Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998
11
„Góði pabbi, vertu venjuleg-
ur.“ Það var táningsdóttir okkar
hjóna sem stundi þessu upp við
kvöldverðarborðið. „Mamma, get-
urðu ekki fjarlægt hann?“ „Vertu
ekki að pirra bamið," sagði kon-
an. „Hvað hef ég til saka unnið?“
spurði ég, „annað en fá mér þetta
lýsi. Ég veit ekki betur en þú haf-
ir keypt þetta handa mér, góða
mín, til styrkingar kroppnum."
„Mér verður flökurt ef þú held-
ur áfram," kveinaði táningurinn
og leit bænaraugum á móður
sína. „Drífðu þetta lýsi i þig mað-
ur, svo það sé frá,“ sagði konan.
Ég gerði svo sem fyrir var lagt,
renndi niður lýsinu og gretti mig.
Þetta var á þriðja degi lýsistöku
minnar.
Heilbrigt líf
Konan lagði til um áramót að
ég tæki upp heilbrigt líf. Ég kann-
aðist raunar ekki við að hafa lifaö
óheilbrigðu lífi, bindindissamur
eftir atvikum. Veikleikar í matar-
æði vart aðrir en þeir að þykja
rjómakökur góðar og brúka frek-
ar kók en vatn.
Við hófum því gönguferðir um
leið og nýja árið gekk í garð. Það
var sama hvernig viðraði. Út
skyldi ég. Ég féllst á þessa tegund
hreyfingar og útivistar. Ég sá mig
ekki í pallaleikfimi eða svoköll-
uðu spinning. Það er íþróttagrein
sem einkum reynir á rófubeinið.
Af líffærum í mínum kroppi hafði
ég einna minnstar áhyggjur af
rófubeininu.
Það er hressandi að ganga úti í
íslensku janúarveðri. Miðað við
árstíma hefur veður verið blítt og
færð með ágætum. Við hjónin höf-
um því dregið fram gönguskóna
flesta daga nýja ársins. Stöku
syndir eru á almanakinu en ekki
af ásetningi. Við erum bara ekki
orðin nógu vön og gleymum okk-
ur stundum.
Mataræði við hæfi
Konan taldi samt ekki nóg að
gert með gönguferðunum. Hún
vildi hressa sinn mann í matar-
æði, gefa honum grænfóður og
pasta á stundum. Ég læt það yfir
mig ganga, einkum vegna þess að
börnin á heimilinu eru hrifm af
þessum pastaréttum. Mér finnst
pastað bragðlaust og fráleitt karl-
mannlegur matur. Ég hef enga trú
á að pasta geri sig í vegavinnu-
skúrum eða brúarflokkum. Þar
vilja menn bjúgu, saltket og svið.
Það var þvi blendinn svipur á
bömunum fyrr í vikunni. Konan
hringdi til mín í vinnuna. Hún
sagðist koma seint heim. Því bæri
mér að koma við í búð á heimleið-
inni og sjá um kvöldskattinn. Ég
var í nokkrum vandræðum þá er
ég stóð frammi fyrir ungum af-
greiðslumanni kjötborðs. Pasta og
grænfóður var fjarri mér. „Hvort
á ég að nota saltað eða nýtt kjöt-
fars í bollur með hvítkáli?" spurði
ég unga afgreiðslumanninn. Hann
horfði fremur pastalega framan í
mig eins og hann skildi ekki
spurninguna. „Ja,“ sagði hann
svo, „mamma notaði alltaf salt-
að.“
Þessi maður var greinilega af
nýrri kynslóð og vissi ekkert um
karlmannlegt fæði. „Láttu mig þá
hafa saltað," sagði ég við dreng-
inn. Hvað þarf ég mikið fyrir
fimm, þar af eitt barn?“ spurði ég.
„Þú þarft svona átta hundruð
grömm.“ Ég var feginn því að
hann minntist ekkert frekar á
mömmu sína.
Bollur og kál
Með salta kjötfarsinu greip ég
hálfan hvítkálshaus og kartöflu-
poka. Þegar heim kom hóf ég þeg-
ar undirbúning kvöldverðarins.
Til þess að móta bollumar notaði
ég tækni beint úr matreiðslubók
Helgu Sigurðardóttur. Maður rek-
ur sum sé skeið í farsið og nær
álitlegri klessu sem verður að
bollu i pottinum. Þess á milli skal
setja skeiðina ofan í kalt vatn. Þá
festist farsið ekki í skeiðinni. Ein-
falt, þegar maður veit það.
„Lét mamma þig gera þetta?"
spurðu blessuð börnin þegar ég
bar þeim rjúkandi réttina, kjöt-
boilur, hvítkál og kartöflur. „Nei,
nei,“ svaraði ég með stolti. „Mér
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
bara datt þetta í hug.“ Það var
umtalsverður afgangur af bollun-
um og hvítkálinu þegar móðirin
kom heim. Hún var vart farin úr
kápunni þegar kvartanir hófust.
„Hann gaf okkur bollur með káli,“
sögðu þau í kór. „Já, var það ekki
bara ágætt?“ sagði móðirin og
stóð með sínum manni. Ég sá að
hún talaði þvert um hug sér þeg-
ar hún fékk sér brauðsneið og
gúrku skömmu síðar.
Safi, mjólk og lýsi
Degi siðar bar frúin fram létt-
meti við hæfi barnanna. Það var
þá sem ég varð fyrir aðkastinu
vegna lýsisins. Þegar konan kom
heim með lýsisflöskuna sagði ég
henni strax að ég treysti mér ekki
til þess að taka það á morgnana.
Næsta kvöld hófst því heilsubótin.
Ég náði í lýsisflöskuna, skeið og
mjólkurglas. Ég mundi það að í
æsku hafði móðir mín þann hátt á
að setja mjólkurdropa út í lýsið í
skeiðinni. Með því móti kom hún
því ofan í mig. Ég reyndi það
sama eftir lýsisbindindi sem stað-
ið hefur á fjórða áratug. „Oj,“
sögðu krakkarnir. „Hann hellir
mjólk út i lýsið." Þeir störðu á
foður sinn. „Er þetta normalt,
mamma? Getur hann ekki tekið
lýsispillur, eins og venjulegt
fólk?“
Á þriðja degi lýsistökunnar
þoldi táningsdóttirin ekki lengur
við. Þá hafði mér hugkvæmst að
fá mér ávaxtasafa með lýsinu. Ég
hellti fullt glas af köldum og
svalandi safa og náði síðan í lýsis-
flöskuna. Dóttir min horföi á mig
þar sem ég handlék flöskuna sem
væri ég með dýrindis vín í hönd-
unum. Ég las upphátt fyrir hana
af flöskumiðanum um gagnsemi
lýsisins. í hverri skeið var dag-
skammtur af lífsnauðsynlegum
vítamínum.
„Ætlarðu að blanda lýsinu út í
djúsinn?" spurði stelpan. Svipur
hennar var sambland af skelfingu
og viðbjóði. Það stóð reyndar ekki
til en ég nýtti mér tækifærið og
gerði mig líklegan til þess. Ung-
frúin stóð upp og vildi út en móð-
irin á heimilinu náði að skakka
leikinn. Mér var því gert að taka
lýsisskammtinn án þess að halda
sérstaka sýningu á því.
Of stuttir handleggir
„Af hverju heldurðu lýsisflösk-
unni svona langt frá þér?“ spurði
yngri dóttirin. Hún vildi sýna fóð-
ur sínum svolítinn stuðning. „Er
svona vond lykt af henni?“ „Nei,“
sagði sú eldri og greip þetta á
lofti. „Það eru ekki nógu langir
handleggirnir á honum pabba.
Hann sér ekki neitt lengur. Ég
held að hann sé alveg að verða
blindur."
„Hyaða vitleysa er þetta,“ sagði
ég. „Ég er með arnarsjón." „Það
er rétt athugað," bætti konan við.
„Það er eitthvað að breytast í þér
sjónin. Þú þyrftir lengri handleggi
til þess að halda á blaði eða bók.
Það er best ég panti handa þér
tíma hjá augnlækni."
Hún lét ekki sitja við orðin
tóm. Næst þegar ég kom heim
hékk miði á ísskápnum með til-
greindum tíma hjá augnlæknin-
um. „Er þetta ekki tóm della, elsk-
an,“ sagði ég. „Ég hef aldrei notað
gleraugu." „Þú ert bara kominn á
þennan aldur,“ sagði konan, rétt
eins og það væri sjálfsagt að þá
færi eitthvað að gefa sig í líkam-
anum.
Loðnir stafir
„Gjörðu svo vel,“ sagði augn-
læknirinn þegar ég mætti til
hans. „Settu hökuna hér og
horfðu í gegn á spjaldið." í þau
skipti sem augnlæknar hafa beðið
mig að lesa á svona spjöld hef ég
venjulega byrjað neðst í hægra
horninu þar sem stendur: „Made
in Taiwan“. Það hefur flýtt mjög
fyrir augnskoðuninni. Nú sá ég
ekki hvort spjaldið hafið verið
framleitt austan tjalds eða vestan.
Verra var að stafirnir í neðstu lín-
unni á spjaldi læknisins voru
loðnir. „Þetta er þroskamerki,“
sagði augnlæknirinn hug-
hreystandi. „Þú ert bara kominn
á þennan aldur.“
Gul tár
Augnlæknirinn grandskoðaði í
mér augun og deyfði þau meira að
segja með einhverjum dropum
svo beita mætti tólum. Ég var út-
grátinn eftir skoðunina, ekki af
sorg eða þjáningu heldur ósjálf-
ráðum viðbrögðum augnanna.
„Maður er í framan eins og eftir
jarðarfór," sagði ég við lækninn.
Það hafði ekki bætt stöðuna að
hann setti litarefni á hvarmana
svo tárin urðu gul. Ég var eins og
blóðsuga í framan. „Þetta jafnar
sig á tíu mínútum," sagði læknir-
inn.
Um leið og hann kvaddi mig
sagði hann að það væri hollt fyrir
augun og hvarmana að taka lýsi.
„Gerir þú það?“ spurði hann. Mér
vafðist tunga um tönn. „Nei,“
sagði ég loks enda kunni ég ekki
við að segja bláókunnugum
manni frá lýsisraunum á mínu
heimili. „Það væri skynsamlegt,"
sagði augnlæknirinn.
Enn sé ég ekki fyrir mér við-
brögð táningsdótturinnar þegar
ég kem til með að súpa á lýsis-
flöskunni, í nafni visindanna,
með lonnietturnar á nefinu.