Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 30
50 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 Afmæli Lára Björnsdóttir Lára Björnsdóttir, Meðalholti 4, Reykjavík, varð áttræð í gær. Starfsferill Lára fæddist á Nesi í Norðfirði. Hún var í vistum á unglingsárun- um, bjó í Færeyjum í sex ár áður en hún gifti sig og lærði brauðskreyt- ingar. Hún var síðan smurbrauðs- dama hjá Snittunni í Hafnarfirði og hjá Birninum á Njálsgötunni 1 Reykjavík. Þá starfaði Lára á vegum Félags- málastofnunar en hún hélt heimili fyrir öryrkja í tíu ár. Fjölskylda Fyrri eiginmaður Láru var Sig- urður Gunnar ísaksson, f. í ísaks- húsi, Raufarhöfn 18.12. 1922, mat- sveinn til sjós og síðar i landi. For- eldrar hans voru ísak Friðriksson og k.h., Rannveig Dýrleif Stefáns- dóttir. Börn Láru og Sigurðar Gunnars eru Guðbjörg, f. 20.9. 1944, sjúkra- liði, búsett i Hafnarfírði, gift Guð- laugi Gíslasyni lögreglumanni og eru böm þeirra Svanhildur, f. 24.7. 1964, og Gísli, f. 7.3.1968; Jón, f. 25.5. 1946, verkamaður í ÍSAL, kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur og eru dætur þeirra Auðbjörg, f. 18.10.1968, og Enika Hildur, f. 7.1. 1977; Selma, f. 23.9. 1947, gift Gunnari Þorsteini Jónssyni og em börn þeirra Hilmar Gísli, f. 28.8.1963, Sigurður Gunnar, f. 15.9. 1965, Kristinn Baldvin, f. 30.12. 1967, Yngvi Rafn, f. 23.3. 1969, Jón Þorkell, f. 23.7.1979, og Selma, f. 9.6. 1982; Björn Emil, f. 25.1. 1949, kvæntur Hólmfríði Sigurðardóttur og eru böm þeirra Lára, f. 3.7. 1967, Kjartan Gísli, f. 5.1.1972, og Pétur Ingi, f. 4.10.1983; Hreinn, f. 2.4.1950, en böm hans eru Halldóra, f. 12.3. 1977, og Bogi, f. 30. 6. 1980; ísak, f. 11.6. 1953, d. 13.9. 1996 en kona hans var Gróa Sigurðardóttir og eru synir þeirra Brynjar, f. 17.5.1980, El- var, f. 14.11. 1983, og Agnar, f. 4.12. 1989. Seinni eiginmaður Láru var Karl Sigurgeir Árni Pálsson, f. 21.11. 1923, d. 5.12. 1996. Hann var áður kvæntur Hrefnu, systur Láru. Foreldrar Láru voru Bjöm Emil Bjarnason, f. í Veturhúsum í Eski- firði 7.1. 1885, d. 1962, bakari á Neskaupstað, og k.h., Guðbjörg Bjarnadóttir, f. í Dúki í Sæmundarhlíð í Skagafirði 21.3. 1888, d. 28.6. 1951, húsmóðir. Ætt Björn Emil var sonur Bjama, b. á Ormsstöðum, í Veturhúsum og Skálateigi neðra, Péturssonar, b. á Hofi, Bjarnasonar, b. á Kirkjubóli í Reyðarfirði, Jónssonar. Móðir Björns Emils var Guðrún Marteinsdóttir, b. í Sandvíkurparti, Magnússonar, b. í Sand- víkurparti, Marteinsson- ar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Múla í Álftafirði, Eyjólfs- sonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Guðbjörg var dóttir Bjarna, húsmanns á Reykjum á Reykjaströnd og sjómanns í Hafnar- firði, Narfasonar, b. í Traðarkoti, Magnússonar, b. á Sveinavatni í Grímsnesi, Bjarna- sonar. Móðir Narfa var Guðrún Val- garðsdóttir. Móðir Bjama sjómanns var Þuríður Snorradóttir. Móðir Guðbjargar var Margrét Þorvaldsdóttir, vinnumanns í Geita- gerði, Þorvaldssonar og Guðnýjar Hallgrímsdóttur. Lára Bjarnadóttir. Samúel Andrésson Samúel Andrésson, fæddur Rasmussen, bílstjóri hjá Landvélum hf., Engihjalla 11, Reykjavík, varð sextugur í gær. Starfsferill Samúel fæddist á Strendur í Fær- eyjum og ólst þar upp. Hann hóf sinn sjómannsferil á skonnortu í eitt ár er hann var fjórtán ára, var síðan á bát fóður sins í þrjú ár en flutti síðan með foreldrum sínum og bróður til Norðfjarðar 1956. Samúel hóf nám í skipasmíði við Slippstöðina á Norðflrði 1956 og lærði jafnframt köfun. Hann vann síðan jöfnum höndum við smíðar og köfun, bæði frosk- og hjálmköfun, starfaði siðan í lögreglunni á Nes- kaupstað og var dyravörður í félags- heimilinu Egilsbúð. Samúel og fjölskylda hans fluttu til Færeyja 1972 þar sem hann stundaði köfun og vann við hafnar- gerð næstu þrjú árin. Þau fluttu aftur til íslands og þá til Þorlákshafnar 1975 þar sem Samúel vann við hafnargerð og reyndar víðar um land- ið. Þá var hann verk- stjóri hjá Vita- og hafn- amálastofnun. Kjöl- skylda Samúels flutti svo til Norðfjarðar 1981 þar sem hann var bfl- stjóri hjá Síldarvinnsl- unni en 1989 fluttu þau í Kópavoginn þar sem þau hafa átt heima síð- an. Fjölskylda Samúel kvæntist 4.11. 1961 Berg- þóru Ásgeirsdóttur, f. 5.8. 1937, starfsmanni hjá Visa-ísland. Hún er dóttir Ásgeirs Bergssonar útgerðar- manns og Ragnheiðar Sverrisdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Böm Samúels og Bergþóru eru Sigurður Ásgeir, f. 28.7. 1962, skip- stjóri, búsettur i Kópavogi, kvæntur Rósu Hansen, starfs- manni hjá Olís og eru synir þeirra ívar Örn og Arnar Freyr en sonur Sigurðar frá því áður er Anton Samúel; Davíð, f. 7.2. 1966, sölumaður, bú- settur í Garðabæ, í stað- festri samvist við Ey- mvmd Gunnarsson sölu- mann; Ragnheiður, f. 13.3. 1968, búfræðingur á Útnyrðingsstöðum á Héraði, gift Stefáni Sveinssyni og á Stefán þrjár dætur frá því áður; Anna Berg, f. 22.11. 1972, búfræðingur, búsett í Mosfeflsbæ, gift Stefáni Hrafnkels- syni múrara og eru synir þeirra Stefi Ægir og Styrmir Ingi en sonur Stefáns frá því áður er Aron Leví. Systkini Samúels em John Rasmussen, f. 4.4. 1934, rafvirki í Færeyjum, kvæntur Margit Ras- mussen húsmóður; Kamma Andrés- dóttir, f. 19.10. 1936, starfsmaður hjá Bílanaust, búsett í Hafharfirði, gift Lindberg Þorsteinssyni húsverði; Símon Andrésson, f. 20.9.1945, smið- ur í Danmörku, kvæntur Jóvínu Rasmussen húsmóður; Jeffry Rasmussen, f. 12.4. 1952, rafvirki í Færeyjum, kvæntur Kám Rasmus- sen húsmóður. Foreldrar Samúels voru Andréas Rasmussen, f. 1.9. 1910, d. 1992, smiður í Færeyjum, og k.h., Davína, f. Olsen 17.9.1912, d. 1971, húsmóðir. Ætt Foreldrar Andréas voru Andréas Rasmussen og Fridrikka Rasmus- sen á Strendur. Foreldrar Davínu voru Samúel og Jóhanna Olsen á Tóftum. Bergþóra, kona Samúels, varð sextug þann 5.8. sl. 1 tflefni afmæl- anna taka þau hjónin á móti gestum í félagsheimflinu Drangey, Stakka- hlíð 17, laugardaginn 28.2. frá kl. 18.00. Samúel Andrésson. Harald Marías ísaksen Harald Marías ísaksen rafvirkjameistari, Soga- vegi 50, Reykjavík, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Harald fæddist í Reykjavík og ólst upp í gömlu verkamannabú- stöðunum í Vesturbæn- um. Hann starfaði á norskum bátum við flutn- inga á vegum norska hers- ins er hann var fjórtán ára eða frá 1942-44. Harald hóf nám í málaraiðn hjá Lárusi Eggertssyni 1944 en hóf síð- an rafvirkjanám hjá Jóhanni Rönn- ing 1945. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveins- prófi 1950, öðlaðist meist- araréttindi 1953 og lög- gildingu sem rafvirkja- meistari 1959. Harald starfaði hjá Jó- hanni Rönning 19145-55, við Mjólkurbú Flóa- manna 1955-60, við Kleppsspítalann 1960-65, starfrækti eigið raf- virkjaverkstæði 1965-81 en hefur verið rafvirkja- meist'ari hjá Ríkisspítöl- unum frá 1981. Harald hefur kennt lærlingum til sveinsprófs. Hann æfði og keppti í knattspymu með KR á sínum yngri árum eða til 1945. Fjölskylda Harald kvæntist 5.5. 1960 Ingi- björgu Þorgrímsdóttur, f. 10.9. 1926, en hún starfaði um árabil í verslun- inni Hamborg og síðan við umönn- un. Hún er dóttir Þorgríms Ólafs- sonar, f. 6.10. 1895, d. 30.4. 1972, kaupmanns á Kvíabryggju og í Reykjavík, og Guðríðar Sveinsdótt- ur, f. 28.10. 1899, d. 19.6. 1963, hús- móður. Börn Haralds og Ingibjargar eru Hagerup Már, f. 1950, umsjónarmað- ur, kvæntur Guðríði Benediktsdótt- ur fóstru og eiga þau fimm böm; Guðríður Hulda, f. 1951, hjúkmnar- kona í Reykjavík, gift Steinþóri Haraldssyni lögfræðingi og eiga þau sex börn; Þorgímur, f. 1953, bygging- arverktaki, kvæntur Kristínu Erlu Gústafsdóttur skrifstofumanni og eiga þau fjögur böm; Margrét, f. 1955, ferðafræðingur hjá Flugleið- um, gift Ágústi Heiðari Sigurðssyni stýrimanni og eiga þau þrjú böm; Harald, f. 1960, rafverktaki, kvænt- ur Kolbrúnu Öldu Sigurðardóttur skrifstofumanni og eiga þau tvö böm. Dóttir Ingibjargar er Guðbjörg, f. 1944, búsett í Bandaríkjunum og á hún tvö böm. Systkini Harald: Óskar, nú látinn; Hanna, látin; Markús, látinn; Haf- steinn, f. 1930; Kristinn, f. 1937; Est- er, f. 1940; Erla, f. 1942. Foreldrar Harald voru Hagerup Meyer Severin Isaksen, f. 12.8.1887, d. 1971, sjómaður og síðar skífulagn- ingarmaður um árabfl, og Margrét Markúsdóttir ísaksen, f.20.3.1899, d. 1980, húsmóðir. Hagerup og Margrét bjuggu um tíma í Noregi en lengst af við Ásvallagötuna í Reykjavík. Hagerup var fæddur og uppalinn í Norður-Noregi nærri Tromsö en Margrét átti ættir að rekja undir Eyjafjöll og fæddist að Kirkju- lækjarkoti í Fljótshlíð. Harald er fóðurbróðir Hans H. Hafsteinsson- ar, sóknarprests í Garðabæ. Harald býður afla ættingja og vini velkomna á heimili sonar síns og tengdadóttur að Hlaðbrekku 3 í Kópavogi, laugardaginn 28.2. n.k. mflli kl. 17.00 og 20.00. Harald Marías ísaksen. Til hamingju með afmælið 25. febrúar 90 ára Sólveig Eyjólfsdóttir, Brekkugötu 5, Hafiiarfirði. 85 ára Guðríður Erasmusdóttir, Snorrabraut 56, Reykjavík. 80 ára Guðni Ásgrímsson, Torfufelli 29, Reykjavík. Tryggvi Haraldsson, Borgarholtsbraut 33, Kópavogi. 75 ára Hafsteinn Ólafsson, Bakkagerði 7, Reykjavík. Kristinn Bjömsson, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík. Lovísa Þorgilsdóttir, Kirkjuvegi le, Keflavík. 70 ára Óskar Hafberg Þorgilsson, Ólafsbraut 54, Ólafsvík. Unnur Sigurðardóttir, Lækjarsmára 2, Kópavogi. 60 ára Þórir Magnússon verkamaður, Hjallavegi 2, Reykjavík. Þórir tekur á móti gestum í félagsheimili Rafmagnsveitunnar, laugard. 28.2. eftir kl. 18.00. Dóróthea Stefánsdóttir, Móabarði 32, Hafnarfirði. Oddbjörg Kristjánsdóttir, Grófinni 1, Reykjavík. 50 ára Ásta Þórey Lámsdóttir, Skútustöðum Ilb, Reykjahlíö. Egill Þórir Einarsson, Jörfabakka 2, Reykjavík. Elín Ástráðsdóttir, Miðtúni 36, Reykjavík. Ellert Kárason, Helgamagrastræti 5, Akureyri. Finnur Jakob Guðsteinsson, Grjótagötu 11, Reykjavík. Guðríður Óskarsdóttir, Reynibergi 9, Hafnarfirði. Guðrún Jónasdóttir, Fossvegi 1, Siglufirði. Hulda Elísdóttir, Búöavegi 39, Fáskrúðsfirði. Hulda Emilsdóttir, Brekkutúni 21, Kópavogi. Hörður Brandsson, Miðholti 5, Hafnarfiröi. Ólöf Jónsdóttir, Faxatröð 13, Egflsstöðum. Rut Guðjartsdóttir, Nesgötu 35, Neskaupstað. Þóra Kristjánsdóttir, Skólavegi 94, Fáskrúösfirði. 40 ára Guðný Vilborg Gísladóttir, Skólastíg 24, Stykkishólmi. Hjördís Þorbjömsdóttir, Bogahlíð 17, Reykjavík. Ingimundur Kristján Guðjónsson, Ártúni 5, Sauðárkróki. Kristín Axelsdóttir, Freyjugötu 28, Reykjavík. Margrét Pálsdóttir, Vestursíðu 26, Akureyri. María Ingiríður Reykdal, Starrastööum, Lýtingsstaðahreppi. Rut Sigurðardóttir, Dalbæ II, Hrunamannahreppi. Sigrún Svavarsdóttir, Grenimel 43, Reykjavík. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, Suðurhúsum 4, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.