Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 Fréttir___________ Gengi krónunnar tryggt En hvers vegna hefur fram- vinda þessa Landsbankamáls verið með þessum hætti? DV spurði hátt settan mann í hinu opinbera fjármálakerfl, sem óskaði ekki að koma fram undir nafni, þeirrar spumingar. Hann sagði ástæðuna þá fyrst og fremst að orðspor íslenskrar fjár- málastjómar hefði veriö i veði og einnig, en ekki síður, gengi krónunnar á erlendum peninga- mörkuðum hefði verið í hættu eftir að allir þrír bankastjórar stærsta viðskiptabanka landsins hefðu hrökklast úr starfi vegna spillingar. Við þessu hefði orðið að bregðast mjög snöggt og ákveðið. „ímyndaðu þér fréttir heimspressunnar ef þetta hefði verið í t.d. Japan eða Singapúr," sagði viðmælandi DV. „Þá heföi trúverðugleiki þess lands beðið alvarlegan hnekki og gengi viö- komandi gjaldmiðils snarfallið. Við eram ekki lengur einangrað á skeri norður í ballarhafi. Þaö er fylgst með því sem hér gerist. Með því að skipa ráöuneytis- stjóra viöskiptaráðuneytisins bankastjóra og með því að skipa forstjóra Þjóðhagsstofhunar ráðuneytisstjóra og næstæðsta yfirmann íslenskrar fjármála- stjórnar era stjómvöld að sýna hinum alþjóðlega íjámálaheimi og erlendum fjárfestum, sem mikið er búið að hafa fyrir að laða hingað til lands, að hún taki fulla ábyrgð á Landsbankanum. Ríkisstjórnin er enn fremur að sýna hinum alþjóðlega fjármála- heimi að á Islandi eigi ekki að líða spillingu og að því megi treysta framvegis,“ sagði við- mælandi DV jafnframt. -SÁ Nýr bankastjóri: Miklar breytingar væntan- legar Halldór J. Kristjánsson, nýráð- inn bankastjóri Landsbanka ís- lands hf., segist telja að miklar breytingar séu væntanlegar á rekstrarumhverfi viðskipta- banka í eigu ríkisins. „Það sem hæst ber í þeim efnum er skrán- ing þessara fyrirtækja á verð- bréfaþingi. Slík skráning mun fela í sér mikið aðhald fyrir stjómendur bankans sem má segja að hafi ekki veriö fyrir hendi áður.“ Halldór sagöi enn fremur í samtali við DV aö hann teldi sig vel undir hið nýja starf búinn. „Störf min undanfarin tvö ár sem ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu hafa ver- ið góður undirbúningur undir það starf sem ég tekst nú á viö þó þetta hafi auðvitað borið mjög brátt að,“ sagði Halldór. -JHÞ Ráðuneytisstjórastaðan í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu: Björn verður enn að bíða Björn Friðfinnsson. Þóröur Friðjónsson. „Ég botna ekkert í þessu. Ég hafði reiknað með því að þegar Halldór hætti, sem yrði í síðasta lagi um næstu áramót, þá tæki ég við ráðuneytisstjórastarfinu á nýjan leik samkvæmt samn- ingi sem var gerður með undir- ritun þriggja ráðherra," sagði Bjöm Friðflnnsson, ráðuneytis- stjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu. Björn er reyndar ekki starf- andi ráðuneytisstjóri heldur starfar tímabundið að upplýs- inga- og kynningarstörfum um málefni tengd Evrópusamstarfi og hefur skrifstofu á Einkaleyfastof- unni. Eftir að Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, var í gær ráðinn til þess að taka viö ráðu- neytisstjórastöðunni af Halldóri J. Kristjánssyni fram til áramóta er ljóst að Bjöm Friðfinnsson fær ekki ráðuneytisstjórastól sinn fyrr en það. Bjöm fékk á sínum tíma leyfi frá ráðuneytisstjórastarflnu til að gegna starfl forstöðumanns Eftir- litsstofnunar EFTA í Brússel. Þegar hann flutti aftur heim og hugðist taka við embætti sínu á ný lagðist Finnur Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra gegn því og vildi að Halldór J. Kristjánsson sæti áfram. Bjöm taldi sig hafa verið gabbaðan til að segja upp stöðunni í Brússel. Eftir talsvert snarpa sennu var gert samkomulag um að Bjöm tæki við stöðunni í síðasta lagi um næstu áramót og fyrr ef Halldór hætti. „Ég tók þetta verkefhi að mér að ósk stjórnarflokkanna að leiða iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið til næstu áramóta og vera í leyfi frá Þjóðhagsstofnun þennan sama tíma,“ sagði Þórður Friðjónsson í samtali við DV í gær. Þórður tekur á morgun, fimmtudag, við starfi ráðuneytisstjóra. Hann kvaðst myndu taka á ný við Þjóðhagsstofnun um áramótin. Þórður sagði aðspurður að þær hræringar sem átt hafa sér stað í Landsbankanum undan- fama daga og í íslenskum íjár- málaheimi hlytu að teljast stór- atburðir. Hann sagði að sín biðu mörg spennandi og átakamikil verkefni í hinu tímabundna starfi. Meðal þeirra væri áframhald- andi vinna að endurskipulagningu íslenska fjármagnsmarkaöarins. Jafnframt væri fjölmargt að gerast á sviði stóriöju og margir erlendir aðilar hefðu sýnt áhuga á að hefja starfsemi á íslandi. Þá væri áhugi fyrir því að breyta fyrirkomulagi orkuframleiðslu hér á landi sem væri verkefhi til lengri tíma. „Verk- efnin era næg og ég hlakka til að takast á við þau,“ sagði Þórður Friðjónsson. -SÁ Miklar sviptingar hafa orðiö í Landsbankanum og allir þrír bankastjórarnir hættu störfum í gær. Hér er Halldór Jón Kristjánsson, nýráðinn bankastjóri, ásamt Brynjólfi Helgasyni aöstoðarbankastjóra. Það hvílir á þeim féiögum að DV-mynd Þjetur lægja öldur sem risiö hafa vegna laxveiöimála bankans. Gríðarlegt álag á Vísi síðasta sólarhring: Tók forystu í Landsbankamalinu Gríðarlegt álag var á fréttavef Vísis allt frá því skriðan í Lands- bankamálinu fór af staö í fyrradag. Má jafna fjölda heimsókna í gær við opnunardag Vísis, 1. apríl, en þá vora þær ríflega 12 þúsund. Strax á annan dag páska tók Vís- ir forystuna í fréttaflutningi af Landsbankamálinu og var síðan hvað eftir annað á undan öðrum fjölmiðlum með fréttir. Vísir sagði strax frá afsögn Halldórs Guð- bjarnasonar og Björgvins Vilmund- arsonar og sagði stuttu síðar frá af- sögn Sverris Hermannssonar. Snemma í gærmorgun var þráð- urinn tekinn upp að nýju og sagt frá því að vilji væri fyrir því að ráða einn bankastjóra í stað þriggja. Um kl. 10.40 sagði Vísir fyrstur frá því að Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra hefði, á fundi með bankaráði Landsbankans, lagt til að Halldór J. Kristjánsson yrði ráðinn banka- stjóri Landsbankans. Um kl. 11 kom sú frétt i öðrum fjölmiölum. í hádeg- inu í gær var Vísir fyrstur með frétt um að Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, tæki við starfl ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðn- aðarráðuneytinu. Um leið mátti lesa á viðskiptavef Vísis að Friðrik Már Baldursson, forstöðumaður hag- rannsókna Þjóðhagsstofnunar, tæki við starfl Þórðar. Þá var Vísir með beinar fréttir af blaðamannafundi í Landsbankanum þar sem formlega var tilkynnt um ráðningu Halldórs. Vísir hefur þegar fest sig í sessi sem áreiðanlegur fjölmiðill sem kappkostar að flytja almennar frétt- ir, og fréttir úr heimi íþrótta og við- skipta um leið og þær gerast. Vísir býður einnig fjölbreytta þjónustu og gefur lesendum kost á þátttöku með skoðanaskiptum, getraunum ofl. Slóð Vísis er www.visir.is -hlh Stuttar fréttir r>v Ætlar til Hólmavíkur Sigurður Gizurarson á Akranesi ætlar að fara til Hólmavíkur og gerast sýslumaður Strandamanna til bráðabfrgða. Dómsmálaráð- herra var harðlegá gagnrýndur á Al- þingi í gær fyrir málið. Stöö 2 sagði frá. Mótmæla lítilsvirðingu Rúmlega 200 Strandamenn hafa undirritað mótmæli við þeirri fyrir- ætlan dómsmálaráðherra að senda þeim nýjan sýslumann í refsingar- skyni vegna framgöngu hans í emb- ætti á Akranesi. Þefr telja þetta lít- ilsvirðingu við sig og sýslumann- sembættið á Hólmavík. Engir hestar til ESB Dýralækninganefnd Evrópusam- bandsins ákvað að ekki yrði um að ræða neinn hestainnflutning til Evr- ópu frá íslandi þangaö til í maí. Þá hittist nefndin aftur á fundi og met- ur stöðuna. Ríki Evrópusambands- ins eru stærstu kaupendalönd ís- lenska hestsins. RÚV sagði frá. Evrópsk tungumálaverölaun Evrópsk viðurkenning fyrir góð verkefni á sviði náms og kennslu í erlendum tungumálum verður veitt vorið 1999. Verðlaimin verða veitt bæði innan opinbers skólakerfis og utan. Búrfellslína leyfð Guðmundur Bjamason umhverf- isráðherra hefur leyft að Búrfells- lína 3a verði lögð um Ölkelduháls þóttáhrifhennar á umhverfi verði neikvæð og útvist- argildi svæðisins rýrni. íslandsbanki líka Guömundur Ámi Stefánsson al- þingismaöur hefur ritað bankaráði íslandsbanka bréf þar sem hann fer fram á að bankinn veiti upplýsingar um laxveiðikostnað og risnu á sama hátt og veittar hafa veriö um sama efni í Landsbanka og Seðlabanka. Gafst upp Frakki, sem ætlaði aö ganga þvert yfir landið, hefúr gefist upp og sótti Selfosslögreglan manninn meiddan á fótum að Hagavatni. Morgunblað- ið sagði frá. Hrossaveikin komin noröur Hrossahitasóttin, sem farið hefur um Suðvestur- og Suðurland, virðist hafa komið upp á Bakka i Svarfarðar- dal. Sex hross hafa veikst á bænum. Blekktu viljandi Sverrir Hermannsson segir við Morgunblaðið að bankastjóramir hafi vísvitandi blekkt viðskiptaráð- hen-a og sagt honum aðeins tæpa hálfa söguna um laxveiðikostnað bankans. Bankaráöið hafi alla tíð vitað um veiðamar og ekki gert at- hugasemdir. Halldór reið á vaðið Dagur segir að hátt settir menn í Framsóknarflokknum hafi fengið Halldór Guðbjarnason bankastjóra til að ríða á vaðið og segja upp bankastjórastöðu sinni og kalla þannig fram uppsagnir þeirra Sverris Hermannssonar og Björg- vins Vilmundarsonar. Hefðu þeir ekki sagt upp hefðu þeir allir verið reknfr. Jóhanna vill ný lög Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maöur ætlar að leggja fram frum- varp á Alþingi um að öllum fyrirtækj- um sem ríkiö á meiri eða minni hlut í sé skylt að birta í ársreikningi ítarlega sundurliðun á risnu, bíla- kostnaði og hlunnindum stjórnenda. Skólastjóri kærður Skólastjóri Laugagerðisskóla, Höskuldur Goði Karlsson hefur ver- ið kærður fyrir ?á taka á nemanda svo á honum sá. Hann segist von- góður um að verða fúndinn saklaus. Dagur segir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.