Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 64
Framleiðslugalli
í blysunum
Rannsókn hefur leitt í ljós að
framleiðslugalli í kínversku
bengalblysunum olli því að mörg
þeirra sprungu og slösuðu fólk um
áramótin.
Geb- Jón Þórisson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn segir að púðrið í
blysunum hafi verið of laust i sér.
Utan um þau hafi aðeins verið
þunnur pappir en ekki stífur hólk-
ur. Því hafi púðrið brunnið of hratt
vegna lítils viðnáms. Margar kær-
ur liggja fyrir vegna slysa sem
þessi blys ollu á gamlárskvöld.-RR
IjjyJ Míii
É sMlliJiJjjJ
□PELe
•Þýikt ebalmerki
Bílheimar ehf.
Sævarhöföa 2a Sími:S25 9000
Pl? bÁ
VEIOILEYFIE?
FOKIP?
Kvótaskilnaðarmálið:
Eiginkonan
fær ekkert
- Fyrrverandi framkvæmdastjóri
’Bakka hf. í Hnífsdal var í gær sýkn-
aður í Héraðsdómi Vestfjarða af kröf
um fyrrverandi eiginkonu sinnar,
um að fjárskiptasamningur þeirra
yrði lýstur ógildur vegna tugmilljóna
króna gróða eftir samruna fyrirtæk-
isins við sjávarútvegsfyrirtækið Þor-
bjöm í Grindavík.
Hjónin skildu að borði og sæng í
september 1995 og var þá gerður eigna-
skiptasamningur samkvæmt þeim eig-
um sem þá voru til staðar. Eiginmað-
urinn fyrrverandi hélt áfram að fiár-
festa, og jókst verðmæti fyrirtækis
hans um 270 milljónir króna eftir sam-
runann við Þorbjöm.
Eiginkonan krafðist þess að fá hlut-
deild í þessum gróða og að skipti í búi
*-~7$eirra yrðu tekin upp að nýju. Þessu
vísar héraðsdómur frá og segir í dómn-
um að stefnandi hafl ekki nægjanlega
sýnt fram á að samningur hjónanna
um fjárskipti hafi verið ósanngjam
■ þegar til háns var stofnað. Er bent á að
eiginkonan hafi fengið í sinn hlut fast-
eignir þeirra hjóna og reiðufé, en eig-
inmaðurinn fyrst og fremst hlutabréf í
lokuðum útgerðarfélögum með óvissu
markaðsverði. -Sól.
;
( / (I
lí'UDÍLÍ
FRETTASKOTIÐ
æSIMINNSEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, OHÁÐ DAGBLAÐ
LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1998
Krakkar úr félagsmiðstöðinni Tónabæ hófu í gær maraþon í byggingu úr legókubbum, snú snú og bútasaumi. Tilgangurinn er sá að safna peningum til að
starfrækja útvarpsstöð undir merkjum Tónabæjar. Allir sem taka þátt f maraþoninu fá tækifæri til að taka að sér dagskrárgerð. Alls tóku um 50 unglingar
þátt f maraþoninu í gær þegar DV smellti mynd af unglingunum að kubba. Áætlað er að maraþoninu Ijúki klukkan 3 í dag. DV-mynd E.ÓI.
Tveir fíkniefnaneytendur eru taldir hafa tekiö inn óþekkt en lífshættulegt efni:
Einn látinn og
annar i lifshættu
lögreglan hefur grunsemdir um aö hættulegt heróín hafi komist í umferð
Lögreglan og heilbrigðisyfirvöld rannsaka nú
orsakir og hugsanleg tengsl á milli andláts
fikniefnaneytanda sem lést á miðvikudag og
annars manns, sprautuflkils, sem fannst sama
dag nær dauða en lífi og liggur nú mjög þungt
haldinn á gjörgæsludeild.
Ekki er talið ólíklegt að mjög hættulegt flkni-
efni hafi komist í umferð, sérstaklega í tilfelli
síðarnefnda mannsins. Annar mannanna, rúm-
lega þrítugur Reykvíkingur, losnaði úr afplán-
un á Litla-Hrauni fyrir áramót. Hann fór inn á
meðferðarstöð SÁÁ á þriðjudag en lést þar dag-
inn eftir.
Að kvöldi sama dags komu tveir menn að
þeim þriðja sem hefur hafst við i húsi við Njáls-
götu. Maðurinn var þá kominn í „hjartastopp-
ástand" og hættur að anda. Hann var lífgaður
við með naumindum en lá í gær „mjög þungt
haldinn" á gjörgæsludeild Landspítalans, að
sögn Þorsteins Svörfuðar Stefánssonar yflr-
læknis.
Réttarkrufning mun fara fram á manninum
sem lést á Vogi á miðvikudag. Vonir eru bundn-
ar við að sú rannsókn mimi geta leitt líkur að
því hvort og hvaða hættulega efni hann tók inn.
Á sama hátt mun það verða rannsakað gaum-
gæfilega á Landspítalanum hvaða efni maður-
inn tók inn sem fékk hið skyndilega hjarta-
stopp.
Sigurbjöm Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, sagði við DV í gær að
fyllsta ástæða væri til að ætla að hættulegt
„efni“ hefði komist í umferð „á götunni". Hann
sagði að bæði málin væru i rannsókn.
Samkvæmt öðrum upplýsingum DV innan
embættisins í gær hefur lögreglan haft grun-
semdir um að heróín, mjög hættulegt efni, hafi
komist í umferð. Talsmenn lögreglu sögðu í gær
að það væri enn algjörlega órannsakað. -Ótt
V-i'
f -3 i
^3
Mánudagur
Veörið á morgun og mánudag:
Kólnandi veður
Á morgun veröur suövestankaldi eða stinningskaldi og Á mánudaginn veröur vestlæg átt með dálitlum éljum
rigning en síöan slydduél um landið vestanvert. Austan til vestan til og meö norðurströndinni en þurrt annars staöar.
verður úrkomulítiö. Hiti 0 til 5 stig. Heldur kólnandi í bili.