Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 23
' LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 ★ *. m * * 23 Kristján og dóttirin Sara, 8 ára. Hún er byrjuð aö æfa handbolta. ert að óttast,“ segir Kristján. Kvennaboltinn stendur verr. Þar þekkir Kristján vel til og hann hik- ar ekki við að segja af hverju: Konurnar kvarta og kveina „Það dugar ekki að kvarta og kveina undan peninga- og aðstöðu- leysi; leikmenn verða að fórna öllu fyrir íþróttina. Annars næst enginn árangur. Þetta hefur oft vantað í kvennahandboltanum heima. Kon- urnar eru ekki tilbúnar að fóma öllu til að ná árangri." Svo mörg voru þau orð. í þessu felst munur- inn á íslandi og Noregi í kvenna- handboltanum. í Larvík æfa konurnar 10 sinnum í viku og Kristján hefúr orð Þor- bjarnar Jenssonar fyrir því að æf- ingarnar eru jafnharðar og æfmgar í karlahandboltanum heima á Is- landi. Það á ekki heldur að vera munur á karla- og kvennahandbolt- anum að mati Kristjáns. „Leikurinn er alveg eins fyrir bæði kynin. Það eru sjö á móti sjö á vellinum og það á að koma boltan- um í mark,“ segir Kristján. Þó fellst hann á að þjálfarinn verði að taka tillit til þess hvort það eru karlar eða konur sem hann þjálfar. Aðgát í nærveru kvenna „Þjálfarinn getur ekki hagað sér eins við konurnar. Hann verður að koma fram af meiri nærgætni og hann getur átt von á ólíkum við- brögðum," segir Kristján. „Er það þegar þú tekur leikmenn á beinið," spyr ég og efast ekki um að það geri hann. Ég hef séö þennan rólega mann reyta hár sitt á leikj- um. „Já, ég tek leikmenn á beinið. Ég geri það og það getur maður ekki gert á sama hátt við konur og karla. Ég er ekki að segja að konur séu viðkvæmari en þær bregðast öðru- visi við skömmum en karlar. Þetta þarf þjálfarinn að skilja og vita að konur og karlar bregðast ólíkt við undir álagi," segir Kristján. Þrátt fyrir þetta lýsir Kristján sér sem „manneskjulegum þjálfara" og leggur áherslu á að þjálfari megi aldrei gleyma að hann á að vinna með sínu fólki. Þjálfarinn er ekki harðstjóri heldur verkstjóri. „Ég á auðvelt með að viðurkenna að ég veit ekki allt best. Ég leita til þeirra sem betur vita með ráð. Þjáif- arinn er líka alltaf að læra,“ segir Kristján. Þetta var um þjálfunina og nú tekur fjölskyldan við - milli allra fundanna. Við ætlum að heilsa upp á Eik Kristjánsdóttur, eiginkonu Kristjáns. Það er mikið að gera og Lena Rantala, danski atvinnumað- urinn í liðinu, skreppur eftir Söru, átta ára dóttur Kristjáns og Eikar í skólann, og svo fórum við. Kristján heldur bara einn fund á leiðinni. Það er bílafundur úti á miðri götu vegna þess að stjórnar- formaðurinn í félaginu átti leið hjá. „Ég er ráðinn í vinnu hjá hand- boltaliðinu eins og það sé hvert ann- að fyrirtæki og verð að sinna öllum þáttum starfsins. Þjálfarinn mætir ekki bara á æfingar og liggur svo heima," segir Kristján og hlær. Fleiri en vinirnir koma Fyrirtækið, Handboltafélag Larvíkur, er rekið með hagnaði. Það eru peningamenn sem eru við stjórnvölinn og bæjarbúar sem kaupa aðgöngumiðana. Á venjulega deildarleiki koma aldrei færri en 1000 manns, 2000 á stærri leiki og allt að 8000 á úrslitaleiki. „Þetta er svolítið annað en heima þar sem ekki er hægt að reikna með öðrum áhorfendum en vinum og ættingum," segir Kristján og þarna er kannski fólginn mesti munurinn á kvennahandboltanum í Noregi og á íslandi. Kvennahandboltinn er toppíþrótt ásamt fótboltanum og skiðunum. Að baki liggur áratuga starf við uppbyggingu. Nú og svo komum við til Eikar. Hún vinnur hjá flutningafyrirtæki í bænum og Kristján skýtur á fundi með eigandanum. Hann er einn af máttarstólpum Larvíkurliðsins eins og svo margir atvinnurekendur í bænum. Liðið er stolt bæjarins. Eik vann áður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna heima á íslandi og varð að taka sig upp til að fylgja eiginmanninum. Svolítið erfið ákvörðun viðurkennir hún en líka spennandi. Það er fjölskyldan heima sem togar í en varla annað og síst af öllu íslenska veðrið. Heimþrá í blindbyl „Ég fékk nærri því heimþrá í gær,“ segir Eik. „Það gerði blindbyl með roki úr öllum áttum og ófærð, alveg eins og heima.“ Hún hlær að tilhugsuninni og segir svo að það sé raunar verst fyrir eiginkonur íþróttamanna í útlöndum að lokast heima og hitta engan. Þess vegna fór hún að vinna úti. \ „Mér fannst fyrsta árið erfiðast. Þá er maður að læra á aUt og sakn- ar fjölskyldunnar. Núna gengur þetta miklu betur. Það er ósköp lít- ið mál að skreppa heim og við fáum heimsóknir," segir Eik. Og svo eru nokkrir íslendingar í nágrenninu - nógu margir til að efna í þorrablót og saumaklúbb. „Við ákveðum í febrúar hvort við fórum eða verðum," segir Eik. Kristján lýkur fundinum og þau fylgja mér í áttina að brautarstöð- inni. Mér dettur í hug að skjótast inn til karlsins í pylsusjoppunni - en nei það er ekki rétt að hafa út úr honum fleiri pylsur út á nafn Krist- jáns Halldórssonar. Bara að skrölta heim með lestinni. Gísli Kristjánsson Sölumenn: Ingimar Sigurösson Löggildur bifreiöasali Axel Berqman FUNAHÖFÐA1 -112 RvSt - FAX 567 3983 Grand Cherokee Limited 4,0 árg 1995, Grand Cherokee Limited V. árg. 1995, ekinn 48 þús. km. sjálfskiptur, þjófavörn, ekinn 32 þús. km. Sjálfskiptur, þjófa- leðuráklæði, ABS, topplúga, álfelgur. vörn, leðuráklæði, ABS, ofl. Skipti á ódýrari. Verö 3.600.000. Skipti á ódýrari. Verö 3.600.000. Nissan Pathfinerárg. ‘95, ekinn 37 þús. km., ssk., álfelgur, cc., krókur, fallegur bill m. öliu. Verö 2.590.000 MMC Colt GLXi, árg.1991, ekinn 56 þús. km. Sjálfskiptur, Verö 670.000. Dodge Dakota SLT 4x4, árg. 1996, ekinn 22 þús. km. Sjálfskiptur, 33" dekk, álfelgur, stigbretti ofl. Skipt á ódýrari. Verö 2.080.000. Ford Econoline 350 5,8 L, árg. 19Í ekinn 80 þús. km. sjsk, rafdrifnar nlð samlæsingar, skráöur 5 manna. Skipti á ódýrarl. Verö 1.250.000. MMC L-300 4x4 Minibus, árg.1988, ekinn aðeins 99 þús. km. 8 manna bíll, allur yfirfarinn. Skipti á ódýrari. Verö 850.000. Hyundai Elantra GLS ekinn 95 þús. km. Sjálfs Skipti á ódýrari. Vei . 1993, Toyota Hilux Xtra cab Eli SR5 árg. 1987, álfelgur. ekinn 181 þús. km. 36“ dekk, brettak, I.000. plasthús, skráður 4 m, 5,71 hlutf, loftlæs- mgar ofl. Skipti á ódýrari. Verö 750.000. Honda Accord EX 2,0 árg. 1990, ekinn 103 þús. km. Sjálfskiptur, álfelgur, Sk.pl. aoSykÍN VnAíOOM NÝIR EIGENDUR - NÝJAR Toyota Corolla árg. 96, Ford Econoline 350 Club Wagon X ekinn 49 þús. km. 5 g., 4x4 árg. 1992, ekinn 150 þús. km. Verö 990.000 stgr. Sjálfskiptur, 35“ dekk, skráður 11 manna. Hlaöinn aukabúnaöi. Skipti á ódýrari. Verð 3.300.000. iRSLUR - VERTU VELKOMINN Á NÝJU BÍLASÖLUNA! Markús Þórhallsson, sölustjóri. • Benedikt Smárason, bílasali. NYJA BILAHOLLIN Renault Megan Scénic árg. '97, ek. 14 þús. km, 5 g., rafdr. i öllu, Verö 1.450.0000. Áhv. bilalán. VW Golf GL 1,8 station, arg. 97, ek 14 þús. km, ssk., alfelgur. rafdr. rúð- ur, samlæsingar, skiðabogar. Verö 1.580.000. ATH. skipti áhv. bilalán. MMC Galant ES árg. '97, ek. 7 þus. km, ssk. sóllúga, alfelgur, 2x airbag. Verö 2.100.000. ATH. skipti. Toyota Corolla XLi arg. '96. ek. 24 þús. km, ssk., samlæsingar. Verö 1.190.000. Ahv. bilalán Toyota Carina 2.0 L B árg. '93, ek. 59 þus. km, ssk.. samlæsingar. rafdr. rúöur. Verö 1.170.000. ATH. skipti. Mazda 323 F árg. 92, ek 62. þús. km, ssk., álfelgur, sam- læsingar, rafdr. rúöur. Verö 850.000. ATH. skipti. Toyota Corolla XLi L B arg. '94, ek 47 þús. km, 5 g., samlæsingar, raf- dr. ruður, spoiler, þjofavörn. Verö 950.000. Subaru Legacy 2,2 station árg. '96, ek. 20 þús. km, ssk., álfelgur, ABS, rafdr. í öllu. Verö 1.990.000. ATH. skipti, áhv. bilalan. Nyr bill. Grand Cherokee Laredo árg, '97, ek. 0 km, ssk., ABS, rafdr. f öllu. alfelgur. Verö 3.800.000. Toyola Double Cab bensin, árg. '96, ek. 50 þús. km, 33" dekk, álfelgur. hús, brettakantar o.m.fl. Verö 2.350.0000. ATH skipti. MMC Pajero 2.5 disil árg. '98, ek. 7 þus. km, 5 g., alfegur, spoiler, 31" dekk, ö.m.fl. grænn. Verö 2.990.000. ATH. skipti. Cherokee LTD arg. '90. ek. 138 þus. km, ssk.. alfelgur. leöur, ratdr. i öllu. Verö 1.450.000. http://www.treKnet.is/nyjadh Vantar allar gerðir bíla á staðinn og á skrá - Innisalur - Útvegum bílalán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.