Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 19
Blcmd í poka Ágúst Gylfason og félagar í Brann töp- uðu fyrir dönsku meisturunum Bröndby, 4-2, á Noröurlandamóti félagsliða í knatt- spyrnu á Spáni í fyrradag. Þá töpuðu tyrra Ólafu Jlafur H. Kristjánsson og félagar í danska liðinu AGF fyrir Gautaborg frá Svíþjóð, 2-1. Bæði Brann og AGF eru úr leik í sínum riðlum. Bland í poka Niðurlæging í Nagano Vetrarleikunum í Nagano í Japan er lokiö og þaö þó fyrr hefði verið að margra mati. íslendingar áttu átta keppendur á leikunum og er skemmst frá því að segja að árangur þeirra var engan veginn viðunandi. Það hefur löngum verið deilt um hvaða ís- lenskir íþróttamenn eigi að fara á stórmót eins og ólympíuleika og hverjir ekki, hvar lágmörk- in eigi að liggja. Fyrir leikana í Nagano var miöað við 500 bestu skíðamenn í heiminum í hverri grein, ekki 250 eins og venjulega. Fljótlega kom í ljós að íslensku keppendum- ir í Nagano voru alltof margir. í mesta lagi hefði átt að senda tvo til þrjá. Hver á fætur öðr- um duttu íslensku keppendumir úr keppni og margir eftir aðeins nokkrar sekúndur. Það þurfti ekki fróða menn til að sjá að brautimar í Nagano vom ekki sniðnar aö getu okkar keppenda heldur þeirra sem mun lengra eru komnir í íþróttinni. Ólympíuleikar eru ekki firmakeppni eða héraðsmót. Leikarnir era einfaldlega stærsta íþróttamót sem haldið er í heiminum. Afreks- menn leggja mjög mikla áherslu á að ná góðum árangri á ólympíuleikum, mun meiri áherslu en á öðram stórmótum. Þeir era ekki mættir þar til aö sýna sig og sjá aðra heldur til að ná árangri. Ég fullyrði að aimenningur hér á landi, sem á annað borð fylgist með leikunum, hefur eng- an áhuga á að ísland sendi svo og svo marga keppendur bara til að vera með. Gamla ung- mennafélagshugsjónin er í engu gildi þegar um ólympíuleika er að ræða. Þar gildir það eitt að ná árangri. Menn verða að setja sér háleit takmörk. Það er hræðilegt metn aðarleysi að miða við 500 bestu skíðamenn heimsins þegar verið er að velja íslenska keppendur á leikana. íslensku skíðafólki er enginn greiði gerður með því. Og það veröur aö segja hlut- ina eins og þeir eru. Hér heima var hvarvetna hlegið að íslensku keppendunum sem ekki komust háifa leið niður brekkumar að einum undanskildum sem stóð sig vel. Er það þetta sem skíðaforystan vill? Væri ekki nær að eyða peningunum í æfmgaferðir fyrir okkar fólk og reyna þannig að gera það betur í stakk búið til að keppa á vetrarleikum í framtíðinni. Okkar fólk kæmist þá kannski niður hálfar brekkumar í stað þess að falla úr keppni í nágrenni við rásmarkið. Ég er ekki meö þessu að gera lítið úr ís- lensku keppendunum í Nagano. Vitanlega þáöu þeir boðið er þeir vora valdir til að keppa á leikunum. Og mér dettur ekki í hug eitt augnablik að þeir hafi ekki gert sitt besta. Þeir vora og era bara ekki betri en þetta enn sem komið er. Það var hins vegar forystan sem brást. Og ekki í fyrsta skipti. Margir vilja tengja það ólög- legri setu formanns Skíðasam- bands íslands í framkvæmda- stjói'n ÍSÍ að miðað var við 500 bestu í hverri grein en ekki 250. Hvort sem það er satt eða ekki þá situr formaður Skíðasambandsins, Benedikt Geirsson, í framkvæmdastjóm ÍSÍ, beggja megin við borðið, og brýtur þar með lög. Hann hefur sagt i fjölmiðlum að sá sem taka átti við af honum sé ekki tilbúinn til þess. Það er ekki mál Benedikts. Það er hins vegar mjög alvarlegt að forysta ÍSÍ skuli hvorki hreyfa legg né lið þegar lög era þverbrotin inn- an hreyfingarinnar. Þátttaka íslendinganna í Nagano olli gífur- legum vonbrigöum eins og vænta mátti. Annars er ekki hægt að skilja við þessa leika án þess að lýsa yfir mikilli ánægju með þá Vil- helm Þorsteinsson og Daníel Jakobsson sem lýstu því sem fyrir augu bar á leikunum ásamt íþróttafréttamönnum RÚV. Dag eftir dag slógu þeir Vilhelm og Daníel í gegn, enda fagmenn á ferð. Daprar hefðu lýs- ingamar orðið án þeirra og ég í það minnsta hefði ekki nennt að horfa nema á eina þeirra ef Vilhelms og Daníels hefði ekki notið við. Að lokum þetta: Vonandi er hrakfórum skíðamanna okkar á ólympíuleikum lokið. Mál er að linni þessum ósköpum og þar mæti verð- ugir fulltrúcir fyrir okkar hönd í framtíðinni í stað þeirra sem ekkert erindi eiga á stórmót sem vetrarleika. -SK MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1998 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1998 Hópferð á leik Man. Utd og Monaco Úrval-Útsýn og Manchester United-klúbburinn á Islandi bjóöa upp á ferð á síðari leik Man. Utd og Monaco í 8-liða úr- slitum í meistaradeildinni. Farið veröur út að morgni 18. mars og komið heim aö kveldi þann 19. Nánari upplýsingar veitir íþróttadeild Úrvals-Útsýnar í s. 569-9300. Ian Rush, knattspyrmunaðurinn gamalkunni hjá Newcastle, hefur ver- ið lánaður til 1. deildar liðs Sheffield United. Jamaíka og Nígería, sem bæði leika í lokakeppni HM i knattspymu í sum- ar, geröu jafntefli, 2-2, í Kingston á Jamaíka í fyrrinótt. Jón Arnar Ingvarsson og félagar í Castors Braine sleppa liklega við fall úr efstu deild belgíska körfuboltans. Braine situr eitt á botninum en held- ur sæti sínu ef liðum 1 deildinni verð- ur fjölgað úr 14 í 16 eins og útlit er fyrir. Hermann Hauksson spilar með St. Niklaas í 2. deild og það vermir líka botnsætið en gæti sloppiö á sömu for- sendum. Hólmsteinn Jónasson er genginn til liðs við 1. deildar lið Víkings í knatt- spymu eftir nokk- urra ára fjarvem. Hólmsteinn varð íslandsmeistari með Vikingmn 1991 en lék með Fram frá 1994 og þar tU á miðju síðasta sumri þegar hann skipti yfir í Val. Martin Hiden, 24 ára vamarmaöur frá Austurríki, er á leiö tU Leeds United frá Rapid Vtn. Hann hefur skrifað undir samning við Leeds sem gUdir tU ársins 2001. Brian Little sagði í gær upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri Aston VUla. Liði ViUa hefur vegnað Ula á leiktíðinni nema í UEFA-keppninni þar sem það er komið í 8-liða úrslitin. Dermot Gallacher, dómari í ensku úrvalsdeUdinni í knattspymu, hefur verið úrskurðaður i eins leiks bann af aganefnd enska knattspymusam- bandsins. Gallacher urðu á slæm mis- tök 1 leik Arsenal og Chelsea þar sem hann átti að reka Steve Bould af veUi fyrir að toga ViaUi niður en sleppti honum með gult spjald. Zoran Miljkovic, vamarmaðurinn sterki úr ÍBV, birtist óvænt á Kýpin- t gær. Miljkovic hefúr veriö meidd- ur og Eyjamenn reiknuðu ekki með honum á al- þjóðlega mótiö sem þar stendur yfir. Nú er líklegt að hann spUi þá leiki sem ÍBV á eftir. Mörg íslendingalió vom í eldltn- unni í gær á æfmgamótum á Kýpur og á Spáni. Stabcek, lið Helga Sigurðssonar, tap- aði 0-2 fyrir danska liðinu AaB. Elfsborg, lið Haralds Ingólfssonar, tapaði fyrir norska Uöinu Kongsvin- ger, 2-0. Helsingsborg, lið þeirra Hilmars Bjömssonar og Jakobs Jónharðsson- ar, steinlá fyrir norska liðinu Bodö/Glimt, 3-0. Malmö, liö Sverris Sverrissonar og Ólafs Amar Bjamasonar, gerði markalaust jafntefli gegn Rosenborg á Norðurlandamóti félagsUða í knatt- spymu á Spáni í gær. Sverrir og Olafur vom báðfr í byrjunarliðinu. -VS/GH Einar Örn til Sogndal Einar Örn Birgisson, knattspymumaður úr Þrótti í Reykjavík, fer öðra sinni til norska úrvalsdeildarliðsins Sogndal um miðjan mars. Ein- ar lék tvo æfingaleiki með liðinu í janúar og gekk ágætlega. Sogndal óskaði eftir þvi að fá hann aftur en vegna meiðsla var því frestað um sinn. Einar Öm var markahæsti leikmaður Þróttara í fyrra með fiórtán mörk í 1. deild og bikarkeppninni. -VS Aðalfundur Umf. Fjölnis Venður haldinn laugandaginn "7. mans 1 99B kl. 13:30 að Dalhúsum 2. □agskrá: 1 . Venjuleg aðalfundanstönf samkv. lögum félagsins. 2. Önnun mál. Um kvöldið halda Fjölnismenn hátíð kl. 21 :00. Allin félagan og velunnendun félagsins velkomnin Stjórnin íþróttir ______________________________íþróttir Aganefnd HSÍ: Viðar - 7 mánaða bann Eftirminnileg skoðunarferð í Sarajevo íslenska landsliðið í körfuknatt- leik, sem nú dvelur í Sarajevo í tengslum við leikinn gegn Bosníu í Evrópukeppni landsliða, var í gær boðið í skoðunarferð um borgina en eins og flestum er kunnugt fór borg- in mjög illa út úr loftárásum Serba í stríðinu. Sarajevo var af mörgum talin ein fegursta borg Evrópu. „Við höfum fengið mjög góðar móttökur hjá Bosníumönnum, mat- urinn er góður og sömuleiðis hótel- ið sem við gistum á. Okkur var boð- ið í skoðunarferð um borgina og fer sú ferð seint úr minni okkar. Hún verður eftirminnileg lengi og við voram nánast slegnir. Við höfðum fylgst með stríðinu í fjölmiðlum á sínum tíma en að vera í nálægð við rústimar snart okkur alla,“ sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari við DV. -JKS ffj) ENGLAND 1. deild: Bradford-Port Vale ...........2-1 Huddersfield-Sunderland.......2-3 Ipswich-Oxford ...............5-2 Reading-Man. City.............3-0 Stockport-Norwich ............2-2 Tranmere-Nott. Forest.........0-0 WBA-Portsmouth ...............0-3 Nott. Forest og Middlesbrough eru efst og jöfn með 65 stig, Sunderland 61, Sheff. Utd 54, Charlton 53. Dundee United og Hibemian skildu jöfin, 1-1, i skosku úrvalsdeildinni. Sigurður Jónsson lék ekki með Dundee vegna meiösla og þeir Ólafur Gottskálksson og Bjamólfur Lámsson voru ekki i leikmannahópi Hibemian. Rangers geröi 1-1 jafntefli gegn Kilmamock, Svíinn Jonas Them jafnaöi fyrir Rangers 20 mínútum fyrir leikslok. -GH Krisfján hafnaði boði Tertnes Kristján Halldórsson, þjálfari norska kvennaliðsins Larvik, hef- ur hafhaö boði úrvalsdeildarliðs- ins Tertnes um að sljórna því næsta vetur. Með Tertnes, sem er frá Bergen, leikur Fanney Rúnars- dóttir landsliösmarkvöröur. Kristján var í Bergen um helg- ina og átti viðræður við forráöa- menn Tertnes. Samkvæmt blað- inu Bergensavisen slitnaöi óvænt upp úr þeim í fýrrakvöld. Haft er eftir forráðamönnum Tertnes að málið hafi veriö nánast í höfn og þeir séu rpjög leiöir yfir því aö fa ekki Kristján. Mette Davidsen, besti leikmaður Tertnes, tekur í sama streng og lýsir yfir von- brigðum með að fá ekki aö spila undir stjóm íslendingsins. „Ég vil ekkert segja um ástæð- ur þess að ég tek ekki viö Tertnes en ég er á leiö heim til íslands," segir Kristján við blaöið. Eins og fram kom í DV á dögunum hafn- aði hann tilboði Larvik um að halda áfram störfum þar. -VS - Hulda í eins leiks bann - Haukar þurfa að greiða sekt og leika fyrir tómu húsi Viðar Símonarson, þjálfari kvennaliðs FH í handknattleik, var í gær úrskurðaður í 7 mánaða tíma- bundið leikbann af aganefnd HSí sem í gær tók til umfjöllunar mál er kom upp í lokamínútum Hauka og FH í 1. deild kvenna í handknattleik í síðustu viku. Aganefndin sendi frá sér fréttatilkynningu eftir fundinn í gær og hljóðar hún þannig: „Að teknu tilliti til vitnisburðar og skýrslu dómara hefur aganefnd HSÍ komist að eftirfarandi niður- stöðu í málinu: 1. Sannað þykir að Viðar Símon- ar hafi bæði hrint og sparkað í leik- mann Hauka og þar með sýnt af sér mjög óíþróttamannslega framkomu og vegna þessa atviks telur aga- nefnd HSÍ að ekki verði komist hjá refsingu. Viðar er hér með dæmdur í 7 mánaða tímabundið leikbann sem tekur gildi kl. 12 fimmtudaginn 26. febrúar og gildir til kl. 12 þriöju- daginn 27. október 1998. 2. Hulda Bjamadóttir, leikmaður Hauka, hefur fengið 5 refsistig og er hún hér með dæmd í eins leiks keppnisbann og skal bannið taka gildi kl. 12 á fimmtudag. 3. Sannað þykir að framkoma áhorfenda hafi verið ósæmileg og hafi gæsla á leikstaö verið ónóg og engan vegin fær um að taka á þeirri stöðu sem upp kom. Vegna þessa hefur Aganefnd HSÍ tekiö þá ákvörðun að næsti heimaleikur Hauka í meistaraflokki kvena skuli leikinn fyrir tómu húsi. Jafnframt er handknattleiksdeild Hauka gert að greiða sekt til HSÍ að upphæð 20.000 krónur." Ekki verður hægt að áfrýja þessum úrskurði Aganefndar. -GH Island mætir Bosníu í Sarajevo í kvöld: Víkingurfrá Ólafsvík tekur þátt í 1. deildar keppni kvenna í knattspymu í fyrsta skipti í sumar. Ólsarar eru i A-riöli með Grindavík, Fylki, FH, Sel- fossi og Gróttu. í B-riöli eru noröanliðin Leiftur, KS, Tindastóll, Hvöt og ÍBA og i C-riðli eru austanliðin KVA, Einherji, Hött- ur og Leiknir, F. Sindri frá Hornafirói, sem hefur verið hársbreidd frá sæti í efstu deild undanfarin ár, er ekki með að þessu sinni og ekki heldur Afturelding sem lék í efstu deild 1996. / Grctfarvogi hefur verið stofnað nýtt knattspymufélag, Óðinn, og þaö hefur tilkynnt þátttöku í 3. deild karla í sumar. Óðinsmenn þurfa þó aö bíöa samþykkis frá Iþróttabanda- lagi Reykjavíkur en þeim hefur verið stillt upp í A-riöil 3. deildar. Þar em einnig KFSfrá Eyjum, Víkingur úr Ólafsvík, Hamar, Léttir, Bruni, Snæ- fell, KFR og Afturelding. ífrétt af andláti Robbie James, fyrr- um leikmanns velska landsliðsins í knattspymu, í DV á mánudag var honum mglaö saman viö annan snjallan Walesbúa. Þaö var ekki Robbie James sem lék Sævar Jónsson grátt í landsleiknum á Laugardals- velli árið 1980 heldur kantmaðurinn Leighton James. Robbie lék 47 leiki fyrir Wales á árunum 1979 til 1988, þar af þrjá gegn íslandi. Leighton lék 54 landsleiki á árunum 1972 til 1983. B-lió Þróttar úr Reykjavik vann alla fimm leiki sína i annarri umferð 2. deildar karla í blaki sem var leikin á Homafirði um siöustu helgi. Þrótt- arar em alls með 20 stig, fullt hús, eftir 10 leiki. Hamar kemur næstur meö 15 stig, þá Fram meö 14, Hmna- menn með 10, Nató með 4 og Sindri rekur lestina með 3 stig. Leiknir sigraöi Hamar, 78-73, í 1. deild karla í körfúknattleik í gær. -VS/GH Charles Barkley og Hakeem Olajuwon máttu sín Iftils gegn mjög sterku liði Washington f nótt. Islandsmótiö í þolfimi: Ungverskir gestir á heimsmælikvarða „Við eigum von á mjög skemmtilegu móti og ætlum að hafa þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur," sagði Ágústa Gísladóttir, formaður þolfiminefndar Fimleikasambands ís- lands, í samtali við DV í gær. íslandsmótið í þolfimi fer fram næsta sunnudag i Laugar- dalshöll. Halldór Jóhannsson mun verja Islandsmeistaratitil sinn í karlaflokki en í kvennaflokki verður krýndur nýr meistari. íslandsmeistarinn frá í fýrra, Ása Ninna Péturs- dóttir, er veik og getur ekki tekið þátt í mótinu að þessu sinni. „Við eigum von á mjög jafhri og spennandi keppni í kvennaflokki aö þessu sinni og þaö er ljóst að nýr meistari verður krýndur á sunnudaginn," sagði Ágústa. Sérstakir gestir mæta til leiks að þessu sinni frá Ungverja- landi og ekki gestir af lakari gerðinni. Heimsþekktur þolfimihópur ungverskra drengja mun sýna listir sínar á mótinu. Hér er um að ræða atvinnumenn sem alltaf hafa unnið til verðlauna á heimsmeistaramótum. „Hér er um frá- bæra þolfimistráka að ræða og okkur er mikill fengur í komu þeirra. Við munum sýna þolfimi á heimsmælikvarða á sunnudaginn í Höllinni," sagði Ágústa ennfremur. I unglingaflokki mun Jóhannes Helgi Gíslason verja ís- landsmeistaratitil sinn frá í fýrra en nýr meistari verður krýndur í unglingaflokki kvenna. Að sögn Ágústu verður allt reynt til að gera íslandsmótiö sem glæsilegast úr garði enda fagnar Fimleikasamband Islands 30 ára afmæli sínu á þessu ári. -SK Geysilegur áhugi íslenska landsliðið i körfuknatt- leik mætir Bosníumönnum í riðla- keppni Evrópumóts landsliða í Sarajevo í kvöld. íslendingar hafa leikið þrjá leiki í riðlinum til þessa og tapað þeim öllum. Árangur liös- ins hefur engu að síður vakið mikla athygli á meðal körfuboltaáhuga- manna í Evrópu. íslendingar léku fyrsta leikinn gegn Hollandi í Reykjavík og tapað- ist sá leikur naumlega. Næst var leikið við Letta í Riga og síðast gegn hinu geysisterka liði Króata í Laug- ardalshöllinni. íslendingar veittu Króötum harða keppni og réðust úr- slit ekki fyrr en undir lok leiksins. Þetta var af mörgum talinn einn besti leikur A-landsliðsins í mörg ár, ef ekki sá besti í sögunni. Ljóst má vera að leikurinn í Sara- jevo verður Islendingum mjög erflð- ur í kvöld enda eiga Bosníumenn á að skipa einu besta landsliði í Evr- ópu. „Við höfum æft tvisvar í íþrótta- höllinni og aðstæður eru alveg þokkalegar. Það er geysilegur áhugi fyrir leiknum og reiknað er með tíu þúsund áhorfendum á leikinn. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Bosn- íumenn því þeir era efstir í riðlin- um og er í mun að vinna neðsta lið- ið upp á ffamhaldið í keppninni. Bosníumenn leggja því allt í sölum- ar og eitt er víst að okkar bíður erf- iður leikur. Þeir tefla fram hæfileik- aríku liði en þeir unnu meðal ann- ars Króta á heimavelli með þremur stigum,“ sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari við DV í gær- kvöldi. -JKS Jón Kr. Gfslason landsliðsþjálfari. T'íj ENGLAND --------- NBA-deildin í nótt: Webber sterkur Sjö leikir fóru ffarn í NBA-deild- inni í körfuknattleik i nótt og úrslit- in urðu þessi: Washington-Houston..........124-112 NJ Nets-Vancouver..........110-101 NY Knicks-Golden State........82-37 Utah Jazz-Miami Heat.......102-104 SA Spurs-Minnesota..........105-99 Milwaukee-LA Lakers ..........81-98 Phoenix-76ers.................84-85 Chris Webber var gríðarlega sterkur í liði Washington gegn Hou- ston ásamt Rod Strickland. Webber skoraöi 36 stig og Strickland 31. Hjá Houston var Kevin Willis með 20 stig, Hakeem Olajuwon 19, Clyde Drexler 17 og Charles Barkley 16. Olajuwon lék sinn 1000. leik fyrir Houston Rockets. New York er vængbrotið án Pat- ricks Ewings og vinnur varla góöan sigur. Houston var með 25 stig og Johnson 19 fyrir Knicks en Marsvar meö 19 stig fyrir Golden State. Kittles skoraði 29 stig fyrir NJ Nets gegn Vancouver og Cassell 28. Reeves var með 31 stig fyrir Vancouver og Rahim 26. Utah tapaði á heimavelli fyrir Mi- ami Heat en naumlega þó. Alonzo Mouming og Voshon Lenard skor- uðu 20 stig hvor fyrir Miami en hjá Utah var Karl Malone með 26 stig. LALakers vann góðan sigur á útivelli gegn Milwaukee. Shaquille O’Neal skoraði 21 stig og Eddie Jo- nes 20 fyrir Lakers. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Milwaukee. Tim Duncan skoraði 28 stig fyrir SA Spurs gegn Minnesota. -SK Robbie Fowler slas- aðist illa á hné í leik Liverpool gegn Ev- erton í fyrrakvöld og nú er ljóst að hann leikur ekki meira með Liverpool á þessu tímabili né með Englending- um á HM í sumar. Forráóamenn Chelsea hafa sett sig í samband viö UEFA vegna leiks Chel- sea og Real Betis í Evrópukeppni bik- arhafa. Þeir hjá Chelsea hafa kvartað yfir því að sænsku dómaratríói leiks- ins hafi veriö boðiö til Spánar og Sví- amir hafi horft á leik Betis og Espanol í spönsku deildinni úr heið- ursstúku vallarins. Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er æfareiður yfir linnulausum æfinga- leikjum landsliöa í Evrópu. Henning Berg flaug í gær til Parisar þar sem hann leikur í kvöld meö Norðmönn- um gegn Frökkum. Ferguson er óhress með að á sama tíma og glfurlegar kröfur séu gerðar til framkvæmdastjóra félagsliöa hafi þeir minni og minni stjóm yfir sin- um bestu leikmönnum. Man. Utd á að leika gegn Bamsley í bikamum í kvöld og er Ijóst að gífur- leg meiðsli htjá liö meistaranna. Ryan Giggs er meiddur. Einnig þeir Paul Scholes, Ole Gunnar Solskjær, Ronny Johnsen, David May, Roy Kea- ne, Jordi Cruyff og Henning Berg verður að leika í Paris með landsliöi Noregs. -VS/SK Ungverski hópurinn sem sýnir listir sfnar á íslandsmótinu í þolfimi næsta sunnudag I Höllinni. Hopurinn hefur alltaf unniö til veróiauna á heimsmeistaramótum sem hann hefur tekið þátt I. IBV tapaði Rússneska félagið Metallurg sigraði íslandsmeistara ÍBV, 3-2, í fyrstu umferðinni á alþjóölegu knattspymumóti sem hófst á Kýpur í gær. Steingrímur Jó- hannesson og Kristinn Lárasson skoraðu mörk ÍBV. Metallurg varö í öðra sæti rússnesku 1. deildarinnar í fyrra en fékk ekki sæti í úrvalsdeildinni vegna fækkunar þar. Eyjamenn mæta liði Teits Þórðarsonar, Flora Tallinn frá Eistlandi, í leik um 3. sætið í riðlinum á morgun. Flora tapaði fyrir rússneska úrvalsdeOdarlið- inu Krilija Sovetov frá Rússlandi í gær. Sigurliöið á morgun leik- ur um 5. sæti mótsins á laugar- dag en tapliðið um 7. sæti. -VS íkvöld 1. deild karla í handknattleik ÍR-KA ................20.00 Haukar-HK ............20.00 Valur-FH..............20.00 Víkingur-Fram ........20.00 ÍBV-Stjaman...........20.00 2. deild karla í handknattleik Höröur-Fylkir ........20.00 ÍH-Selfoss............20.00 1. deild kvenna 1 blaki: KA-Völsungur .........19.30 Körfuknattleikur I kvöld leikur íslenska karla- landsliðið gegn liöi Bosníu á EM. Leikurinn fer fram í Sarajevo. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.