Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Madeleine Albright hafði erindi sem erflði:
Arabar ekki á móti
hernaði gegn írak
Madeleine Albright, utanríkisráö-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
leiðtogar arabaríkja væru reiðubún-
ir að fallast á hernaðaraðgerðir
Bandaríkjanna gegn írak ef ekki
tekst að leysa deiluna um vopnaeft-
irlit SÞ við samningaborðið.
„Það sem ég mun segja forsetan-
um er að þótt þeir (leiðtogar
arabaríkja) kjósi frekar samninga-
leiðina hvatti ekki einn einasti
þeirra mig til að segja forsetanum
að beita ekki valdi,“ sagði Albright
við fréttamenn um borð í flugvél
sinni á leið vestur um haf. Ráðherr-
ann fór í skyndiheimsókn til Mið-
Austurlanda til að afla stuðnings
við stefnu bandarískra stjórnvalda.
Hún valdi orö sín af mikilli kost-
gæfni, tvöfalda neitun, þar sem
henni tókst ekki á fjórum dögum að
fá leiðtogana til að lýsa beinlínis yf-
ir stuðningi við hernaðaraðgerðir
gegn írak. Kúveitar voru eina und-
antekningin, enda réðst íraski her-
inn inn í Kúveit árið 1990.
Albright sagði að leiðtogarnir
hefðu einnig verið sammála um að
írakar yrðu að fara að kröfum Ör-
yggisráðs SÞ og að stjórnvöld í
Bagdad bæru ábyrgðina á þeim „al-
varlegu afleiðingum" sem hemaðar-
aðgerðir hefðu í för með sér.
Búist er við að Albright hitti
Clinton að máli fljótlega eftir að
hún kemur til Washington og skýri
honum frá niðurstöðum viðræðna
sinna. Hún mun svo hitta leiðtoga
Tareq Aziz vill finna friðsamlega
lausn á íraksdeilunni hið fyrsta.
þingsins síðar í dag.
Bandarískir þingmenn lýstu því
yfír í gær að þeir mundu láta alla
hreppapólitík lönd og leið og styöja
Clinton forseta.
Jacques Chirac Frakklandsforseti
og Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, ræddu íraksdeiluna lengi
í gær. Að sögn talsmanns Chiracs
era báöir leiðtogarnir fylgjandi frið-
samlegri lausn deilunnar. Þeir
hvöttu írösk stjórnvöld til að fara að
ályktunum Öryggisráðsins.
Framkvæmdastjóri SÞ, Kofl Ann-
an, ræddi við Tareq Aziz, aðstoðar-
forsætisráðherra íraks, í gær og
urðu þeir sammála um að leggja
enn meira kapp á að finna friðsam-
lega lausn. Reuter
Börnin músétin
i frostinu
DV, Ósló:
Fyrst hélt móðirin aö dóttirin, 18
mánaða gömul, hefði klórað sig
sjálf en þegar hún sá fjölda
bitsára á andliti hennar fór hún
að skoða betur. í ljós kom að mús
haföi byrjað að naga bamið þar
sem það lá í vagni sínum og svaf
úti. Músin var enn í vagninum
þegar móðirin kom að og hefði
getað sært baraið til ólífis.
Atburður þessi varð á Hamri í
Noregi fyrr í vikunni. Við lækn-
isskoðun fundust 15 bitsár eftir
músina á andliti stúlkunnar sem
þrátt fyrir það er við góða heilsu.
Miklir kuldar hafa verið i inn-
sveitum i Noregi síðustu daga,
víða 20 til 30 stiga frost og 42 stig
þar sem kaldast er á Finnmörku.
GK
Fyrsta
alnæmissmitiö
rakið
Vísindamenn í New York
greindu frá því í gær að þeir
heföu rakið fyrsta alnæmissmitið
til manns sem bjó í Belgísku-
Kongó 1959. Þar með eru vísinda-
mennirair búnir að sýna fram á
að alnæmisveiran hefur skotið
upp kollinum um 10 til 20 árum
fyrr en áður var taliö.
Hinn smitaði var bantúnegri sem
bjó í Leopoldville. Blóð úr mann-
inum, sem var geymt í blóð-
banka, myndaði alnæmisveiru er
líktist forvera nokkurra undir-
gerða þeirrar alnæmisveiru sem
nú finnst. Ekki er vitað um örlög
hins smitaða bantúnegra né
hvort hann varð veikur.
Kínverjar
stöðva ferð
loftbelgsins
Tilraun þriggja Evrópumanna,
sem lögöu í hnattferð í loftbelg
frá Sviss fyrir viku, virðist hafa
veriö eyöilögð af Kínverjum. Yf-
irvöld í Peking neituöu þremenn-
ingunum um að fljúga yfir Kína.
Þar með þurfa þeir að taka á sig
stóran krók og komast þvi ekki
umhverfis jörðina án þess að
lenda á leiðinni. Þremenningarn-
ir halda þó enn í vonina um að
kínversk yfirvöld skipti um skoð-
un. Kínverjar segja að
loftbelgurinn geti truflað
venjulega flugmnferð sem er
mikil nú þegar nýju ári er fagnað
í Kína.
Fárviðri gekk yfir Kaliforníu í gær. Ár flæddu yfir bakka sína og mörg hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín.
Talið er að veðurfyrirbærið El Nino eigi sök á þessu. Meðal þeirra sem fóru að heiman var Maggie Edmunds í Guer-
neville. Hér sést hvar hún hleður eigum sínum á skúffubílinn sinn. Símamynd Reuter
Flugvél flaug á buröarvíra:
20 létust þegar
kláfferja hrapaði
Italir eru slegnir óhug vegna ör-
laga tuttugu skíðamanna sem létu
lífið er kláfferja hrapaði i gær 200
metra til jarðar við fjallið Cermis
nálægt skíðastaðnum Cavalese á
Norður-Ítalíu sem er norður af borg-
inni Trento. Kláfferjan hrapaði eftir
að bandarísk herflugvél í æfinga-
flugi flaug á burðarvíra ferjunnar.
Að sögn forsætisráðherra Ítalíu,
Romanos Prodis, flaug vélin augljós-
lega of lágt. Nokkrir stjórnmála-
menn hafa þegar hvatt til að gripið
verði til aðgerða. „Það hafa margir
greint frá því að flugmenn herflug-
véla skemmti sér við að fljúga und-
ir burðarvírana. Þetta er ekki ásætt-
anlegt,“ sagði Carlo Andreotti, for-
seti Trento-héraðsins í gær. Flug-
mann vélarinnar, sem flaug á burð-
arvírana í gær, sakaði ekki þótt vél
Björgunarmenn við flak kláfferjunn-
ar. Símamynd Reuter.
hans heföi skemmst lítillega og gat
hann haldið flugi sínu áfram til
flugvallar i Aviano. Flugvélin til-
heyrir gæsluliði Atlantshafsbanda-
lagsins í Bosníu.
Flestir þeirra sem fórust voru
Þjóðverjar. Meöal hinna látnu voru
einnig Pólverjar, Ungverjar og ítal-
ir. Pólverji, sem missti úr skíðadag
í gær vegna meiðsla á fæti, missti
konu og 14 ára son í slysinu.
Önnur kláfferja hékk á bláþræði
eftir að flugvélin skar burðarvírana.
Björgunarmönnum tókst hins vegar
að koma þeim sem um borð voru
heilum á húfi til jarðar.
Þetta er í annað sinn sem fjöldi
skíðamanna lætur lífið í
kláðerjuslysi við Cavalese. Árið
1976 biðu 42 bana er burðarvírar
slitnuðu.
Fallist á afsögn
Þingið i Armeníu féllst í morg-
un á afsögn Leons Ter-Petrosjans
forseta með yfirgnæfandi meiri-
hluta. Ástæða afsagnarinnar er
harðnandi deila um Nagornó-
Karabakh héraðið umdeilda.
Hillary á skíðum
Hillary Rodham Clinton, for-
setafrú í Bandaríkjunum, lét all-
ar áhyggjur af
hneykslismál-
um í Was-
hington lönd og
leið þegar hún
brá sér á skíði í
svissnesku Ölp-
unum. Hún var
að vanda vel
klædd, í bláum skiðasamfestingi,
með sólgleraugu og hatt.
Peningamaður tekinn
Yah Lin „Charlie" Trie, íjáröfl-
unarmaður demókrataflokksins
bandaríska, sneri til Bandaríkj-
anna í gær og gaf sig fram við yf-
irvöld. Hann hefúr verið ákærð-
ur fyrir fjáröflunarsukk í kosn-
ingabaráttu.
Gegn glæpagengjum
Breska lögreglan hefur sett á
laggiraar sérstaka sveit til að
beijast gegn skipulagðri glæpa-
starfsemi gengja frá ríkjum Vest-
ur-Afríku, aðallega Nígeriu.
Paradísarmissir
Þýskaland verður ekki lengi
enn paradís reykingamanna ef
frumvarp um reykingavamir
verður að lögum. Takmarkanir á
reykingum á almannafæri verða
þá einhverjar hinar mestu i allri
Evrópu.
Castro með Clinton
Fidel Castro Kúbuleiðtogi lýsti
óvænt yfir stuðningi sínum við
Bill Clinton Bandaríkjaforseta í
gær og sagðist vona að hann
mundi sigrast á „persónulegu erf-
iðleikunum" sem gerðu honum
lífið leitt um þessar mundir.
Castro fór þó ekkert nánar út í
kynlífshneykslið sem hefur skek-
ið Washington að undanfömu.
Ráðherra mótmælt
Rúmlega fjögur þúsund kenn-
arar og nemendur gengu um Lat-
ínuhverfið í París til að mótmæla
áformum menntamálaráðherrans
og ríkisstjórnarinnar um umbæt-
ur á menntakerfinu.
Verkfall í Finnlandi
3.300 bílstjórar almennings-
samgangna í Finnlandi hafa
verið í verkfalli síðan á mánu-
dag. 10 klukkustunda samninga-
viðræður í gær báru ekki árang-
Nýir gyðingabústaðir
ísraelska innanríkisráðuneytið
hefur samþykkt smíði 132 nýrra
bústaða fyrir gyðinga í hverfi
araba í austurhluta Jerúsalem.
ísraelska útvarpið greindi frá
þessu í morgun.
Gripin við ástarleik
Kennslukonan og Qögurra
barna móðirin Mary Kay LeTho-
urneau, sem
dæmd var fyr-
ir nauðgun
fyrir að hafa
staðið í ástar-
sambandi við
13 ára nem-
anda sinn, var
gripin á ný
með sama
pilti. Kennslukonunni var sleppt
úr fangelsi fyrir mánuöi. ígær-
morgun kom lögreglan að
Mary Kay og piltinum, sem er
orðinn 15 ára, í bíl.
Mary, sem eignaðist dóttur með
piltinum, haföi lofað að hafa ekki
samband við hann á ný.
Viðræður um miðlínur
Lögmaður Færeyja, Edmund
Joensen, vill að hafnar verði
viðræður við Englendinga um
miðlínu til að hægt verði að leysa
olíustríðið.