Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 13 I>V Fréttir Réttarhöld 1 máli Tálknfirðinganna sem era ákærðir fyrir að sökkva Þrym BA 7: Verjendur segja ákæru vald skorta sannanir - rannsókn og köfun niður að flakinu sýni ekki fram á ásetning um að sökkva skipinu Verjendur tveggja Tálknfirðinga, sem era ákærðir fyrir að sökkva hinum 200 tonna Þrym BA 7 í Tálknafirði að kvöldi 15. nóvember á síðasta ári, héldu því fram við réttarhöld í gær að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna ásetning mannanna um að hafa ætlað að sökkva skipinu. Tálknfirðingamir hafa haldið þvi fram að óútskýrður leki hafi komið að skipinu og það einfaldlega sokk- ið þegar verið var að færa það á milli staða. Lögmennirnir segja að rannsókn og köfun niður að skipinu í Tálkna- firði hafi ekki beinst að því að upp- lýsa með hvaða hætti skipið sökk. Þeir krefjast alfarið sýknu af meint- um brotum mannanna á mengun sjávar og gera enga varakröfu. Ákæruvaldið hélt því fram við réttarhöldin að mennirnir hefðu ætlað að komast hjá forgunarkostn- aði upp á vart minna en 2 milljónir króna með því að sigla Þrym í skjóli myrkurs út í Tálknafjörð og sökkva honum þar. I réttarhöldunum, sem hafa farið fram á Patreksfirði og í Reykjavík, hafa sakbomingamir í raun viður- kennt ýmsa háttsemi sem þeir hafa ekki verið ákærðir fyrir, s.s. van- rækslu á tilkynningaskyldu og það atvik að tilkynna ekki þegar skipið sökk. Lögmenn sem DV hefur rætt við hafa einnig rætt um að það atriði að hafa ætlað að draga skipið á milli tveggja staða án heimildar sé sömu- leiðis brot á lögum um náttúru- vernd. Tálknfirðingamir voru held- ur ekki ákærðir fyrir það. Annar ákærðu hefur viðurkennt á sig brot á lögum um lögskráningu með þvi að láta undir höfuð leggjast að skrá áhöfn á þann skemmtibát sem dró Þrym út í fjörð þegar hann sökk. Búist er við að fjölskipaður Hér- aðsdómur Vestfjarða kveði upp dóm í málinu á næstu vikum. -Ótt Þrymur BA lá í fjörunni á Tálknafirði um árabil en hvarf í skjóli nætur. Flakið liggur nú á botni Tálknafjarðar. Varðandi samskipti Fisk- veiðisjóðs íslands og FBA Vegna fréttaflutnings af málum varðandi samskipti Fiskveiðisjóðs íslands (FÍ) og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA) undanfarið skal eftirfarandi tekið fram: Endurskoðun Fiskveiðisjóðs ís- lands heyrði undir Ríkisendurskoð- un og hefur Jón Tryggvi Kristjáns- son, Endurskoðendaþjónustunni, endurskoðað sjóðinn i umboði ríkis- endurskoðenda í yfir heilan áratug. Jón Tryggvi verður því að teljast hluti af þvi eftirliti sem Ríkisendur- skoðun er. Endurskoðun FBA heyr- ir einnig undir Ríkisendurskoðun. Það skal tekið skýrt frarn að rekstur og endurskoðun FÍ hefur aldrei ver- ið með þeim hætti að afskipti Ríkis- endurskoðunar á málefnum sjóðs- ins hafi komið til álita. Stjómendur FBA reyndu með beinum hætti að hlutast til um mál- efni er varðaði uppgjör FÍ fyrir rekstrarárið 1997 og af því tilefni var þess óskað af Jóni Tryggva að hann skilaði inn greinargerð um at- hugasemdir FBA, sem hann og gerði, en fyrrgreindur fréttaflutn- ingur byggir á innihaldi greinar- gerðarinnar. Erindi FBA ásamt greinargerð Jóns Tryggva var lagt fyrir stjóm FÍ 11. mars sl. þar sem það fékk mál- efnalega meðferð en síðan hafnað af stjórn FÍ enda var erindi FBA ekki stutt neinum efnislegum rökum. Jón Tryggvi hefur í störfum sín- um fyrir sjóðinn reynst traustur og ábyrgur endurskoðandi sem gætti hagsmuna sjóðsins af einurð og ákveðni auk þess að bera hag starfs- manna sjóðsins ætíð fyrir brjósti. Þetta er sett hér fram til að taka af öll tvímæli um það að Jón Tryggvi naut fulls trausts forsvarsmanna sjóðsins við störf sín. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 18. útdráttur 4. flokki 1994 - 11. útdráttur 2. flokki 1995 - 9. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1998. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. C8&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 AÐALFUNDUR verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 1998, kl. 17:00 á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi. Nýja sundlaugin í Borgarnesi: Þrjú alvarleg slys á fjórum mánuðum Þrjú alvarleg slys hafa orðið á síð- astliðnum fjórum mánuðum í nýju sundlauginni í Borgamesi. Tveir hinna slösuðu fótbrotnuðu en einn handleggs- og rifbeinsbrotnaði á dögunum. „Það hafa staðið yfir miklar við- gerðir og framkvæmdir við laugina. Síðasta slysið má rekja til breytinga sem gerðar voru þar sem dyr voru settar upp á milli innilaugar og pottasvæðisins. Maðurinn rann til í ísingu á tröppum við dyrnar og slas- aðist. Tvö fyrri slysin tel ég vera frekar óheppni. í þeim tilfellum slös- uðust maður sem er fastagestur hér og starfskona hjá mér. Það er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt þegar svona kemur fyrir. Framkvæmdum er nú lokið við laugina og aðstaðan hefúr aldrei verið betri hér í Borgar- nesi. Ég vona að við séum lausir við alvarleg slys sem þessi,“ segir Ingi- mundur Ingimundarson, forstöðu- maður sundlaugarinnar í Borgar- nesi, aðspurður um málið. -RR HLUTABRÉFA SJOÐURINN Dagskrá aðalfundar Hlutabréfasjóðsins hf.: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga til breytinga á 3. gr. samþykkta félagsins. Tillagan felur í sér rýmkun fjárfestingaheimilda. 3. Heimild til stjórnar um kaup á hlutabréfum félagsins á næstu átján mánuðum, sbr. lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 4. Onnur mál, löglega upp borin. Erindi: Hvernig fóta íslenskir fjárfestar sig á erlendum hlutabréfamörkuðum? Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri VÍB. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Hluthafar eru hvattir til að mœta1. REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.