Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEiNSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftanrerö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Við fljótum sofandi að feigðarósi
Einn stærsti kaupandi sjávarafurða í heiminum, risa-
fyrirtækið Unilever, og stærstu náttúruverndarsamtök
heimsins, World Wide Fund for Nature, hafa stofnað
Sjávarnytjaráð, sem hyggst gæðamerkja sjávarafurðir úr
sjálfbærum stofnum, sem nýttir eru af ábyrgð.
Merking hefst síðar á þessu ári, um hálfu öðru ári eft-
ir að Orri Vigfússon lagði opinberlega til, að íslendingar
hefðu frumkvæði að samstarfi ríkja Norður-Atlantshafs
um svipaða gæðamerkingu, sem átti að ná til gæða,
hreinlætis og viðnáms gegn ofveiði.
Orri vildi samstarf stjórnvalda, hagsmunaaðila og
hugsjónaaðila um vottunarkerfi, sem væri byggt upp á
þann hátt, að það vekti traust neytenda og héldi því. Fyr-
ir honum vakti, að þannig væri staðið að málum, að ís-
lenzkur fiskur vekti jákvæð viðbrögð neytenda.
Hér í blaðinu var mælt með tillögu Orra, en ráðamenn
og fiskútflytjendur létu sig hana engu skipta. Hugmynd
Orra fólst í að taka forustu í þróuninni, en láta hana
ekki koma í bakið á sér. Nú hafa aðrir tekið forustuna,
án þess að íslendingar geti haft áhrif á þróunina.
í umheiminum vaxa áhyggjur af slæmu og versnandi
ástandi fiskstofna. Hætt er við, að neytendur slengi öll-
um veiðiþjóðum á sama bás og átti sig ekki á, að stofn-
ar geta verið sjálfbærir á íslandsmiðum og veiddir þar
með ábyrgum hætti, þótt svo sé ekki alls staðar.
Þess vegna er mikilvægt að hafa helzt frumkvæði að
traustvekjandi vottunarkerfi eða taka að minnsta kosti
þátt í slíku, ef aðrir hafa frumkvæðið. Hingað til hafa
hvorki valdamenn þjóðarinnar né hagsmunaaðilar í
sjárvarútvegi viljað átta sig á alvöru málsins.
í umheiminum aukast líka áhyggjur af vaxandi magni
eiturefna í sjávarafurðum. Ekki er aðeins um það að
ræða að úrgangi úr holræsum sé veitt til sjávar. Eitur-
gufur stíga líka upp til himins frá stóriðjuverum, þéttast
síðan og falla niður í matarforðabúr hafsins.
Við þurfum til dæmis að átta okkur á, að norðurhöf
eru í vaxandi mæli að mengast af PCB og díoxíni, sem
eru óvenjulega illskeytt eiturefni. Ef svo fer hindrunar-
laust fram, kemur að þeim vendipunkti, að erlendir
neytendur hafna sjávarvöru úr norðurhöfum.
Markaðshrun er algengt fyrirbæri i verzlunarsögu
heimsins. Við getum hæglega staðið einn góðan veður-
dag með tvær hendur tómar, af því að umheimurinn hef-
ur eins og hann leggur sig skyndilega hafnað því að
kaupa nokkrar sjávarafurðir frá íslandi.
í stað þess að senda her manns til Kyoto til að mæla
með sem allra mestum takmörkunum á mengun og
skapa landinu þannig orð fyrir að vera róttækasta um-
hverfisverndarland heims, er sent þangað eymdarlið til
að væla út sem allra mestar undanþágur.
Umræðan um PCB og díoxín, ofveiði og skaðleg veið-
arfæri mun þróast í umheiminum, þótt við tökum ekki
þátt í henni. Venjur og vilji neytenda breytast, hvort sem
við reynum að hafa áhrif eða stingum höfðinu í sandinn,
eins og stjórnvöld og hagsmunaaðilar gera.
Bezt er að hafa sem mest frumkvæði og hafa þannig
sem mest áhrif á andrúmsloft markaðarins. Að svo
miklu leyti, sem það tekst ekki eða er ekki reynt, verða
menn í versta falli að fylgjast vel með stemningu mark-
aðarins og bregðast við breyttum aðstæðum.
Hugmynd Orra um vistvænt frumkvæði íslands var of
góð fyrir þjóð, sem er svo þungt haldin af dómgreindar-
skorti, að hana dreymir enn um hvalveiðar.
Jónas Kristjánsson
Er framtíð í Færeyjum?
Skýrslan um færeyska banka-
málið staðfesti þrálátar grunsemd-
ir margra Færeyinga um að Danir
hefðu notfært sér vanhæfni fær-
eyskra embættismanna og pólit-
ískt reynsluleysi Maritu Petersen,
þáverandi lögmanns, til að pranga
inn á þá þrotabúi sem kostaði fær-
eyska þjóðarbúið á annan tug
milljarða króna. Þótt þungu fargi
hafl nú verið létt af þjóðinni og
flestir telji tímabært að fara að
huga að framtíðinni, hafa margir
áhyggjur af því að stjórnmála-
menn á eyjunum skuli líta á
skýrsluna eins og eins konar
syndaaflausn. Bent er á að þeir fá
fremur hraklega útreið i skýrsl-
unni, ekki siður en danskir starfs-
bræður þeirra. Færeyingar fóru
iðulega óundirbúnir og með litl-
um fyrirvara á fund Dana í þeim
tilgangi að undirrita skjölin og
samningana sem Danir höfðu
unnið fyrir þá. Embættismenn
breyttu orðalagi mikilvægra fund-
argerða gegn betri vitund, ef
danskir starfsbræður þeirra skip-
uðu þeim það, án þess að yfirboð-
arar þeirra gerðu athugasemd viö
það. Þetta ásamt þeirri staðreynd
að raunverulegt pólitískt uppgjör
hefur aldrei farið fram á eyjunum
hefur orðið til þess að margir
krefjast nú rannsóknar á þeim
mistökum þeirra stjórnmála-
manna og embættismanna sem al-
menningur telur bera ábyrgð á
kreppunni. Flestir telja þó ólíklegt
að slík rannsókn verði nokkum
tíma gerð.
Uggvænleg
teikn á lofti
Færeyskir hagfræðingar, nú
síðast Bjarni Olsen, formaður
Efnahagsráðs Færeyja, segja að
fátt bendi til þess að stjórnmála-
menn á eyjunum hafl lært af mis-
tökum síðasta áratugar. Þvert á
móti séu uggvænleg teikn á lofti
um að þeir ætli að endurtaka þau.
Sóknardagakerfið sem var sam-
þykkt á lögþingi vorið 1996 gegn
vilja færeyskra og danskra efna-
Eðvarð I Jónsson
hagssérfræðinga hefur haft í for
með sér að veiðar nú eru nánast
jafn hömlulausar og þær voru í
■upphafi kreppunnar. Um leið og
batamerki sáust í efnahagslífinu
byrjuðu þingmenn og hagsmuna-
hópar að heimta ný jarðgöng. Þótt
Den Danske Bank bæti að ein-
hverju leyti tjónið sem banka-
kaupin ollu, mun lítið grynnka á
erlendum skuldum. Batinn sem
örlað hefur á að undanfömu á rót
sína að rekja til mikillar þorsk-
gengdar og stjórnlausra veiða,
ekki nýhugsunar í stjórnmálum
eða nýsköpunar í atvinnulífi.
Ljóst er því að lítið þarf út af að
bregða til að aftur taki að halla
undan fæti.
Bankamálið
breytir litlu
Vafasamt er að bankamálið
breyti einhverju um tengsl Fær-
eyja og Danmerkur þegar til
lengri tíma er litið. Sterkasta
stjórnmálaaflið á eyjunum, Sam-
bandsflokkurinn, byggir á þeirri
hugsjón að Færeyjar eigi sér enga
framtíð utan Danaveldis. Jafnað-
armenn eru að ganga frá frum-
varpi að nýjum heimastjórnarlög-
um, sem færa Færeyingum meira
sjálfsforræði um leið og þau inn-
sigla tengsl þeirra við danska rík-
ið. Sjálfstæðisflokkarnir svo-
nefndu ásamt litlu kristilegu mið-
flokkunum hafa ekki færeyskt
þjóðveldi á stefnuskrá sinni. Þeir
eru því í rauninni allir sambands-
flokkar með misjafnlega þungum
áherslum. Forystumenn þeirra
benda réttilega á að efnahagslegt
sjálfstæði sé forsenda hins pólit-
íska og þeir eygja litla von um
slíkt sjálfstæði í bráð.
Aðeins einn flokkur, Þjóðveldis-
flokkurinn, hefur sambandsslit á
stefnuskrá sinni. Hann er fámenn-
ur og afar sundurleitur hópur ald-
urhniginna hugsjónamanna, þjóð-
ernissinnaðs menntafólks og fyrr-
verandi kommúnista. Fylgi hans
hefur dalað stöðugt eftir fráfall Er-
lendar Paturssonar og annarra
mætra hugsjónamanna af aldamó-
takynslóðinni. Jafnvel þegar heift-
in var mest í garð Dana skömmu
fyrir birtingu bankaskýrslunnar
leiddi umfangsmikil skoðana-
könnun í Ijós að 65 prósent Færey-
inga eru andvígir aðskilnaði við
Danmörku.
Treyst á tvennt
Þegar efnahagsmál eru annars
vegar hafa Færeyingar aðeins get-
að treyst á tvennt í heimi: fiskinn
i sjónum og fjárstuðning Dana.
Fiskveiðar hafa brugðist, en það
hafa Danir ekki gert, að minnsta
kosti ekki á heimastjórnartíman-
um. í hörðum árum hefur árlegur
styrkur danska ríkisins slagað
hátt upp i útflutningstekjur þjóð-
arinnar.
Þegar færeyskir stjórnmála-
menn eru beðnir um að skyggnast
inn i framtíðina og setja sér fyrir
sjónir mannlif í Færeyjum að tutt-
ugu árum liðnum eru þeir aðeins
sammála um eitt: Færeyjar verða
enn þá í danska ríkinu. Aðeins
eitt gæti losað um böndin og það
er olíufundur á færeyska land-
grunninu. Á þaö mun reyna hugs-
anlega strax á næsta ári.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. í kjölfar bankamálsins hefur mikil umræöa fariö af stað um framtíö eyjanna og hvort
slíta eigi tengslin viö Dani. Sitt sýnist hverjum eins og Eðvarö T. Jónsson kemst að í pistli sínum.
skoðanir annarra
Ekkert hægt
„Bestu lögspekingar ríkisins virðast ótrúlega
sammála eftir að hafa skoðað skýrsluna um fær-
eyska bankahneykslið: Ekki er hægt að lögsækja
einstaka ráðherra fyrir brot á lögum um ráðherra-
I ábyrgð, ekki er hægt að lögsækja embættismenn
sem komu nálægt málinu fyrir vanrækslu og ekki
er hægt að fara í skaðabótamál við Den Danske
ÍBank fyrir að leyna eða gefa rangar upplýsingar.
Kaupandinn af nauðstöddu dótturfyrirtækis hans,
Fjármögnunarsjóðurinn 1992 sem er í eigu fær-
I eyskra stjómvalda, vissi nefnilega að viðskiptin
Ivoru ekki byggð á nægilega traustum grunni."
Úr forystugrein Politiken 20. janúar.
Of mikil bjartsýni
„Jóhannes Páll páfi hefur heimsótt mörg einræð-
isríki. Við þær heimsóknir hafa ekki verið bundn-
ar jafnmiklar væntingar og við heimsóknina til
í Kúbu í þessari viku. Líklegt er að allir sem vona að
Kúba verði miklu frjálsara land eða að valdatími
Fidels Kastrós styttist vegna þessarar heimsóknar
verði fyrir vonbrigðum. Aðeins fáar heimsóknir
páfa hafa haft pólitískar afleiðingar og það hefur
veriö við aðstæður sem hafa verið allt öðruvísi en
þær sem nú era á Kúbu.“
Úr forystugrein New York Times 21. janúar.
Röng leið í Tyrklandi
„Leiðtogar hersins og stjórnarinnar í Tyrklandi
virðast þeirrar skoðunar að besta vörnin gegn heit-
trúarmönnum múslíma sé að banna flokka þeirra.
Tyrkneski stjórnlagadómstóllinn bannaði á föstu-
daginn starfsemi flokks múslíma sem um stutt
skeið fór með stjóm landsins áðm' en herinn sá til
þess að hann fór frá á síðasta ári. Eins og fyrri bönn
við starfsemi flokka múslíma mun þetta bann ein-
ungis efla stuðninginn við málstaö múslíma á með-
al almennings í Tyrklandi þar sem meirihlutinn er
íslamstrúar."
Úr forystugrein New York Times 20. janúar.