Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
>
DV
Fréttir
DV-mynd Daníel
DV Akranesi:
Á fundi hafnarstjórnar
Akraneskaupstaðar var til-
laga að deiliskipulagi hafn-
arinnar kynnt. Að sögn
Gísla Gíslasonar, bæjar-
stjóra á Akranesi, er um að
ræða þær breytingar sem
verða þegar Akraborg hætt-
ir siglingum.
„Þá losnar um núverandi
ferjubryggjuna. Að auki
þarf að afmarka það svæði,
sem Haraldur Böðvarsson
hf. hefur til afnota. Einnig
hvernig staðið verður að
löndun og lestun á mjöli og
loðnu,“ sagði Gísli. -DVÓ Akraborgin við bryggju á Akranesi.
Akraborgin hættir:
Breyta þarf skipu
lagi hafnarinnar
Björgunarsveit styrkt
Kvenfélag Hvammshrepps færði
Björgunarsveitinni Víkverja í Mýr-
lal 160 þúsund króna gjöf á aðal-
?undi sveitarinnar i vikunni. Kven-
'élagið hefur í gegnum árin staðið
iuglega bak við sveitina og stutt
lana með ýmsum hætti.
Á fundinum sagði einn félagi í
Víkverja, sem jafnframt er stjórnar-
maður i Slysavamafélagi íslands, að
hún hafi oft verið spurð að því
hvers vegna ekki væri slysavarna-
deild í Vík. Því sagðist hún svara að
þar væri svo duglegt kvenfélag sem
styddi svo drengilega við bakið á
björgunarsveitinni að það væri ekki
þörf fyrir slysavarnafélag.
-NH.
Forvarnavefur
opnaður á Netinu
- margar gagnlegar upplýsingar um vímuefnavarnir
Sérstakur forvamavefur, sem er
miðstöð upplýsinga um vímuefni og
vímuefnavarnir, hefur verið settur
upp á Netinu. Vefurinn var form-
lega opnaður í gær.
Á vefnum má finna staðreyndir
um skaðsemi eiturlyfja ásamt upp-
lýsingum um símanúmer sem geta
komið að gagni fyrir ungmenni sem
hafa áhyggjur af eigin neyslu eða
neyslu vina. Þá
em gagnlegar
upplýsingar til
foreldra um ein-
kenni vímuefna-
neyslu og hvernig
rétt sé að bregð-
ast við grunsemd-
um um neyslu.
Einnig er að
finna upplýsingar
um verkefni á
vegum verkefnis-
stjórnar íslands
án eiturlyfja.
„Þetta er mjög
nauðsynlegt skref
í þessari veiga-
miklu baráttu. Ég
tel að menn hafi
gert rétt að setja
sér háleit mark-
mið þegar áætlun-
in ísland án eitur-
lyfja var sett á laggirnar. Árangur
hefur náðst og það hefúr tekist að
virkja marga aðila í þessari baráttu,
m.a. skóla og samtök foreldra,"
sagði Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra á blaðamannafundi í gær.
Framlag verði hækkað
Þorsteinn sagði að ríkisstjórnin
hefði ákveðið að stefha að því að
áfengis- og vímuefnavamaráð taki
til starfa 1. janúar 1999 og frumvarp
til laga um ráðið verði samþykkt á
vorþingi.
„Vegna áætlunarinnar ísland án
eiturh'fja hefur þeim tilmælum ver-
ið heint til Forvarnasjóðs að árlegt
framlag rikisins úr sjóðnum til
áætlunarinnar hækki í 4,5 milljónir
króna. Þá er stefnt að því að Sam-
band sveitarfélaga gerist aðili að
áætluninni og tilnefni fulltrúa í
verkefnisstjórn áætlunarinnar,“
sagði Þorsteinn.
Dómsmálaráðherra sagði enn
fremur að ríkisstjórnin hefði ákveð-
ið að verja tveimur milljónum
króna af ráðstöfunarfé sínu á árinu
1998 til rannsókna á sviði áfengis-,
tóbaks- og vímuvama. Þá hafi ríkis-
stjómin ákveðið að yfirmenn tolla-
og lögreglumála taki sæti í vinnu-
hópi ásamt fulltrúa utanríkisráð-
herra. Hópnum verður falið að
skoða til hvaða aðgerða þurfi að
grípa til að loka fyrir ólöglegan inn-
flutning fíkniefna.
-RR
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sagði á blaða-
mannafundi í gær að forvarnavefurinn væri mikilvægt
skref í baráttu gegn eiturlyfjum. DV-mynd Hilmar Þór
Málfríður Eggertsdóttir, formaður kvenfélagsins, afhendir Grétari Einarssyni
peningagjöfina. DV-mynd Njörður
ELEY
HAGLASKOT
Sportvörugerðin
Mávahlíð 41, s. 562-8383
S óknarfélagar!
Nýtum atkvæðisrétt okkar!
Tökum þátt í póstatkvæðagreiðslunni um sameiningu
Sóknar, Dagsbrúnar og Framsóknar og Félags starfs-
fólks í veitingahúsum. Atkvæðaseðlarnir þurfa að ber-
ast til skrifstofu Sóknar, Skipholti 50a, fyrir kl. 16
föstudaginn 17. apríl nk.
Þeim, sem ekki hafa fengið atkvæðaseðil sendan heim,
er bent á að hafa samband við skrifstofu Sóknar í sím-
um 568 1150 eða 568 1876.
Kjörstjórn Starfsmannafélagsins Sóknar.
25
Lestu blaðið ogtaktuþdtt ileiknum!
550 oooo
I>ú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal
■T