Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 Fréttir Stuttar fréttir dv Kolbrún Sverrisdóttir hyggur á málaferli vegna Æsuslyssins: Krefst bóta vegna barnanna sinna - gjafsóknar líklega krafist - segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður undirbýr nú málarekstur vegna Æsuslyssins. Hann hefur tekið málið að sér fyrir hönd bama Kolbrúnar Sverrisdótt- ur sem misstu foður sinn og afa í sjóslysinu þegar Æsa ÍS fórst í blíö- skaparveðri í Amarfirði þann 25. júlí 1996. Engin skýring Engin skýring hefur enn fengist á slysinu þrátt fyrir að um 30 millj- ónum króna hafi verið varið til rannsóknar á því. Flakið hefur ver- ið myndað með neðansjávarmynda- vélum og breskt kafaragengi var fengiö til að fara niður að skipinu með þeim árangri einum að lík Harðar Bjamasonar skipstjóra fannst. Sjóslysanefnd hefur enn ekki skilaö áliti vegna slyssins þrátt fyrir að í sumar verða liðin tvö ár frá atburðinum. Samkvæmt heim- ildum DV er vandi nefndarinnar sá að upplýsingar sem til era varð- andi slysið eru af skomum skammti og nægja ekki til að skera úr um það með óyggjandi hætti hvað hafi valdið því að skip- iö sökk. Niður- staða nefndarinnar verður því væntan- lega sú að líkur séu til þess að skipið hafi farið niður vegna lélegs stöð- ugleika. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur tekið að sér að at- huga um málarekstur fyrir hönd barna Kolbrúnar Sverrisdóttur vegna Upplýsingum safnað Vilhjálmur segist vera að safna gögnum um slysið og hann vænti niðurstöðu Rannsóknamefndar sjó- slysa á næstu vikum. Kolbrún Sverrisdóttir. Æsuslyssins. „Ég er að skoða gögn málsins og bíð eftir niðurstöðu Rannsóknamefndar sjóslysa. Framhald málsins ræðst þegar sú skýrsla liggur fyrir,“ segir Vil- hjálmur. Hann segist skoða málið sér- staklega út frá hags- munum þriggja barna Kolbrúnar sem misstu foður sinn og fyrirvinnu í slysinu. Vilhjálmur segir að ljóst sé að Kolbrún hafi ekki fjárráð til málarekstursins. „Ég reikna með að farið verði fram á gjafsókn komi til málshöfð- unar,“ segir Vilhjálmur. DV-mynd Ægir Már inu hafi verið breytt í nokkrum veigamiklum atriðum án þess að lögboðið samþykki yfirvalda hafi komið til. Þar er um að ræða stækk- að stýri og þyngri búnað á þilfari. Settur hafði verið á það nýr og þyngri spilbúnaður, auk svokallaðs sílós ofandekks. Þetta er talið hafa rýrt stöðugleika skipsins, auk þess að öflugra stýri ber í sér háska fyr- ir skip með skertan stöðugleika. DV leitaði eftir upplýsingum hjá Siglingamálastofnun um samþykkt- ar og skráðar breytingar á skipinu. Þar er hvergi að flnna áðumefndar breytingar og aðeins til gögn um að lestarlúgur skipsins hafi verið lækkaðar. „Það er kominn tími til að þetta mál verði rannsakað að fullu. Allt sem gert hefur verið hingað til ber ekki vott um annað en hálfkák og yfirklór. Ég mun því sækja rétt minn og bama minna til bóta með tilstilli dómstóla. Það er nauðsyn- Kúffiskbáturinn Æsa sem fórst í blíðviðri á Arnarfirði. Samkvæmt heimOdum DV mun málshöfðunin einkum beinast að þáttum útgerðar Æsu og Siglinga- málastofhunar. Ljóst þykir að skip- legt fyrir okkur, sem og alla sjó- mannastéttina, að úr því fáist skorist hvað olli þessu slysi,“ segir Kolbrún. -rt Hitasótt herjar á hesta: Veikin að breiðast út - héraðsdýralæknir telur um að ræða vírus „Hitasóttin er enn að breiðast út. Við vitum um tilfelli á Akranesi, í Sandvík hjá Selfossi og Keflavík. Ég get ímyndaö mér aö það sé á sjötta tug hesta sem hefur fengið hitasótt- ina. Nokkrir þessara veiku hesta hafa náð sér að fullu," segir Steinn Steinsson, héraðsdýralæknir í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, aðspurður um hitasótt sem hefur komið upp í hestum á höfuðborgarsvæðinu og er nú að breiöast út víðar. Yfírdýralæknir hefur beint þeim tilmælum til hestafólks að allir flutningar hesta milli hesthúsa, hesthúsahverfa og landshluta verði stöðvaðir. Nokkur ný tilfelli komu upp í gær, að sögn Steins. Að öllum líkindum vírus „Maður býst við að veikin breið- ist út því allir hestar eru eiginlega berskjaldaðir fyrir þessu. Sérfræð- ingar okkar telja næsta víst að þama sé vírus á ferðinni. Blóðsýni úr veikum hestum eru til rannsókn- ar í Svíþjóð og við bíðum eftir nið- urstööum úr þeim. Við höfum veriö að reyna ná einhverju út úr saur- sýnum en það hefur ekki gefið okk- ur ömggar niðurstöður. Við ætlum að sjá hvort lyfjagjöf sé í raun nauð- synleg og hvort hestamir komist ekki bara yfir þetta sjálfir. Það væri að sjálfsögðu langbesta lausnin. Hestar sem fá þennan sjúkdóm verða lystarlausir og slappir,“ segir Steinn. Hann segir að það sé mikilvægt að sem minnstur umgangur manna og dýra sé um hesthúsin. Steinn segir að erfitt sé að segja til um á þessari stundu hversu alvarlegar afleiðingar sjúkdómurinn getur haft í for með sér. „Það er ekki hægt þar sem við þekkjum ekki sjúkdóminn," segir Steinn. Líney Jónsdóttir dýralæknir sagði við DV í morgun að fjögur ný tilfelli hefðu komið upp á höfuð- borgarsvæðinu í nótt. Líney sagði að ljóst væri að veikin væri að breiðast út og ekki búin að ná hámarki enn. -RR Steinn Steinsson héraðsdýralæknir var aö huga að hestinum Mána í gær. Máni, sem er 9 vetra, hefur veikst af hitasótt sem herjað hefur á hesta á höf- uðborgarsvæðinu og er að breiðast út um nágrannabyggðariög. Ivon Leitner er eigandi Mána en hún er dýrahjúkrunarkona við Dýraspítalann í Víðidal. DV-mynd S 111 milljaröa velta VISA Heildarvelta greiðslukorta VISA var 110,7 mihjarðar á síðasta ári. Kreditkortaviðskipti erlendis námu 9,3 milljörðum. Þar af tóku korthafar á ferðalögum ytra út reiðufé upp á 2,8 milljarða. Rekstur SH hf. Hagnaður eftir fyrsta rekstrarár Sölumiðstöðv- ar hraðfrysti- húsanna sem hlutafélags varð 277 millj- ónir króna eft- ir skatta. Heildartekjur SH hf. og 11 dótturfé- laga þess urðu 29,5 milljarðar króna. Heildareignir eru virði 10,27 milljaröa og eiginfjárhlutfall er 17,3%. Forstjóri er Friðrik Páls- son Nýtt samkirkjuráð Trúfélögin Vegurinn, Hjálpræð- isherinn, Fíladelfía o.fl. hafa stofn- að Nýja samkirkjuráðið tO að efla og móta tengsl og samskipti sín í milli auk þess að verða spámann- leg rödd tO þjóðarinnar í heOd, að því er segir í frétt frá ráðinu. Fækkar í þjóðkirkjunni Brottskráðir úr þjóðkirkjunni umfram nýskráða urðu 912 á síð- asta ári, en 1.056 gengu úr kirkj- unni meðan 144 vom nýskráðir. 329 af J)eim burtgengnu voru skráðir í bókhaldsflokk Hagstof- unnar sem nefiiist - Utan trúfé- laga. Skrapað upp í olíugjaldið Lendingar- gjöld í innan- landsflugi verða hækkuð og gjaldskrá á Keflavfrurflug- vefli breytt til að vega upp á móti minni innheimtu gjalds af flugvélaeldsneyti. Halldór Blöndal samgönguráðherra hefúr kynnt lagafriunvarp um málið í rikisstjóminni. Lögmenn of dýrir Breskur framkvæmdastjóri evr- ópsks mnheimtufyrirtækis segir við Viðskiptablaðið að þóknun ís- lenskra lögmanna sé allt of liá. Fimm eiga helminginn Fimm stærstu hluthafar I Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna eiga um helming félagsins. Hluthafar era alls 302 en 20 stærstu hluthaf- amir eiga 92,7% hlutafjárins. Við- skiptablaðið sagði frá. Umbi skattborgara Fjármála- ráðuneytið kannar nú stofnun emb- ættis umboðs- manns skatt- greiðenda. Auk þess kannar ráðuneytið ýmsa aðra þætti sem gætu bætt réttarstöðu fólks gagnvart skattayfirvöldum, m.a. stöðu yfirskattanefiidar. RÚV sagði frá. 56.800 fluttu Einstaklingar fluttu búferlum 56.797 sinnum á árinu 1997. 30.298 fluttu innan sama sveitarfélags, 18.588 milli sveitarfélaga, 3.990 tíl landsins og 3.921 frá landinu. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1991 að fleiri flytjast tO landsins en frá því. 574 fleiri íslendingar fluttu frá landinu en tO landsins en 643 fleiri útlendingar fluttu tO landsins en frá því. Tíöindalitið í Asíu Tíðindalítið var á peningamörk- uðum Asíu í gær og nótt. Gengi helstu gjaldmiðla hækkaði lítOs háttar nema á ringitinu í Malasíu sem lækkaði um 0,01% og Singapúrdollamum sem lækkaði um 0,06%. HeOdargengisfafl rúpí- unnar í Indónesíu hefur fallið um 74,07% síðan í júlí í sumar, batið í Tailandi um 39,34% og pesinn á Filippseyjum um 33,58%. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.