Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 JD>"V föðtal „Vissulega eru það nokkur verk þar sem ég hugsa að best hefði ver- ið fyrir mig að ég hefði ekki komið nálægt þeim. Þó er það svo með allt sem gert er í leikhúsi, maður lærir alltaf eitthvað af því öllu, jafnvel þótt maður hafi ekki verið sáttur við verkið í heild eða eigin frammi- stöðu,“ segir Erlingur Gíslason leik- ari þar sem hann lætur fara mak- indalega um sig í stofunni heima hjá sér á Laufásveginum, ýmist tog- ar í skeggið eða strýkur það og vek- ur kíminn á svip athygli undirrit- aðs á því að hann þurfi eiginlega sagnfræðing ef hann eigi að rifja upp af einhverju viti þau fjörutíu ár sem liðin eru um þessar mundir frá þvi að hann gerði sinn fyrsta at- vinnusamning í Þjóðleikhúsinu. Hlutverkin sem Erlingur hefur leikið eru nú orðin hátt á annað hundrað. Sumir segja ferilinn svo gott sem flekklausan. Erlingi hafi tekist að halda góðu flugi allan þennan tíma. Hvað segir hann sjálf- ur um það? Eru þetta glæstir fjórir áratugir sem eru að baki? Einhver titilhlutverk „Ég veit þaö sannast sagna ekki. Sumir safna hlutverkum sínum saman eins og frímerkjum. Ég hugsa að frímerkin mín yrðu ekki með hæstu gildunum eða frægustu nótunum þótt vissulega geti ég nefnt eitthvað af þekktum titilhlut- verkum,“ segir Erlingur. Aðspurður um uppáhaldsverk sem hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að leika en langað til segir hann þau ef- laust vera til. „Aðallínan er þó sú að í leikhúsi viltu að verkefnum sé raðað þannig að sá hæfasti sé í hverju þeirra. Þú vilt ekki vera í verkefni nema þér sé treyst til þess og þótt þú treystir sjálfum þér er það ekki nóg. Maður óskar ekki eftir hlutverkinu ef ann- ar er betri í það. Það þýðir einfald- íega að þú hefur ekki lengur áhuga á leiklistinni heldur sjálfum þér. Maður er í þessu af því að maður hefur á einhverjum timapunkti orð- ið snortinn af þessari listgrein. Ég hugsa að fyrir þá sem eru i þessu af lífi og sál sé þetta starf nokkurs konar köllun. Launin eru að minnsta kosti lág svo ekki er maður í þessu þeirra vegna,“ segir leikar- inn hlæjandi. Hann segir að ákvörðunin um að verða leikari hafi verið meðvituð. Hann hafi af einhverjum undarleg- um ástæðum verið settur í leiknefnd í MR og unnið þar mikið, að öllu sem laut að uppsetningunni, leikið aðalhlutverk í einu verki og stórt hlutverk í öðru. Þetta var mik- ið starf sem hann féll þarna inn í og þekkti ekki mikið áður. Úr námi í síld Að loknu námi í Þjóðleikhúsinu fór Erlingur utan til náms einn vet- ur. Honum fannst hann þurfa að mennta sig sögulega og leikstjómar- lega, hverjir hefðu gert hvað og hvernig þeir hefðu leyst hlutina. Hann fór líka í leiklistarskóla, ekki kannski hvað síst vegna tungumáls- ins. Enginn leikari í útlöndum kemst upp með að tala annað en fyrsta flokks mál. Erlingur talar af lotningu um lærifeður sína og kollega þeirra í Austurríki. „Þegar ég er að tala um þetta í leikhúsinu hér heima veit enginn um hvað ég er að tala. Þeir þekkja bara ameríska leikara og hugsan- lega breska. Það furðulega er að þeir halda að það séu bestu leikarar í heimi og það sem er enn furðu- legra er að eftir að ég heimsótti þá í Englandi komst ég að því að þeir halda þetta sjálfir,“ segir leikarinn og skellir upp úr. Erlingur var í Austurríki 1956- 1957, kom heim um vorið og fór beint í síld, fyrst á Siglufirði og síð- an á Raufarhöfn. í nóvember um haustið var hann síðan ráðinn til þess að leika lítið hlutverk í leikrit- inu Úlla vínblað. Hann var jafn- framt aðstoðarmaður leikstjórans, Indriða Waage, Herdís Þorvaldsdótt- ir lék Úllu og Róbert Arnfinnsson Bellman. Leikhúsunnendum er enn í fersku minni hlutverk sem hann var að æfa á sama tíma. Þar lék hann unnusta Kristbjargar Kjeld í Dagbók Önnu Frank. Sjaldan ánægður „Þetta voru fyrstu skrefin í þessu og þótt ég hafi vissulega ekki alltaf verið ánægður hef ég aldrei séð eft- ir því að verða leikari,“ segir Erl- ingur hugsi og bætir svo við: „Það er ekki hægt að vera mjög ánægður nema bara einstöku sinnum í þessu starfi. Það er svo lítið sem þarf til þess að trufla það að einhverju leyti. Jafnvel þótt maður sætti sig við útkomuna og segi: jú, jú, þetta er í lagi, þá er eitthvað sem truflar og maður fær ekki frið fyrir því að þetta heföi mátt vera örlítið öðru- vísi.“ Leikarinn segir að sannarlega komi þær stundir þar sem honum finnist allt ganga upp og þá sé mjög indælt að vera í þessu starfi. „í lífi leikhúsmanns koma stund- um stór og mikilvæg augnablik. Þá kemur hinn sérkennilegi eiginleiki leikhússins í ljós, að þetta augna- blik áttu alls ekki einn með sjálfum þér eða með mótleikurum þínum. Það áttu með öllum áhorfendunum í húsinu. Það er makalaust, kannski kvöld eftir kvöld. Það er stórkost- legt.“ Indælt með Kristbjörgu Aðspurð- ur hvaða verk standi upp úr þegar hann horfir til baka nefnir Erlingur eina af fyrstu sýningunum, Húmar hægt að kvöldi, eftir O’Neill. Sú sýn- ing var sett upp í tilefni af 40 ára leikafmæli Arndísar Björnsdóttur og þar léku Arndís og Valur Gísla- son foreldra hans. Hann segir að fjölskyldutengslin á sviðinu hafi orðið honum makalaus upplifun og uppgötvun. Drap hana af slysni „Auðvitað eru margar aðrar sýn- ingar sem koma upp í hugann. Við Kristbjörg höfum t.d. leikið saman í mörgum sýningum og það hefur jafnan verið afar indælt samstarf. Ég leysti Gunnar Eyjólfsson af í Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban í kringum 1968. Þar lékum við Krist- björg hjón sem eru í sjálfu sér inni- lega ástfangin. Þetta hjónaband var afar fjölbreytt og skemmtilegt þótt mér verði það á i hverri sýningu að drepa hana af slysni,“ segir Erling- ur og bætir við að leikferð með Grímu, þar sem hann lék á móti Bríeti Héðinsdóttur, hafi verið skemmtileg og lærdómsrík. „Við Bríet þekktumst raunar frá fyrri tíð og hún leigði mér eitt sinn herþergi. Til gamans get ég sagt sögu sem lýsir kennurunum okkar. Ég bauð til mín vinum og samstarfs- fólki og að sjálfsögöu Brieti því hún átti húsnæðið. Bríet var þá í skólan- um og yfirkennarinn, Haraldur Björnsson, kom í boðið, afar kurteis og lét sér í engu bregða hvemig þetta var allt saman. Þetta var skít- sæmilegt. Þá lítur hann á Bríeti og svipur hans myrkvast augnablik. Svo kom þessi kvikindislega at- hugasemd: „Nemendur hér.“ Hon- um fannst það ekki samboðið sér,“ segir Erlingur og hefur greinilega gaman af því að rifja þetta upp. Hann segir að eftir fyrsta árið i skólanum hafi strákarnir orðið dús við Harald. Nemendurnir fengu að kyssa fröken Arndísi á vangann við útskrift og hún bauð þeim formlega dús. Ef einhver, sem ekki var dús við frökenina, hefði vogað sér að þúa hana segist Erlingur geta ábyrgst að jörðin hefði klofnað und- ir þeim manni á sama augnabliki og gleypt hann. Eftirsóttur Erlingur segist vera sáttur þegar hann líti til baka eftir fjörutíu ára feril. Síminn hringir meðan við spjöllum saman og hann fær tilboð um að leika í Shakespeare-verki, líklega því fjórtánda á ferlinum. Spennandi að fá svona tilboð. Skyldi hann alltaf hafa verið eftirsóttur leikari? „Ég má bara eiginlega ekki neita því. Það var ekkert sjálfsagt þegar ég byrjaði á þessu fyrir 40 árum að ég gæti haldið sjálfum mér og mínu hyski lifandi í þessu starfi. Ég hef að visu verið nægjusamur maður og hef getað verið láglaunamaður og haldið uppi því fólki sem hefur ver- ið svo hógvært og hlédrægt að það hefur látið sér það nægja sem ég hef haft upp á að bjóða,“ segir Erlingur Gislason leikari og vill engu um það spá hversu lengi hann endist í leik- listinni. Þar verði heilsan að ráða. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.