Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 42
' 50 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 DV brídge ★ ; , Einvígi um Reykjavíkurmeistara- titilinn í sveitakeppni verður spilað í Bridgehöliinni við Þönglabakka um helgina. Eigast þar við sveitir Landsbréfa og Amar Arnþórssonar. Um síðustu helgi voru fjórð- ' ungsúrslit og undanúrslit spiluð og stóðu þessar tvær sveitir einar uppi eftir spilamennsku helgarinnar. Sveit Landsbréfa vann sína leiki létt, andstæðingarnir voru sveit Granda og sveit Marvins, meðan sveit Arnar vann sveit Hjálmars Pálssonar með yflrburðum en átti í mestu vandræðum með sveit Still- ingar. Þegar leik lauk skildu 10 imp- ar sveitimar að, en sveit Stillingar taldi sig hafa beðið skaða í einu spili undanúrslitanna og kærði úr- slit í því. Keppnisstjóri lét úrslit spilsins standa óbreytt og var úr- skurði hans áfrýjað til dómnefndar Reykjavíkurmótsins, sem staðfesti úrskurð keppnisstjóra, en áminnti norður fyrir að gefa austri ekki upp- lýsingar um hugsanlegan misskiln- ing í sögnum n-s. Þessum úrskurði var áfrýjað til dómnefndar BSÍ, sem staðfesti úr- skurð dómnefndar Reykjavíkur- mótsins en dæmdi sveit Arnar i 3ja impa sekt. Var sveit Arnar þar með sigurvegari leiksins með 7 impa mun. En skoðum þetta örlagaríka spil. N/a-v ♦ G94 W10 ♦ ÁK987 ♦ ÁD83 * ÁK5 VÁK93 D10 * G1065 ♦ D »G764 ♦ G6532 4 K74 í lokaða salnum sátu n-s Guð- mundur Sveinsson og Valur Sig- urðsson, en a-v Ásmundur Pálsson og Aðalsteinn Jörgensen. Þar gengu sagnir á þessa leið: 4 1087632 VD852 ♦ 4 4 92 Norður 1 4 pass dbl Austur dbl 4 4 pass Suður 1 pass pass Vestur 3 4 pass pass N-s fengu sína augljósu 4 slagi og fengu 200 í sinn dálk. í opna salnum sátu n-s Sigurður Sverrisson og Jakob Kristinsson, en a-v Erlendur Jónsson og Sigurð- ur Vilhjálmsson. N-s spila ekki að staðaldri saman, en voru samt að spila ICE-RELAY, frekar flókiö sagnkerfi. Sagnröðin var þannig: Norður Austur Suöur Vestur 1 ♦* dbl 2 *** 2 * 3 * 3 ♦ pass 3 * pass 3* pass 4 ♦ 4 G dbl 5 ♦ pass pass pass dbl pass pass Nú til dags eru helstu mót spiluð með spjöldum sem koma i veg fyrir að spilarar geti séð spilafélaga sína. Sitja n-a saman öðrum megin við spjaldið og s-v hinum megin. Opnun Umsjón Stefán Guðjohnsen á einum tígli í ICE-RELAY hefur ekkert með tígul að gera og tvö lauf eftir doblið voru útskýrð á mismunandi hátt fyrir a- v. Jakob útskýrði sína sögn fyrir vestri, sem stuðning við annan eða báða lágliti og ekki krafa, en Sigurð- ur útskýrði sögnina sem kröfu með lauflit. Kerfiskort þeirra sýnir að Sigurður hafði á réttu að standa því dobl austurs breytti merkingu tveggja laufa sagnarinnar. Hvað um það, þá var engin leið að tapa 5 tiglum og Sigurður fékk 550 í sinn dálk. Fimm tíglar eru óskasamningur í n-s og margir myndu segja að n-s ættu hrós skilið fyrir að ná þeim samningi. En nútímabridge er ekki þannig. Gefum a-v orðið: „N meldar ekki í samræmi við útskýringar sína. N hefir enga ástæðu til þess að leita að nýjum tromplit með tilliti til sagnar suðurs og útskýringa sinna á henni. Gerum kröfu um að n meldi eðlilega fimm lauf og n-s spili þau dobluð a.m.k. tvo niður.“ Úrskurður dómnefndana var hins vegar þessi: „Úrskurður keppni- stjóra stendur(+550). Dómnefnd tel- ur ekki að a-v hafi skaðast í sögn- um. Norður áminntur fyrir að gefa austri ekki upplýsingar upp hugsan- legan misskilning í sögnum n-s.“ Það má til sanns vegar færa, að a- v hafi ekki skaðast í sögnum. En að þeirra áliti snýst málið ekki um það. Heldur hvað n-s er heimilt að gera, eða óheimilt, þegar þeir telja misskilning vera í sögnum. skák - Karpov og Anand sestir að tafli í Wijk aan Zee Jóhann Hjartarson stórmeistari hefur náð 37. sæti yfir sterkustu skák- menn heims á nýjum skákstigalista Alþjóðaskáksambandsins. Frábær ár- angur Jóhanns á nýliðnu ári skilaði honum 25 Elo-stiga hækkun. Hann hefur nú 2630 stig ásamt fimm öðrum stórmeisturum, m.a. baráttujöxlunum kunnu Viktor Kortsnoj og Artur Jusu- pov. Neðar en Jóhann á listanum eru nöfn sem íslenskum skákunnendum eru að góðu kunn, eins og Yasser Seirawan (2625), Jan Timman (2620), Jaan Ehlvest (2610), John Nunn (2610), Jonathan Speelman (2605), Lajos Portisch (2600), Tony Miles (2595) og Boris Gulko (2585). Jóhann er efstur ^ Norðurlandabúa - næstir honum koma Svínn Ferdinand Hellars (2605) og Daninn Curt Hansen (2595). Jóhann var ofar á listanum eftir einvígið við Viktor Kortsnoj í Saint John fyrir tíu árum en þegar mest var hafði hann þó tíu stigum minna en nú. Árið eftir Kortsnoj beið Jóhann lægri hlut í einvígi við Karpov í Seattle og þá tók við tímabil sem Jó- hann vill eflaust gleyma sem fyrst. Jó- hann tók þá þátt í hverju mótinu á fætur öðru en hreinlega „tefldi yfir sig“ og á einu ári hafði stigatalan lækkað um 65 stig. Síðan hefur Jó- hann oft náð góðum árangri en aldrei þó sem á síðasta ári sem var nánast samfelld sigurganga. Umsjón Jón LÁrnason 1 ljósi þessa hljóta skákunnendur að vera harmi slegnir vegna yfirlýs- inga Jóhanns í vikunni, um að hann hyggist láta af atvinnumennsku. Veigamikil ástæða fyrir ákvörðun Jó- hanns er sú, að eftir að Breznev sálugi féll frá hefur ofgnótt sterkra skák- manna streymt vestur fyrir jámtjald- ið og þeir sem staðið hafa að skákmót- um hafa auðveldlega fengið frambæri- legt „vinnuafl" fyrir lítið. Þetta hafa skákmenn frá Vesturlöndum ekki get- að keppt við á jafnréttisgrundvelli. Skákforystan hér innan lands hefur heldur ekki haldið vöku sinni og ís- lensku stórmeistararnir hafa því meira og minna þurft að sækja verðug verkefni til annarra landa með til- heyrandi herkosínaði. Grunnlaun lektora, sem stórmeistaralaun taka mið af, hrökkva ekki til. Tvennt fer þar saman, að kjör hérlendra háskóla- kennara hafa verið aðhlátursefni víða um heim og að skákútgerð á fjarlæg mið er óhjákvæmilega kostnaðarsöm. Við eigum marga unga og efnilega skákmenn, sem gætu hæglega freistað þess að feta i fótspor Jóhanns, en þeir eiga enn margt ólært. Og hvað skyldi nú bærast í ungum hjörtum, sem fram að þessu hafa fetað skákbrautina full vonar? Alls eru sextíu íslendingar á stiga- lista FIDE en af þeim hefur einungis liðlega helmingur teflt reiknaðár skákir síðasta hálfa árið. Mesta at- hygli vekur að Jón Viktor Gunnars- son er kominn í 10. sæti yfir sterkustu skákmenn þjóðarinnar. Kannski verð- ur hann arftaki Jóhanns. Efstu menn eru þessir: 1. Jóhann Hjartarson 2630 2. Margeir Pétursson 2555 3. Hannes Hlífar Stefánsson 2540 4. Jón L. Ámason 2535 5. Helgi Ólafsson 2505 6. Karl Þorsteins 2495 7. Þröstur Þórhallsson 2480 8. Helgi Áss Grétarsson 2475 9. Friðrik Ólafson 2460 10. Jón Viktor Gunnarsson 2390 Þeir sem hafa teflt skákir frá 1. júlí sem reiknaðar hafa verið til al- þjóðlegra stiga em að auki þessir: Jón Garðar Viðarsson (2380), Þor- steinn Þorsteinsson (2310), Ágúst Sindri Karlsson (2305), Sævar Bjamason (2300), Bragi Halldórsson (2285), Arnar Þorsteinsson (2285), Gylfi Þórhallsson (2280), Áskell Örn Kárason (2260), Stefán Kristjánsson (2255), Rúnar Sigupálsson (2250), Bragi Þorfinnson (2250), Björn Freyr Björnsson (2240), Matthías Kormáksson (2235), Júlíus Friðjóns- son (2215), Sigurður Daði Sigfússon (2215), Bergsteinn Einarssón (2210), Kristján Eðvarðsson (2205), Einar Hjalti Jensson (2205), Arnar E. Gunnarsson (2195), Jón Árni Hall- dórsson (2185), Matthías Kjeld (2110), Jóhann H. Ragnarsson (2110), Páll Agnar Þórarinsson (2105), Dav- íð Kjartansson (2100), Björn Þor- finnsson (2100), Hrannar Björn Arn- arsson (2035) og Þorvarður Örnólfs- son (2015). Sá sem hefur hækkað mest allra á heimslistanum er Babakuli Ann- akov, 25 ára gamall alþjóðlegur meistari frá Túrkmenistan. Hann hefur hækkað um 205 stig, sem er afrek út af fyrir sig en öllu meira af- rek býr þó að baki árangri hans. Hann hefur nefnilega gert sér lítið fyrir og teflt 212 skákir á hálfu ári, sem allar eru reiknaðar til stiga. Forráðamenn FIDE hafa staðfest að þetta eigi við rök að styðjast en sé ekki prentvilla í stigatöflunni. Garrí Kasparov trónir efstur og hefur hækkað um 5 stig en Karpov - heimsmeistari - verður að láta sér vel lika 6. sætið. Tíu efstu menn eru þessir: 1. Garrí Kasparov (Rússlandi) 2825 2. Vladimir Kramnik (Rússlandi) 2790 3. Viswanathan Anand (Indlandi) 2770 4. Vassily Ivantsjúk (Úkraínu) 2740 5. Veselin Topalov (Búlgaríu) 2740 6. Anatoly Karpov (Rússlandi) 2735 7. Gata Kamsky (Bandaríkin) 2720 8. Alexei Sirov (Spáni) 2710 9. Peter Svidler (Rússlandi) 2690 10. Alexander Beljavskí (Slóveníu) 2690 Fyrsta stórmót ársins Anatoly Karpov og Viswanathan Anand eru báðir meðal þátttakenda á fyrsta stórmóti ársins, sem hófst í Wijk aan Zee í Hollandi í síðustu viku. Á morgun, sunnudag, tefla þeir saman og hefur Karpov hvítt. Mótið er af 17. styrkleikaflokki FIDE, meðalstig eru 2670. Vladimir Kramnik, sem var fjarri góðu gamni á heimsmeistaramót- inu, ætlar sér bersýnilega stóra hluti og eftir sex umferðir var hann einn efstur. Hann vann fyrstu fjórar skákir sinar en í fimmtu umferð stöðvaði Sírov sigurgöngu hans. Hann hefur hlotið 4,5 vinninga en Anand kemur næstur með 4 vinn- inga. Síðan koma Adams, Gelfand, Polgar og Timman með 3,5 v., en Karpov, Sírov, Topalov og van der Sterren hafa 3 v., Piket hefur 2,5 og Nijboer 2 v. Öllum skákum Karpovs fram að þessu hefur lyktað með jafntefli. Anand virðist ekkert hafa látið óf- arimar gegn Karpov hafa áhrif á sig. I fimmtu umferð lagði hann Topalov skemmtilega að velli. Hvítt: Viswanathan Anand Svart: Veselin Topalov Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bc5 7. a4 Hb8 8. c3 d6 9. d4 Bb6 11. axb5 axb5 12. Hel He8 13. Ra3 b4 14. Rc4 bxc3 15. bxc3 exd4 16. Rxb6 Hxb6 17. cxd4 Rxe4 18. Bxf7+ Kxf7 19. Hxe4 Hxe4 20. Rg5+ Kg8 21. Rxe4 Bf5?! Eftir 21. - De8 virðist svartur hafa frambærileg stöðu. 22. Rg5! Re7? Best er 22. - Hb8 en hins vegar hefði 22. - h6 23. Df3! verið óþægi- legt, t.d. 23. - Re7 24. Ha8 Hb8 25. Db3+! Hxb3 26. Hxd8 mát. 23. g4! Bg6 24. Re6 Dc8 25. d5 Bf7 26. Rxg7! Kxg7 27. Dd4+ Kf8 Ekki 27. - Kg8 28. Bh6 og mát eða drottningartap blasir við og 27. - Kg6 28. De4+ Rf5 29. Ha3 gefur einnig vinningsstöðu. 28. Bh6+ Ke8 29. Hel! Rólyndislegur en eitraður leikur. Topalov sá þann kost vænstan að gefast upp í þessari stöðu. Hvítur hótar 30. Dh8+ eða 30. Bg5. Ef 29. - Kd7 gæti teflst 30. Hxe7+! Kxe7 31. De4+ Be6 (ef 31. - Kd7 32. Df5+ Kd8 33. Bg5+ og vinnur drottninguna og engu betra er 31. - Kffi 32. g5 mát!) 32. Dxh7+ BÍ7 33. De4+ Be6 34. Bg5+ Kffi 35. dxe6 De8 36. DÍ5+ Kg8 37. Bh6 og vinnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.