Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 Neytendur______________________________________________ íslensk erfðagreining kallar menntamenn heim: Framanum ekki fórnað - segja starfsmennirnir Guömundur Guömundsson, Inga Reynisdóttir, Stefán E. Stefánsson og Hákon Guðbjartsson segjast ekki sjá eftir því aö hafa horfið frá störfum erlendis til aö taka þátt í uppbyggingu íslenskrar erfðagreiningar. DV-mynd:E.ÓI Helsti vaxtarbroddur íslensks at- vinnulífs virðist nú vera á sviði lif- tækniiðnaðar líkt og 15 milljarða króna samningur islenskrar erfða- greiningar og svissneska lyíjarisans Hoffmann-La Roche ber vott um - þrátt fyrir alla stóriðjudrauma. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, hefur lýst því yfir að fjölga eigi starfsmönnum úr 120 í rúmlega 200, þrefalda starfs- aðstöðuna og fjórfalda tækjakostinn og allt þetta er á við störf sem skap- ast við byggingu um það bil tveggja álvera. Mikið hefur verið lagt upp úr þeim mannauði sem fyrirtækið byggir á. Þeir sem veljast til starfa við fyrirtækið eru flestir hámennt- aðir vísindamenn með mikla alþjóð- lega reynslu. Og það sem meira er - þeir eru flestir íslenskir. f fréttatil- kynningu frá ÍE segir að með til- komu fyrirtækisins hafl fjöldi ís- lenskra vísindamanna fengið tæki- færi til að stunda hátæknirannsókn- ir í læknisfræði sem ella hefði að- eins verið hægt að stunda erlendis. Það virðist ekki vera oröum aukið þegar rætt er við nokkra starfs- menn íslenskrar erfðagreiningar. Prófa ísland Þau Inga Reynisdóttir, Guðmund- ur Guðmundsson og Stefán E. Stef- ánsson, sem öll hafa doktorsgráðu í sameindalíffræði og starfa sem sér- fræðingar í erfðafræðirannsóknum, og Hákon Guðbjartsson, rafmagns- fræði- og tölvunarverkfræðingur, sem er yfirmaður upplýsingadeildar fyrirtækisins, störfuðu öll í Banda- ríkjunum og í Kanada og voru fjarri því að vera á leiðinni heim þegar þau slógust í lið með Kára Stefáns- syni í fyrra. „Ég var búin að vera úti í rúm 14 ár,“ segir Inga. „Ég kláraði doktors- próf við Colombiaháskólann i New York og vann svo við rannsóknir við krabbameinsspítala sem heitir Sloane-Kettering í þrjú ár.“ Inga segist hafa slegið til þegar Kári hafði samband við hana en hún hefði aldrei snúið aftur til ís- lands nema að þar biði hennar sam- bærilegt starf og úti. Stefán var í há- skólanum í Toronto í Kanada í 8 ár og hafði rétt lokið doktorsprófi sínu þegar Kári setti sig í samband við hann og bauð honum vinnu. Guð- mundur Guðmundsson var sömu- leiðis að ljúka námi í Suður-Kalifor- níuháskóla eftir átta ára nám þar og í Bostonháskóla og það stóð alls ekki til að koma til íslands í bráð. Hákon hafði lokið verkfræðiprófi frá MIT I Boston og hafði starfað við Brigham and Young-sjúkrahúsið þar í borg. „Ég kom heim aftur af því að ég þekkti Kára þarna úti og hann sann- færði mig um að það væri meira spennandi að taka þátt í þessu held- ur en að halda áfram þar serii ég var,“ segir Hákon og samsinnir því að það hafi ekki reynst erfítt. Þarf ekki aö betla Fjórmenningarnir eru sammála um að ÍE hafi staðið undir öllum þeim væntingum sem þau gerðu og telja fyrirtækið fyllilega sambæri- legt við það sem gerist best erlend- is. Þeim fmnst gott að vinna á Lyng- hálsinum og þykir gaman að rann- sóknunum. „Þetta er allt annað en gerist hér heima á ríkisstofnunum. Það er aldrei spurning um tæki, efni eða annað slíkt,“ segir Stefán. „Maður er laus við harkið sem tíðkast á rannsóknarstofum hér,“ samsinnir Guðmundur. „Maður þarf ekki að betla út saltlausnirnar sem maður þarf aö nota.“ Þau eru sammála um að hægt verði að ráða íslendinga í flestar þær stöður sem skapast á þessu ári þar sem þeir finnist út um allan heim í hvers konar námi. Þau benda einnig á að ekki sé eingöngu verið að sækjast eftir sérfræðingum á sviði erfðafræði heldur einnig ófaglærðu fólki. En engu að síður reynist nauðsynlegt að fá útlend- inga til starfa og það sé fjöldi manns sem sýnt hafi fyrirtækinu áhuga. Enginn flótti Þau segjast heldur engar áhyggj- ur hafa af því að fólk flýi unnvörp- um frá öðrum rannsóknarstörfum þó svo að launin kunni að reynast betri hjá ÍE. Vísindamönnum þyki venjulega svo vænt um rannsókn- irnar sínar að þeir hugsi sig tvisvar um áður en þeir hlaupi frá þeim í annað. Hins vegar mættu launakjör fyrirtækisins gjarnan hafa áhrif á launastefnuna í landinu. Samningurinn við Roche-lyfjafyr- irtækið hefur gjörbreytt öllum að- stæðum fyrir ÍE. „Við erum komin yfrr erfiðasta hjallann. Nú þurfum við að sanna að við getum staöið undir öllum væntingunum," segja Guðmudnur og Stefán. „Þetta er ekki lengur áhættufyrir- tæki,“ segir Hákon. „Við þurfum helst að finna innan frnim ára stökkbreytt gen sem valda sjúkdómum," segir Inga og hlær. Framinn ekki fyrir bí Sú staðreynd að íslendingar eru einangruð og einsleit þjóð segir Inga vera ástæðuna fyrir þvi að Roche gerði milljarðasamninginn við fyrirtækið. Það sé grunnurinn að þessu öllu saman. Hins vegar er einangrunin einnig helsti ókostur- inn við rannsóknarstörf hérlendis. „Þetta væri ekki hægt án Inter- netsins," segir Hákon sem sér um öll tölvumálin. „Menn verða að geta tengt sig við genabanka," segir Inga. „Við verð- um aö hafa aðgang að öllu því nýjasta sem er að gerast i grein- inni.“ Þó svo að þau hafi öll hætt í störf- um erlendis til að vinna hjá ÍE telja þau sig á engan hátt hafa fórnað starfsframanum. Þau geti auðveld- lega farið út aftur. „Maður er alveg jafn samkeppnis- hæfur og áður,“ segir Inga. „Þessi reynsla gæti verið rós í hnappagatið heldur en hitt,“ segir Stefán. Kaffitími og sumarfrí! En er íslensk erfðagreining í ein- hverju frábrugðin bandarískum fyr- irtækjum af sama toga? Já, þau eru öll sammála um það að þó svo að fyrirtækið sé ákaflega alþjóðlegt hafi það séríslenskar áherslur. „Hér fær maður sex vikna sum- arfrí, en ekki tíu daga eins og tíðkast í Bandaríkjunum," benda Hákon og Guðmundur á. „Og svo eru það kaffitímarnir," segir Inga. „Þeir eru alveg séris- lenskt fyrirbæri. Maður er bara rétt byrjaður að vinna þegar kallað er á mann að koma í kaffi.“ -Sól. 2420,87 Skeljungur Tæknival Ásmundur alls staðar Það gekk ekki alls kostar upp að skipa Ásmund Stefánsson sérlegan sáttasemj- ara i sjómannadeil- unni. Þrátt fyrir áralanga reynslu af kjaradeilum tókst honum ekki að draga deiluað- ila að landi. Reynsla Ás- mundar er ótví- ræð því hann gegndi um árabil æðsta embætti verka- lýðshreyfingarinnar sem forseti Alþýðusambands íslands. Það embætti fleytti honum inn í framkvæmdastjórastarf hjá ís- landsbanka og færði honum fin- an jeppa. í seinustu kjaradeUu bankamanna og viðsemjenda dúkkaði gamli forsetinn síðan upp en nú hinum megin borðs í faðmi atvinnurekenda. Nú er hann búinn aö reyna aUt og kom- inn hringinn með þvl að takast á við sáttasemjarahlutverkið ... Trójuhestur féll? Akurnesingurinn Guðjón Ólaf- ur Jónsson, aðstoðarmaður um- hverfisráðherra, var í framboði í próf- kjöri R-listans. Hin gamla heimabyggð hans batt miklar vonir við þennan son sinn að hann myndi reynast henni betri en enginn i borgar- stjórn Reykjavíkur. Starfsfólk Landmælinga, sem ekki hefur vUjað flytja úr borg- inni upp á Akranes, andar nú stórum léttar eftir að ljóst er að Guöjón Ólafur verður ekki í næstu borgarstjórn Reykjavíkur. Það leit á manninn sem tróju- hest, hann hefði átt, að umhverf- isráðherra ólöstuðum, stærstan þátt í þvi að fara með vinnustað þeirra úr borginni og raska mjög högum á þriöja tug Reykvíkinga, svo ekki sé minnst á margfeldis- áhrif af starfsemi Landmælinga á hag hundraða annarra Reyk- vlkinga. Slikur maður væri ekki líklegur tU að láta hér viö sitja heldur halda áfram að moka at- vinnunni út úr borginni... laooir aagar a tauonyju Metsölubók Daviðs Oddsson- ar, Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar, sló í gegn svo um munaði. Til er sá maður sem átt hefur góða daga bæði með og án Guðnýjar en sá er Jón Pét- ursson „ísbjarn- arbani" frá Bol- ungarvík. Hann hefur nefnUega starf- að sem skipstjóri hátt í ald- aríjórðung á skipi sínu, Guðnýju ÍS. Væntanlega á hann íslands- met í samfeUdri skipstjórn á sama skipi. Samkvæmt útreikn- ingum blaðsins Vestra á ísafirði hefur Jón verið á skipi sínu i 8500 daga. Þrátt fyrir góða daga á Guðnýju hafa einhverjir dagar faUið tU í landi sem geta þá væntanlega flokkast undir nokkra góða daga án Guðnýjar... Ríólistinn Eftir glæstan sigur Helga Pét- urssonar í prófkjöri R-Ustans hafa menn reynt að rýna i ástæður þess að nýir menn komu svo sterkir inn sem raun ber vitni. í tUviki Helga P. þykir ljóst að gömlu félagar hans í Ríó, þeir Ólafur'' | Þórðarson og Ágúst Atlason, hafi átt stóran hlut í sigri hins miðaldra poppara og þjóðlaga- söngvara. Þannig sást tU Ólafs þar sem hann dreifði fluguritum i Kolaportinu þar sem ágæti Helga Pé. var rækUega undir- strikað. Reyndar sögðu iUar tungur að fólk hefði verið hvatt Ul að kjósa þó það væri með svarblátt íhaldsgen. Nú segja menn að R-listinn standi a.m.k. aö hluta fyrir Ríó-listann ... Umsjón: Reynir Traustason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.