Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 JjV jplenning Frönsk stemning Á efnisskrá tónleikanna í Gerðar- safni á mánudagskvöldið voru ein- göngu franskar tónsmíðar, fluttar af Martial Nardeau flautuleikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttm- fiðluleikara, Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleikara, Elisabetu Waage hörpuleikara og Junah Chang, sem lék á lágfiðlu. Verkin á efnisskránni voru eftir sjö frönsk tónskáld, og var merki- legt að heyra hversu keimlík þau voru. Nú er erfitt að efnagreina franska tónlist í stuttri grein, en segja má að hún einkennist af ein- hvers konar ljóðrænni angurværð sem ristir ekki mjög djúpt; hún er lagræn og áferðarfalleg, en gleymist gjaman auðveldlega. Það er þægi- legt að hlusta á þannig tónlist eftir langan og erfiðan dag. Tónlist Jónas Sen Fyrst á efnisskránni var Svíta fyrir flautu, fiölu, lágfiðlu, selló og hörpu op. 91 eftir Vincent d’Indy. Þetta er ekki ýkja merkileg tónlist - hún samanstendur af ómþýðum lag- línum en formgerðin er ekki mjög sterk og einhvem veginn var hún búin áður en hún byrjaði. Hljóð- færaleikaramir léku hana þó vel og var hver tónn á sínum stað. Næst á dagskrá voru tveir kaflar úr „Primavera", kvintett op. 156 eft- ir Charles Koechlin. Undirritaður minnist þess ekki að hafa heyrt neitt eftir hann áður og verður að segjast að hann sér ekki eftir því. Kvintettinn hans virðist þó vera ágætlega saminn, en var ekki mjög áhrifaríkur þrátt fyrir góðan flutn- ing. Sama verður ekki sagt um Svan- inn fræga eftir Camille Saint- Saéens, sem Inga Rós Ingólfsdóttir lék við undirleik hörpunnar, og Meditation úr ópemnni Thais eft- ir Massenet, sem Sigrún Eðvalds- dóttir spilaði, einnig við hörpu- undirleik. Hvort tveggja var frá- bærlega vel gert; Sigrún var greinilega í transi - það var engu líkara en einhver spilaði i gegnum hana. Sömuleiðis náði Inga Rós að galdra fram risastóran astral- svan, sem leið um fagurt vatn í einhverri ósýnilegri en samt áþreifanlegri veröld fyrir handan Þrjú önnur verk voru flutt á tónleikunum - Kvintett eftir Jean Francaix, Sónata fyrir flautu, lág- fiðlu og hörpu eftir Debussy og Serenaða op. 30 eftir Roussel. Þetta em allt saman fallegar tón- smiðcir, en verk Debussys ber þó af. Hann er eitt af fremstu tón- skáldum tónlistarsögunnar sem fór ótroðnar slóðir og gat töfrað fram hinar ótrúlegustu stemn- ingar. Sónatan hans er þar engin undantekning og skemmdi ekki að hún var afar vel leikin. Þetta vom prýðilegir tónleik- £ir, enda sveif maður út í nátt- myrkrið á eftir með frið í hjarta. Sigrún Eövaldsdóttir, Martial Nardeau, Elísa- bet Waage, Junah Chang og Inga Rós Ing- ólfsdóttir. Þau skópu friö f hjarta gagnrýnand- ans. DV-mynd Hilmar Þór Nýr Nemorino Breski söngvarinn Justin Lavender hefur tek- ið við hlutverki Nemorinos í sýningu íslensku óperunnar á Ástardrykknum eftir Donizetti. Justin Lavender er sagður eiga feril að baki við mörg þekktustu ópem- hús heims, La Scala, Covent Garden, Vínaróp- eruna og Metropolitanóp- erana í New York. Hann hefur kannski ekki þá fegurstu rödd sem maður gæti hugsað sér í þetta hlutverk en hann söng það af smekkvísi og kunnáttu. Á sýningu á föstudagskvöldið var hann vel heima á sviði Óperannar og virðist lítið þurft að hafa fyrir því að setja sig inn í þessa sviðsetn- ingu sem er þó um margt ólík hefðbundinni sviðsetningu á verkinu. Leikur hans var óþving- aður og eðlilegur og samspil hans við aðra á sviðinu fínt. Strax í fyrstu aríu hans, Quanto é bella, mátti heyra að þar fór fagmaður. í aríunni frægu, Una furtiva lagrima, beitti hann rödd- inni af mýkt og túlkaði á áhrifamikinn máta þetta viðkvæma augna- blik óperunnar, þegar Nemorino hefur upp- götvað að Adina er loksins orðin hans. Það er leikstjómar- legt atriði hvemig Nemorino er túlkaður; hvort hann er einfaldur auli sem kann ekki að láta sér segjast eða hvort hann er hreinlega haldinn slíkri ástarþrá að ekkert fær hann stöðvað. Sá Nemorino sem birtist í þessari upp- færslu er nær síðarnefndu persónunni og býsna trúverðugur. Samsöngsatriði Adinu - sem sungin er af Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur - og Nemorinos í lokin var ákaflega fallega sungið. Þó veit sér- kennilegt að þegar þau tvö vora loks- ins, loks- ins búin að játa hvort brennandi Si9rún Hjálmtýsdóttir. ást sína þá féllust þau ekki samstundis í faðma eins og eðlilegt heföi verið heldur leið dágóð stund þar sem þau vom bara að syngja meira um þessa heitu ást. I heild er þetta bráðskemmtileg sýning, mikið fjör og góður söngur. Tónlist Bergþóra Jónsdóttir Syngur í Berlín „Gaman verður að fylgjast með Arn- dísi Höllu Ásgeirsdóttur í framtíðinni," sagði Bergþóra Jónsdóttir í umsögn um tónleika ungrar sópransöngkonu fyrir rétt rúmu ári. Arndis Halla er stödd heima í fáeina daga við æfingar undir tónleika sem hún heldur ásamt Herði Áskelssyni og Ingu Rós Ingólfsdóttur í Hallgrímskirkju 26. apríl í vor. Tónleik- arnir verða gefnir út á geisladiski seinna á árinu. Það er hlé hjá henni í Berlín eins og er og sjálfsagt að nota það til að skreppa í vinnu heima. Arndís Halla er enn þá við nám í Berlín en helstu fréttir af henni em þær að hún er komin á æfingasamning hjá Komische Oper, einu stóru óperuhús- anna í Berlín. „Ég hef æft með þeim Óperur, tónleikar, geisladiskur - Arndís Halla á fullu. DV- mynd ÞÖK nokkur hlutverk, til dæmis Frasquitu í Carmen, ekki bara til að vera til vara ef eitthvað kemur fyrir aðalsöngvarann heldur stendur til að láta mig syngja þessi hlutverk. Til að byrja með var ég til vara í hlutverk Marzellinu í Fidelio eftir Beethoven en svo áræddu stjóm- endur óperannar að leyfa mér að syngja í tveim sýningum núna rétt áður en ég fór hfeim. Það var óskaplega gaman og gekk mjög vel.“ Fram undan em áframhaldandi æf- ingar í óperanni. „Ég hef ekki fengið fastar dagsetningar á frekari sýningum í vor,“ segir Amdís Halla, „en ákveðið er að ég syngi í uppfærslu á nútímaóp- erunni König Hirsch eftir Henze í haust.“ En áður en til þess kemur fáum við tækifæri til að hlusta á hana syngja í vor. Það er um að gera að nota tækifær- ið til aö fylgjast með Amdísi Höllu þvi óperuhúsin í Berlín ætla að veðja á hana og hún er ekki á leiðinni heim. PS ... Auðnuspor Ég þakka Önundi Ásgeirssyni fyrir lesendabréfið í DV í síðustu viku en vil leiðrétta tvennt. PS- greinin sem hann visar til var aldrei slíku vant undirrituð SA þannig að hún var ekki „nafnlaus” eins og Önundur segir. Venjan er sú á menningarsíðu að allt ómerkt er eftir umsjónarmanninn og ekki ætlast til að efhi hans sé sérstak- lega merkt, en í þessu tilviki var gerð undantekning. Hitt atriðið er alvarlegra. í fyrir- sögn bréfsins fer Önundur rang- lega með ljóðlínu Halldórs Kiljans Laxness sem vitnað var til í spjalli 1 mínu, kallar auðnusporið auðnu- stund. Biðst ég innilega afsökunar á að sú vitleysa skuli hafa farið á prent í blaðinu. Syngur líka vel Margir fleiri en Önundur Ás- geirsson voru hrifhir af því hvað séra Jakob Rolland var glæsilegur fulltrúi sinnar kirkju við útför Halldórs Kiljans Laxness. Færri vita að séra Jakob er líka mikill og góður söngmaður eins og fólk fær að heyra á Listahátíð í vor. Þá mun hann bætast í hóp söngmanna í kanúkaflokknum Voces Thules (með Sverri Guðjónsson kontratenór í broddi fríðrar fylkingar) og þeir munu flytja Þor- lákstíðir í fimm hlut- um á fornum eyktar- tímum í Landakots- kirkju um hvíta- sunnuna. Byrja kl. 18 á hvítasunnudegi, halda áfram kl. 24, kl. 12 á hádegi og 18 á mánudegi og enda kl. 20 á mánudagskvöldi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Þorlákstíðir eru fluttar í heild sinni hér á landi eftir siðaskipti. Meðlimir Voces Thules hafa verið að afla efnis og rannsaka handrit í tvö ár og verður handrit að Þor- lákstíðum meðal handrita á sýn- ingu í Árnastofnun á Listahátíð. Maður spyr konu... Þó seint sé langar mig til að kvitta fyrir skemmtilegt kvöld í Listaklúbbi Leikhúskjallarans fyr- ir rúmri viku. Þá vom fluttir nokkrir einþáttungar eftir Elísa- betu Jökulsdóttur undir hennar stjóm en leikarar vom nokkrar af stjömum Þjóðleikhússins. Þetta vora stutt samtöl skrifuð sam- kvæmt mottóinu að ekkert sé eins fáránlegt og raunveruleikinn. Annað samtalið hét „Maður spyr konu hvort hún hafi fengið það“ og var leiklesið af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og Stefáni Jóns- syni. Þau fóru með það eins og ungt par - hún soldið stygg, hann alvarlegur, ágeng- ur - og vom bæði fyndin og sann- færandi. Ennþá fyndnari vom þau þegar þau fóm með það aftur, kannski eins og sama par nokkram árum Ellsabet seinna þegar sam- jðkulsdóttir. talið var orðið þrautþjálfað af langvinnri æfingu. Fyndnast þó þegar Stefán byrjaöi upp á nýtt á samtalinu með öld- ungsrödd. Þá sprakk ekki bara sal- urinn heldur Steinunn Ólína lika. Stefán varð að byija aftur en allt fór á sömu leið. Og loks gáfust þau upp. En raunar var alveg nóg og kannski samkvæmt áætlun að fá bara þetta brot, áhorfendur hafa ekki verið í neinum vandræðum með að leika samtalið áfram í hug- anum. Og hlæja. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.