Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 58
66 \ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 30"%/" Double Team: Buffið, boxarinn og boltastjarnan Leyniþjónustumaöurinn Jack feiuinn (Jean-Claude Van Damme ) er helsti sérfræðingur landsins í að fást við hryðjuverkamenn. Hann er orðinn þreyttur á hasarn- um og vill setjast í helgan stein. En allt fer úr böndunum þegar honum mistekst að klára síðasta verkefni sitt - að drepa hryðjuverkamann- inn hættulega, Stavros (Mickey Ro- urke). Jack Quinn er nú í ónáð hjá yfirmönnum sínum og fær enga að- stoð þegar ófrísk eiginkona hans verður skotmark Stavrosar. Eini maðurinn sem getur hjálpað hon- um er vopnasalinn Yaz (Dennis Rodman), sem er jafn villtur og hann er litríkur. Hasarleikstjóri frá Hong Kong Leikstjóri Double Team er Tsui Hark, einn af fremstu leikstjórum Hong Kong. Strax með fyrstu mynd sinni, Butterfly Murders, þótti hann koma með nýjan og ferskan stíl inn í þreyttan og staðlaðan heim kung- fu mynda í Hong Kong. Hann hefur leikstýrt fjölda mynda, sem margar hverjar hafa slegið sölumet og unn- ið til verðlauna víðs vegar um heim- inn. Þar á meðal eru All the Wrong Clues ... For the Right Solution, Aces Go Places III, Peking Opera Blues, A Chinese Ghost Story, Once Upon a Time in China og King of Chess. Jean-Claude Van Damme og Mótleikari Van Damme í Double Team er körfuboltarisinn Dennis Rodman. Sjást þeir saman á myndinni. framleiðandinn Moshe Diamant, sem framleitt hefur sjö af myndum Van Damme, höfðu verið á höttun- um eftir Tsui Hark i nokkur ár og nú haföi hann loksins tíma til að leikstýra sinni fyrstu bandarísku mynd. Belgíska buffið Jean- Claude Van Damme er ein af fremstu hasarmyndastjörn- um heimsins. Hann byrjaði á unglingsaldri að æfa ballett, bardagaíþróttir og líkams- rækt. Hann hélt ungur til Hollywood og vann fyrir sér sem leigubílstjóri, pitsasend- ill og útkastari, þangað til stóra tækifærið kom eftir að hann hafði sýnt framleið- anda nokkrum listir sínar fyrir utan veitingahús. Hann fékk fyrir vikið hlutverk í bardagamyndinni Blood- sport og í kjölfarið fylgdu myndir eins og Lionheart, Double Impact, Universal Soldier, Nowhere to Run, Sudden Death og Street Fighter. 1994 lék hann aðalhlutverkið í fram- tíðartryllinum TimeCop, sem hefur halað inn meira en 135 milljónir dollara. Hann þreytti síðan frumraun sína sem leikstjóri i The Quest og sást síðast í Maximum Risk, sem leikstýrt var af enn ein- um hasarmyndaleikstjóranum frá Hong Kong, Ringo Lam. Meðreiðarsveinarnir Mickey Rourke sækir einnig upp- runa sinn í bardagaíþróttirnar, því hann stundaði hnefaleika í Miami í nokkur ár áður en hann hóf leiklist- arferil sinn. Smáhlutverk í 1941 og Jean-Claude Van Damme leikur sér- fræðing í hryðju- verkamönnum í Double Team. Heaven’s Gate færðu honum bita- stætt hlutverk í mynd Lawrence Kasdan, Body Heat, þar sem hann hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína. Hann fylgdi henni eftir með hlutverkum í Diner, Rumble Fish, The Pope of Greenwich Village, Eureka og The Year of the Dragon. Hann komst síðan á stjörnu- stallinn með leik sínum í kyn- lifstryllinum 9 1/2 Weeks og hryll- ingsmyndinni Angel Heart. Meðal annarra mynda hans eru Barfly, White Sands, Harley Davidson and the Marlboro Man, Desperate Hours, Johnny Handsome, A Prayer for the Dying og Wild Orchid. Körfuboltastjarnan Dennis Rod- man er einn af litríkustu persónu- leikum bandarískrar poppmenning- ar. Hann byrjaði feril sinn hjá Detroit Pistons, fór síðan til San Antonio Spurs og loks til Chicago Bulls, þar sem hann hefur verið í rúm tvö ár. Ferill hans í NBA-deild- inni spannar tíu ár og hann hefur verið frákastakóngur deildarinnar síðustu fimm tímabilin. Honum tókst með fram þessu að verða einnig sjónvarpsstjarna. Hann hef- ur komið fram sem gestur í sjón- varpsþáttum, svo sem Misery Loves Company, Courthouse, 3rd Rock from the Sun og The Tonight Show with Jay Leno. Hann hefur einnig stjórnað íþróttaþáttum fyrir NBC og var í aðalhlutverki í eigin sjón- varpsþáttum á MTV, The Dennis Rodman World Tour. Hann lék í kvikmyndinni Eddie með Whoopi Goldberg og von er á honum í BAPS með Halle Berry. -PJ UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Bergþór Pálsson óperusöngvari: rábær „Allar myndir með Jim Carrey eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hann bara al- veg frábær leikari. Ég horfi t.d. mjög oft á Ace Ventura. Ég tek svona tarnir í bíó- myndunum. En ef ég á að nefna myndir sem ég horfi alltaf á aftur og aft- nr eru það Disney- teiknimyndirnar. Þar brýst barnið í mér fram og mig langar þá mest að verða barn aftur. Disney- myndimar hafa líka yfir- leitt að geyma góðan og notalegan boðskap. Ég er ekki mikill spennumyndafikill. Það er alveg nógu mikil spenna í mínu raunverulega lífi þannig að ég þarf ekki að leita i kvik- myndirnar eftir spennu. Ég er hrifnastur af gamanmyndum. Síðan á ég mér auðvitað uppá- haldsóperumyndbönd. Þar held ég mest upp á La Traviata með Placido Domingo og Theresu Strat- as. Það er mynd- band sem ég get horft á ár eftir ár og ég grenja yfir því í hvert skipti.“ -glm The Chamber The Chamber er sú skáldsaga met- söluhöfundarins Johns Grishams sem er hvað tormeltust enda fjallar hún um dauðarefsingu. Það var búið að kaupa kvikmyndaréttinn að sögunni áður en hún kom út, enda hafði saga eftir Grisham ávallt orðið aðsóknar- kvikmynd. Nú þvældist sagan aftur á móti lengi fyrir kvik- myndagerðar- mönnum en var loks gerð og eins og flestir bjuggust við þá var ekki hægt að gera neitt léttmeti úr sög- unni og Amerík- anar sátu frekar heima við sjónvarpið heldur en að þurfa að hugsa í bíó. í The Chamber segir frá ungum lögfræðingi, Adam Hall sem stefnir hátt. Eitt mál á hug hans allan, það er morðmál sem búið er að vera lengi í kerfinu og tengist kynþátta- hatri. Nú er komið að því að fram- fylgja á dauðarefsingu og Sam Cay- hall verði tekinn af lífi fyrir að vera valdur að drápi á mannréttinda- frömuði og tveimur sonum hans í sprengingu. Áhugi Adams á málinu er persónulegur þar sem Sam Cay- hall er afi hans. Þeir hafa þó aldrei sést og er gamli maðurinn í fyrstu ekki hrifinn af sonarsyninum. Fer nú erfiður tími í hönd fyrir Adam við að fá málið tekið upp. Aðalhlutverkin leika Gene Hack- man, Chris O’Donnell og Faye Dunaway. Leikstjóri er James Foley. ClC-myndbönd gefa The Chamber út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Utgáfudagur er 27. janúar. Twelfth Night Það er mjög vinsælt um þessar mundh' að staðfæra hin klassísku leikrit Williams Shakespeares og er kvikmyndaútgáfan sem nú lítur dagsins ljós ein slík tilraun i þá veru. Leikstjóri er Trevor Nunn, sem nú er einhver þekktasti og besti sviðsleikstjóri Breta. Twelfth Night fjallar um tví- burasystkinin Violu og Sebasti- an sem skolar upp á ókunna strönd eftir að hafa lent í mikl- um sjávarháska. Þau halda hvort um sig að hitt hafi farist með skipinu og Viola bregður á það ráð að klæða sig sem karlmaður því hún telur sér betur borgið þannig innan um hina ókunnu íbúa. Þannig klædd litur hún út eins og bróðir hennar og á þetta eftir að valda miklum mis- skilningi. í helstu hlutverkum eru Helena Bonham Carter, Richard E. Grant, Nigel Hawthorne, Ben Kingsley, Mel Smith og Imogen Stubbs. Sam-myndbönd gefa út Twelfth Night og er hún leyfð öllum aldurs- hópum. Útgáfudagur er 29. janúar. Everyone Says I Love You Everyone Says I Love You er ný mynd eftir Woody Allen, ekki sú nýjasta, því stutt er síðan frumsýnd var í Bandaríkjunum Deconstruct- ing Harry, mynd sem fengið hefur góðar viðtökur, eins og raunar flestar myndir Allens. Margir telja meira að segja að Ev- eryone Says I Love You sé er meðal bestu mynda Allens. Woody Allen hefur alltaf ver- ið nýjungagjarn og það sem aðgrein- ir Everyone Says I Love You frá öðrum myndum hans er að um er að ræða kvikmynd í söngleikjastíl. Fjallar hún um fráskilinn náunga sem alltaf hefur átt í vandræðum með konur. Þegar hann svo hittir stóru ástina í lífi sínu telur hann sig ekki eiga möguleika, sérstaklega þar sem hún er lofuð öðrum. Þegar hann kemst að því að hún gengur til sálfræðings eygir hann möguleika í gegnum dóttur sína. Eins og ávallt i myndum Allens er fjöldi þekktra leikara, má nefna Goldie Hawn, Julia Roberts, Tim Roth, Drew Barrymore, Gaby Hoff- man, Edward Norton og Alan Alda, sem oft bregður fyrir í myndum Al- lens. Skífan gefur út Everyone Says I Love You og er hún leyfö öllum aldurshópum. Útgáfudagur er 28. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.