Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 9 dv Stuttar fréttir Utlönd Flugræningi gripinn Farþegar í tyrknesku flugvél- inni, sem rænt var í gær í innan- landsflugi, yfirbuguöu flugræn- ingjann í morgun um leið og ör- yggisverðir, dulbúnir sem matar- sendlar, réðust inn i vélina. Kastró endurkjörinn Fidel Kastró var í gær endur- kjörinn sem forseti Kúbu til næstu fimm ára. Kastró hef- ur stjómað Kúbu síðan í byltingunni 1959. Bróðir Kastrós, Raul, var endurkjör- inn fyrsti vara- forseti eyjunnar er bíóðbingið kom saman í gær. Mossadforingi hættir Yfirmaður ísraelsku leyniþjón- ustunnar Mossad lét í gær undan brýstingi annarra stjómenda bjónustimnar og sagði af sér. Yfir- maðurinn skipulagði misheppn- aða morðtilraun í Jórdaníu síð- astliðið haust. Gísl sleppt Mannræningjar í Georgíu slepptu á miðnætti í gær einum gísl til viðbótar. Hafa þeir nú tvo starfsmenn Sameinuðu þjóðanna i haldi. Hættuleg hátíð Um 25 hafa látið lífið á kjöt- kveðjuhátíðinni í Panama. Þrett- án beirra létust í umferðarslysum sem dmkknir ökumenn ollu. Sex létust í áflogum og fimm drukkn- uðu. Heim fyrir miðnætti Dómstóll rabbína í Haifa í ísra- el hefur úrskurðað að giftar kon- ur eigi að vera komnar heim fyr- ir miðnætti. Úrskurðurinn féll í kjölfar skilnaðarbeiðni manns sem sagði konu sína sitja á krám íram undir morgun. Seldu líffæri Tveir menn hafa verið gripnir í New York grunaðir um að hafa reynt að selja líffæri úr föngum sem teknir voru af lífi í Kína. Vill leiðtogafund Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hefur ítrekað til- lögu sína um leiðtogafund með Yasser Arafat Palest- ínuforseta með Bandaríkin sem milligöngu- aðila. „Við ætt- um að loka okk- ur inni einhvers staðar og kanna af alvöru hvort hægt sé að finna málamiölun," sagði Netanyahu. Bandaríkjamenn segja ýmislegt óljóst í samkomulagi Kofis Annans viö íraka: Annanviss um sam- þykki Öryggisráðsins Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu bjóðcmna, fagnaði í gær samkomulaginu sem hann gerði við írösk stjórnvöld um vopnaeftirlit SÞ um helgina. Banda- rísk stjómvöld voru ekki jafnkát og vöruðu við því að enn væri ýmsum spurningum ósvarað og sitthvað væri óljóst. Annan skýrði Öryggisráðinu, þar sem sitja fulltrúar fimmtán þjóða, frá samkomulaginu við Saddam Hussein íraksforseta. Hann sagðist fullviss mn að samkomulagið fengi einróma stuðning i Öryggisráðinu. „Mér fannst samningshljóð i mönnum," sagði Annan við frétta- menn eftir fundinn með fulltrúum í Öryggisráðinu. Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.hafði hins vegar uppi efasemdir um samkomu- iagið og sagði að frekari útskýringa á því væri þörf. Hann sagðist mundu fara yfir viðkomandi atriði með þjóðaröryggisráðgjöfum stjórn- arinnar í Washington. „Þetta er skref í rétta átt en við þurfum frekari skýringar á sumu orðalagi samkomulagsins," sagði Richardson. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að sitt- hvað væri óljóst í samkomulaginu varðandi framkvæmd eftirlits í for- setahöllunum þar sem grunur leik- ur á að gjöreyðingarvopn séu falin. Bandarískir og breskir stjórnar- erindrekar vilja fá fullvissu fyrir því að í nýju framkvæmdinni við eftirlit í forsetahöllunum átta, sem deilan hefur staðið um, verði ekki Kofi Annan er ánægður með sam- komulagið frá Bagdad. gengið fram hjá vopnaeftirlitsnefnd SÞ (UNSCOM) sem hefur það hlut- verk að eyðileggja gjöreyðingar- vopn íraka. 1 yfirheyrslum í þinginu benti Al- bright á að Kofi Annan hefði, til að koma til móts við stjórnvöld í Bagdad, fallist á að láta stjómarer- indreka vera í for með vopnaeftir- litsmönnum SÞ þegar þeir reyndu að hafa uppi á kjama-, sýkla- og efnavopnum sem írakar eru taldir eiga. „Við getum hugsanlega Mlist á þetta ef vopnaeftirlitsmönnunum er frjálst að leita í öllum krókum og kimum,“ sagði Albright og bætti við að UNSCOM yrði að hafa fulla stjóm á því sem fram færi. Samkomulagið gerir ráð fyrir óheftum aðgangi eftirlitsmanna. Nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, Kim Dae-jung, sór embættiseiðinn í morgun við undirleik fallbyssudruna. íbúar höf- uðborgarinnar Seoul flykktust út á götur strax í gærkvöld til að fagna nýjum forseta sínum. Eins og sjá má var þar margt um manninn. Símamynd Reuter Mengun frá Sellafield við Noregsströnd Geislavirkt teknetíum frá bresku endurvinnslustöðinni Sellafield mælist nú í sjávardýr- um og þangi meðfram allri strönd Noregs. Magnið er þó langt und- ir alþjóðlegum hættumörkum. Segja sérfræðingar enga ástæðu til að vara fólk við því að borða skeldýr og önnur sjávardýr. En Norðmenn hafa samt áhyggjur af menguninni. Hún hefúr aukist og óvíst er hvaða áhrif hún hefur á umhverfið til langs tíma. Nýjar ESB-reglur geta ógnað fisk- iðnaði í Noregi Nýjar og strangari öryggisregl- ur Evrópusambandsins, ESB, geta útilokað marga rússneska togara frá norskum höfnum, að því er norska blaðið Fiskaren greinir frá. Nú þegar er erfitt fyr- ir norskan fiskiðnað að fá hrá- efni. Skorturinn hefur leitt til at- vinnuleysis. Nýju reglurnar kveða á um öryggi og búnað í fiskiskipum. Reglumar gilda einnig í aðildarlöndum Evrópska efnahagssvæðisins, EES. SUZUKI AFL OG ÖRYGGI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. S UZUKI BALENO WAGON GLX: 1.445.000 KR. • WAGON GLX 4x4: 1.595.000 KR. Kynnstu töfrum Suzuki Finndu hve rýmið er gott Baleno Wagon er aflmikill og hagkvæmur í rekstri, hefur einstaklega góða aksturseiginleika og býður upp á allt að 1.377 lítra farangursrými]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.