Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 Spurningin Hvað ætlar þú að gera í dag? Maggý H. Jóhannsdóttir af- greiðslumaður: Ég ætla að hvíla mig. Garðar Rafn Halldórsson, 5 ára: Bara leika mér í súpermannsbún- ingi. Sonja Ásgeirsdóttir, 5 ára: Vera í englabúningi. Aldís Ottósdóttir, 8 ára: Ég ætla á grímuball í gervi unglings. Dagmar Ottósdóttir, 6 ára: Ég verð Lína langsokkur og fer á grímuball. Franz og Egill Ottóssynir, 5 og 3 ára: Við verðum á náttfataballi í leikskólanum. Lesendur Keflavíkurflugvöllur og framtíð hans Á Keflavíkurflugvelli. „Trúlegt er að flugvöllurinn verði þá lokaður að nóttu til líkt og á minni flugvöllum erlendis." Skarph. Einarsson skrifar: Samkvæmt Keflavíkursamningn- um frá 1947 afhentu Bandaríkin ís- lendingum völlinn til eignar þótt svo hinir síðarnefndu hafi ekki þurft að standa straum af rekstri hans eða viðhaldi. Nú vilja Banda- ríkjamenn að íslendingar taki sjálf- ir á sig rekstrarkostnað flugvallar- ins að hluta eða jafnvel öllu leyti. Sem auðskilið og rétt er. í dag hirða þó íslendingar lendingargjöldin sem eru geysiháar upphæðir og nota til viðhalds á flugvöllum á landsbyggð- inni. Árið 2000 munu Bandaríkjamenn endurskoða varnarmál Bandaríkj- anna með tilliti til spamaðar fyrir land og þjóð. Þeir em nú að loka herstöðvum heima jafnt og erlendis. Keflavíkurflugvöllur verður þar engin undantekning. Utanríkisráð- herra, Halldór Ásgrimsson, sagði í blaðaviðtali nýlega að herstöðin í Keflavík væri ekki iengur vettvang- ur framkvæmda eða atvinnuskap- andi svæði. í næstu samningum myndi mót- aðilinn (Bandaríkin) leggja mikla áherslu á sparnað í rekstri stöðvar- innar. Þau hafa nú þegar tilkynnt íslendingum að þau muni ekki taka frekari þátt í fyrirhugaðri stækkun flugstöðvarinnar. Það liggur því ljóst fyrir að íslendingar verða að koma sér upp t.d. slökkviliöi við völlinn með tilheyrandi mannvirkj- um. Einnig aðstöðu og tækjum til snjómoksturs og hálkueyðingar. Trúlegt er að flugvöllurinn verði þá lokaður að nóttu til líkt og á minni flugvöllum erlendis. Mörg flugfélög hafa nú þegar Prestwick í Skotlandi sem varaflugvöll á leið yfir Atlants- hafið, enda eru lendingargjöld þar og önnur þjónusta mun ódýrari en á íslandi. - Reyndar hefur Prestwick verið slíkur varaflugvöllur síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Þannig mun Bandaríkjaher hætta að ausa skattpeningum Bandaríkja- manna í rekstur flugvallar sem þjónar nú að mestu farþegaflugi, þó svo að flugvöllurinn verði áfram í orði kveðnu NATÓ-flugvöllur á ís- landi. Skeytaþjónusta Landssímans - mikiö notuð, ódýr og vinsæl Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull- trúi Landssímans, skrifar: Skeytaþjónusta ritsímans er mikið notuð og á síðasta ári voru borin út um 125.000 skeyti. Reynt er að halda verðinu í lágmarki. Það kostar liðlega 400 krónur að senda venjulegt heilla- skeyti. Bergþór Guðmundsson, er skrifar bréf í DV 19. þ. m., var þó ekki nógu ánægður með þá þjónustu sem hann fékk en afmæliskveðja sem hann sendi 9. febrúar barst ekki viðtak- anda. Hér er mannlegum mistökum um að kenna og er Bergþór beðinn af- sökunar á þeim. Það er vissulega slæmt að svona skuli geta komið fyrir og gott að mis- tökin uppgötvuðust þannig að hægt væri að reyna að bæta fyrir þau. Að sjálfsögðu var Bergþór ekki látinn greiða fyrir skeytið. í lesendabréfi sinu lýsir hann einn- ig óánægju með að annað skeyti sem sent var til Neskaupstaðar á sunnu- degi skuli ekki hafa verið borið út fyrr en á mánudagsmorgni. Þvi er til að svara að það er einungis í stærri bæjum sem borið er út um helgar og þótt gott væri að geta veitt enn betri þjónustu myndi það óhjákvæmilega koma fram í hækkun á verði skeyt- anna. Því er þessi háttur hafður á nema þegar fermingarnar standa yfir. Að endingu er enn og aftur beðist velvirðingar á þeim mistökum sem fyrr voru nefnd og þeim óþægindum sem Bergþór Guðmundsson varð fyr- ir. Olíuhreinsun - nýr vágestur? Jóhann Sigurjónsson skrifar: Við íslendingar unnum vamarsig- ur á mengunarráðstefnunni i Kyoto þegar við náðum þvi fram að fá að menga meira. Meira í dag en í gær. - Miðað við öll þau stóriðjuáform sem yfir okkur vofa hlýtur mengunar- aukning okkar að verða meiri en samið var um. Það hlýtur líka að vera í lagi að svindla ofurlítið, ekki hvað síst ef við svindlum á sjálfum okkur í leiðinni. Ein stóriðjuhugmynd sem reifuð hefur verið er þó skuggalegri en allar hinar. Ég á við olíuhreinsunarstöð á íslandi. Ráðamönnum virðist ekkert heilagt og nú hefur verið unnið að því á bak við tjöldin að semja um hressi- lega olíuhreinsunarstöð hér á landi. Hingað myndu risaolíuskip flytja 5000 lli kl. 14 og 16 ILÍ^ÍiE)^ þjónusta allan _______ Oft hefur legið við stórslysi af olíumengun á strandstað hér við land. farm sinn og hver meðalrati ætti að geta séð að fyrr eða síðar eiga þessir risar eftir að stranda hér í vondum veðrum og farmurinn renna í hafið. Fljótt skipast veður við íslands- strendur og reynsla annarra þjóða hefur sýnt að fari olíufarmur í sjóinn veldur hann óbætanlegu tjóni. Við værum beinlínis að leggja til atlögu við okkar gjöfulu fiskimið og fjöl- skrúðuga fuglalif. Minkurinn, mesti vágestur sem hingað hefur komið, var fluttur tO landsins fyrir tilstilli gráðugra ævin- týramanna sem vildu græða hvað sem það kostaði. Rökum þeirra sem mæltu gegn þessari ógæfu var snarlega eytt með því að fullyrða að þótt einn og einn minkur slyppi úr búri gilti það engu því íslenski veturinn myndi sjá til þess að kvikindin yrðu ekki langlíf. Allir vita nú hvernig fór og við ættum því að standa fast fyrir gegn nýjum vágestum, ævintýramönnum sem hyggjast hreinsa hér olíu og menga strendur landsins. DV Sjónvarpskonur Sæunn skrifar: Mikill happafengur var Elín Hirst fyrir Ríkissjónvarpið. Hún er fránn fréttahaukur og alveg mátulega aðgangshörð. Að mínu viti er hún fféttamaður á heims- vísu. Mér leiðist að sjá veist að Jóhönnu Vigdísi því hún leggur sig mjög fram, er einlæg með fal- legt, bamslegt bros. Ef til vill er harður heimur fréttamennskunn- ar ekki hennar rétti vettvangur en hún myndi sóma sér vel sem stjórnandi barnaefnis því mér sýnist hún vera bamagæla. Hún gaéti t.d. verið góð þula þótt eng- inn komist i hálfkvisti við Ragn- heiði Clausen, þá stórglæsilegu og tígulegu konu á skjánum. Nýtt punkta- kerfi lögreglu Hafliði Helgason skrifar: Margt gleymist í nýju punkta- kerfi lögreglunnar. Engir punkt- ar eru t.d. fyrir ökumenn sem aka hægaakstur, engir punktar fyrir ökumenn sem ekki nota stefnuljós, engir punktar fyrir ökumenn sem tefja umferð á vinstri akrein eða fyrir þá sem tala í farsímann. Lögregluemb- ættið hefur kannski ekki mann- skap í eftirlitið. Ekkert frekar en mannskap til að sinna útköllum. Enginn eigandi Víkartinds? Guðm. Gíslason hringdi: Ég heyröi í sjónvarpsfrétt ný- lega að nokkrir innflytjendur ásamt tryggingafélaginu Sjóvá- Almennum hygðust efna til málaferla á hendur Eimskipafé- lagi íslands vegna tjóns af völd- um Víkartindsstrandsins. Fréttamaður gat þess sérstaklega að erfitt væri að afla upplýsinga þar sem enginn eigandi að skip- inu fyndist í Þýskalandi þrátt fyrir eftirgrennslan. Ég man þó ekki betur en í fréttum, bæði í DV og e.t.v. víðar, væri einmitt getið um eiganda skipsins, Peter Döhle, ef ég man rétt. Vanda- laust hefði verið fyrir frétta- mann að inna Eimskip eftir hvert þeir hefðu greitt leigu fyr- ir Víkartind. Deyja fréttamenn ffekar úr ráðaleysi en að leggja heilann í bleyti? Börn líka við Gufunesveg Móðir skrifar: Mig langar til að benda bíl- stjórum á, sem aka um Gufunes- veg, að það búa nokkur börn í húsunum og þessi börn eru stundum úti að leika sér. Þó er alltaf einhver bílstjóri sem pælir ekkert i því og ekur um eins og Ijón. Mig langar því að segja þetta: Akiö á löglegum hraða, þá er örugglega minni hætta á því aö eitthvað slæmt hendi. Það er t.d. mikill bjánaskapur aö aka niður brekkuna á Gufúnesveg- inn á þetta 60 km hraða, þar sem börnin eru á reiki þótt þau eigi strangt til tekið ekki að vera þar á ferli nema með fullorðnum. Vofa Steiners á kreiki Þóroddur hringdi: Ekki er von til þess að vofa Franklíns Steiners hverfi að fullu fyrr en þeim sjálfum verð- ur refsað í réttarkerfinu sem ábyrgð báru á ósómanum að leyfa honum að selja dóp og nota hann sem aðstoðarmann lögregl- unnar í sömu andrá. Engar regl- ur hafa enn verið settar sem lúta að lagfæringu á rannsókn lög- reglunnar í fíkniefnamálum. Og enn hefur engin gangskör verið gerð til að finna týnd skjöl í kerf- inu, bara klórað yfir með yfirlýs- ingu um að nýjar reglur verði vonandi haldbetri!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.