Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 15 Samgöngur í Grafarvogi Getur Akraborgin gegnt nýju hlutverki fyrir Grafar- vogsbúa og fleiri? - „Á sumrin veröi hún notuö til skemmtisiglinga meö ferðamenn..." segir m.a. í greininni. Grafarvogsbúar hafa ósjaldan á síðustu árum mætt of seint til vinnu vegna umferðarhnúta sem myndast þegar þeir eru að reyna að komast út úr hverfinu. Fyrirsjá- anlegt er að þetta muni gerast æ oftar. Árlega hafa flust i hverflð um þúsund manns en íbú- amir eru nú um 14 þús- und. Á næstu þrem árum er gert ráð fyrir aukningu í um 1.500 manns á ári sem svarar til þess að á þessu tíma- bili flytji í Grafarvoginn jafnmargir íbúar og nú búa á Selfossi. Ekki þarf nema árekstur eða snjókomu og hálku, þá stórminnkar afkasta- geta þesssœa tveggja einbreiðu gatna sem öfl umferðin fer um. Þá eru framkvæmdir hafnar úti í Geldinganesi og fyrirhugað er að byrja á nýju hverfi í Grafarholti á árinu. Bara á þessu ári mun um- ferð vegna þessara framkvæmda og umferð frá íbúðabyggð á stærð við Siglufjörð bætast við með full- um þunga á þegar yflrhlaðið gatnakerfið. Gullinbrú og Sundabraut Tvöfóldun Gullinbrúar er lengi búið að vera hitamál í Grafarvogi. Þetta var t.d. eitt af kosningalof- orðum Sjálfstæðis- flokksins fyrir síð- ustu borgarstjórn- arkosningar. íbú- arnir era að von- um orðnir langeyg- ir eftir úrbótum nú, Qórum árum seinna og 4 til 5 þúsund íbúum fleiri. Lítil hreyf- ing er í raun á þessum málum. Rætt er um breikk- un Gullinbrúar á næsta ári og vega- bætur að og frá brúnni á þessu ári. Engar úrbætur era áætlaðar við Vík- urveg fyrr en eftir 4 til 5 ár, það er tvöfóldun Vesturlandsvegar milli Víkurvegar og Suðurlandsvegar. Brú yfir Kleppsvíkina er ekki á vegaáætlun sem nær til ársins 2010. Grafarvogs- búum er ljóst að breikkun Höfða- bakka og Gullin- brúar leysir ein- ungis hluta um- ferðarvandans, það er eins og að setja plástur á beinbrot. Þá eru strætisvagnamir pakkfullir á morgnana og anna ekki meiru. Grafarborgin RE Mönnum er því vorkunn þegar þeir láta sér detta það í hug hvort ekki væri hægt að létta á umferð- arálaginu meö feiju milli hafnar- innar við Eiðsvík í Grafarvogi og Reykjavíkurhafnar. Slíkar hug- myndir sýna betur en flest annað hve örvæntingafullir sumir Graf- arvogsbúar eru orðnir um að lítið sem ekkert verði gert til að leysa samgöngumálin. Þeir sem hafa bent á ferju sem hugsanlega lausn fyrir Grafarvog eiga reyndar hrós skilið. Þetta er fólk með hug- myndaflug til að horfa út fyrir hið hefðbundna og hefur þor til þess að láta skoðanir sínar í ljós. Menn hafa bent á að Akraborg- in hætti siglingum á þessu ári. Upplagt sé að láta hana sigla á vet- urnar milli Grafarvogs og Reykja- víkur. Á sumrin verði hún notuð til skemmtisigl- inga með ferða- menn um sundin blá. Menn eru meira að segja búnir að finna nýtt nafn á Akra- borgina í þessu nýja hlutverki og vilja að sjálf- sögðu kalla hana „Grafarborgina RE“. Framkvæmda er þörf Að mínu mati mun slík ferja ekki leysa úr þeirri þörf sem er á lagningu nýrra og endur- bættra vegteng- inga inn í Graf- arvoginn. Þau mál verða ekki leyst nema með eftirfarandi hætti: Höfða- bakki, frá gatna- mótum við Stór- höfða að Halls- vegi, verði tvö- faldaður ásamt Gullinbrú og framkvæmdum ljúki nú í haust. Vesturlandsvegur verði tvöfaldað- ur milli Víkurvegar og Suður- landsbrautar og framkvæmdum ljúki nú í haust. Brú yflr Klepps- víkina verði tekin í notkun innan 4 ára svo og mislæg gatnamót á mótum Víkurvegar og Vestur- landsvegar. Eða eins og gömul kona í Grafarvogi sagði við mig um daginn, „Það þarf nú að byggja fleira en barnaheimili hér í borg- inni, góði minn“. Friðrik Hansen Guðmimdsson Kjallarinn Friörik Hansen Guðmundsson verkfræðingur „íbúarnir eru ab vonum orðnir langeygir eftir úrbótum nú, fjór- um árum seinna og 4 til 5 þúsund íbúum fleiri. Lítil hreyfíng er í raun á þessum málum.“ Jörfagleði Guðrúnar Lítið lesendabréf i DV í desem- ber sl. vakti athygli mína og leiddi mig út í eilítil rannsóknarstörf. Það fjallaði um frétt í Borgarfrétt- um Reykjavíkurborgar vegna opn- unar nýs leikskóla við Hæðargarð. Mynd fylgdi fréttinni og fyrirsögn- in var: „Hátíðarstund við Hæðar- garð“. Fyrir tæpum tveimur áram risu upp mikil mótmæli meðal íbúa við Hæðargarð og nágrenni vegna byggingar þessa leikskóla. Borgar- yflrvöld fóra samt sem áður sínu fram í þessu máli sem öðram eins og íbúar við Efstaleiti, Laugames- veg og nú síðast Laugaveg þekkja svo vel. Dæmi um tvískinnung R-listinn hefur predikað aukið lýðræði til handa borgurum en Hæðargarðsmálið er aðeins eitt dæmi um tvískinnung R-listans i þeim efnum. Hinn 20. mars 1996 þegar mótmæli íbúanna við Hæð- argarð risu sem hæst birtist í DV viðtal við einn þeirra, Brand Gíslason og eftir honum er haft: „Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gaf það loforð á fundi með íbúunum á sínum tíma að ekki yrði meira byggt á þessu svæði og Guðrún Ágústsdóttir, sem þá var í borgar- stjómarminnihluta, sagði á þess- um fundi í áheym fundarmanna við Vilhjálm að hún persónulega skyldi sjá til þess að Vilhjálmur stæði við þessi orð sín. í ljósi þess að nú á að fara að byggja á svæð- inu hlýtur sú spurning að vakna hver séu vinnubrögð borgarfulltrú- anna yfirleitt og hversu sé að marka orð þeirra. Nú er Guðrún forseti borg- arstjómar og formaður skipulags- nefndar og ber því höfuðábyrgð á framgöngu borgaryfirvalda í mál- inu.“ Lokin urðu þau að borgaryfir- völd, með Guðrúnu Ágústsdóttur í broddi fylkingar, óðu yfir Brand Gíslason og aðra íbúa við Hæðar- garð á skítugum skónum. Sam- kvæmt tillögu Brands var leikskól- anum gefið nafnið Jörfi. Hugmynd Brands að nafngift- inni er snilldarleg og tilvisun i Jörfa á Snæfellsnesi er öllum ijós. Á Jörfa á Snæ- fellsnesi var fyrr á öldum haldin gleði mikil árlega og er orðið Jörfagleði dreg- ið af þvi. í Orðabók Menningarsjóðs er orðið Jörfagleði skýrt á þennan veg: „árleg skemmtun haldin á Jörfa á Snæfellsnesi, bönnuð fyrir „sið- leysi“ á 18. öld.“ Brandur Gíslason hefúr nú fengið það sama fólk og óð yfir hann og aðra íbúa við Hæðargarð til að samþykkja nafn á leikskól- ann sem um langan aldur mun standa sem minnismerki um sið- leysi R-listans. Hvenær sem minnst verður á leikskólann Jörfa við Hæðargarð munu menn hugsa til yfirgangs og siðleysis R-listans í fjögurra ára borgarstjómartíð hans. Jörfagleði Guðrúnar Ágústs- dóttur stendur vel undir nafni. Hjákátlegt En Guðrún Ágústsdóttir lætur eins og ekkert hafi í skorist. Hún hefur nýlega sem formaður skipu- lagsnefhdar tilkynnt með miklum hamagangi að nú eigi ekki að leyfa nýbygg- ingar í grónum hverf- um fyrr en búið er að samþykkja deiliskipu- lag fyrir viðkomandi hverfi. Markmiðið sé að fá íbúa til að taka þátt í skipulagsvinn- unni alveg frá byrjun. Tilviljun ein réði því náttúrlega að þetta út- spil kom rétt fyrir prófkj örskosningar hjá R-listanum en Guðrún og R-listafólk lítur hálf hjákátlega út í þessum efnum. Það er ótrúlegt að Guðrún skuli leggja til lýðræði og þátt- töku íbúa miðað við það sem á undan er gengið. í próf- kjörsbaráttunni talaði Guðrún einnig um að atvinnumálin eigi að vera aðalmál næsta kjörtímabils. Hvar hefur Guðrún eiginlega ver- ið? Atvinnumálin áttu að vera for- gangsverkefni núverandi kjör- tímabils samkvæmt stefnu R-list- ans en staöreyndin er sú að þrátt fyrir gott efnahagsástand i stjóm- artíð R-listans hefur ekkert breyst. Borgarbúar ættu að vera famir að kannast við hvað verður um for- gangsmál og loforð R-listans. Stefnir Kristjánsson „Brandur Gíslason hefur nú feng- ib þab sama fóik og ób yfír hann og abra íbúa vib Hæbargarb til ab samþykkja nafn á leikskólann sem um iangan aldur mun standa sem minnismerki um sibleysi R- listans.“ Kjallarinn Stefnir Kristjánsson viöskiptafræöingur Með og á móti Stefán Konráðs- son, framkvæmda- stjórí ÍSÍ. Var rétt að sanda átta Is- lendinga á vetrarólympíu- leikana í Nagano? Umbun og hvatning „íslensku keppendurnir í Nagano höfðu allir náð lág- marksárangri Alþjóða ólympíu- nefndarinnar. Þeir hafa allir stundað æfing- ar og keppni af krafti undan- farin ár og lagt hart að sér. Skíðasamband- ið mælti með þátttöku þeirra til fram- kvæmdastjóm- ar ÍSÍ og aðeins val Sveins Brynólfssonar var gagnrýnt. Hann reyndist sá eini sem skilaði sér í mark í svig- keppni karla. Þátttaka á Ólympíuleikum er ekki eingöngu háð því að komast á verðlaunapall. Hún er umbun til þeirra sem skara fram úr á ís- lenska visu og hvatning fyrir ungt íþróttafólk til að stunda íþróttir og ná árangri. Þátttaka er íslendingum enn fremur nauð- synleg á þessum mestu íþrótta- leikum veraldar. Við'erum sjálf- stæð þjóö og eigum að sýna það. Það er svo með íþróttimar að enginn getur sagt fyrir fram um úrslit og árangur. Því miður olli árangur okkar fólks vonbrigð- um. Vonbrigðin er þó mest hjá íþróttafólkinu sjálfu. Því verður að taka og ábyrgðin á valinu er hjá ÍSÍ. Við hættum ekki keppni í fótbolta eða handbolta, svo dæmi séu tekin, þótt einstakir leikir tapist. Það hafa verið okk- ur mikil vonbrigði þegar Krist- inn Björnsson hefur fallið út úr heimsbikarmótum í vetur. Vilja menn þá halda því fram að hann hefði ekki átt að vera með? Tvisvar hefur hann staðið sig og orðið annar. Þá hefur þjóðin fagnað og kæst. Þannig eru íþróttimar, skin og skúrir. Og ef við reynum ekki, ef við erum ekki með, þá fæst jú aldrei úi' þvi skorið hvort árangur næst.“ Átlu að fara á mót við hæfi „Mér hefði fundist eðlilegra að þessir krakkar sem þama fóra utan færa frekar á mót sem væra við þeirra hæfi. Það lá á borð- inu allan tím- ann að þetta yrði mjög erf- iður róður, að fara til Asíu til að keppa, bíða þar í marga daga og ætla síðan að freista þar gæf- unnar í keppni við þá bestu. Árangur íslenskra skiða- manna hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir á undanföm- um árum, enda samkeppnin meðal þeirra bestu hörð í þessari grein. Kristinn Bjömsson er auð- vitað undantekningin. Við eigum að sjálfsögöu að senda okkar besta fólk á ólympíuleika og hjálpa þeim yngri og óreyndari til að taka þátt í mótum við hæfi. Það getur ekki verið góð reynsla að standa í tíu sekúndur í skíða- brekku með athygli alls heimsins á sér. Undirbúningurinn og þátttaka íslands í Nagano kostuðu á ann- an tug milljóna króna og þeim peningum hefði hæglega verið hægt að verja á skynsamlegri hátt.“ -VS Arnar Björnsson, íþróttafróttamaöur á Stöö 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.