Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Page 48
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krðnur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 Loðnuveiðin um helgina: Góð þar til brælan kom Vel veiddist á loðnumiðunum um helgina, eða þar til síðdegis í gær að -ybræla fór að gera vart við sig suður og suðaustur af landinu. Engu að síð- ur voru hátt i 30 skip enn á miðunum um fimmleytið í gær, samkvæmt upp- lýsingum frá Tilkynningarskyldunni. Góð veiði var á fóstudag og laugar- dag. Skipin héldu sig þá einna helst í kringum Vestmannaeyjar og suður undan Hornafirði. Þá voru þau að fá allt að 600 tonn í kasti. -bjb Gafst upp Þyrla Landhelgisgæslunnar var á laugardaginn send til þess að sækja franska ferðamanninn sem ætlaði að ganga þvert yfir landið á snjóþrúg- um. Maðurinn hafði verið tíu daga á göngu þegar hann gafst upp, hlautur ^og kaldur, og sendi út neyðarkall. * Þyrlan sótti manninn í skála á Kistu- felli. Hann var kalinn á höndum og fótum en ekki í lífshættu. -sv Á stolnum bíl Lögreglan í Reykjavík gómaði pilta á stolnum bíl í Tryggvagötu á laugardag. Piltarnir höfðu stolið bílnum kvöldið áður fyrir utan mat- sölustað við Rauðarárstíg. Eigend- urnir voru inni að borða og höfðu skilið lyklana eftir í jakkavasa í jgfatahengi. Piltarnir voru með bílinn “ um nóttina en til þeirra sást þar sem þeir voru að skipta um dekk á honum daginn eftir. Þeir höfðu þá ekið á gangstéttarkant og skemmt felgu. Að auki var bíllinn eitthvað dældaður. Strákarnir voru ölvaðir. Þeir eru próflausir og hafa margoft komið við sögu lögreglunnar. -sv Hettuklæddur með hníf Hettuklæddur maður réðst inn í Selectbúðina við Suðurfell um klukkan hálífimm aðfaranótt sunnu- dags. Árásarmaðurinn ógnaði starfs- fólki með hníf og tókst að hafa á ,, jtbrott með sér á milli 20 og 30 þúsund ' 'krónur. Hann var ófundinn þegar DV talaði við lögreglu í gær. Þetta er í annað sinn sem vopnaður maður ræðst inni í þessa sömu búð. Búið er að upplýsa fyrra innbrotið. -sv Fjórar konur í slagsmálum Hringt var í lögregluna frá Kaffi Reykjavík aðfaranótt sunnudags og óskað eftir aðstoð þar sem þar log- aði allt í slagsmálum á neðri hæð- inni. Þegar lögreglan kom á staðinn kom á móti þeim móður og másandi dyravörður og sagði allt vera um . garð gengið. Fjórar „kerlingar" nefðu verið í hörkuslagsmálum. -sv Sáttafundur í Karphúsinu í gær var árangurslaus. Hér ræöast þeir viö yfir kaffisopa, Helgi Laxdal, Þórir Einarsson rfkissáttasemjari og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. DV-mynd Hilmar Þór Sjómannaforystan greinir ráðherra frá afstöðu sinni í dag: Við erum jákvæðir - segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins „Sjómannasamtökin ákváðu að greina ekki frá þeirra sameigin- legu afstöðu fyrr en á fundinum með ráðherra. Ég held að sé þó allt í lagi að segja að við séum al- mennt jákvæðir. Fyrir hönd vél- stjóra get ég sagt að við séum inn á þeirri hugmyndafræði sem þama er sett fram,“ sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, í samtali við DV í gær- kvöld en á fundi í dag með Þor- steini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra, ætla forystumenn sjó- mannasamtakanna að greina frá sameiginlegri afstöðu þeirra til tillagna fiskverðsnefndar, þrí- höfðanefndarinnar svokölluðu. Á fundinum með Þorsteini mun væntanlega skýrast hvort sam- tökin verða við skilyrðum hans um að afstýra boðuðu verkfalli 15. mars næstkomandi. Fundað var hjá sáttasemjara i sjómannadeiltmni í fjóra tíma í gær án árangurs. Af orðum Helga má ætla að lending sé í augsýn hvað varðar fiskverðsþáttinn I sjómannadeil- unni en eftir er að semja við út- vegsmenn um ýmis sérmál, m.a. hlutaskiptakröfu vélstjóra, starfs- aldurs- og orlofsmál og kaup- tryggingu sjómanna. Helgi vonaðist til þess að skrið- ur kæmist á samningaviðræðum- ar í Karphúsinu í dag en nýr fundur hefur verið boðaður klukkan tvö. -bjb T-t Fimm voru fluttir á slysadeild eftir árekstur við veginn yfir Gullinbrú í Grafarvogi í gærkvöld. DV-mynd s Grafarvogur í gærkvöld: Löng bílalest eftir árekstur Fimm voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir árekstur við veginn yfir Gullin- brú í Grafarvogi um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Fjórir fengu að fara heim að lokinni skoðun en ein- um var haldið inni til frekari rannsóknar í nótt. Loka þurfti veginum inn í Grafarvoginn og við það myndaðist samfelld bílalest frá Víkurvegi og niður í miðja Ártúnsbrekku. -sv Veðrið á morgun: Áfram kalt Á morgun er búist við norð- lægri átt, golu eða kalda. Dálítil él verða norðanlands en víða létt- skýjað sunnanlands og vestan. Frost verður 0 til 10 stig, mildast við suðurströndina. Veðrið í dag er á bls. 53. Enn betra bragð... ...enn meiri angan Nescafé MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar 14 línur Aðeins kr. 10.925 u Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.