Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 Fréttir Ibúar I Álfholti langþreyttir: Hrynur utan af húsinu vegna leka íbúar í Álfholti 2c í Hafnarfirði eru orðnir langþreyttir í baráttu sinni við byggingarfyrirtækið Fjarðarmót vegna mikilla raka- skemmda inni í íbúðum og í sam- eign. Kolbrún Jóhannsdóttir, einn íbúanna, sagði galla hússins hafa komið í ljós skömmu eftir að íbúð- imar voru afhentar eigendunum í desember 1991. Að sögn Kolbrúnar var fyrstu kvörtunum um byggingargalla kom- ið á framfæri við verktakafyrirtæk- ið strax árið eftir en lítið sem ekk- ert hefur verið gert í málinu síðan. „Húsið stendur héma uppi á há- holtunum og það hreinlega rignir inn í stigagang og íbúðirnar. Það var gert við stigaganginn sumarið eftir að við fluttum en svo virðist sem ekki hafi verið komist fyrir vandann," segir Kolbrún. Kolbrún segir ástandið verst í suöaustanátt og rigningu. Stiga- gangurinn sé illa útleikinn og þá sé hreinlega viðbjóðslegt um að litast í þvottahúsum stærstu íbúðanna vegna rakaskemmda. Þá hafi klæðn- ingin að hluta hrunið utan af hús- unum. Hún segir að einnig hafi verið kvartað við Húsnæðisnefhd Hafnar- flarðar vegna málsins og að tækni- fræðingur frá bænum hafi komið og kannað ástandið í fyrra. Síðan hafi bara ekkert gerst. Nokkrir íbúanna hafi neitað að ganga frá afsali á íbúðum sínum vegna skemmdanna. „Við fórum örugglega að brenna inni á tíma með að fá gert við þetta sem galla af hálfu byggingarfyrir- tækisins," sagði Kolbrún. Jóhann Kristinsson, tæknifræð- ingur hjá Húsnæðisnefnd Hafnar- fjarðar, sagðist kannast við málið þegar DV hafði samband við hann. Hann sagði húsnæðisnefndina vera í viðræðum við Fjarðarmót vegna rakaskemmdanna og að unnið væri að lausn málsins. Hann sagði litlar likur á því að máliö fymtist þar sem íbúar hefðu þegar sent inn kvörtun um lekann árið 1992 og allt slíkt væri skjalfest. -Sól. Kolbrún Jóhannsdóttir, íbúi í Álfholti 2c, segir aflei&ingarnar vegna leka og rakaskemmda verstar í þvottahúsum stærstu íbú&anna og í stigagangi í sameign. DV-mynd E.ÓI. Tónlistarverðlaunin: Síðustu skil í dag er síðasti skiladagur fyrir þá lesendur DV sem vilja taka þátt í vali verðlaunahafa íslensku tónlist- arverðlaunanna. Undanfarnar vikur hafa atkvæðaseðlar birst reglulega í DV, nú síðast í blaði gærdagsins. Þeim, sem enn hafa ekki skilað inn atkvæðaseðlum sínum, er bent á að koma með þá í afgreiðslu DV, Þverholti 11. Seðlunum þarf að skila fyrir klukkan 22 í kvöld. Stöðvarfjörður: Trillur í mokveiði Mjög góð veiði hefur verið hjá trillu- sjómönnum á Stöðvarfirði að undan- fómu, eða þegar gefið hefúr á sjó. Að jafnaði hafa fjórir bátar róið og hefúr verið algengt aö aflinn hafi ver- ið um 5 tonn á bát, á 29-24 bala. Hef- ur hann farið í rúm 7 tonn á 24 bala. Þetta hefúr veriö boltafiskur. Uppi- staðan er stór þorskur og væn ýsa. Ýsan er um tvö kOó aö jafnaði og þorskurinn um þijú kOó eða um 70 sm fiskur. Verst hefúr mönnum þótt aö sjá þennan afla fara burt tO vinnslu. -GH Dagfari Hver lamdi hvern? Það er skammt stórra högga á milli í íþróttunum. Sérstaklega í handbolta og skiptir þá ekki máli hvort í hlut eiga strákar eða stelp- ur. Best er þegar bæði eiga í hlut. Ekki bara inni á vellinum heldur líka innan sem utan vallar. Þannig gerðist það í handboltaleik í Hafn- arfirði á dögunum aö kvennalið FH og Hauka áttust við. Bæði þessi fé- lög era hafnfirsk og ekki beint kærleiksheimOi. Þykir við hæfi að berjast tO síðasta blóðdropa og ef leikmönnunum sjálfum tekst ekki nógu vel upp er gripið tO þess ráös að senda þjálfarana inn á. Stund- um blanda áhorfendur sér í slaginn og þetta munu vera helstu Skemmtikvöldin í Firðinum þar sem menn og konur í handbolta gera sér það tO dundurs og gamans að dangla hvert í annað. Þannig gerðist það í umræddum leik að einn leikmanna annars liðs- ins hratt leikmanni úr hinu liðinu í gólfið og lá sú síðarnefnda óvíg eftir og ófær um að svara fyrir sig. Greip þá þjálfarinn (sem er karl) tO þess ráðs að hrinda þeim leik- manninum sem var upphafsaðOi málsins til að hefna fyrir þann leikmanninn sem lá óvígur í gólf- inu. Leikmaðurinn sem fékk hrind- inguna gaf þá þjálfaranum kjafts- högg og varð af þessu mikOl hama- gangur, líf og fjör og æsispennandi lokamínútur, eins og þeir segja I lýsingunum þegar spennan í hand- boltaleikjunum nær hámarki. Nú hefur þessi sena fengið fram- hald í fjölmiðlum meö skeleggum yfirlýsingum allra málsaðOa og er sýnt að þessum slag er hvergi lok- ið og eykur mjög spennuna og leik- gleðina í íþróttinni, enda er það tO- gangur íþróttanna. Um tíma var talið að sættir gætu náðst með því að segja sem minnst og mun raun- ar hafa verið gert samkomulag um þau málalok. En svo varð einhverj- um málsaðOa það á að biðjast af- sökunar og þá var fjandinn laus á nýjan leik og hafa nú borist að minnsta kosti fjórar eða fimm lýs- ingar á atburðum leiksins þar sem misvísandi frásagnir era af því hver lamdi hvern og hvenær. Þess- ar vettvangslýsingar eru tíundaðar tO að segja frá því hvað hafi gerst tO að fá úr því skorið hver eigi að biðjast afsökunar gagnvart hverj- um. Og af því að þjálfarinn hefur ekki beðist afsökunar biðst leik- maðurinn ekki afsökunar og auk þess eru að blanda sér inn í þessa deOu óviðkomandi aðOar sem ekki áttu þátt í slagsmálunum og eru að heimta afsökunarbeiðnir frá þeim sem voru lamdir fyrir að hafa látið lemja sig vegna þess að þeir byrj- uðu. Og þeir sem byrjuðu segja að þeir þurfi ekki að biðjast afsökun- ar á neinu vegna þess að sá sem var laminn hafi haldið áfram að sparka og lemja án þess að sá sem þannig svaraði fyrir sig hafi átt skOiö að vera barinn en hafi hins vegar átt fulla rétt á því að lemja á móti. Öll þessi viðbrögð eru skOjanleg og íþróttamannsleg og varpa Ijósi á það drenglyndi í íþróttum að sá einn ber sök sem verður fyrir árás án þess að biðjast afsökunar á því að hafa lamið á móti. Hinn er sak- laus sem lemur ef í hann er spark- að á móti og þarf þá ekki að biðjast afsökunar nema beðist sé afsökun- ar á móti. Meginreglan er að það megi hrinda og sparka og gefa kjaftshögg, svo framarlega að sá biðjist afsökunar sem verður fyrir höggunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.