Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk„ Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
Hálendisgreifamir
Hálendið er sannkölluð gersemi íslensku þjóðarinnar.
Hvergi í Evrópu er að finna jafnvíðfeðm ósnortin víðemi og
þar. Vaxandi ferðalög hafa leitt til þess að æ fleiri landsmenn
hafa á síðustu árum kynnst hinni „vængjuðu auðn“ skálds-
ins.
Ferðalangur kemst ekki hjá því að leggja ást við þá miklu
fegurð sem býr í hjarta landsins. Hálendið er einskis bústað-
ur nema fugls og tófu. Þjóð sem í vaxandi mæli leggst út að
sumrum telur eðlilega að þessa miklu dýrð eigi hún sameig-
inlega.
En hver á hálendið? Hefðbundnar nytjar þess hafa einkum
verið beit á afréttum. Á þeim grunni hafa sum sveitarfélög
freistað staðfestingar fýrir dómi á eignarrétti að svæðum á
hálendinu.
Niðurstaðan er skýr: Tilkalli til eignarréttar í krafti tak-
markaðra nýtingarréttinda hefur í öllum tilvikum verið
hrundið fyrir Hæstarétti. í tveim dómum markaði hann deil-
unni merkan farveg.
í fyrri dómnum, frá 1955, hafnaði Hæstiréttur alfarið kröfu
sveitarfélags um eignarrétt í krafti beitarnytja. í seinni dómn-
um, frá 1981, hratt hann hins vegar kröfu ríkisins um að það
gæti sjálfkrafa talið til eignarréttar á umræddum svæðum.
í síðari dómnum vísaði Hæstiréttur deilimni um eignar-
haldið í raun til Alþingis. Hann kvað upp úr með að þar
fælust valdheimildir til að setja reglur um meðferð og nýtingu
hálendisins.
Hin þverstæðukennda spuming sem þarfhast svars er í
raun þessi: Hver á þau lönd sem enginn á? í Noregi er það
kóngurinn. Konungslendur eru þau svæði sem enginn getur
staðfest eignarrétt sinn á.
í þeim anda er hið merka frumvarp forsætisráðherra um
þjóðlendur sem líklega er merkasta frumvarp seinni ára.
Samkvæmt því verða hálendissvæði utan staðfestra eignar-
landa sameign þjóðarinnar.
Sérstakri óbyggðanefnd er falið það erfiða hlutverk að skera
úr um mörk eignarlanda og þjóðlendna. Uni menn ekki nið-
urstöðunni geta þeir skotið henni til dómstóla. í Noregi gerð-
ist það aðeins í fáum tilvikum.
Þjóðlendufrumvarpið er því frábær lausn á erfiðri deilu.
Það byggist á því grundvallarsjónarmiði að geti einstaklingar
ekki fært sönnur á eignarrétt fyrir dómi verður svæðið sam-
eign þjóðarinnar.
Á málinu er hins vegar ljóður. Samhliða hinu ágæta frum-
varpi um þjóðlendur hefur félagsmálaráðherra lagt fram til-
lögu um að framlengja staðarmörk sveitarfélaga inn á hálend-
ið.
Það þýðir að stjómsýsla á hálendinu mun skiptast upp á
milli 40 sveitarfélaga. í þeim búa um 4% af þjóðinni. Örlitlum
minnihluta þjóðarinnar er því falin stjómsýsla yfir öllu há-
lendinu.
Meðan þjóðlendufrumvarpið leggur til sameign þjóðarinnar
á hálendinu leggur félagsmálaráðherra til að ráðstöfunarrétt-
urinn verði að stærstum hluta í höndum 40 fámennra sveitar-
félaga. Þetta gengur ekki upp.
Þetta er ávísun á endurtekningu á deilunum um auðlindir
hafsins. Lögin segja ótvírætt að fiskurinn sé sameign þjóðar-
innar. En sægreifamir hafa ráðstöfúnarréttinn. Þjóðin ræður
engu.
Á þéttbýlissvæðum suðvesturhomsins býr mikill meirihluti
þjóðarinnar. íbúar þeirra sækja í vaxandi mæli inn á hálend-
ið. Er sanngjamt að þeir komi ekki með neinu móti að stjóm
hálendisins?
Svarið hlýtur að vera neitandi. Til hvers að lögfesta sam-
eign þjóðarinnar á hálendinu ef ráðstöfunarétturinn er í
höndum fámenns minnihluta? Þurfum við hálendisgreifa til
viðbótar sægreifunum? Össur Skarphéðinsson
Ragna Bergmann verkalýösforingi og Jón Sigurðsson, fyrrv. forstjóri.
höfundar.
- Hafa lagt réttlætinu liö aö mati greinar-
Mjólkurlítri eða
milljónaferð
„Mín heitasta ósk
er sú aö hver verka-
maður geti búið við
mannsæmandi kjör
og þurfi ekki að snúa
hverri krónu þrisvar
áður en hann kaupir
mjólk fyrir bömin
sín.“ Þessi orð
óþekktrar verkakonu
rifjuðust upp fyrir
mér þegar ég heyrði í
útvarpinu viðtal við
verkalýðshetju,
morguninn sem
Menningarverðlaun
DV voru veitt í
tuttugasta sinn. Þau
voru og eru frábært
framtak.
Þótt áður hafl ver-
iö veittir Silfurlamp-
ar og Silfurhestar,
komu bókmennta-
verðlaun útgefenda
síðar, sem og vegleg
menningarverðlaun
VISA og fjölmörg
önnur sem hér yrði
of langt upp að telja.
Mannúöarverö-
laun
Kjallarinn
Inga Huld
Hákonardóttir
sagnfræöingur
sem átti sex. Á
bemskuheimilinu
voru kjörin kröpp.
Helsti munaður móð-
urinnar var einn
pakki af sígarettum á
mánuði. Hún klippti
þær niður, svo pakk-
inn entist meira og
minna út mánuðinn.
En bömunum fannst
gaman að lifa, þó fátt
væri hægt að kaupa.
Ragna hefur um ára-
tugi staðið í fylkingar-
brjósti i Framsókn,
verkakvennafélaginu
sem nú er að renna
saman við verka-
mannafélagið Dags-
brún.
„Æ, hvaö viö þyrftum fíoirí
verkakonur og fíeirí forstjóra
meö hugrekki til aö mótmæla ó-
sanngjórnum hlutaskiptum. Viö
skulum aö minnsta kosti klappa
fyrir þeim sem viö eigum.u
Menning er samstofna mannúð,
rót af sama meiði. Er ekki kominn
timi til að fara veita mannúðar-
verðlaun, t.d. fólki sem leggur rétt-
lætinu lið? Því miður er mín eigin
lausafjárstaða í tímabundinni
lægð, en ég get þó alténd sett fram
tvær tilnefningar fyrir febrúar. Ég
hef í huga karl og konu. Þau til-
heyra andstæðum fylkingum at-
vinnulífsins og áreiöanlega krossa
þau ekki við sama stjórnmála-
flokkinn á kjördegi.
Ragna Bergmann, sem sjálf er
sjö barna móðir, sagði í ofan-
greindu viðtali frá mömmu sinni
Konurnar búa við lægri laun og
geta heldur ekki unnið jafnmikla
yfirvinnu. Þurfa að fara heim og
elda. Þær hafa veika stöðu á
vinnumarkaði, enda alltaf reknar
fyrstar eða „hagrætt í burtu“ eins
og það er kallað á sérfræðinga-
máli.
Árlega fara um 20 félagskonur á
eftirlaunaaldri - í samvinnu við
húsmæðraorlofið - í fimm daga
dvöl á Örk í Hveragerði. Á hótel
hafa fæstar þeirra farið fyrr. Þær
eru himinlifandi yfir að ganga að
morgunverðarborði án þess að
þurfa sjálfar að hella upp á kaffið.
Vanar að ganga undir öðrum alla
sina ævi.
Það eru bráðum orðin tuttugu
ár síðan fiskverkunarkona í félag-
inu hennar Rögnu sagði eðlilegt að
forstjórar fengju þrisvar sinnum
hærra kaup en þeir sem minnst
hefðu. En launamunurinn og fríð-
indin hafa hoppað upp úr öllu
valdi síðan þá - og enginn segir
orð. Og þó!
Þann 7. febrúar sl. birtist í
Morgunblaðinu frábær grein eftir
Jón Sigurðsson (og ekki sú eina).
Hann er fyrrverandi forstjóri
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga, nú forstöðumaður
Samtaka um þjóðareign. Þar segir
hann frá hjónum sem fóru i heims-
reisu (og hvað ætli þau hafi nú
búið á mörgum hótelum?). Þau
höfðu fengið 300 milljóna kvóta-
arf eða -arð, og svo kemur þessi
dásamlega setning: fannst þau
verða að gera eitthvað fyrir sig.
(Þó nú væri!)
Reikni nú hver sem vill hvað
margar verkakonur gætu verið
á meðalkaupi fyrir þessa upp-
hæð i eitt ár! Jón bendir enn-
fremur á að fá má 15 milljóna
fjármagnstekjur af þessari upp-
hæð og greiða þar af 10% tekju-
skatt meðan ellilífeyrisþegi á
lægstu greiðslum fær miklu hærri
skattprósentu og getur tapað bót-
um ef hann „vogar að vinna sér
inn lítilræði til viöbótar". Hann
ræðir hin flóknu kvótamál af mik-
illi yfirsýn, enda hefur hann
stjómað stóru fyrirtæki allt sitt
líf.
Æ, hvað við þyrftum fleiri
verkakonur og fleiri forstjóra með
hugrekki til að mótmæla ósann-
gjörnum hlutaskiptum. Við skul-
um að minnsta kosti klappa fyrir
þeim sem við eigum.
Inga Huld Hákonardóttir
Skoðanir annarra
Forsenda kvótakerfisins
„Sérhæfing með skipti á aflaheimildum var for-
senda kvótakerfisins og á sér hagfræðilegan rök-
stuðning sem fáir mótmæla.... Það sem deilan snýst
um í dag er bara alls ekki þetta. Deilan varð til
vegna þess að nokkrar útgerðir með fiskverkun fóm
að nýta sér aðstöðu sína, í skjóli forréttinda til þess
að þvinga niður fiskverð með því að „skaffa kvóta".
Með því móti fénýttu þær aflaheimildir til þess að
þvinga niður verð á hráefni."
Kristinn Pétursson í Mbl. 24. febrúar.
Starfslok aldraðra
„Öldmðum fjölgar hlutfallslega. Og þeir lifa sem
betur fer lengur en áður við fullt fiör eftir starfslok.
Við þurfum að endurskoða margt sem varðar ævi-
kvöldið og áður þótti sjálfsagt. Eitt af því sem þarf
að endurskoða em starfslokin sjálf: það hefur þótt
æskilegt aö leyfa fólki sem búið er að fá nóg, að
hætta fyrr en fiöldinn; jafn æskilegt getur sýnst að
leyfa þeim sem fullir era af orku að halda áfram þó
sjötugsaldri sé náð. Þetta er hugmynd sem fiármála-
ráöherra hefur hreyft og á að fylgja eftir.“
Stefán Jón Hafstein í Degi 24. febrúar.
Þingmenn Reykjavíkur
„í Grafarvoginum em 13.817 íbúar sem em 5.183
íbúum fleiri en í Vestfiarðakjördæmi öllu. Mér kem-
ur þessi samanburður í hug að þeir fyrmefndu eiga
enga þingmenn að því er virðist en þeir síðamefndu
eiga fimm þingmenn. Að minnsta kosti heyrist vart
í þingmönnum Reykjavikur þótt brýn hagsmunamál
kjördæmisins séu í húfi, samanber breikkun Gullin-
brúar og það ófremdarástand sem ríkir í Grafarvogi
í umferðinni á annatímum. Borgarstjóri kveðst ít-
rekað hafa skrifað þingmönnum og óskað liðsinnis
þeirra í málinu en án árangurs. Óneitanlega vekur
þetta mál upp ýmsar efasemdir hjá manni.“
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir í Mbl. 24. febrúar.