Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 11
MIÐYIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 11 Fréttir . Róttækar hugmyndir á iðnþingi: Utgerðin skili kvót- anum á 20 árum - ríkið leigi hann síðan út í drögum að framtíðarstefnuskrá fyrir Samtök iðnaðarins, sem lögð voru fyrir nýafstaðið iðnþing, eru lagðar til róttækar breytingar á meðferð aflaheimilda í fiskveiði- stjómunarkerfinu. Lagt er til að út- gerðarmenn skili þeim aflaheimild- um sem þeir nú ráða yfir til ríkisins á 20 árum, eða 5% á ári. Ríkið leigi síðan út kvótann sem þannig verður innkallaður gegn breytilegu árgjaldi sem ráðist af markaðsaðstæðum hverju sinni. Leigutími verði 8-12 ár í senn. Stefnuskrárdrögin eru samin af stjóm, ráðgjafaráði, félögum og stcirfsmönnum Samtaka iðnaðarins. Um þessa róttæku hugmynd að ráð- stöfun og meðferð aflaheimilda seg- ir að leiga á aflaheimildum hafi það fram yfir almenna skattlagningu að hafa ekki áhrif á nýtingu fram- leiðsluþáttanna i sjávarútveginum. Leigan sé því hagkvæmari og virk- ari leið til sveiflujöfhunar en al- menn skattlagning. í þeim kafla draganna að stefnu og framtíðarsýn Samtaka iðnaðarins þar sem Qallað er um efnahagsstjómina segir að stjóm efnahagsmála landsins eigi fyrst og fremst að tryggja að raun- gengi íslensku krónunnar haldist stöðugt og hagstætt íslenskum iðnaði og öðrum útflutnings- og samkeppnis- greinum. Stöðugleiki í efhahagsmál- um verði að vera homsteinn skyn- samlegrar hagvaxtarstefnu. Það sé mikilvægt að koma í veg fyr- ir sveiflur í efnahagslífinu sem rætur eiga að rekja til sjávarútvegarins og stafa af sveiflum í aflabrögðum og af- urðaverði. Slíkar sveiflur beri mark- visst að jafha með tiltækum hag- stjómartækjum eins og t.d. sjálfvirkri sveiflujöfnun í skattkerfinu, hófsamri peningastjómun og auðlindaleigu. Til að þessi sveiflujöfnun í skatta- kerfmu sé sem virkust segja höfund- amir að það sé nauðsynlegt að skerpa sambandið milli skatta og aflatekna og innheimta skattinn áður en aukn- ar aflatekjur fara að valda þenslu. Þetta sé mögulegt að gera með því að skattleggja hagnað af kvótasölu og að bannað verði að afskrifa annan kvóta en þann sem útgerðarmenn skila til ríkisins. -SÁ Skagafjöröur: Lýsing í Viðvík- ursveit DV, Fljótum: Eftir áramót hefhr verið unnið við uppsetningu ljósastaura við all- ar heimreiðar í Viðvíkurhreppi i Skagafirði, alls 17 talsins, og auk þess að tveimur kirkjum í hreppn- um. Það er sveitarsjóður sem stendur straum af kostnaði við framkvæmd- ina - leggur til fjóra staura ásamt jarðstreng á hvert heimili. Fólk get- ur síðan bætt fleiri staurum við á eigin kostnað ef ástæða þykir til þess. Haraldur Þór Jóhannsson, odd- viti Viðvíkurhrepps, telur að fólk sé nokkuð ánægt með þessa ffam- kvæmd. Ekki sist á þeim heimilum þar sem tamningar eru stundaðar að ráöi. Þætti þetta mikil bót því menn gætu nú verið á hestum fram eftir kvöldi. Haraldur sagði að heildarkostn- aður við verkið lægi ekki fyrir en bjóst við að hann væri nærri fjórum milljónum króna. Það er rafmagns- verkstæði Kaupfélags Skagfirðinga sem sér um verkið en fyrr í vetur annaðist það uppsetningu ljósastaura við flesta bæi í Rípur- hreppi í Skagafirði. -ÖÞ Veriö er aö setja upp hljóömúr viö Sæbraut en hávaöamengun var hiuti af ástæöunni fyrir því hve umdeild nýbygging ibúðarhúsa viö Laugarnesveg var á sínum tíma. DV-mynd S Sorpförgun byggðasamlags- ins Hulu Skipulagsstofnun hefur lagt fram ffummatsskýrslu vegna sorpförgun- ar í A- og V-Eyjafjallahreppum, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi en byggðasamlagið Hula er fram- kvæmdaraðili verksins. í fnunmatsskýrslu eru metin um- hverfisáhrif sameiginlegrar urðun- ar hreppanna á heimilissorpi á Skógasandi; sorporkustöðvar á Kirkjubæjarklaustri ásamt m-ðun- arstöðum við Uxafótarlæk og á Stjómarsandi. Gert er ráð fyrir að heildarúrgangur, sem til fellur á samlagssvæðinu, verði á bilinu 700 til 900 tonn. Almenningi gefast fimm vikur til að kynna sér fram- kvæmdir og gera athugasemdir sem skulu berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 27. mars. Tillögur að deiliskipulagi á Skógasandi, við Uxafótarlæk og á Stjómarsandi, auk breytinga á aðalskipulagi vegna sorporkustöðvar á Kirkjubæjar- klaustri, verða auglýstar um leið og frummatsskýrslan. -sm Stöðvarfjörður: Loðnuúrgangur til Sandgerðis Nú hafa forsvarsmenn Gunn- arstinds á Stöðvarfirði tekið upp þá nýbreytni að láta sigla með loðnuúr- gang til Sandgerðis til bræðslu. Loðnuúrgangi var dælt um borð í Dagfara og síðan fyllt í hann úr Sól- fefli þeim afla sem ekki fór til fryst- ingar hjá fyrirtækinu. Siðan var siglt tl Sandgerðis en þar er verk- smiðja sem er að hluta til í eigu KEA eins og Gunnarstindur og bæði umrædd skip. -GH Fýrsta loðnan til Eyja DV, Vestmannaeyjum: Heimaey VE kom með fyrsta loðnufarminn eftir verkfall til Eyja í gærmorgun. Skipið var með 700 tonn og fór helmingur aflans til reynslu í nýjan tækjabúnað til loðnuvinnslu í ísfélaginu. Allt er tfl reiðu til að taka á móti loðnu til frystingar í Vestmannaeyj- um og hafa bæði ísfélagið og Vinnslustöðin gert miklar endur- bætur á flokkunarstöðvum og vinnslulinum. Sameiginleg afkasta- geta þeirra er nálægt 900 tonnum á sólarhring. -ÓG AEG • -28. febrúcar Afslattur af öllum AEG vörum í verslun okkar í 8 dagaí Einnig afsláttur af: Emile Henry leirvörum (+20%) • Brabantia eldhúsvörum, strauborð ofl. (+20%) • Tefal raftæki +20% XlíTX AEG | I-Jllilci lcillA : ^brabantia' Í~X_ BRÆÐURNIR m OKMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.