Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 30
3» QíKtæð sakamál LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1998 Langt fram eftir öldinni voru líf- látsdómar kveðnir upp á Bretlandi, þætti tilefnið réttlæta það. Mörg mál frá þeim tíma hafa því ekki gleymst, og sum eru af og til rifjuð upp, ekki síst ef þau þykja á ein- hvern hátt óvenjuleg. Það var siður í Skotlandi, og er þar enn sums staðar, að fara í sam- kvæmisleik um áramótin. Hann er mjög óvenjulegur, því hann heitir „Morð“ og er fólginn í því að einn gestanna í viðkomandi húsi býr til sögu af morði, en hinir gestirnir eiga síðan að reyna að lýsa glæpn- um i einstökum atriðum. Takist það ekki gengur „sögumaðurinn" með sigur af hólmi. Og sagan hér á eftir er af einum slíkum sigurvegara, þótt sá sigur yrði á sinn hátt skammvinnur og tengdist veruleik- anum meira en nokkurn gi-unaði þegar látbragðsleikur hans fór fram. Áram ótaveislan Gestirnir voru allir komnir. Það logaði eldur í arninum, púnsskálin hafði verið fyllt á ný og hópurinn nýlokið við að syngja „gömul kynni gleymast ei“. Það var að koma að því að gamla árið yrði kvatt og því nýja heilsað. En fyrst skyldi farið í hinn hefðbundna samkvæmisleik, „Morð“. Gestgjafinn tók fram spilastokk, og hver gestanna dró sér spil. Því skyldi haldið áfram, samkvæmt reglunni, uns einhver drægi spaða- ásinn. Það kæmi í hans hlut að segja söguna, það er að leika glæp- inn sem átti að hafa verið framinn. Síðan skyldu hinir gestirnir reyna að ráða í hvað raunverulega hefði gerst. Það óvenjulega við samkvæmis- leikinn að þessu sinni var að sá sem dró spaðaásinn setti á svið glæp sem hann var sjálfur nýbúinn að fremja. Trúlofunar- hringurinn Þann 30. desember 1934, daginn fyrir gamlársdag, fór tuttugu og þriggja ára gamall hermaður, fyrr- verandi skrifstofumaður á lögmann- stofu i Durham, John Bainbridge, að heiman til að kaupa trúlofunar- hring. Unnusta hans hét Helen Wright og var tvitug. Trúlofunin var þeirra einkamál, en hugmyndin var að opinbera hana í veislu á gamlárskvöld. Vandamálið var hins vegar að Bain- bridge skorti fé til að kaupa hring- inn. Hann gerði sér þó ekki grein fyrir því fyrr en hann stóð augliti til auglitis við gullsmiðinn. „Þú verður að verða þér úti um meiri peninga," sagði skartgripa- smiðurinn. „Ekki viltu valda þinni heittelskuðu vonbrigðum á gamlárs- kvöld.“ Ungi maðurinn varð hugsi. Svo kinkaði hann kolli, og gekk á dyr. Að læstri hurð Síðar þennan dag kom ung stúlka, Jane Herdman, heim til sín. Hún tók í húninn á útidyrahurðinni og fann að það var læst. Hún undraðist þaö því það var ekki sið- ur föður hennar að læsa. Að auki var hún viss um að hurðin hefði verið ólæst þegar hún fór að heim- an. Jane vissi líka að faðir hennar, hinn sjötíu og fimm ára gamli lög- maður, Edward Herdman, hafði ver- ið heima þegar hún fór. Hann var mikill safnari og hafði verið að fara yflr stórt safn gamalla peninga og Hann hefði beðið þar til hún hefði farið út en þá læðst inn, enda útihurðin verið ólæst. Hann hefði farið inn á vinnustofu lögmannsins, séð veski hans þar og ætlað að taka úr þvi seðla, en þá hefði Herdman komið inn, lík- lega til að huga að safn- gripunum sínum. Til átaka hefði komið, og þá sagðist Bainbridge hafa gripið skörung við arin- inn og pappíshníf á skrif- borðinu og myrt Herdm- an. Síðan hefði hann tæmt veskið og farið út um glugga, eftir að hafa læst útihurðinni innan frá. Hann sagðist hafa þurrkað af skörungnum og hnífnum til að afmá fingraför sín, en ekki tek- ið eftir því að það var enn blóð á hnífnum þegar hann kastaði honum frá sér. Síðar fann lögreglan umslag með peningaseðl- um, en það hafði Bain- bridge póstlagt til sjálfs sín. Var blóð á nokkrum seðlanna og staðfesti það enn frekar hver bar sök- ina í málinu. Veislan kirkjugripa þegar hún kvaddi hann. með lykil, því hans var aldrei þörf, svo hún gekk aftur fyr- ir húsið þar sem hún sá opinn glugga. Hún skreið inn um hann. Hún kom að föð- ur sínum látnum á gólfinu í vinnu- stofu sinni. Hann hafði fengið höfuð- högg og verið skor- inn á háls. Jane var ljóst að til átaka hafði komið. Veski föður henn- ar, sem hafði venjulega nokkrar fjárhæðir að geyma, lá tómt á dragkistu. Heimsóknin Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar og nú hófst rannsókn sem mið- aði að því að koma böndum á morð- ingjann. Jane kvaðst ekki vita til þess að fað- ir hennar hefði átt neina óvini. Hún minntist þess hins vegar að viku áður hafði ungur maður . . _ . . .. komið í heimókn. J°hn Bainbndge, Hann hafði unnið á fögmannsstofu föð- ur hennar, en gegndi nú herþjón- ustu. Hún sagði að hann héti John Bainbridge. Jane sagðist ekki vita hvað ungi maðurinn hefði viljað föður hennar, en hún minntist þess þó að hafa heyrt trúlofunarhring nefndan og brúðkaup sem yrði hald- ið áður en langt um liði. Dagurinn fyrir gamlárdag er ekki hentugasti dagur ársins til að hefja morðrannsókn í Skotlandi, þvi þar byrja margir áramótagleðina þann 30. desember og eru að fram á ný- ársdag. Engu að síður voru tækni- menn kallaðir til. Þeir fundu hins vegar hvorki fingraför á skörungi sem Herdman var talinn hafa verið sleginn með né á blóðugum pappírs- hníf sem fannst að húsbaki. Gengið í verslanir Fulltrúinn sem stjórnaði rann- sókninni hét Harry Jenks. Hann hlustaði með athygli á frásögn Jane af unga manninum og trúlofunar- hringnum. Hann sendi síðan hóp lögreglumanna í skartgripabúðir og til veðlánara, ef vera skyldi að ein- hver sem gæti komið heim og sam- an við lýsinguna á Bainbridge hefði keypt trúlofunar- hring eða beðið um lán. Er komið var til Isaacs Cohen, skartgripasala í lít- illi hliðargötu, sagð- ist hann hafa af- greitt ungan mann sem lýsingin gæti átt við. „Já, það er hann,“ sagði Choen þegar honum var sýnd mynd af Bain- bridge. „Hann átti ekki fyrir hringn- um svo- ég sagði honum að fara og ná í meiri peninga." En Cohen hafði annað í fórum sín- um sem lögreglu- mennirnir skoðuðu með athygli og tóku síðan með sér. Það voru peningaseðlar með blóðblettum á. Með þeim hafði Bainbridge borgað þegar hann kom í síðara skiptið til að ganga frá kaupun- um á hringnum. Bankinn sem Herdman skipti við gat staðfest að seðl- arnir væru með sömu númerum og seðlar sem lögmað- urinn hafði fengið afhenta nokkrum dögum áður, en þeir voru nýir og því voru númer þeirra kunn. Handtakan Bainbridge var handtekinn á heimili sínu. Honum voru sýndir peningaseðlarnir með blóðblettun- um og þá játaði hann. Hann sagðist hafa heimsótt Bainbridge til að biðja hann um að lána sér fé, en gamli maðurinn neitað sér um lán. Daginn fyrir gamlársdag, er hann kom frá gullsmiðnum í fyrra sinnið, hefði hann farið að húsi Herdmans en séð að dóttir hans var heima. En hvernig tengdist þessi morð- gáta samkvæmisleiknum á gamlárs- kvöld? Jú, John Bainbridge hafði orðið sigurvegari. Enginn hinna gestanna hafði getað lesið í látbrögð hans þegar hann lýsti með þeim glæpnum sem hann hafði framið daginn áður. Hann hafði fetað sig áfram eftir gólfinu, látið sem hann væri að læð- ast að veski, en síðan snúið sér skyndilega við, leikið átök, árás, leikslok og loks undankomu sína. Enginn viðstaddra hafði hugarflug til þess að láta sér til hugar koma eftir hverju hann var að líkja. Hon- um var klappað lof i lófa, og unnusta hans var að sjálfsögðu ánægð með frammistöðu mannsefn- is síns. Veislan á gamlsárskvöld þótti takast mjög vel, og áður en hún var á enda tók Bainbridge fram trúlof- unarhringinn og dró á fingur sinn- ar heittelskuðu. Jafnframt var gest- unum tilkynnt að brúðkaup þeirra yrði haldið með vorinu. Sögulok Þrátt fyrir hve vel Bainbridge tókst með samkvæmisleikinn var hann auðvitað enginn sigurvegari í lífinu sjálfu. Handtaka hans fréttist um borgina, enda var Edward Herdman kunnur lögmaður. Og glæpurinn talaði sínu máli, þótt ljóst mætti vera að Bainbridge hefði ekki farið inn á heimili Herdmans með það í huga að ráða hann af dögum. Sakborningurinn sat í varðhaldi uns honum var birt ákæran. Fáum sögum fer af unnustu hans meðan beðið var niðurstöðu i málinu, en ljóst þótti að sektardómur yrði kveðinn upp eftir játninguna. Ekki var þó ljóst hvort um líflátsdóm yrði að ræða. Þessu sérstæða máli lauk með þvi að kviðdómur fann Bainbridge sek- an um morð og dómarinn kvað upp yfír honum líflátsdóm. Það þótti nokkur kaldhæðni örlag anna að í veislunni á gamslárs- kvöld, eftir að unga fólkið hafði lýst yflr trúlofun sinni, tilkynnti það að brúðkaupið færi fram 10. maí árið eftir. Það var einmitt 10. maí sem John Bainbridge var hengdur í fangels- inu í Durham.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.