Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Síða 28
36
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998
(í
Klukkutímamas
í farsímann
Kjaftaglaðir farsímaeigend-
ur geta farið að láta sig
hlakka til. Þess verður
kannski ekki langt að bíða að
þeir geti talað klukkustund-
um saman i farsímana sína,
jafnvel
heilu sólar-
A' hringana,
án þess að
skipta um
rafhlöður.
Núna duga
rafhlöðurn-
ar ekki
lengur en í
svona tvo
tíma.
Tímaritið New Scientist
sagði frá því um daginn að
Bandaríkjamaðurinn Robert
Hockney heíði fundið upp
nýja orkuhlöðu sem notar
metanol sem orkuuppsprettu.
Með henni á að vera hægt að
tala viðstöðulaust í 100
^ klukkustundir.
Vonast er til að frumgerð
nýja orkubúntsins verði til-
búin í lok næsta árs.
Genasamskeyt-
ing til bjargar
umhverfinu
Danskir umhverfisvinir
tgera sér vonir um að nýtt
rannsóknarverkefni á vegum
Evrópusambandsins verði til
að hreinsa alls kyns mengun,
svo sem af völdum oliu, bens-
íns, tjöru og annars óþverra,
úr danskri mold. Nú eru
mörg hundruð ferkílómetrar
lands mengaðir af þessum
völdum og þvi til lítils brúk-
legir.
Hreinsunin felst í svoköll-
uðu genasplæsi þar sem
erfðaefni er skeytt saman. í
verkefninu er miðað að því
að þróa bakteríur sem dreifa
úr sér í jörðinni með
plönturótum og hreinsa
óþverrarnn. Ef það gengur
r oftir verður ef til viU hægt að
koma menguninni fyrir katt-
arnef með handfyUi af
plöntufræjum og boUafyUi af
bakteríum.
Rafstraumur
vekur hlátur
Hlátur hefur sjaldnast ver-
ið settur í samband við raf-
lost. Miklu fremur er raflost
í hugum almennings tengt
pyntingum af ýmsu tagi, lífg-
un úr dauðadái í Bráðvakt-
inni eða lækningu þunglynd-
%issjúklinga. Vísindamenn við
læknadeUd Kalifomíuháskóla
í Los Angeles komust hins
vegar að því að þeir gátu
fengið 16 ára flogaveikisjúk-
ling til að hlæja með því að
örva með rafstraumi þann
hluta heUa sjúklingsins sem
tengist málhæfileikum og
fæmi í höndum.
í bréfl til vísindaritsins
Nature segja visindamennim-
ir að þeir hafi verið að örva
heUa sjúklingsins til að
kanna hvers vegna hann
jrfengi þrálát krampaflog. Þeir
tóku þá eftir því að lítUl
hluti viðbótarhreyfisvæðis
heUans framkaUaði hlátur í
hvert skipti.
Lengd og ákefð hlátur-
kastsins fóru eftir því hversu
sterkur rafstraumurinn var.
Enn berast okkur góðar fráttir um hollustu rauðvínsins:
Maðurinn með Ijáinn
tekinn með hælkrók
Vín er gott, vín er hoUt, og
hananú! Franski vísindamaðurinn
Serge Renaud varð fyrstur manna
tU að færa sönnur á hollustu rauð-
víns, einkum þó góð áhrif þess á
hjartað. Nú hefur monsjúr Renaud
gert enn merkari uppgötvun. Og
hún er þessi: Tvö tU þrjú rauðvíns-
glös á dag draga úr dauðsföUum af
öUum völdum um hvorki meira né
minna en þrjátíu prósent. Hann
skrifaði grein um niðurstöður rann-
sókna sinna í timaritið Epidemi-
ology fyrir stuttu.
„Mig hefur alltaf gmnað þetta.
Vín veitir ekki aðeins vörn gegn
hjartasjúkdómum heldur einnig
gegn flestum tegundum krabba-
meins,“ segir hann. Renaud er
hjartasérfræðingur við Bordeaux-
deild hinnar virtu rannsóknarstofn-
unar INSERM.
Rannsókn Renauds á 34.000 mið-
aldra karlmönnum í Austur-Frakk-
landi rennir stoðum undir það sem
kaUað hefur verið „franska þver-
stæðan" og felst í því að Frakkar,
sem borða mikið af mettaðri fitu,
verða engu að síður allra karla og
kvenna elstir, eða næstum því. Nið-
urstöðumar reyndust hinar sömu
hvort sem mennirnir reyktu, höfðu
aldrei reykt eða vom hættir. Þá var
enginn munur á skrifstofuþrælum
og verkamönnum.
Nýlegar rannsóknir í Bandaríkj-
unum leiddu í ljós að sjúss af næst-
um því hvaða áfengi sem er getur
dregið úr hættunni á hjarta- og æða-
sjúkdómum.
Fransmaðurinn Renaud heldur
því fram að rauðvínið sé best, að
sjálfsögðu vegna andoxunarefnanna
Sálfræðingarnir vita hvað þeir syngja:
Hlýðinn eiginmaður grund-
völlur farsæls hjónabands
Þar höfum við það, vísindalega
staðfestingu á því sem við höfum
lengi vitað: Karlar góðir, ef þið vilj-
ið að hjónabandið endist eins lengi
og til var stofnað er víst best að
hlýða sinni heittelskuðu í einu og
öUu. Og ekkert múður.
Já, konurnar okkar hafa fengið í
lið með sér heUan hóp sálfræðinga
við Washingtonháskóla þar sem
karlinn John Gottman er for-
ustusauðurinn. Sálfræðing-
ar þessir segja að hjón
sem fylgja eftir tísku-
straumum, eins og
„virkri hlustun" eða
öðram gagnvirkum
aðferðum, til að jafna
ágreining skUji ekkert
minna en önnur hjón.
„Þetta var það
sem kom okk-
ur einna
mest á
óvart í því
hvernig
best sé að
jafna
ágrein-
ing í
vel
heppn-
uðum
hjóna-
bönd-
um,“ seg-
ir Gottman.
„Rannsóknir
okkar benda
til að virkri
hlustun sé
afar sjaldan
beitt þegar
hjón
reyna að
leysa
ágreining sinn og ekki reyndist
samband miUi virkrar hlustunar og
farsæls hjónabands."
Gottman og félagar hans fylgdust
með 130 nýgiftum hjónum í sex ár,
meðal annar með því hvernig þau
fóru að þegar þau vom ekki á einu
máli. Mörg hjónanna reyndu virka
hlustun sem felur það til dæmis í
sér að hvort hjónanna um sig um-
orðar það sem hitt sagði til að sýna
fram á að hinn aðilinn hefði
ekki talað fyrir daufum eyr-
um.
Þessi hjón vom svo borin
saman við hjón sem fylgst
hafði verið með í eldri
rannsókn á hjóna-
bandsfarsæld.
Sú rannsókn
stóð yfir í
þrettán
ár. Þau hjón sem enn vom ham-
ingjusamlega gift eftir þann tíma
notuðu nær aldrei slíkar hlustunar-
aðferðir, enda þær kannski mannin-
um ekki eðlUegar.
Það sem farsælu hjónaböndin í
eldri hópnum áttu hins vegar öU
sameiginlegt var að
maðurinn var ætíð
reiðubúinn að láta
konuna hafa áhrif á
sig.
„Við komumst
að því að aðeins
. þeir nýkvæntu
karlar sem láta kon-
una hafa áhrif á sig
eiga eftir að lifa í
hamingjusömu
og traustu
hjóna-
bandi,“ seg-
ir sálfræð-
ingurinn
John Gott-
man.
Já, elsk-
an, eins og
skot!
Leikararnir
Paul
Newman
og Joanne
Woodward
hafa veriö
gift hjóna
lengst.
Skyldi Paul
vera hlýöinn
og góöur?
sem eru i vínþrúgunum.
„Léttvín er veikara form af áfengi
sem er líkamanum mikUvægt og ef
það er drukkið í hófi með mat er
upptaka þess auðveld," segir Re-
naud.
Hann varar hins vegar við of mik-
Uli víndrykkju. Þá snúist góðir eig-
inleikar þess upp í andhverfu sína,
hættan aukist á því að viðkomandi
deyi af völdum krabbameins eða
lifrarsjúkdóma.
Renaud á sök á þvi að vínfram-
leiðslan í Kalifomiu tók mikinn
kipp árið 1991. Þá útskýrði hann
frönsku þverstæðuna í hinum vin-
sæla fréttaskýringaþætti CBS-sjón-
varpsstöðvarinnar, 60 mínútum.
Og svona í lokin má geta þess að
bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa
nýlega veitt tveimur mUljónum doU-
ara í styrki tU vísindamanna svo
þeir geti kannað hvort hófleg áfeng-
isneysla dragi úr beinþynningu í
eldri konum. Niðurstöðum þeirra
rannsókna verður áreiðanlega beðið
með mikiUi eftirvæntingu.
Radísurnar
þrífast best
á streitunni
Hvað er betra en smástreita
tU að gera okkur hæfari í lífs-
baráttunni? Það virðist að
minnsta kosti eiga við um græn-
meti, að því er vísindamenn
vestur í Kaliforníu skýrðu frá
fyrir eigi alUöngu.
Kannski á það ekki við aUar
grænmetistegundir en að
minnsta kosti vUltar radísur.
Vísindamennirnir, sem starfa
aUir við Kaliforníuháskóla í
borginni Davis, komust að þvi
að streita, eöa álag á blöð jurtar-
innar, varð tU þess að hún fram-
leiddi fleiri fræ.
Vísindamennirnir, undir
stjórn Anurags Agrawals, rækt-
uðu nokkra reiti af radísum. í
einum reitinum vom engin
skorkvikindi, í þeim næsta vom
blöð jurtarinnar klippt með
skærum og í þeim þriðja vora
radísurnar lokaðar inni í búri
með fiðrildalirfum. Síðar var
svo rannsakað hvers konar önn-
ur kvikindi ógnuðu radísunum.
Skemmst er frá því að segja að
radísurnar sem höfðu lifað með
lirfunum áttu í minni vandræð-
um með aðra varga. Þeim fam-
aðist meira að segja betur. Lauf
þeirra framleiddu efni sem
veittu þeim vörn og þær fram-
leiddu fleiri fræ.