Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1998 47 I>V Sviðsljós Ekki er allt gull sem glóir: Hutchence gjald- þrota við andlátið Paula Yates ríður ekki feitum hesti frá dánarbúi elskhugans. Nú hefur sem sé komið í ljós að elskhuginn, ástralski popparinn Michael Hutchence ,var gjaldþrota þegar hann svipti sig lífi fyr- ir eigi alllöngu. „Hann var gjald- þrota,“ segja fjármála- sérfræðingar í Ástral- íu, í fyrstu var talið að eignir popparans hefðu numið sem svar- ar þremur milljörðum íslenskra króna. Þar var talað um fasteignir í Ástralíu, glæsivillu í Suðurfrans og fullt af flottum bílum, svo sem Bentley og Aston Mart- in. En þegar allt var talið, lagt saman og frá- dregið reyndust eigur kappans ekki vera meiri en sem nemur um áttaíu milljón kalli íslenskum. Siðustu daga hefur svo komið fram að Hutchence var skuld- ugur upp fyrir haus við andlátið. Hann skuld- aði tugi milljóna, með- al annars lögfræðing- unum sem sáu um skilnað Paulu við hungurpopparann Bob Geldof á sínum tíma. Paula Yates. Ný bók um forsetafrú Bandaríkjanna og fjölda elskhuga hennar: Jackie Kennedy Onassis. í nýrri bók um fyrrverandi for- setafrú Bandaríkjanna, Jackie Kennedy Onassis, er fullyrt að Mar- lon Brando, Robert Kennedy, Frank Sinatra og Warren Beatty hafl allir verið elskhugar hennar. Höfundar bókarinnar, Christopher Andersen, segir að Jackie hafi verið ýmsu vön. Hún hafi alist upp við aðstæð- ur þar sem hún hafi sífellt orðið vör við framhjáhald. Faðir hennar skipti stöðugt um ástkonur. Þegar John F. Kennedy, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, var myrtur 1963 var Jackie 34 ára. Hún varð eftirsóttasta ekkja í heiminum í augum valdamikilla manna. í bókinni er fullyrt að strax eftir morðið á John F. Kennedy hafi Jackie og Robert Kennedy, bróðir Johns, tekið upp leynilegt ástar- samband. „Þau voru sálufélagar. Bæði elskuðu þau John. Strax eftir morðið límdust þau saman,“ segir höfundurinn. Parið fór oft í frí sam- an. „Þau bjuggu alltaf í tveggja manna herbergi. Leyniþjónustunni var fullljóst að þau voru annað og meira en vinir.“ Sambandið hélst meira og minna þar tU Robert var myrtur 1968. Fjórum árum eftir morðið á eig- inmanni sínum hittust Jackie og Marlon Brando til þess að snæða saman hádegisverð í New York. Frá því augnabliki varð Jackie óð í Brando. Hún bauð honum tU svítu sinnar og þau elskuðust þar. Frank Sinatra og Warren Beatty eru meðal þeirra frægu manna sem Brando fuUyrt er að hafi verið elskhugar forsetafrúarinnar fyrrverandi. „Jackie var mjög hrifm af frægum mönnum," segir bókarhöfundur. Hún á að hafa hitt Sinatra í leyni fram tU ársins 1976. Samband Jackie og glaumgosans Beattys hófst 1978. Meðal annarra frægra manna sem sagðir eru hafa verið elskhugar Jackie eru Robert McNamara, Adlai Stevenson og Peter Lawford. í bókinni kemur fram að það hafi fyrst verið í hjónabandinu með gríska skipakóngnum Ari Onassis sem Jackie hafi notið kynlífsins. John F. Kennedy var elskhugi sem var mjög upptekinn af sjálfum sér. Onassis varð að kenna Jackie aUt um kynlíf, fullyrðir Andersen. Hárgreiðslu- og föröunarmeistarar úr öllum Eystrasaltslöndunum þremur eru samankomnir í Vilníus, höfuðborg Litháens, þar sem þeir taka þátt í al- þjóölegri keppni. Hér má sjá eitt meistarapariö skreyta forkunnarfagra fyrir- sætu. Símamynd Reuter Elísabet vill ekki aðla Sean Connery Elísabet Englandsdrottning hef- ur neitað að aðla skoska kvik- myndaleikarann Sean Connery sem var hinnn fyrsti og eini rétti James Bond að margra mati. Connery, sem er orðinn 67 ára, hefur látið til sin taka í sjálfstæð- isbaráttu Skota. Landa hans dreymir um að hann verði fyrsti forsætisráðherrann þegar að því kemur að land þeirra hljóti sjálf- stæði. Annað sem setur strik í reikn- inginn er að Connery er búsettur í MarbeUa á Spáni tU þess að sleppa við að greiða skatt í Bretlandi af tekjum sínum. Tekjumar hafa ver- ið dágóðar hjá þessari Hollywood- stjörnu og því er ekki að undra að Bretum sárni að fá ekki að njóta hluta þeirra. Kappinn verður því sennUega ekki sleginn til riddara á meðan hann greiðir ekki skatt og á meðan hann berst fyrir sjálfstæði Skotlands. Aukablað um hljómtæki mun fylgja DV miðvikudaginn 4. mars. Fjallað verður um allt það nyjasta á hljómtækjamark- aðinum í dag. Umsjón efnis: Haukur Lárus Hauksson í síma 550-5000 Umsjón auglýsinga: Sigurður Hannesson í síma 550-5000 /550-5728 Síðasti pöntunardagur auglýsinga er fimmtudagurinn 26. febrúar. Madonna á hóteli Kofis Poppstjarnan Madonna er í París og dvelur á sama glæsihót- elinu og Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, gisti í þegar hann hafði viðkomu á leiðinni frá Bagdad tU New York. Bæði eru þau mikUvægar persónur, Madonna iviö mikUvægari ef marka má það að lífverðir henn- ar voru bæði fleiri og stærri en lífverðir Kofis. Gwyneth þreytt á engilsímynd Leikkonan Gwyneth Paltrow, sem einu sinni var með Brad okkar Pitt, er orðin svo þreytt á að leika eintómar englapíkur að hún kastar af sér hverri spjör í nýjustu myndinni sinni, Great Expectations. Þá fær Brad tæki- færi tU að sjá enn einu sinni þaö sem hann missir af. Að sögn erlendra blaða er Gwyneth afgar straumlínuleg þótt grönn sé. Pabbi neitar að sjá myndina. Jackie varð bandóð í Marlon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.