Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 13 Fréttir Guöjón Ó. Magnússon kennari ásamt Brussel-förunum sem fengu íslenska sjávarútvegsstefnu samþykkta í sam- evrópsku samstarfsverkefni framhaldsskóla i álfunni. DV-mynd E.ÓI Fjölbrautaskólanemar unnu sigur í Belgíu: íslensk sjávarútvegs- stefha samþykkt - í samevrópsku samstarfsverkefni Raykjavfk: Byggt og Búiö Vaaturland: Málnlngarþjónustan, Akranesl. Kf. Borgflrðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrlmsson, Grundarfirði. Áaubúð.Búðardai Vaatflrðlr: Geirseyrarbúöin, Patreksfirðl. Rafverk, Bolungarvfk. Straumur, laaflrðl. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, E Kf. Þlngeyinga, Húsavfk. Auaturland: Kf. Héraðsbúa, Egilsstóóum. Verslunln Vfk, Neskaupstað. Suðurland: RAs, Þorlákshöfn. Brimnes.VestmannaeyJum. Raykjanas: Ljósboginn.Keflavfk. Rafborg, Grindavík. |a, Blönduósi. Verslunln Hegrl, Sauðárkrókl. Hl iver, Akureyri. Irkinn, Selfossi. Þrettán nemendur í landafræði- áfanga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti unnu það þrekvirki að fá „Ráðherraráð Evrópusambands- ins“ til að samþykkja að grund- vallarlögum ESB verði breytt þannig að hvert aðildarland stjórni sjálft sjávarútvegsstefnu sinni. Hópurinn tók þátt í evr- ópsku samstarfsverkefni fram- haldsskóla í Alden Biesen í Belgíu þar sem sett var á svið ákvörðun- arferlið sem liggur að baki tilskip- unum Evrópusambandsins og breytingum á löggjöf aðildarland- anna. Fjölbraut í Breiðholti var boðið að taka þátt í verkefninu ásamt þremur öðrum framhaldsskólum í Þýskalandi, Belgíu og Bretlandi. Markmiðið með verkefninu er að brjóta niður tungumálamúra, skilja mismunandi skoðanir manna og skoða sameiginleg vandamál Evrópusambandsins og EES. Nemendur leggja svo fram ný lagafrumvörp fyrir Ráðherrra- ráð ESB tO samþykktar. Þeim er gert að fara eftir fundarsköpum og þinghefðum ESB. íslenski hópurinn réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur lagði til að náttúruauðlind- ir sjávar verði undir stjóm þess lands sem á landhelgina. Hann var jafnframt eini hópurinn sem vann fullnaðarsigur því allar röksemdir íslendinganna voru samþykktar og þeir þurftu sama og ekkert að breyta sínum tillögum. Það sem kom hópnum kannski mest á óvart var að sjá hvemig Evrópustjórnmálin virkuðu í raun. Þannig einskorðuðust um- ræðumar ekki við fundarsalinn, heldur var unnið að því að koma málefnum sínum á framfæri í mat- salnum og öllum samverustundum utan ráðstefnutímans. Guðjón Ó. Magnússon, deildar- stjóri og umsjónarkennari hóps- ins, segir að Fjölbrautaskólinn bjóði upp á sérstakan áfanga sem byggður er upp í kringum ferð sem þessa til Belgíu. Samtökin Ungt fólk í Evrópu styrkti hópinn auk þess sem hann fékk styrk frá ESB. Nemendurnir leituðu jafn- framt til fyrirtækja og unnu við ýmis smástörf til að brúa bilið við kostnaðinn. Guðjón segir áfang- ann vera ákaflega gagnlegan og það vera ótrúlega mikið sem krakkamir lærðu um Evrópu og samskipti þjóðanna með þessum hætti. -Sól. 1S%) staögreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Trmrwrrrwrwrjrrwfwwwri d" mh Nrnfy SmáougtfsinQcv Bilun eftir breytingar DV, Ólafsfirði: Frystitogarinn Sigm-björg ÓF hélt á laugardagskvöld í sína fyrstu veiðiferð eftir fimm mán- aða veiðistopp. Ekki tókst betur til en svo aö togarinn sneri heim daginn eftir vegna bilunar í dælu. Sigurbjörg ÓF er nýkomin heim eftir gagngerar breytingar sem framkvæmdar vom í Póllandi í september sl. þar sem skipið var m.a. sandblásið frá kili upp í mastur. Stakkageymsla stækkuð og gerð ný setustofa fyrir skip- veija. Að því loknu var framkvæmd- um haldið áfram hjá Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi þar sem sett var ný vinnslu- lína í skipið, brúin endurbyggð og eldhúsi breytt. Skipstjóri er Vil- hjálmur Sigurðsson. -HJ Ok á hross og slasað- ist Piltur slasaðist þegar hann ók bifreið smni á hross við Hof- staði í Viðvíkursveit á mánu- dagsmorgun. Pilturinn var fluttur á sjúkrahús en meiðsl hans voru talin minni háttar. Hrossið drapst. Bíllinn er töluvert skemmdur. -RR Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtaldra gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskomnar þessarar: Staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 12. U'mabili með eindaga 15. janúar 1998 og virðisaukaskatti til og með 48. tímabili með eindaga 5. febrúar 1998 og öðr- um gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. febrúar sl. á stað- greiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaá- lagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vömgjaldi af innlendri fram- leiðslu, vömgjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisk- sjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinbemm gjöldum, sem em: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunar- sjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjámáms verður krafist án ffekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér vemlegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpil- gjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Era gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. febrúar 1998. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðáricróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.