Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 199ö Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 2. mars með íbúum Seljahverfis, Efra- og Neðra Breiðholts í Gerðubergi kl. 20.00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum í Túnum, * Holtum, | ,8 Norðurmýri og | Hlíðum. I Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar á Kjarvalsstöðum kl. 20.00. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. kynna áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Sýndar verða teikningar og myndir af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Sjá hverfafundi á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. s+aögreiöslu- og greiöslukor+aafslát+ur a\\t rnlll/ hlrri/ns og s+ighcekkandi ** ^ ^ ^ Smaauglyslngar bir+ingarafslá++ur 550 5000 Fréttir Sjúkrahús Akraness: Kona stjórnar- formaður DV, Akranesi: Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra hefur skipað Eimýju Vals rekstrarfræðing formann stjómar Sjúkrahúss Akraness og heilsu- gæslustöðvarinnar. Eimý tekur við formennskunni af Ríkharði Jóns- syni sem hefur verið stjómarfor- maður í fjöldamörg ár. Eimý útskrifaðist frá Samvinnu- háskólanum á Bifröst 1990. Hún var aðalféhirðir Akraneskaupstaðar 1990-1997 og á síðasta ári tók hún við starfi þjónustustjóra og stað- gengils útibússtjóra við útibú ís- landsbanka á Akranesi. „Þetta er spennandi starf og það tekur mikinn tíma að komast inn í málin. Ég vona að reynsla mín komi að góðum notum fyrir sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina. Mér þykir vænt xun að vera treyst fyrir þessu og mun leggja mig alla fram til að skila góðu starfi. Það var ánægju- legt hvað yfirboðarar mínir vom já- Eirný Vals. DV-mynd Daníel kvæðir gagnvart þessu. Ég er reglu- lega þakklát fyrir það,“ sagði Eimý Vals. -DVÓ Hannes Sigmarsson læknir ásamt hjúkrunarfræ&ingunum, töldum frá vinstri, Hafdfsi Eddu Eggertsdóttur, Gu&nýju Ragnarsdóttur og Sigrí&i Björgvinsdóttur. Þeir sem hafa áhuga á að koma á framfæri efni í þetta blað eru beðnir að hafa samband við Guðrúnu Gyðu í síma 897 0995 sem allra fyrst. Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550 5720 milli kl. 9 og 14 hið fyrsta, svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. Ath. Skilafrestur á vinnsluauglýsingum er til 13. mars. Miðvikudaginn 25. mars fylgir hin sívinsæla ferm- ingargjafahandbók DV. Þessi handbók hefur þótt nauð- synleg upplýsinga- og innkaupabók fyrir alla þá sem eru í leit að fermingargjöfum. Austurland: Nýjung í heil- brigðisþjónustu DV, Seyðisfiröi: Fyrir tveimur áram var könnuð þörfin á sérdeild fyrir heilabilað fólk á Austurlandi og ætlunin var að hún yrði á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað. Þörfin var stað- reynd en ekki reyndist vera hentugt húsrými fyrir deildina þar. í heilbrigðisstofnuninni á Seyðis- firði stóð aftur á móti mjög hentugt húsnæði til boða og þar var undir- búningur hafinn. Hannes Sigmars- son læknir hefur verið forystumað- ur í málinu og segir hann að árleg þörf nú sé rúm fyrir 2-8 sjúklinga. Stefha Öldrunarráðs íslands er að slík hjúkrunardeild verði í hverjum landsfiórðungi. Þessi sjúkradeild hér er raunverulega þáttur á starfs- samningi við heilbrigðisráðuneytið sem styrkir stöðu stofhunarinnar og veitir síst af því. Leiðbeiningaraðstoð hefur Sjúkrahús Reykjavíkur veitt og hef- ur Hannes læknir átt gott og gagn- legt samstarf við Jón Snædal öldr- unarlækni og Pálma Jónsson yfir- lækni. Hjúkmnarfræðingar þaðan munu veita aðstoð verði eftir henni leitað. Deildin heitir legudeild fyrir heilabilað fólk og er tekin til starfa. Hefur hún verið kynnt fyrir lækn- um og öðm heilbrigðisstarfsfólki á Austurlandi. -J.J. Ólafsfjörður: Múlinn hættir DV, Ólaísfiröi. Bæjarblaöið Múli á Ólafsfirði er hætt að koma út en á þessu ári em tiu ár liðin frá því fyrsta tölublaö- ið birtist. Það var fyrirtækið Stuðlaprent sem gaf blaðið út en ein helsta starfsemi fyrirtækisins felst í prentvinnu. Eigendur blaösins segja að ekki sé lengur grundvöllur fyrir rekstri svo lítils vikublaðs, því í vaxandi samkeppni eigi vikuleg fréttablöð ekki möguleika sem fréttamiðlar nema á takmarkaðan hátt. -HJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.