Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Qupperneq 26
26
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998
Fólk í fréttum____________
Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar, fram-
kvæmdastjóri Blindrafé-
lagsins, Hólavallagötu 9,
Reykjavík, er sigurvegari
prófkjörs Reykjavíkurlist-
ans um síðustu helgi en
hann hlaut flest atkvæði
og mun skipa fyrsta sæti
listans í vor.
Starfsferill
Helgi fæddist i Reykja-
vík 9.6. 1967 og ólst þar
upp, að frátöldum þremur bernsku-
árum sem hann dvaldi með foreldr-
um sínum á Vestfjörðum og í Kaup-
mannahöfh. Hann gekk i ísaks-
skóla, Æfmgadeild KHÍ, lauk stúd-
entsprófi frá MH og stundaði heim-
spekinám við HÍ í tvö ár.
Á æskuárunum var Helgi í Baflet-
skóla Þjóðleikhússins og tók þátt í
ýmsum leiksýningum. Hann söng
hlutverk Emils í Kattholti á vin-
sælli hljómplötu, útg. 1977.
Helgi var blaðburðardrengur og
þingsveinn, vann m.a. í fiski á Hell-
issandi, Þingeyri og í Klakksvík á
unglingsárunum, var síðan lausráð-
inn blaðamaður á Þjóðviljanum og
sinnti jafhframt dagskrárgerð fyrir
sjónvarp. Stuttu síðar stofnaði
hann bóksölufyrirtæki og stóð þá
m.a. að dreifmgu íslendingasagna
og Sturlungu. Helgi varð fram-
kvæmdastjóri Blindrafé-
lagsins 1994 og hefur
gegnt því starfi síðan.
Helgi var kjörinn for-
maður Blindrafélagsins
1997, er fulltrúi íslands í
Samstarfsnefnd norrænu
blindrasamtakanna, var
formaður Verðandi,
landssamtaka ungs Al-
þýðubandalagsfólks, rit-
stýrði Opinni bók
Grósku og skipaði 4. sæti
G-lista í Reykjaneskjör-
dæmi í Alþingiskosningunum 1995,
átti drjúgan þátt í stofnun Reykja-
víkurlistans og átti sæti á honum í
síöustu borgarstjómarkosningum,
er varaborgarfulltrúi og í stjóm
Veitustofnana, og situr í stjómum
ýmissa félagasamtaka, stofnana og
fyrirtækja.
Fjölskylda
Kona Helga er Þórhildur Elínar-
dóttir, f. 14. 4. 1967, myndlistarmað-
ur. Foreldrar hennar: Elín Skeggja-
dóttir ritari, og Þorvaldur Axelsson
skipherra sem lést 1997.
Dóttir Helga og Þórhildar er Hild-
ur Hjörvar, f. 15.10.1991.
Systkini Helga era Hákon, f. 1976,
iðnnemi í Osló; Rósa María, f. 1980,
menntaskólanemi.
Foreldrar Helga era hjónin Úlf-
ur Hjörvar, f. 22.4. 1935, rithöfund-
ur, og Helga Hjörvar, framkvæmda-
stjóri Norrænu leik- og dansnefhd-
arinnar í Kaupmannahöfn.
Ætt
Úlfur er sonur Helga Hjörvar, rit-
höfundar og útvarpsfrömuðar, hálf-
bróður samfeðra, Gunnars Úrsusar
aflraunamanns, Lárusar glímu-
kóngs, Péturs Hoffmann og Haralds,
föður Auðar rithöfundar. Helgi var
sonur Salómons, b. í Drápuhlið í
Helgafellssveit, Sigurðssonar, b. i
Miklholti, Homa-Salómonssonar, b.
í Hólakoti, Bjamasonar, langafa
Kristjönu, móður Ingibjargar Þor-
bergs. Móðir Helga Hjörvar var
Guðrún Sigurðardóttir, b. á Grís-
hóli í Helgafellssveit, Þórðarsonar.
Móðir Úlfs var Rósa, systir Krist-
jóns, afa Helga Péturssonar R-lista-
frambjóðanda. Rósa var dóttir Daða,
b. á Litla-Vatnshomi í Dölum, Daða-
sonar, b. á Bólstað í Dölum, Magn-
ússonar. Móðir Daða yngri var Sig-
ríður Erlendsdóttir, b. á Fremra-
Skógskoti, Þórðarsonar. Móðir Rósu
var Guðbjörg Sigríður, systir Jens,
vaktara í Stöðlakoti, afa Brynjólfs
Jóhannessonar leikara. Guðbjörg
var dóttir Jóhannesar steinsmiðs í
Kasthúsum í Reykjavík, Magnús-
sonar, og Ingibjargar Jensdóttur,
frá Eyrarbakka, Ólafssonar. Móðir
Ingibjargar i Kasthúsum var Gróa
Gunnarsdóttir, hreppstjóra í Ein-
arshöfn á Eyrarbakka, Jónssonar,
bróður Jóns yngra Gamalíelssonar,
en af afkomendum hans má nefna
Gísla, foður Ingibjargar Sólrúnar,
borgarstjóra.
Stjúpfaðir Helgu var Stefán Dl-
ugason Hjcdtalín, úr Grandarfirði.
Helga er dóttir Helga, kaupfélags-
stjóra á Eyrarbakka, bróður Sigríð-
ar, foður Guðjóns Friðrikssonar,
sagnfræðings og höfundar Sögu
Reykjavíkur. Helgi var sonur Vig-
fúsar, b. á Gamla-Hrauni á Eyrar-
bakka, Helgasonar. Móðir Vigfúsar
var Guðrún Ámadóttir, systir Ólafs,
afa Ingvars Vilhjálmssonar útgerð-
armanns. Systir Guðrúnar var Guð-
björg, langamma Rúnars Guðjóns-
sonar, sýslumanns Reykjavíkur.
Móðir Helga kaupfélagsstjóra var
Sesselja Helgadóttir, formanns í
Nýjabæ, Jónssonar og Guðríðar
Guðmundsdóttur af Kaldaðar-
nesætt, systur Jóns, fööur Guðna
prófessors. Móðir Guðríðar var
Þóra Símonardóttir af Bergsætt,
systir Elínar, ömmu Ragnars í
Smára.
Móðir Helgu var Marsibil Bem-
harösdóttir frá Kirkjubóli í Val-
þjófsdal. Móðir hennar var Jám-
gerður Eyjólfsdóttir, systir „Bræðr-
anna Eyjólfsson”, í Flateyri.
Helgi Hjörvar.
Afmæli
Reynald Þ. Jónsson
Reynald Þ. Jónsson framkvæmda-
stjóri, Lækjarási 6, Garðabæ, varð
sextugur í gær.
Starfsferill
Reynald fæddist á Dalvík og ólst
þar upp og i Svarfaðardalnum.
Hann lærði húsasmíði hjá fóður sín-
um og lauk sveinsprófi í þeirri
grein 1960, lauk BS-prófi í bygginga-
tæknifræði frá Odense Teknikum í
Danmörku 1965 og öðlaðist meist-
araréttindi í húsasmíði 1968.
Reynald vann við húsasmíðar á
Dalvflc hjá fóður sínum 1954-61,
starfaöi á verkfræðistofu C.A. Zeut-
hen í Odense við eftirlit á ýmsum
verkfræðilegum framkvæmdum á
Fjóni 1965-66, var bæjartæknifræð-
ingur og byggingarfulltrúi á Húsa-
vík 1966-71 og sinnti jafhframt
stundakennslu við Iðnskólann þar,
vann hjá Landsvirkjun við undir-
búning og eftirlitsstörf við Sigöldu-
virkjun og Hrauneyjarfossvirkjun
1971-79, var byggingarstjóri hjá
Vatnsvirki hf. vegna flóðgátta
Hrauneyjarfossvirkjunar 1979, starf-
rækti eigin teiknistofu og tækniráð-
gjöf 1980-81, stofnaði einkafyrirtæk-
ið SAMNOR 1982 sem sérhæfir sig í
innflutningi á byggingarefiium, ss.
Alno eldhúsinnréttinginn og hús-
einingmn frá Noregi og ýmsu fleira
en hefur svo jafnframt sinnt ráð-
gjafastörfum af ýsmu tagi, td. fyrir
flugfélagið Atlanta og ýmsum verk-
takastörfum.
Fjölskylda
Reynald kvæntist 5.4. 1959 Sess-
elju Guðmundsdóttur, f. 8.8.1940, d.
9.1. 1987, húsmóður. Hún var dóttir
Guðmundar Hróbjartssonar, skó-
smiðs í Landlyst í Vestmannaeyj-
um, og Þórhildar Guðnadóttur hús-
móður.
Sambýliskona Reynalds frá 1987
er Katrín Ámadóttir, f. 30.5. 1942,
fiðluleikari og kennari. Hún er dótt-
ir Árna Bjömssonar, tónskálds í
Reykjavík, og Helgu Þorsteinsdóttur
húsmóður.
Böm Reynalds og Sesselju era
Sigríður Ósk, f. 3.6. 1959,
leikskólakennari en mað-
ur hennar er Hinrik Hjör-
leifsson verslunarstjóri
og era böm þeirra Reyn-
ald, f. 16.6. 1985, og Silja,
f. 17.11. 1989; Sigurður, f.
16.3. 1966, verslunarstjóri
en sambýliskona hans er
Hafdís Björgvinsdóttir
skrifstofumaður og era
böm þeirra Birgitta, f.
12.9. 1992 og Kristófer, f.
25.2. 1997; Guðmundur
Þór, f. 14.11. 1968, eðlis-
fræðingur og kennari við Fjölbraut-
arskólann í Garðabæ.
Sonvu- Katrínar og stjúpsonur
Reynalds er Ámi Jón Eggertsson, f.
11.5. 1970, hagfræðingur, kvæntur
Huldu Ólafsdóttur hagfræðingi og er
sonur þeirra Ólafur Þorri, f. 1.5.1996.
Ætt
Systkini Reynalds era Ósk Jóns-
dóttir, f. 3.2.1936, verslunarmaður á
Dalvík, gift Þóri Pálssyni; Sigurður
Jónssson, f. 15.9. 1941,
slökkviliðsstjóri á Dal-
vík, kvæntur Öldu G.
Kristjánsdóttur; María
Jónsdóttir, f. 27.8. 1943,
framkvæmdastjóri Olis á
Dalvík, gift Guðmundi
Jónssyni; Sigríðm- Jóns-
dóttir, f. 9.8. 1947, hjúkr-
unarfræðingur á Akur-
eyri, gift Skarphéðni
Magnússyni; Filippía
Jónsdóttir, f. 4.11. 1950,
gift Stefáni Jónssyni,
bændur að Hofi í Svarfað-
ardal; Kristín Jóna Jónsdóttir, f.
22.9.1952, hönnuður á Akureyri, gift
Lárasi Gunnlaugssyni.
Foreldrar Reynalds vora Jón Sig-
urðsson, f. 16.12. 1897, d. 16.11. 1980,
byggingameistari á Dalvík, og k.h.,
Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 26.5.
1910, d. 10.9. 1995, húsmóðir.
Reynald og Katrín taka á móti
vinum og vandamönnum í Stjömu-
heimilinu í Garðabæ, föstudaginn
6.2. milli kl. 17.00 og 19.00.
Reynald Þ. Jónsson.
Sigurður Bragi Guðmundsson
Sigurður Bragi Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri Sigur-
plasts og dósagerðarinn-
ar, Hlégerði 33, Kópa-
vogi, varð fertugur í
gær.
Starfsferill
Sigurður fæddist á
ísafirði en ólst upp í
Reykjavík og á Neskaup-
stað. Hann lauk prófi
sem fisktæknir frá Fisk-
vinnsluskólanum og er
iðnaðar- og
kerfisfræðingur frá Ohio University
í Bandaríkjunum með hagfræði sem
aukagrein.
Samhliða námi við Fiskvinnslu-
skólann var Sigurður frystihús-
stjóri í fiskvinnslufyrirtækjum á ár-
unum 1976-83. Hann hóf störf hjá
Plastprenti hf. að námi loknu, var
framleiðslustjóri þar
1984-88 og hefur verið
framkvæmdastjóri Sig-
urplasts hf. frá 1988.
Sigurður sinnti stjómar-
störfúm hjá SVR 1993-94,
situr í stjóm Þorgeirs og
Ellerts hf. frá 1995 og í
stjóm Alpan frá 1996.
Hann er meölimur í
Round Table frá 1994.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 1980
Hönnu Ragnheiði Björns-
dóttur. Þau skildu 1985.
Kona Sigurðar er Sólveig Hjalta-
dóttir, f. 18.3. 1962, viðskiptafræð-
ingur hjá Skeljungi og stundakenn-
ari við Viðskipta- og tölvuskólann.
Þau hófu sambúð 1993. Foreldrar
hennar: Hjalti Á. Ágústsson, d. 1993,
bifreiðastjóri í Reykjavík, og k.h.,
Guöfinna Jensdóttir húsmóðir.
Sonur Sigurðar og Sólveigar er
Birkir Karl, f. 19.1. 1996.
Stjúpdóttir Sigurðar er íris, f.
7.10. 1985.
Systkini Sigurðar era Gunnar
Karl, f. 1959, hagfræðingur og for-
stöðumaður innkaupa- og áhættu-
stýringar Skeljungs, búsettur i
Kópavogi; Ásgeir Heimir, f. 1962,
viðskiptafræðingur og deildarstjóri
hjá Rikisskattstjóra; Hanna Guð-
laug, f. 1969, sagnfræðingur, búsett í
Frakklandi; Bryndís, f. 1972, há-
skólanemi, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Sigurðar era Guðmund-
ur Agnar Ásgeirsson, er starfrækir
Viðskiptaþjónustu Guðmundar Ás-
geirssonar á Neskaupstað, og Jó-
hanna Dahlmann bankaritari.
Ætt
Meðal systkina Guðmundar má
nefha Svein hagfræðing og Braga
myndlistarmann. Guðmundur er
sonur Ásgeirs, skrifstofústjóra í
Reykjavík Ásgeirssonar, óðalsb. á
Fróðá, Þórðarsonar, alþm. á Rauð-
kollustöðum, Þórðarsonar. Móðir
Þórðar alþm. var Kristín Þorleifs-
dóttir, systir Þorleifs í Bjamarhöfn.
Móðir Ásgeirs skrifstofústjóra var
Ólína Bergljót Guðmundsdóttir.
Móðir Guðmundar var Karólína
Sveinbjörg Sveinsdóttir, smiðs í
Reykjavík, Ólafssonar, og Sigríðar
Rögnvaldsdóttur.
Jóhanna Dahlmann er dóttir Sig-
uröar Dahhnann, póst- og símstöðv-
arstjóra á ísafirði, og k.h., Guðlaug-
ar Dalmann Jónsdóttur, söðlasmiðs
á Tannstaðabakka, bróður Guðrún-
ar, móður Skúla Guðmundssonar
ráðherra.
Sigurður Bragi og Sólveig taka á
móti ættingjum og vinum í Hlégarði
í Mosfellsbæ, fostud. 6.2. kl. 20.30.
Sigurður Bragi
Guömundsson.
Til hamingju
með afmælið
4. febrúar
80 ára
Óskar Gíslason,
fyrrv. bóndi að
Húnakoti I,
Djúpárhreppi,
nú til heimilis
að Grænumörk 5,
Selfossi.
Sigríður Valdimarsdóttir,
Böðvarsgarði, Hálshreppi.
75 ára
Rögnvaldur Ólafsson,
Kleppsvegi 144, Reykjavík.
Jónina Friðbjörg
Tómasdóttir,
Dalbraut 25, Reykjavík.
Július Helgi Helgason,
Sogavegi 172, ReyKjavik.
Ólöf Metúsalemsdóttir,
Sundabúð 2, Vopnafirði.
70 ára
Hallfríður S.
Ásmundsdóttir,
Teigaseli 5, Reykjavík.
60 ára
Jón Alfreðsson,
Langagerði 12, ReyKjavík.
Ema María Jóhannsdóttir,
Löngubrekku 28, Kópavogi.
Jóhanna Einarsdóttir,
Kjarrhólma 2, Kópavogi.
Bragi Vilhjálmsson,
Háaskála, Hofshreppi.
Emma Stefánsdóttir,
Skíðabraut, Dalvík.
50 ára
Bryndís Gunnarsdóttir,
Skipasundi 26, Reykjavík.
Einar B. Kristjánsson,
Eskihlíð 16a, Reykjavík.
Unnur Guðjónsdóttir,
Sogavegi 105, Reykjavík.
Ævar Friðriksson,
Unufelli 17, Reykjavík.
Guðrún Þorbjömsdóttir,
Mosarima 12, Reykjavík.
Ólafla Hlugadóttir,
Suðurgötu 50, Hafnarfirði.
Danuta Godlewska,
Strandgötu 14, Sandgerði.
Sigrún Sigurðardóttir,
Vogabraut 12, Akranesi.
40 ára
Finna Bima Steinsson,
Snekkjuvogi 3, Reykjavík.
Sigurlaug Hilmarsdóttir,
Réttarseli 16, Reykjavík.
Gunnar Þorsteinsson,
Vallarási 3, Reykjavík.
Guðfinna Aðalheiður
Karlsdóttir,
Marbakka, Seltjamamesi.
Valgerður Erlingsdóttir,
Efstakoti 8, Bessastaðahreppi.
Friðfinnur Skaftason,
Gænási 3a, Njarðvík.
Ingibjörg J.
Benediktsdóttir,
Laugarvegi 13, Siglufirði.
Sigurlína örlygsdóttir,
Syðra-Felli, Eyjafjarðarsveit.
Þorkell Bjömsson,
Lyngholti 13, Akureyri.