Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Page 24
24 Fréttir MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Fram síur eru í takt við tímann. Gerðu kröfur veldu Fram síur! FRAM SFRAM ábyigö jnausf^ Sími 535 9000 Fax 535 9040 www.frameurope.nl Erum flutt að Helluhrauni 10, Hafnarfirði Hillukerfi, gínur. Fataslár, margar geröir Panilplötur — fylgihlutir Herðatré, mátunarspeglar, sérsmíði á innréttingum. Verðtilboð. Sendum í póstkröfu HCÍ l^ltlehf. heildverslun Helluhrauni 10 - Sími 565 0980 Egilsstaðir: Skemmtibátur á Fljótið Stofnað var nýlega á Egilsstöðum einkahlutafélag til að undirbúa kaup og rekstur skemmtibáts á Lag- arfljóti. Á fundinum voru 30 manns og var áhugi mikill. Þeir sem staðið hafa að undirbún- ingi hafa verið að skoða bát sem tekur 130 farþega og er til sölu Sví- þjóð. Er forkaupsréttur á honum þar til í apríl. Á vegum hins nýja hlutafélags verður nú farið að at- huga um leyfi og leita eftir fjáifest- um. Lausleg athugun gerir ráð fyrir 50 milljóna króna fjárfestingu. Fé- lagið heitir Lagarfljótsormurinn og trúlega fær skipið líka það nafn. Bátur með því nafni var notaður á Fljótinu til vöruflutninga á fyrstu áratugum aldarinar og voru fluttar vörur frá Egilsstöðum upp eftir Fljóti að Brekku í Fljótsdal. Nú eru líkur á að þráðurinn verði tekin upp að nýju með skemmti- ferðaskipi. Þar verða veitingar um borð og leiðsögumaður en beggja vegna Fljóts er krökkt af sögu- og Forráðamenn félagsins. Frá vinstri Bjarni Björgvinsson lögfræðingur, Benedikt Vilhjálmsson rafeindavirki og Örn Þóröarson ráðgjafi. DV-mynd Sigrún sagnaslóðum, að ógleymdum sjálf- tækifæri til að mynda orminn og takast mætti að draga þessa sögu- um orminum. Þarna gefst gullið líka mætti taka með öngul og færi ef legu skepnu úr djúpinu. -SB A-flokka framboð í Snæfellsbæ? - en G-listi í Grundarfirði DV, Vesturlandi: Svo kann að fara að A-flokkarnir, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og óháðir, bjóði fram sameiginlegan lista við bæjarstjórnarkosningar i Snæfellsbæ. „Við erum að hóa fólki saman en þetta hefur dregist vegna þorra- blóta. Ef til kemur verða þetta Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag og óháðir en verður opið fyrir alla sem vilja vera með,“ sagði Drífa Skúla- dóttir, eini fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn Snæfellsbæjar. Alþýðubandalag myndar meiri- hluta með sjálfstæðismönnum sem hafa fjóra fulltrúa og framsóknar- mönnum sem hafa tvo fulltrúa. AI- þýðuflokksmenn eru í minnihluta með tvo menn. A-flokkarnir hafa því þrjá menn í hæjarstjórn Snæ- fellsbæjar nú en Alþýðubandalagið vantaði aðeins þrjú atkvæði upp á að fá tvo menn kjörna við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Þá hefur þegar verið ákveðið að bjóða fram G-lista Alþýðubandalags- ins í Grundarflrði. Langt er síðan Alþýðuflokkurinn hefur boðið þar fram. Alþýðubandalagið á þrjá menn í hreppsnefnd Eyrarsveitar og hefur verið gerð könnun á fylgi ein- staklinga flokksins til framboðs. -DVÓ Skátavígsla í Heydalakirkju Skátavígsla var viö messu hjá séra Gunnlaugi Stefánssyni i Heydalakirkju sunnudaginn 22. febrúar. 14 börn á aldrinum 7-10 ára tóku þá ylfingavígslu og tveir krakkar, 11 og 12 ára, unnu skátaheitið. Skátafélagið Farfuglar var formlega stofnaö 22. febrúar 1997 en hefur starfað í þrjú ár. Á myndinni eru krakk- arnir ásamt Elínu Traustadóttur félagsforingja og Mörtu Hermannsdóttur flokksforingja. DV-mynd Hanna, Breiðdalsvík Fréttir, viðtöl, ferðir, bílar, kvikmyndir, myndbönd, Barna-DV og margt fleira Helgarblað DV er sniðið fyrir alla fjölskylduna segir allt sem segja þarf Hvaltj arðargöng: Opnuö 10. júlí DV, Akranesi: Hópar manna eru við margvís- leg störf á mörgum stöðum í Hvalfjaröargöngunum en áform- að er að þau verði opnuð fyrir umferð 10. júlí. Verið er að setja steypu í mót í suðurhluta gang- anna og steypa upp eina af 4 spennistöðvum fyrir rafmagn. Mikil raforka verður notuð í göngunum. í suðurhlutanum er verið að undirbúa sjálfa akbraut- ina fyrir malbikun og vinna við lagnir. Verkið er lengra komið í norðurhlutanum. Búið er að mal- bika akbraut niður undir botn og vaskir menn hamast við að klæða loft og veggi ganganna á tveimur stöðum samtímis. Miðja vegu milli botns og norð- urmunna ganganna er verið að festa dropavöm á bergið, fóðring- armottur til að koma í veg fyrir að það sáralitla vatn, sem á ann- að borð lekur úr berginu, fari á sjálfa akbrautina. Eftir að mott- umar em komnar á sinn stað er sprautað á þær sex sentímetra þykku lagi af sementsblöndu. Nær nyrðri munna er verið að festa grindur á bergið og á grind- urnar er festur dúkur. Þetta er líka lekavöm og bergið er ótrú- lega þurrt. Vatnsleki í Hvalflarð- argöngum er aðeins 5 lítrar á sekúndu. Til samanburðar leka um 150 lítrar af vatni í Ólafsflarð- argöngum á sekúndu og 1000 lítr- ar á sekúndu í Vestflarðagöng- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.