrykkir Barþjónaklubbur ís- lands hélt í apríl sl. í fyrsta sinn keppni í gerð svokallaðra kaffi- drykkja. Hér verða birtar efstu þrjár upp- skriftirnar. Stefán Kristjánsson varö í fyrsta sæti með drykk sem hann kallaði Hild- ur. Annar varð ívar Bragason meö drykk- inn Heitur Kaaber og í þriðja sæti Þorkell Freyr Sigurðsson með Kaffið hans Kela. Þeim var skylt að nota kaffi frá O. Johnson & Kaa- ber en aðrar tegundir ganga vitaskuld. Upp- skriftirnar eru eftir- farandi: 3 cl Sambucca 3 cl kakólíkjör skvetta af Camus v.s.o.p. Columbia-kaffi þeyttur rjómi Heitur Kaaber 3 cl Aurumlikjör 1 barskeið af Heyrs- ey-sírópi Columbia-kaffi þeyttur rjómi skreytt með strimli af appelsinuberki Kaffið hans Kela 4 cl Buttershots 2 cl Camus v.s.o.p. 1 tsk. púöursykur Columbia-kaffi þeyttur rjómi. -sv I matgæðingur vikunnar Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona og kórstjóri: Risotto con pescare dalla gitarista Jóhanna V. Þórhallsdóttir segir eitt það skemmtilegasta sem hún geri sé að halda matarboð. Hún býður upp á Risotto con pescare dalla gitarista. Börnin hennar, Hildigunnur og Guðmundur Þórir, eru aðstoðarkokkar. DV-mynd Pjetur „Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að búa til mat og halda matarboð. Oft hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gefa gestum að borða fyrr en samdægurs. Mér finnst öruggara að vita í hvaða skapi ég er áður en ég hefst handa við elda- mennskuna. Skemmtilegast er að hafa nógan tíma og geta eytt 1-2 dögum í elda- mennskuna en það er því miður sjaldn- ast. Ég á mjög erfitt með að fara eftir mataruppskriftum enda hef ég tekið eftir því að það er alls ekki aðalatriðið. Meira atriði er að hugsa til þeirra sem eiga að borða matinn og njóta þess að elda og þá fær maður oft betri hugmyndir um hvernig megi bragðbæta matinn og auð- vitað tek ég undir með Hlín vinkonu að litir eru lykilatriði," segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir, kórstjóri og söngkona. Sérlega bragðgóður í uppskriftinni, sem ég er með, þarf bara svona klukkutíma stúss og þaö má búa til veislur eða bara hvers- dagsboð úr þessu. Réttinn skýri ég Risotto con percare dalla gitarista og er óskaplega vinsæll réttur hjá mér og börnunum mínum. Fljótlegur, létt- ur og sérlega bragðgóður. Takið lauk, púrru, hvítlauk og skeriö niður og steikið lauflétt í jómfrúrólifuolíu í potti. Basmati-hríshrjón (skoluð u.þ.b. þrisvar sinnum í köldu vatni áður en þau eru sett í pottinn). Bætiö viö köldu vatni og látið um þumlungi upp fyrir grjónin. Látið suðuna koma upp og lækkiö niður á minnsta hita. Stundum er betra að hafa risottóið vel soðið en stundum vill maður bara hafa þau akkúrat til og alls ekki ofsoðin. Þetta fer eftir skapi og tíma. Það sakar ekki að bæta hvítvíni eða jafnvel mysu i risottóið. Bætið niðurskomum ýsubitum í grjónin og látið sjóða í 7 mínútur í viðbót og þá er rétturinn tilbúinn. „Best er að bera réttinn fram með parmesan-osti og steiktum paprikum, uppskrift ættaða frá Napólí sem ég má til með að láta fylgja." Paprika frá Napólí 3 stórar paprikur, rauð, appel- sínugul og græn 3 stórir laukar salt Laukurinn og paprikan em skorin langsum í fjóra hluta og steikt í jóm- frúrólífuolíu í potti með lokinu á við lágan hita í 45 minútur. Eftir þennan tíma skal taka lokið af og bæta við u.þ.b. y2 Bolla af ediki og láta sjóða í 15 mínútur. Þetta er einnig mjög gott kalt. Með þessu drekkur Jóhanna vatn eða Lindemans Cawarra-hvítvín. Hún skorar á Margréti Gunnarsdótt- ur, píanóleikara og kennara á ísa- firði, að vera matgæðingur næstu viku. -sv 1 I Kokkteilar: Verðlauna- uppskriftir Barþjónninn, félagsblað Bar- þjónaklúbbs íslands, kemur nú út þriðja árið í röð og nú í tilefni af sýningu og kokkteilakeppni í Perl- unni í dag og á morg- un. í blað- inu eru gefnar upp- skriftir að verðlauna- drykkjum síðustu ára og þær ætl- um við að birta, auk þess sem við fengum for- mann Bar- þjónaklúbbsins til þess að vera sælkeri hjá okkur. Myndirnar af kokkteilunum eru úr myndasafni DV. Árið 1988 varð Gísli H. Guð- mundsson hlutskarpastur í Longdrinks. Hann var með drykk sem hann kaus að kalla Boss. í hann þarf: 2 cl Captein Morgan 2 cl Mailibu hristur fylltur upp með ananassafa, kokkteilber, ananas, rör. Fallega fjóla Þetta er nafn á drykk Agn- ars Hólm Jó- hannesson- ar sem varð númer eitt í keppni þurra drykkja 1990. í hann þarf: 2 cl Gin Gordons 1 cl Parfaith Amour 3 cl Campagne brut 0,5 cl Campari hrærður stjörnuávöxtur, plóma, physalis. Árið 1994 vann drykkurinn Kermit í keppni Longdrinks. Gimnar Hilmarsson er höfundur hans. Uppskriftin er þessi: 1,5 cl Rom Bacardi 1,5 cl Pisang Ambon 1,5 cl Blue Curacao 1,5 cl Bananalíkjör fylltur upp með appelsínusafa, jarðarber, ananasblöð, kryddjurtir Olivia Margrét Gunnars- dóttir átti sigurdrykk- inn 1996. Hún nefndi þenna þurra kokkteU Oli- via. í hann þarf: 2 cl Gor- dons Gin 1 cl Gold Liqueur 1 cl Fraise Des Bois Marie Bri 2 cl Gordon Negro hrærður ananasblöð, melóna og plóma Sigurdrykkurinn frá því í fyrra er Palme, þurr kokkteill. Höfund- urinn er Ólafia Hreiðarsdóttir. Uppskriftin að Palme er eftirfar- andi: 3 cl Finlandia Cranberry 1 cl Peachtree De Kuyper 1 cl Gulllíkjör Bols 1,5 cl Freixenet Gordon Blæjuber, svart vínber og kryddjurtir. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.