Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 JL) V Draumkennd sýn á hiara veraldar um listamanninn með barnshjartað, Samúel í Selárdal altaristöfluna um vorið ásamt sex útskornum kertastjökum. Sóknar- nefndin var í vanda stödd, því í kirkjunni var gömui og verðmæt tafla er hafði fylgt henni frá upp- hafi. Niðurstaðan varð sú að hafna töflu Samúels en veita kertastjök- unum viðtöku. Þeir eru enn í kirkjunni. Sagt er að Samúel hafi samt sem áður boðið kirkjugestum á afmælinu til sýningar á loftinu hjá sér. Þar príluðu upp margir helstu prelátar landsins og er upp var komið var því líkast sem gólf- ið ætlaði með klerkana í neðra. Þeir sluppu þó með skrekkinn, en vel er líklegt að Samúel hafi haft gaman af. Hann gat ekki sætt sig við að altaristaflan fengi ekki að hanga yfir altari, svo hann afréð að byggja kirkju að Brautarholti utanum altaristöfluna. Hann var þá orðinn 76 ára gamall. Hann lét aldurinn þó ekkert á sig fá, heldur hóf bygginguna með skriðmótum, einn síns liðs. Punkturinn yfir iið var svo næputurn einsog sá á Landshöfðingjahúsinu, samansett- ur úr ótal flísum. Og er turninum var lokið var kappið orðið slíkt í Samúel að hann hóf veturinn eftir að setja saman módel af glæstum byggingum er hann sá myndir af í Löndum og lýðum og í tímaritum, m.a. Péturskirkjunni í Róm og Gullna hofinu í Delhí. Hann kom módelunum fyrir í kirkjunni um vorið ásamt málverkum í fagur- lega útskornum gylltum römmum og opnaði sýningu sem kostaði fimmtíu aura að skoða, að sögn Ólafs Hannibalssonar. Ljónagosbrunnurinn laðaði börnin til sín Kirkjuna notaði Samúel jafn- framt sem vinnuaðstöðu á sumrin. Hann hafði yndi af að sýna fólki verk sín og þá sérstaklega ljóna- gosbrunninn er börn bar að garði. Þá fór hann í lækinn með skjólu og hellti í brunninn svo bunaði úr skoltum ljónanna við mikinn fögn- uð. Síðustu tvö árin var Samúel á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar og var þá nánast búinn að missa sjónina. Hann lést i janúar 1969 og uppfrá því gnauða vetrarvindar í Selár- dal. Kindur og hestar hafa getað gengið óáreitt inn í húsin og gest- ir og gangandi jafnvel hnuplað með sér leifum af listaverkum Samúels og búslóð hans. Líkönin af Péturskirkjunni og Gullna hof- inu munu þannig hafa horflð spor- laust og naumlega tókst að bjarga altaristöflunni suður á Listasafn ASÍ. Ríkið telst eignaraðili að jörð- inni, en sýnir byggingum og verk- um Samúels engan áhuga. Enga erfðaskrá er að finna og engir beinir afkomendur. Þó er ljós í myrkrinu þar sem Ólafur Gísla- son, nú eini ábúandinn í dalnum, forðaði næputurninum frá foki og hefur gert við þak kirkjunnar og listasafnsins. Hann leigir nú jarð- irnar í dalnum og síðustu tvö sum- ur hefur hann einnig sett upp sýn- ingar á verkum Samúels í kirkju hans. Auk þess er kvikmyndagerð- in Andrá að'ljúka gerð leikinnar heimildamyndar um Samúel eftir handriti undirritaðs. Því eru teikn á lofti um endurreisn hins ævin- týralega listasafns Samúels í Sel- árdal og verður sýningin sem nú stendur yfir í Gallerí Horninu von- andi til að styrkja þau teikn. Verk Samúels eru lifandi vitnisburður um að kraftaverk geta gerst ef and- inn fær notið sín að afloknu dags- verki. Þau eru sérstæður kapítuli í alþýðulistasögu okkar sem nauð- syn ber til forða frá glötun. Ólafur J. Engilbertsson Þegar ég kom í Selárdal fyrst fyrir tæpum fimm árum var bjart veður og snjóföl yfir öllu. Þröngur dalurinn opnaðist fyrir sólinni sem lýsti upp rauðleitt bergið í fjöllunum. Niðri við sjóinn blasti við undarleg húsaþyrping sem líktist einna helst leikmynd úr Doktor Zívagó; kirkja með næputurni, hús áþekkt hofi með bogadregnu hliði og súlnaröð ásamt íbúðarhúsi. Á milli hús- anna stóðu hinar margvíslegustu höggmyndir, fölhvítar einsog um- hverfið, líkt og hillingar í eyði- mörk. En hver var hann, þessi maður sem byggði þessa draum- kenndu sýn á hjara veraldar? Næmur á unga aldri Samúel Jónsson fæddist að Horni í Mosdal í Arnarfirði árið 1885. Foreldrar hans voru Guðríð- ur Guðmundsdóttir og Jón Þor- steinsson er mun hafa látist þegar Samúel var mjög ungur. Eftir það fór Samúel á milli bæja með móð- ur sinni sem starfaði sem vinnu- kona. Lengst voru Samúel og móð- ir hans hjá séra Lárusi Benedikts- syni í Selárdal. Aldamótaárið 1900 varð mikið sjóslys útfrá Selárdal og fórust þar flestir fullorðnir menn í dalnum, 25 talsins, en það- an var talsvert útræði. Samúel þótti næmur sem ungur drengur og var búinn að tálga út krossa jafnmarga mönnunum er fórust áður en óveðrið skall á er grand- aði bátum mannanna. Séra Lárus varð þessa var og brást hinn versti við, tók hnífinn af hinum upp- rennandi útskurðarmeistara og líkti verki hans við galdra og taldi illan fyrirboða. Samúel bar ávaflt kala til séra Lárusar og mun hafa sagt að ekkert réttlæti væri þá til ef þeir þyrftu að hittast fyrir hinumegin. Samúel var einnig góður módelsmiður. Hér er hann við módel af Péturs- kirkjunni í Róm. Myndir: Ragnar Páll Upphafið Vorið 1947 ákváðu Samúel og Salóme að flytja aftur til Selárdals. Salóme var þá orðin fársjúk og andaðist skömmu eftir komuna í Selárdal. Samúel útbjó fagurlega gerðan steinsteyptan legstein á gröf hennar, sem nú er í geymslu á Bíldudal. Hann fékk ábúð á einni af hinum gömlu hjáleigum Selár- dalsjarðarinnar niðri við sjóinn, Kletti, sem seinna var nefnd Mel- staður. Staðinn skírði hann upp og nefndi Brautarholt. Hann byrjaði á því að byggja skemmu fyrir kindurnar sínar við íbúðarhús sem var á staðnum og byggði svo eftir það utan á húsið og ofan á. Um það leyti fékk gamli maður- inn eflilífeyrinn sinn og hafði nú í fyrsta sinn peninga á milli hand- anna. Hann sat ekki ráðalaus með þá, heldur fór inn á Bíldudal og pantaði sement í Kaupfélaginu og fékk þar í kaupbæti tóma blikk- dunka undan sykri. Þeir komu í Leifur heppni er eitt verka Samúels. hannaði sérstaka vatnsaflssög í bæjarlæknum til að saga sundur borðin. Fleira smálegt dundaði hann sér við, einsog handskorna útsýnisskífu er sýndi alla bæina i dalnum. Er dró að hundrað ára af- mæli sóknarkirkjunnar á æsku- heimili Samúels í Selárdal árið 1961 ákvað hann að mála altari- stöflu og gefa kirkjunni. Hann afhenti sóknarnefndinni Samúel viö höggmyndir sínar og íbúöarhús hans, bærinn Brautarholt, í baksýn. Myndirnar meö greininni voru tekn- ar árið 1965 og hafa ekki birst á prenti fyrr en nú. Eftir að séra Lárus hætti prest- skap og fór suður bjó Samúel á hin- um ýmsu kotum í Selárdal ásamt móður sinni; Tóft, Fossá og Neðri- Uppsölum. Réyndar var Fossá ný- býli sem Samúel byggði upp sjálf- ur. Þar má enn sjá leifar matjurta- garðs og veggja. Móðir Samúels lést árið 1916 og þá réð hann til sín ráðskonu er Salóme hét og var Samúelsdóttir. Smám saman tókust með þeim náin kynni og munu þau hafa eignast barn saman er fæddist andvana um það leyti er þau fluttu búferlum yfir fjallið til Krossadals í Tálknafirði. Nýstárlegar jötur í Krossadal byggði Samúel steinsteypt ibúðarhús sem vakti athygli fyrir falskan glugga. Enn- fremur steypti hann upp jötur í fjárhúsinu, sem þótti nýlunda á þessum tíma (um 1930). Samúel nýtti sér af útsjónarsemi það efni sem hendi var næst og er togari strandaði við Krossadal hóf hann að losa sundur á honum byrðing- inn og útbjó þannig girðingar- staura er standa margir enn í dag kringum túnið í Krossadal. Þau Salóme tóku sér fósturson, Þórar- in, og ólst hann upp hjá þeim í Krossadal. Segist honum svo frá að mikil fátækt hafi verið í Krossadal. Hann muni þó eftir því að Samúel hafi byrjað þar að fást við vatnsliti. Hann hafi pantað úr príslista vatnslitakassa sem entist honum um fjölda ára, ef ekki alla ævi. Þórarinn kveðst aldrei hafa séð Samúel mála með olíu í Krossadal, einungis vatnslit. Út- varp kom í Krossadal í kringum 1936 og var það keypt í félagi við bændur á næstu bæjum. Tímarit á borð við ísafold og Vörð sáust á heimilinu og dagblaðið Tíminn kom einu sinni eða tvisvar í mán- uði. Einhverjar bækur voru og til, þ.á m. Lönd og lýðir, prýddar fjölda mynda eru áttu eftir að verða Samúel uppspretta að líkön- um, höggmyndum og málverkum. góðar þarfir nokkru síðar er lista- maðurinn formaði fætur á ljónin sem hann steypti upp framanvið íbúðarhúsið. Þau voru gerð með hliðsjón af ljónagarðinum í Al- hambrahöllinni á Spáni. Svo bætt- ust þarna við Leifur heppni, sem skyggnir hönd fyrir augu, álft með unga tvo á baki, sænykur og selur. Er þar var komið þótti Samúel nauðsynlegt að byggja safnhús yfir verk sín. Það byggði hann með frumstæðum skriðmótum, eitt um- far í senn, svo smám saman þokað- ist upp. Framanvið listasafnið er glæsilegt bogahlið með ljónsung- um. Samúel málaði stytturnar með vatnsmálningu sem flagnaði fljótlega af, en af gömlum myndum og leifum á styttunum og húsun- um má ráða fyrri lit þeirra. Einn síns liðs Við allt þetta baukaði gamli maðurinn einn síns liðs, utan hvað hann fékk sementið og timbrið sent með bíl. Sandinn bar hann á bakinu úr fjörunni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.