Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1998 45 Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, rifjar upp Eyjagosiö í stuttu spjalli. DV-mynd Ómar Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, var 17 ára þegar gos hófst í Heimaey aust- anverðri rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags- ins 23. janúar 1973. Hann er borinn og barnfæddur Eyjamaður, austurbæing- ur, Girðingarmaður og ættaður frá Oddsstöðum. Austurbærinn, Girðingin og Oddsstaðir fóru undir hraun. Guðjón kemur úr stórri fjölskyldu. Foreldrar hans eru Hjörleifur Guðnason múrarameistari og Inga Halldórsdóttir, sem eiga sjö böm. Þau bjuggu að Kirkju- bæjarbraut 20 sem fór und- ir hraun og voru með fimm börn heima þegar ósköpin dundu yfir. Guðjón segist bera blendnar tilfmningar til gossins, það var ekki bara að hann sæi á eftir æsku- stöðvunum undir hraun. Stór hluti af Oddsstaðafólk- inu og Kirkjubæjarfólkinu, sem hann tengist lika, var meðal fjölda Eyjamanna sein ekki snem til baka eft- ir gos. Á rúntinum frekar en í próflestri En hvað var Guðjón að gera mánudaginn 22. janúar 1973, daginn fyrir gosið? Guðjdn Hjörleifsson bæjarstjóri var 17 ára þegar gosið í Heimaey hófst fyrir 25 árum: Blendnar tilfinningar „Ég var þá í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja eins og aðrir krakk- ar hér á mínum aldri. Þessa daga vomm við í prófum og daginn eftir átti bekkurinn minn að fara í próf í veðurfræði. Ég eyddi nú aldrei miklum tima í próflestur og um kvöldið var ég á rúntinum ásamt fé- lögunum. Þegar komið var fram yfir miðnætti vildi ég fara einn rúnt í kringum Helgafell og anda að mér hreinu lofti fyrir prófið en félagarn- ir voru á öðru máli. Ég skUaði fólk- inu heim klukkan 1 um nóttina en það mátti ekki miklu muna að ég næði að sjá upphaf gossins. Því nokkrum mínútum seinna opnaðist sprungan á þvi svæði sem við hefð- um farið um hefði ég fengið vUja mínum framgengt," segir Guðjón sem aldrei fór í veðurfræðiprófið. Guðjón var nýlagstur i rúm sitt þegar foreldrar hans ýttu við hon- um og sögðu að það væri byrjað að gjósa. Hann neitar því ekki aö sér hafi brugðið, enda ekki á hverjum degi sem gossprunga opnast við bæjardymar. „Fólk hoppaði í nærtækustu fötin og vildi sjá hvað væri að gerast. Margir söfnuðust saman austur í bæ en fljótlega komu skUaboð um að bæjarbúar ættu að koma sér nið- ur að höfn.“ Ekki beint hræddur Guðjón segist strax hafa undrast hvað fólk var rólegt og yfirvegað. „Það voru dæmi um menn sem gleymdu sér á spjaUi eins og þetta væri daglegt brauð. Það var ekki fyrr en konurnar fóru að svipast um eftir þeim að þeir áttuðu sig á að þarna var eitthvað á ferðinni sem þeir réðu ekki við. Sjálfur var ég ekki beint hræddur. Ég var miklu frekar að hugsa um hvað væri að gerast og hverjar afleiðingarnar yrðu. Það fer óneitanlega margt í gegnum hugann þegar jörðin springur svona rétt við túnfótinn." Um leið og fólkið áttaði sig á því hvað var að gerast brást það við að- stæðunum. „Það vora aUir ótrúlega yfirveg- aðir og fóru strax að gera hlutina í réttri röð. Allir stefndu niður að höfn og um borð í bátana sem aU- ir voru í landi vegna brælu daginn áður. Fjölskylda mín fór öU með Gjafari VE en þar um borð voru ekki færri en 300 manns. Það var fólk um aUt, m.a.s. í lestinni. Sjálf- ur var ég ekki sjóveikur á leiðinni tU Þorlákshafnar en það var of- boðsleg sjóveiki um borð. Ég held að þar hafi sálarástandið haft sín áhrif.“ Peningalyktin beint í æð í Þorlákshöfh biðu rútur og stræt- isvagnar eftir fólkinu og fluttu það til Reykjavíkur. Þar var tekið á móti því í skólum. „Það var ótrúlegt hvað allt gekk vel og viðbrögð landsmanna voru stórkostleg. Það er meðal atriða sem standa upp úr þegar maður litur tU baka. Það er með ólíkindum hvað brugðist var skjótt við í að taka á móti rúmlega 5000 Vestmannaeying- um sem aUt í einu voru orönir Uóttamenn í eigin landi.“ Fjölskyldan fékk inni í Hafnar- firði og Guðjón hélt áfram námi og settist í Laugalækjarskóla. „Við bjuggum í kjallara skrif- stofuhúsnæðis sem Lýsi og mjöl í Hafnarfirði átti og þar fékk maður gömlu góðu peningalyktina beint í æð,“ segir Guðjón og hlær. Sneri aftur En hugurinn var í Vestmannaeyj- um og tveim dögum eftir að prófum lauk um vorið var Guðjón kominn út aftur þar sem hann vann við hreinsunina sem stóð sem hæst. „Þegar maður lítur tU baka er al- veg stórkostlegt að hugsa tU þess að flestir Vestmannaeyingar voru aUtaf ákveðnir í að flytja aftur til Eyja og byggja þær upp aftur. Auð- vitað komu erfið tímabU þegar læt- in voru sem mest í gosinu en það voru líka ljósir punktar. TU dæmis þegar byrjað var að bræða loðnu í gúanóinu á meðan rigndi eldi og brennisteini. Það hjálpaði til við að taka á þeirri svartsýni sem greip suma. Aðrir voru ákveðnir í að flytja heim, sama hvernig aUt færi.“ Guðjón var með þeim fyrstu úr fjölskyldunni sem sneru aftur og hann hefur búið í Vestmannaeyjum siðan og bæði fylgst með og tekiö þátt í uppbyggingunni á þeim 25 árum sem liðin eru. Hann segir að í raun hafi mönnum tekist það ómögulega. „Okkur hefur tekist að byggja upp gott bæjarfélag og ég tel að við búum við hátt þjónustustig. Hér er besta höfn landsins, þjóðvegakerfið allt búið bundnu slitlagi, uppbygg- ing skólanna er langt komin, íþróttastarf og félagslíf er í blóma og samgöngur eins góðar og hægt er að ætlast tU miðað við það að við búum á eyju. Ég get því ekki verið annað en bjartsýnn á framtíðina," segir Guðjón að lokum. -ÓG Einkabiálfun EinarVilhjálmsson ... allt frá endurhæfingu til afreksíþrótta... Fitubrennsla, styrkur, úthald, liðleiki, fjölþrek ofl. S:554 3040.554 5095.896 7080 SPORT TEC 2000-Hágæða heilsuvörur fyrir alla. „Minar heilsuvörur síðan 1995" Jón Arnar Magnússon SportShake, NitroMax4000, MuscleTurbolOO, SPílRT Muscle FoodóOOO, Fjölefni, Kreatín,Vítamín ofl TEC 2000 Dreifing & sala: SportHöllin Smiðjuvegi I Pósts. S. 554 5095, 896 7080 Hátíðahöld í Vesturheimi árið 2000 Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögu til ríkisstjórnar um hvernig fagna skuli landafundum Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjunum og Kanada árið 2000. Nefndin lýsir hér með eftir hugmyndum, að einstökum verkefnum og atburðum, sem líklegar eru til að auka hróður íslands í Vesturheimi og halda á lofti sögu landafundanna. Tillögur skulu berast til nefndarinnar fyrir 1. mars nk. og vera skriflegar. Landafundanefnd Hallveigarstöðum, Túngötu 14,101 Reykjavík Sími: 563-7020, fax: 563-7025 Netfanq: millennium@for.stir.is Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Borgartún 1-7 Skúlatún Skúlagötu Upplýsingar í síma 550 5777 SAMFYLKINd TIL SKSURS Nýtum krafta nýrrar kynslóðar Trvggjum áhrif óflokksbundinna Mótum lýðrœðislega fjöldahreyfingu Fjölmennum í prófkjör Reykjavíkurlistans 1 ...~t Hrannar Björn í borgarstjorn Frumkvæði og endurnýjun !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.