Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 36
F > o □ tt=> LU 20 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR o < i/í o Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö t DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 Tryggvi Harðarson: íhuga að draga mig í hlé „Ég hef enga ákvörðun tekið enn 'v Í5m hvort ég tek þátt í prófkjöri Al- þýðuflokksins. En ég hef íhugað al- varlega að draga mig í hlé,“ sagði Tryggvi Harðar- son, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, í samtali við DV. Aðspurður um hvort ástæðan væri sú að ekki hefði verið leitað til hans við sam- eiginlegar tilraunir Alþýðuflokks og Alþýðubandcdags að koma á sameig- inlegum framboðslista kvað Tryggvi svo ekki vera. „Það stóð ekki á mér áð standa upp fyrir öðrum á sameig- inlegum lista. En það voru mér von- brigði að þessi sameiginlegi listi skyldi ekki verða að veruleika," sagði Tryggvi Harðarson. -phh Tryggvi son. Harðar- Forsetafrúin á batavegi Forseti íslands, hr. Ólafur Ragn- ar Grímsson, hefur sent frá sér til- kynningu um framgang læknismeð- ferðar forsetafrú- arinnar, Guðrún- ar Katrínar. Þar segir að lokaáfangi með- ferðarinnar sé nú að baki. Árangur með- ferðarinnar hefur verið mjög góður og mun Guðrún Katrín því á næst- unni hefja að fullu þátttöku í athöfnum á vegum forsetaembættisins. Guðrún Katrín mun þó gangast undir reglulegt eft- irlit lækna á næstu misserum og árum. -glm Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Kynferðisafbrotamaður: Dæmdur í árs- fangelsi Héraðsdbmur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fertugs- aldri í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot sem framin voru á heimili hans. Hann var dæmdur fyrir tilraun til að beita stjúpson sinn kynferðislegu ofbeldi og fyrir að áreita dóttur sina kynferðislega. Maðurinn viður- kenndi sakargiftir. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrrum eigin- konu sinni 600 þúsund krónur í ifkaöabætur vegna kynferðisbrota gagnvart ólögráða dóttur sinni. -RR Öskudagurinn í dag Öskudagurinn er í dag og þá fara ýmsar furðuverur á stjá. Þessi grímuklæddu börn munu sjálfsagt gleðja augu borgarbúa en kannski hrekkja þá líka með því að hengja einn og einn öskupoka á þá. DV-mynd ÞÖK. TIMSS-rannsókn: Skárri útkoma Útkoma úr alþjóðlegu TIMSS- samanburðarrannsókninni á raun- greinakunnáttu skólanema kemur mun betur út fyrir íslenska nem- endur en fyrri TIMSS-rannsóknir á kunnáttu grunnskólanema. ís- lensku nemendumir lentu vel ofan við meðaltal að þessu sinni í stað þess að vera langt undir því eins og áður var. Framhaldsskólarannsóknin tekur aðeins til nemenda sem eru að ljúka námi og til nemenda sem taka mikla stærðfræði og mikla náttúru- fræði. Stór hluti þeirra Asíulanda sem urðu efst í grunnskólarann- sóknunum tók ekki þátt í fram- haldsskólarannsókninni þannig að samanburðurinn er annar nú en var þá. Þá uppfyllti rannsóknin hér ekki að öllu leyti aðferðafræðilegar kröfur. Engu að síður reyndist ár- angur islensku framhaldsskólanem- anna góður samanborið við aðrar þátttökuþjóðir og vel yfir meðallagi sem fyrr segir. -SÁ Tekist á um skiptingu loðnukvóta Islands, Noregs, Færeyja og Grænlands: Norðmenn mæta hörku Norðmenn, íslendingar, Færey- ingar og Grænlendingar hófu í morgun að ræða skiptingu loðnuk- vóta milli þjóðanna. í viðræðunum verður þess krafist af íslands hálfu að Norðmenn fái minni hlut af þess- ari köku. Krafa íslands er sett fram í því ljósi að norskir loðnusjómenn hafa imdanfarin ár legið undir grun um að falsa aflatölur. Þannig hafa þeir skráð afla af íslandsmiðum sem veiddan á Jan-Mayen-svæðinu. Eitt slíkt tilvik var staðfest þegar loðnuskipið Henry Ryggeíjord var tekið fyrir að falsa aflatölur. ís- lenskir útgerðarmenn og skipstjór- ar hafa lengi krafist þess að Norð- mönnum verði vísað úr íslenskri lögsögu. „Þeir eiga sáralítinn eða engan rétt til þessara veiða í ljósi þess hvar loðnan hefur haldið sig undan- farin ár. Það er því eðlilegt að snúa þessari kröfu að Norðmönnum," segir Guðjón A. Kristjánsson, for- seti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, er sama sinnis. Hann sagði í samtali við DV nú í morgun að samningsstaða Islands væri mjög sterk, ekki síst í ljósi þeirra siða sem Norðmenn hafa tamið sér i um- gengni við íslendinga og við samn- inga sem þeir hafa gert og túlka að geðþótta. Þeir hafi sagt ósatt um loðnuveiðar í lögsögu Jan Mayen. „Öll framkoma Norðmanna í okk- ar garð, svo sem taka Sigurðar VE að gjörsamlega tilefnislausu og allt bramboltið i kring um það, brenni- merking þeirra á stáli í íslenskum skipum sem þýöir að hafi skip ein- hverntímann verið í íslenskri eigu þá séu þau dæmd frá öllum griðum og rétti í norskri lögsögu. Þetta hef- ur t.d. valdið erfiðleikum í rekstri skipa sem seld hafa verið í gegn um norska aðila til Rússlands og fleiri landa, þó með þeirri undantekningu að norskir menn hafi keypt þau. Vegna þessara samskipta hefur verið sjálfsagt að segja upp loðnu- samningum við Norðmenn á sínum tima. Það hefur sem betur fer verið gert þrátt fyrir úrtöluraddir í opin- bera kerflnu. Uppsögnin er nú kom- in til endurskoðunar og við teljum samningsstöðuna mjög sterka. Við eigum mikla samleið með Græn- lendingum. Stofninn gengur sann- anlega I grænlenska lögsögu og við höfum veitt þar og þeir hjá okkur. Það væri fráleitt að gefa Norðmönn- um sama rétt og Grænlendingum sem mega veiða 11% innan íslenskr- ar lögsögu. Ekki hafa þeir verið til viðræðu um slikan rétt okkur til handa í eigin lögsögu," sagði Krist- ján Ragnarsson í samtali við DV í morgun. Dag Stai í norsku sendinefhdinni vildi sem minnst segja um málið en sagðist ekki hafa heyrt um þessa stöðu mála. Hann sagði að Norð- menn myndu i þessari lotu einbeita sér að sinni stöðu varðandi nýja loðnusamninga og bjóst við því að sú væri einnig raunin með íslend- inga. -SÁ/-rt/-sm Sendinefnd Norðmanna snæddi morgunverð á Hótel Borg í morgun og bjó sig undir viðræður um ioðnusamning við Islendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Viðræðurnar hófust í morgun. DV-mynd S Veðrið á morgun: Hvasst og kalt Á morgun verður vaxandi norðanátt og víða hvassviðri síð- degis. Snjókoma eða éljagangur á norðanverðu landinu og harðn- andi frost. Veðrið í dag er á bls. 53. MERKILEGA MERI brother pt 2 Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 linur Aðeins kr. 10.925 GVEU^™ 20 nv vél n RAFPORT Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.