Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 28
48 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1998 Afmæli Hákon Bjarnason Hákon Bjarnason, yfirdeildar- stjóri við alþjóða flugfjarskiptaþjón- ustuna í Gufunesi, til heimili að Sól- heimum 27, Reykjavík, verður sjö- tugur á hlaupársdag, þann 29.2. Starfsferill Hákon fæddist í Reykjarfirði við ísafjarðardjúp og ólst þar upp fyrstu þrjú árin en síðan á Akureyri næstu tólf árin. Hann dvaldi þó í sveit á sumrin í Skálavík í Mjóafirði við Djúp hjá móðurbróður sínum. Hákon flutti frá Akureyri til Hafnaríjarðar þar sem hann átti heima í tæpt ár. Þá flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann hefur átt heima síðan. Hákon lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskólanum í Reykjavík 1946, lauk loftskeytaprófi 1948, símritara- prófi 1950 og hefur sótt ýmis nám- skeið og þreytt próf vegna starfa sinna. Hákon hóf störf á radíóverkstæði Landssíma íslands 1945, var loft- skeytamaður við alþjóða flugfjar- skiptaþjónustuna á Fjarskiptastöð- inni i Gufunesi eftir að hann lauk loftskeytaprófi, var síðar varðstjóri þar en hefur verið yfirdeildarstjóri við stofhunina s.l. tuttugu og níu ár. Þá starfaði Hákon fyrir stofnunina á Brú í Hrútafirði 1951-54 og 1968, og á ísafirði og á Akureyri í fáa mánuði. Hákon gerðist ÍR-ingur 1946 vegna áhuga á frjálsum íþróttum. Hann starfaði í stjórn frjálsíþróttadeildarinnar i nokkur ár, hóf síðan að starfa fyrir handbolta- deildina, sat þar í stjórn og var formaður hennar í niu ár, lengst af í Breið- holtinu. Þá hefur Hákon og fjölskylda hans stund- að hestamennsku frá 1976. Hann sat í mörg ár í stjórnum íþróttadeildar Fáks og var m.a. formað- ur, var gjaldkeri í stjórn Hestaíþróttasambandsins fyrstu þijú árin, var ritari í stjórn Félags íslenskra símamanna í átta ár og sat ársþing iBR og ÍSÍ í mörg ár. Hákon fékk starfsviðurkenningu frá frjálsíþróttadeild ÍR, hefur verið sæmdur gullmerki ÍR 1982, og íþróttadeildar Fáks 1989 og var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1997. Fjölskylda Hákon kvæntist 22.11.1953 Pálínu Matthildi Sigurðardóttur, f. 26.2. 1928, verslunar- og skrifstofustúlku og starfsmanni við Náttúrufræði- stofnun s.l. tuttugu og fimm ár. Hún er dóttir Sigurðar Guðmundssonar frá Tröð i Kolbeinsstaðahreppi sem lengi var gjaldkeri Dagsbrúnar og síðar skrifstofumaður hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni og loks skrif- stofumaður hjá Olíufélaginu, og Kristjönu Helgadóttur frá Ólafsvík, húsmóðm-. Böm Hákonar og Matt- hildar eru Bjami, f. 6.4. 1954, starfrækir hrað- sendingafyrirtækið DHL á íslandi, kvæntur Önnu Eiríksdóttur, starfs- manni hjá Norrænu eld- fjailastöðinni í Reykjavík og em börn þeirra Hákon Helgi, f. 16.9. 1987, og Helga Björg, f. 15.7. 1989; Hörður, f. 22.10. 1955, starfsmaður hjá trygg- ingafélaginu Allianz í Reykjavík en dóttir hans og Þórdís- ar Gunnarsdóttur er Elín Björg, f. 2.10. 1977, nemi. Stjúpsonur Hákonar er Sigurður, f. 12.8. 1947, hleðslustjóri, búsettur erlendis, var kvæntur Hlín Torfa- dóttur en þau skildu og em böm hans Soffia Auður, f. 19.10. 1974, og Atli, f. 30.11. 1984. Systkini Hákonar em Amdís, f. 10.4. 1918, ekkja i Reykjavík; Eva Sigríður, f. 1919, ekkja; Jóhanna, f. 1922, ekkja og gjaldkeri hjá SVR; Steinunn, f. 1924, nú látin; Ólafur Friðrik, f. 27.10. 1933, læknir; Krist- ín Sólborg, f. 1929, dó tveggja ára. Foreldrar Hákonar vom Bjarni Hákonarson frá Reykhólum í Aust- ur-Barðastrandarsýslu, f. 28.4. 1890, d. 1965, bóndi, söðlasmiður og hús- gagnabólstrari í Reykjarfirði, á Ak- ureyri, í Hafnarfirði og í Reykjavík, og k.h., Guðrún Ólafsdóttir frá Hákon Bjarnason. DV fj* M.S Butítenlíst IFJOLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARDINUM Krakkaklúbbur DV og útvarpsstöðin Matthildur FM bjóða í samvinnu við Freyjukaramellur, Leikbæ og Mix, öllum krökkum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á öskudaginn. Garðurinn verður opnaður á slaginu eitt eftir hádegi og þá hefst sannkölluð skemmtun fyrir alla krakka: Tígri heilsar upp á krakkana með óvæntan glaðning. andlitsmálun, „kanínuklapp", stuttar hestaferðir, alls kyns leikir og margt margt fleira - og að sjálfsögðu verður kötturinn sleginn úr tunnunni og tunnukóngur krýndur. Freyjukaramellur og Mix í nammipokana. □ Mætið með börnin í Fjölskyldu- og milli klukkan eitt og fjögur á öskudaginn. ■:rtV; Reykjarfirði við Djúp, f. 14.12. 1892, d. 1957, húsmóðir, húsmæðrakenn- ari og ráðskona á Akureyrarspítala í nokkur ár. Ætt Bjami var dóttursonur Bjama Þórðarsonar, óðalsb. á Reykhólum. Þeir vom því systrasynir, Bjami, Jón Leifs tónskáld og Bjami Böðv- arsson hljómsveitarstjóri, faðir Ragnars Bjarnasonar söngvara. Guðrún var dóttir Ólafs Jónsson- ar, bónda í Lágadal við Djúp og í Reykjarfirði en bróðir hennar var m.a. Jón Ólafsson húsgagnasmiður og annar eigenda Gamla-Kompanís- ins. Matthildur, eiginkona Hákonar, verður sjötug á morgun. Þau hjónin halda upp á afmælin í Fáksheimil- inu á efra svæði Fáks við Elliðaár í dag, miðvikudaginn 25.2. milli kl. 17.00 og 19.00. Pálína Matthildur Sigurðardóttir Pálina Matthildur Sig- urðardóttir, starfsmaður við Náttúrufræðistofnun íslands, til heimilis að Sólheimum 27, Reykja- vík, verður sjötug á morgun. Starfsferill Matthildur fæddist við Freyjugötuna i Reykjavik og ólst upp í Reykjavík auk þess sem hún dvaldi í sveit í sjö sumur í Mýr- Pálína Matthildur Sigurðardóttir. dal í Kolbeinsstaðahreppi frá sex ára aldri. Matthildur var í Austurbæjar- skólanum, stundaði nám við Ingi- marsskóla og siðan við húsmæðra- skóla. Matthildur stundaði verslunar- störf áður en hún gifti sig. Eftir að synir hennar komust á legg fór hún aftur út á vinnumarkaðinn og hefur nú verið starfsmaður Náttúrufræði- stofnunar íslands sl. tuttugu og fimm ár. Fjölskylda Matthildur giftist 22.11. 1953, Há- koni Bjamasyni, f. 29.2. 1928, yfir- deildarstjóra við alþjóða flugfjar- skiptaþjónustuna í Gufunesi. Hann er sonur Bjama Hákonarsonar frá Reykhólum á Bcirðaströnd, og Guð- rúnar Ólafsdóttur, húsmæðrakenn- ara og ráðskonu. Synir Matthildar em Sigurður, f. 12.8. 1947, hleðslustjóri, búsettur er- lendis, var kvæntur Hlín Torfadótt- ur en þau skildu og era böm hans Soffia Auður, f. 19.10. 1974, og Atli, f. 30.11.1984; Bjarni, f. 6.4. 1954, starf- rækir hraðsendingafýrir- tækið DHL á íslandi, kvæntur Önnu Eirlks- dóttur, starfsmanni hjá Norrænu eldfjallastöð- inni í Reykjavík og em böm þeirra Hákon Helgi, f. 16.9. 1987, og Helga Björg, f. 15.7. 1989; Hörð- ur, f. 22.10. 1955, starfs- maður hjá tryggingafé- laginu Allianz í Reykja- vík en dóttir hans og Þórdísar Gunnarsdóttur er Elín Björg, f. 2.10. 1977, nemi. Systkini Matthildar eru Sigurrós, f. 1926, húsmóðir og fyrrv. félagsráð- gjafi í Reykjavík; Ámý, f. 1930, hús- móðir í Washington DC í Bandaríkj- unum; Guðmundur Helgi, f. 1932, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Guðný, f. 1935, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Guðbjörg, f. 1938, d. 1996, húsmóðir í Reykjavík; Páll Valgeir, f. 1940, kennari við Iðnskólann í Reykjavík, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Matthildar vora Sig- urður Guðmundsson, f. 13.9. 1893, gjaldkeri hjá Dagsbrún, skrifstofu- maður hjá Vinnumiðlunarskrifstof- unni og loks hjá Olíufélaginu, og k.h., Kristjana Helgadóttir frá Ólafs- vík, f. 9.9. 1896, húsmóðir. Hákon, eiginmaður Matthildar, verður sjötugm- á hlaupársdag, þann 29.2. Þau hjónin halda upp á afmælin í Fáksheimilinu á efra svæði Fáks við Elliðaár í dag, miðvikudaginn 25.2. mifli kl. 17.00 og 19.00. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag a\\t milli himinx X Smáauglýsingar PVI 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.