Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 33
53 T~>V MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 Bergur Þór Ingólfsson og Batdur Trausti Hreinsson í hlutverkum Orms og Ranúrs. Á milli þeirra er Magnús Óiafsson. Þjóðleikhúsið: Meiri gaura- gangur í kvöld verður Meiri gaura- gangur eftir Ólaf Hauk Símonar- son sýndur á stóra sviði Þjóðleik- hússins. Verkið er ffamhald hins vinsæla leikrits, Gauragangs. Gauragangur fjallaði um félagana Orm og Ranúr, uppgötvanir þeirra í ástamálum og tilraunir. Meiri gauragangur er sjálfstætt framhald. í samræmi við hiö fom- kveðna að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi knýja þeir Ormur og Ranúr dyra í Danmörku og halda á vit nýrra ævintýra í stór- borginni Kaupmannahöfn. Þar lenda þeir í margvíslegum háska og á vegi þeirra verður skrautlegt lið og óteljandi pylsur. Þeir kom- ast fljótt á snoðir um að sitthvað er rotiö í Danaveldi. Leikhús Með hlutverk þeirra félaga fara Bergur Þór Ingólfsson og Baldur Trausti Hreinsson. Fjöldi annarra leikara kemur einnig fram I sýn- ingunni. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Föstumessa í kvöld verður föstumessa í Ás- kirkju kl. 20.30 og síðan hvert mið- vikudagskvöld föstunnar. í fóstumessun- um eru Passíu- sálmar Hall- gríms Péturs- sonar sungnir, píslarsaga guð- spjallanna les- in, skýrð og hugleidd af sóknar- presti og loks er sameinast í bæn. Norsk nýhreinsunarstefna Helge Sandoy, prófessor í nor- rænum málum, flytur fyrirlestur í dag kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyr- irlesturinn, sem er öllum opinn, nefnist Norsk nýhreinsunarstefiia og er fluttur á norsku. Samkomur Málstofa um mannréttindi Mannréttindaskrifstofa íslands boðar til málstofu um mannréttindi í kvöld kl. 20.30 aö Hverfisgötu 21, húsi bókagerðarmanna. Fjallað verður um tillögu um viðauka við Kvennasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Frum- mælendur eru Sigríður Lillý Bald- ursdóttir, Ragnar Aðalsteinsson og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. Fyrirlestur um myndlist Rebekka Rún Samper myndlistar- maður heldur fyrirlestur um eigin myndlist í Barmahlíð, Skipholti 1, í dag kl. 12.30. Sjálfsbjörg Félagsvist verður spiluð aö Há-' túni 12 kl. 19.30. í kvöld. Orgelleikur og lestur Passíusálma Hvem virkan dag eru lesnir Pass- íusálmarnir og kafli úr píslarsög- unni kl. 12 í Hallgrímskirkju. Orgel- leikur er á undan og eftir lestrinum. Öskudagurinn: Úti um allt land eru skemmtanir á öskudag- inn sem er í dag. Krakk- ar klæðast í skrautlega búninga og mála sig stríðsmálningu, fara á flakk, biðja um sælgæti og slá köttinn úr tunn- unni, svo eitthvað sé nefnt. í Hafnarfirði er það Æskulýðsráð og fleiri aðilar sem verða með Öskudagsball í íþróttahúsinu Kapla- krika í dag frá kl. 13 til 15 og hefst skemmtunin á því að kötturinn verður Skemmtanir Mynd þessi var tekin fyrir tvelmur árum í Húsdýragaröinum þegar veriö var aö sló kött- inn úrtunnunni. sleginn úr tunnunni. Hljómsveitin Gleðigjaf- amir ásamt André Bac- hmann og Helgu Möller halda uppi íjörinu. í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi í Breiðholti verður mikið um að vera. Húsið mun fyll- ast af alls konar undarlegum verum af öllum stærðum og gerðum sem sleppa fram af sér beislinu í villtum dansi og andlitsmálningu og svo mætti lengi telja. Húsiö verður opn- að kl. 13.30 en dagskráin hefst kl. 14. í Reykjanesbæ verður öskudags- ins minnst með ýmsum hætti og stendur hátíðin yfir frá kl. 14-16. Dagskráin hefst með hefðbundnu sniöi með því að kötturinn verður sleginn úr tunnunni. Síðan taka við ýmiss konar skemmtiatriði. Hér hefur aðeins verið stiklaö á stóm. Mikið er um að vera á fleiri stöðum á landinu. Veðrið í dag Snjókoma og kólnandi veður Á Grænlandshafi er 982 mb lægö sem þokast austur en yfir landinu suðaustanverðu er skarpt lægðar- drag sem hreyfist norðaustur. Yfir Englandi er 1.040 mb. víöáttumikið háþrýstisvæði. Allhvöss eða hvöss sunnan- og suðvestanátt verður suöaustanlands og á Austfjörðum fram eftir degi, rigning og 5 til 8 stiga hiti. Annars staðar kólnar niður fyrir frostmark í dag. Suðvestan- og vestankaldi með éljum suðvestan- og vestan- lands en fyrir noröan snýst í norð- ankalda og síðar stinningskalda með snjókomu og éljum. Á höfuöborgarsvæðinu verður norðvestangola með slyddu eða snjókomu og kólnandi veðri. Suö- vestankaldi og él verða síðar í dag og í nótt. Frost verður 2 til 4 stig í kvöld og nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.33 Sólarupprás á morgun: 8.46 Síödegisflóð f Reykjavlk: 17.48 Árdegisílóö á morgun: 6.08 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri slydda 1 Akurnes rigning 8 Bergstaöir snjóél 0 Bolungarvík alskýjaö -2 Egilsstaöir skýjaö 9 Keflavíkurflugv. snjók. á síð.kls. 1 Kirkjubkl. rigning 7 Raufarhöfn slydda 0 Reykjavík slydda 0 Stórhöföi súld á síó.kls. 2 Helsinki skýjaó -15 Kaupmannah. rigning og súld 7 Osló skýjaö 1 Stokkhólmur -3 Þórshöfn alskýjaó 10 Faro/Algarve heióskírt 10 Amsterdam lágþokublettir 5 Barcelona heióskírt 7 Chicago skýjaö 3 Dublin skýjaö 7 Frankfurt rign. á stó.kls. 8 Glasgow skýjaö 8 Halifax rigning 4 Hamborg þokumóöa 8 Jan Mayen snjóél -1 London skýjaö 4 Lúxemborg alskýjaó 8 Malaga heiöskírt 5 Mallorca léttskýjaö 6 Montreal þoka 11 París léttskýjaö 7 New York rigning 3 Orlando heiöskírt 11 Nuuk snjókoma -20 Róm Vín alskýjaö 8 Washington léttskýjaö 5 Winnipeg heióskírt 0 Víða hálka á vegum Hálka er á vegum í nágrenni Reykjavíkur, á Suð- umesjum, Hellisheiði og Þrengslum og á leiöinni fyrir Hvalfjörð. Fært er orðiö um Mývatns- og Möömdalsöræfi, einnig um Vopnafjarðarheiði og frá Færð á vegum Húsavík með ströndinni til Vopnafjarðar. Einstaða heiðar era sem fyrr ófærar en að öðru leyti er gott vetrarfæri á landinu fyrir vetrarbúnar biffeiðir. Ástand vega 4^- Skafrenningur m SteinKast E3 Hálka CJ Ófært B Vegauinna-aðgát 0 Óxulþungatakmarkanir 0] Þungfært © Fœrt fjallabílum Svavar Bæring eignast bróður Litli drengurinn sem hvílist í fangi bróður síns fæddist 15. desember síð- astliðinn og hefur hann fengiö nafnið Haukur Barn dagsins Bæring. Hann var við fæðingu 4.020 grömm að þyngd og mældist 42,5 sentímetrar. Foreldrar hans heita Ásta Svavars- dóttir og Þorsteinn Hauksson. Bróðir hans, sem er tveggja ára gam- all, heitir Svavar Bæring. Morgan Freeman leikur lögreglu- manninn Alex Cross. Safnarinn Háskólabíó sýnir spennumynd- ina Safnarann (Kiss the Girls). í henni leikur Morgan Freeman lögregluforingjann Alex Cross sem jafnframt er réttarsálfræðing- ur og rithöfundur. Þegar hann fréttir aö frænka hans, sem stund- aði nám í háskóla í Noröur-Kar- ólínu, sé horfm telur hann það skyldu sína að gera sér ferð til há- skólabæjarins Durham og rann- saka málið. Þegar hann kemur á staðinn kemst hann aö því að mikil rannsókn er I gangi hjá lög- reglunni og frænka hans er ekki eina stúlkan a sem er horfin. .<|l V Kvikmyndir Bendir allt til þess aö raðmoröingi gangi laus, sjö stúlk- ur hafa horfið og tvö lík fundist. Auk Morgans Freemans leika i myndinni Ashley Judd, Cary Elwes, Tony Goldwin, Jay O. Sanders og Brian Cox. Leiksfjóri er Gary Fleder sem leikstýröi hinni ágætu sakamálamynd Things to Do in Denver When You’re Dead. Nýjar myndir: Háskólabió: Safnarinn k Laugarásbió: I Know What You Did last Summer Kringlubió: Picture Perfect Saga-bíó: Titanic Bióhöllin: Flubber Bíóborgin: Seven Years in Tibet Regnboginn: Cop Land Stjörnubíó: Betra gerist þaö ekki Krossgátan T~ r~ r~ r ■■■ n r 1- 10 mmm J !L 12 15 ly IH h )L r 1 /? 1 l<i J Lárétt: 1 kát, 7 fiskilina, 8 málmur, 10 gjöful, 11 utan, 12 gjald, 15 svik, 16 högg, 17 baun, 18 rödd, 19 meira. Lóörétt: 1 sker, 2 hestur, 3 fá, 4 eigr- ar, 5 undirförul, 6 eöli, 9 spil, 13 ást- fólgið, 14 gálgi, 15 tínir, 18 rykkom. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 þögn, 5 ösp, 8 uxa, 9 ysta, 10 klukka, 11 lifur, 13 na, 14 snar, 15 agg, 17 ögraði, 19 kalli, 20 ræ. Lóðrétt: 1 þukl, 2 öxl, 3 gaufar, 4 nykur, 5 öskraði, 6 stangir, 7 pata,- 12 Inga, 14 sök, 16 glæ, 18 al. Gengið Almennt gengi LÍ 25. 02.1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollnenfli Dollar 71,750 72,110 73,070 Pund 118,260 118,860 119,460 Kan. dollar 50,350 50,670 50,090 Dönsk kr. 10,4570 10,5130 10,6320 Norsk kr 9,5460 9,5980 9,7660 Sænsk kr. 8,9740 9,0240 9,1280 Fi. mark 13,1300 13,2080 13,3760 Fra. franki 11,8890 11,9570 12,0940 Belg. franki 1,9304 1,9420 1,9640 Sviss. franki 49,3000 49,5800 49,9300 Holl. gyllini 35,3700 35,5700 35,9400 Þýskt mark 39,8700 40,0700 40,4900 ít. lira 0,040350 0,04061 0,041090 Aust. sch. 5,6620 5,6980 5,7570 Port. escudo 0,3893 0,3917 0,3962 Spá. peseti 0,4700 0,4730 0,4777 Jap. yen 0,564200 0,56760 0,582700 irskt pund 99,240 99,860 101,430 SDR 96,120000 96,70000 98,830000 ECU 78,7800 79,2600 79,8200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.