Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 20
.40 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 Árið 1941 leikstýrði Victor Fleming einni vinsælustu útgáfunni á sögu Stevensons og voru helstu stjömur gullaldarára Hollywood k í að- .<r᧠kvikmyndir Dr. Jekyll og hr. Hyde: Hið undarlega mál dr. Jekylls og hr. Hydes var fyrst gefið út árið 1886 og heíúr sagan verið auðfáanleg síðan. Höfundurinn, Robert Louis Stevenson, sagði hugmynd bókarinnar sprottna úr martröð og á sagan það sammerkt með tveimur frægustu hrollvekjum 19. aldar, Frankenstein (1818) og Dracula (1897). Dr. Jekyll og hr. Hyde fjallar um tvieðli mannsins; andstæður góðs og ills. í sögunni tekst lækninum og vísindamanninum Jekyll að útbúa efnablöndu sem einangrar siðblint villidýrið sem hann segir búa innra með okkur öllum. Með því að prófa efnablönduna á sjálfum sér skapar hann Hyde sem kalla má myrka og bælda hlið persónuleikans. Hyde ger- ist sífellt fyrirferðarmeiri og svo fer að siðlega hliðin, dr. Jekyll, fer hailoka i baráttunni um þann líkama sem báðir deila. Hyde er ekki hefðbundið skrímsli og eríítt að henda reiður á hvað skilur hann svo rækilega frá venjulegu fólki. Eftirfarandi lýsingu má fmna í upp- hafl sögunnar: „Það er ekki auðvelt að lýsa honum. Eitthvað er bogið við útlit hans, eitthvað ógeðfellt, eitthvað bein- línis viðbjóðslegt. Ég hef aldrei séð mann sem mér féll jafn illa við, og samt veit ég varla hvers vegna. Hann hlýtur að vera vanskapaður einhvers staðar, hann ber sterklega með sér ein- hvers konar vansköpun, enda þótt ég geti ekki bent nákvæmlega á hana. Hann er óvenjulegur i útliti og samt get ég ekki nefht neitt sérstakt sem er afbrigðilegt. Nei, ég átta mig ekki á því. Ég get ekki lýst honum. Og það er ekki vegna þess að ég muni ekki eftir honum, því að það get ég sagt þér að ég sé hann ljóslifandi fyrir mér á þessari stundu." Stevenson lýsir Hyde sem unglegum, fjörmiklum manni og get- gátur eru um að hann sé óskilgetinn sonur Jekylls. Sumir greinendur vilja þannig ekki líta á hann sem tvífara I O P P 2 0 í Bandaríkjunum - aösókn dagana 20.-22. febrúar. Tekjur í mllljónum dollara og helldartekjur Emhverra hluta vegna sem erfitt er aö jljj skýra, slæmt veöur eöa Olympíuleik- myndahús í Bandaríkjunum niöur um 10% frá sömu helgi í fyrra og 25% frá því helgina áður. Þaö kom samt ekki í veg fyrir aö Titanic var eina vikuna enn meö langmestu aösókn og náöi því marki aö komast yfir 400 milljón dollara í aögangstekjur. Nú fer aö styttast í Star Wars, sem er eina mynd- in á þessum markaöi sem er meö meiri tekjur á bak viö sig eöa rúmar 460 milljónir dollara og telja þeir sem best vita aö þaö sé aöeins spuming um tíma hvenær Titanic veröi mest sótta kvikmynd sem gerö hefur veriö og þá er ekki bara átt viö Bandarikin, heldur allan heiminn því í hvaöa landi sem Titanic hefur veriö sýnd þá hefur hún náö metaösókn. Hvaöa mynd þaö veröur sem hrindir Titanic af toppnum er erfitt aö spá um en sumir segja aö þaö veröi U.S. Marshalls sem er sjálfstætt framhald af The Fugitive, án Harrison Fords aö vísu, eöa þá The Man in the Iron Mask. Ef sú kvikmynd yröi til aö taka efsta sætiö af Titanic þá kæmi það f hlut Leonardo DiCaprio aö leysa sjálfan sig af hólmi því hann leikur titilhlutverkiö. HK Tekjur Heildartekjur 1. (1) Titanlc 21.036 402.561 2. (2) The Wedding Slnger 12.228 37.652 3. (3) Sphere 7.684 26.86 4. (4) Good Will Huntlng 6.471 87.964 5- (-) Senseless 5.337 5.337 6. (5) As Good as It Gets 4.608 107.510 7.(6) The Borrowers 4.011 11.232 8. (-) Palmetto 2.876 2.876 9. (11) The Apostle 2.403 7.928 10. (10) L.A. Confidental 2.376 48.549 11- (7) The Replacement Klllers 1.658 17.228 12. (12) Wag the Dog 1.607 39.007 13. (8) Great Expectations 1.552 24.294 14. (9) Blues Brothers 2000 1.302 12.662 15. (18) The Full Monty 0.977 41.012 16. (13) Splce World 0.967 28.003 17. (16) Flubber 0.958 42.005 18. (17) Amlstad 0.412 42.606 19. (20) Wings of the Dove 0.383 11.116 20. (14) Desperate Measure 0.375 13.017 læknisins, heldur fremur sem bamið sem okkur heíúr flestum tekist að bæla. Þöglar útgáfur Sagan var fyrst kvikmynduð 1908 í Bandaríkjunum en á næstu 5 árum komu út þrjár aðrar útgáfúr; ein þeirra framleidd í Danmörku 1910. Árið 1912 leikstýrði Lucius Henderson tæplega 12 mínútna kvikmynd þar sem tveir leikar- ar deila hlutverki Jekylls og Hydes (James Cruze og Harry Benham). í þessari merkilegu mynd er áherslan fyrst og fremst á baráttu góðs og ills innra með Jekyll/Hyde. Hrollvekjan skipar þar minna rúm en í mörgum síðari gerðum sögunnar. Árið 1920 komu út þrjár myndir byggðar á sögunni og þeirra frægust er án efa sú sem John S. Robertson leikstýrði en þar fer stór- leikarinn John Barrymore með hlut- verk Jekylls/Hydes. Túlkun Bar- rymores vakti gríðarlega athygli og er ekki sist merkileg fyrir þá sök að í um- breytingin úr Jekyll í Hyde var aðeins að takmörkuðu leyti náð fram með hjálp tæknibrellna og fórðunar. Treyst var á umtalsverða leikhæfileika Barrymores sem var meistari svip- brigða og sagan segir að leikarinn hafi sveigt andlitið úr kjálkalið í túlkun sinni á Hyde. Fyrsta talmyndin Ef Barrymore minnir á kónguló í hlutverki sínu er Fredric March líkast- ur Neanderdalsmanni í fyrstu tal- myndinni, hyggðri á sögu Stevensons. Myndinni leikstýrði Rouben Mamouli- an (1931) og í henni eru eiginleikar kvikmyndamyndmáls nýttir til hins ýtrasta. Sú óræða lýsing sem dregin var upp af Hyde í tilvitnunni hér að ofan hefur nú vikið fyrir gervi sem leggur áherslu á dýrslegt eðli. Svo langt var gengið í lýsingum á kynferð- islegum losta Hydes að kröfúr komu upp um að kvikmyndaverin sýndu meira siðferðislegt aðhald. Árið 1934 voru settar nákvæmar vinnureglur sem gerðu það að verkum að jafn losta- fulla og óhefta túlkun á sögunni er ekki að finna næstu þrjá áratugina. Andi næstu myndar er líka allt annar. Árið 1941 leikstýrði Áhuginn dofnar Á næstu árum var sem áhugi á sögunni dofnaði og sést það kannski best á því að næsta mynd var sjónvarpsmyndir verið gerðar eftir sögunni. Jack Palance lék titilhlutverkið 1968, Kirk Dou- glas 1973 og Michael Caine 1990. í tilraun til þess að hleypa blóði ísög- una leik- alhlutverkum. Spencer Tracy lék Je- kyll/Hyde en í helstu kvenhlutverkum voru Ingrid Bergman og Lana Tumer. Það sem sagt er berum orðum í Mamoulian-gerðinni verður nú að um- orða og þvi má halda fram að Flemm- ing-útgáfan liggi nær þeim viktori- anska anda sem litar hryllinginn í sögu Stevensons. Báðar myndirnar fjalla um óbeislaða kynhvöt Hydes en í mynd Flemings liggur hún undir yfir- borði frásagnarinnar og er hinn ósegj- anlegi hryllingur sem drífur atburða- rásina áfram. John Malcovich er síöasti leikarinn til aö spreyta sig á Dr. Jekyll and Mr. Hyde, þaö var í Mary Reily. skopstæling þeirra Abbotts og Costell- os frá 1953 en þeir gerðu einnig grín að Ifrankenstein-, Drakúlu-, múmíu- og varúlfamyndum þriðja áratugarins. Það er ekki fyrr en á sjöunda áratug- inum sem raunverulegur áhugi á sög- unni vaknar aftur en Hammer- kvik- myndafélagið framleiddi tvær Jekyll- og Hyde-myndir. Þeirri fyrri leikstýrði Terence Fisher (1960) með þeim Paul Massie, Christopher Lee og Oliver Reed í aðalhlutverkum. Árið 1972 kom síðan út hin sérkennilega Dr. Jekyll and Sister Hyde (1972) þar sem Jekyll skiptir ekki aðeins um ham við lyfja- gjöfma heldur einnig um kyn. Hann verður að hinni illu systur Hyde sem skilur eftir sig blóðuga slóð um alla Lundúnaborg í leit sinni af kvenhorm- ónum. Með aðalhlutverk í myndinni fara Ralph Bates og Martine Beswick. Myndin var endurgerð árið 1995 sem Dr. Jekyll and Ms. Hyde af David Price en þar hefur hryllingurinn vikið fyrir óvenju slakri kómedíu. Sean Young og Timothy Daly fara með aðalhlutverk- in. Á síðustu þremur áratugum hafa þrjár stýrði Stephen Frears Mary Reilly 1996 en þar er sagan sögð frá sjónarhomi þjónustustúlku sem vinnur á heimili Jekylls/Hydes. Endalaus vandræði við framleiðslu myndarinnar, óagað hand- rit og slæmt leikaraval drógu þó myndina niður í hreina meðal- mennsku. Með aðalhlutverk fara Julia Roberts (Mary Reilly), John Malkovich (Jekyll/Hyde), Michael Gambon og Glenn Close. gg Sam-bíóin - Seven Years in Tibet: Sjálfsleit í skugga Himalajafjalla ★★■* Heinrich Harrer var frægur fjallgöngumaður þeg- ar hann tók þátt í leiðangri til Himalayaflalla til að klífa einn hæsta tindinn, Nanga Parbat. Harrer var einnig mikill hrokagikkur sem taldi sig æðri þeim sem samferða honum voru. Þegar ferðin mistókst þá kenndi hann öðrum en sjálfúm sér um. Heimsstyrj- öldin síðari skall á meðan á leiðangrinum stóð og leiðangursmenn, sem voru austurriskir, voru allir hnepptir í fangabúðir. Þar einangraði Harrer sig enn meir. Hann varð þó að lokum að treysta á leiðang- ursstjórann Peter Aufschneider þegar kom að flótta, hafði sjálfur verið búinn að gera mislukkaðar til- raunir. Af flóttamönnunum voru það aðeins tveir sem sluppu, Harrer og Aufschnaiter. í fyrri hluta Seven Ye- ars in Tibet fylgjumst við með þrautagöngu þeirra í tvö ár þar til þeir koma til hinnar helgu borgar Lhasa þar sem þeir einir útlendinga fengu að búa. Þessi fyrri hluti myndarinnar er frekar daufur þegar á það er litið hversu atburðarásin er einstök og mögnuð og segja má að hin stórkostlega náttúra sé þaö sem hrífur mest. Ekki vantar að leikur þeirra Brads Pitts og Davids Thewlis er vandaður og greini- legt að þeir hafa mikið lagt á sig til að ná sannfær- andi túlkun. Það verður því að setja á kostnað leik- stjórans og handritshöfundarins að ekki tekst að rífa söguna upp í það drama sem hún á skilið. Það er ekki fyrr en komið er inn fyrir borgarmúrana í Lhasa að áhugi á persónunum eykst. Þá kemur til sögunnar hinn ungi Dcdai Lama sem er í ströngu námi hjá munkum og hafinn upp yfir aðra í orðsins fyllstu merk- ingu. í Lhasa verður breyting á Harrer, sérstaklega eftir að Aufschneiter tekst að vinna ástir ungrar inn- fæddrar konu sem þeir báðir leggja snörur sínar fyr- ir. Dalai Lama fær áhuga á „gullkollinum" og milli þessara tveggja einstaklinga skapast einlæg vinátta sem báðir hagnast á, sérstaklega þó Harrer, sem fmnur sinn betri mann. Jean-Jaques Annaud (Quest for Fire, Name of the Rose, Bear) hefur ávallt verið stórhuga í sinni kvik- myndagerð og víst er að fáir leikstjórar hafa lagt á sig jafnmikið erfiði, líkamlegt sem andlegt, við gerð sinna mynda og Seven Years in Tibet er þar engin undan- tekning. Myndin ber það með sér að hvert einasta at- riði er þrauthugsað og raunsæið látið ráða ferðinni, kannski um of. Seven Years in Tibet verður af þeim sökum aldrei þetta mikla og spennandi drama sem efn- ið gefur tileftii til þótt einstaka atriði rísi hátt. Útlit myndarinnar er óaðfmnanlegt, kvikmyndataka stór- fengleg og leikur mjög góður en neistann vantar. Leikstjóri: Jean-Jacques Annaud. Handrit: Becky Johnston. Kvikmyndataka: Robert Fraisse. Tónlist: John Williams. Aðalleikarar: Brad Pitt, David Thewl- is B.D. Wong, Mako og Ingeborga Dapkunaite. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.